Morgunblaðið - 24.06.1984, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984
AlþjóAamiAstöð Sameinuðu þjóð-
anna í Vínarborg.
Mynd og texti:
Anna Bjarnadóttir
við Alexandríu og þegar hún
verður tilbúin verður byrjað að
dreifa geldum Miðjarðarhafs-
flugum í bréfpokum úr þyrlum
suður við Luxor og Nílardalur-
inn verður síðan hreinsaður
smátt og smátt. Verksmiðjan
mun framleiða einn milljarð af
flugum á viku en þær vega alls 7
tonn. Verkefnið á að taka 5 ár og
kosta í kringum 40 milljón doll-
ara.
Barátta gegn Miðjarðarhafs-
flugunni í Mexíkó er þegar hafin.
Fluguverksmiðja á landamærum
Mexíkó og Guatemala er komin í
gang og þetta er eina verkefnið
sem nágrannalöndin fást til að
vinna i sameiningu. Það kostar
um 5 milljón dollara á ári að
reka verksmiðjuna en það þykir
ekki mikið þegar tillit er tekið til
þess að Mexíkanar álíta að þeir
muni auka útflutning á ávöxtum
um jafnvirði 500 milljón dollara
á ári og sölu innanlands um 300
milljón dollara á ári þegar Mið-
jarðarhafsflugan verður út-
dauð.“
Björn ferðast mikið og fylgist
með framvindu rannsókna og
framkvæmda auk þess sem hann
ræðir við stjórnvöld og bændur
um erfiðleika landbúnaðarins.
Hann hefur ekki aðeins flugu-
verkefnin á sinni könnu heldur
fæst FAO/IAEA-deildin við allt
frá jarðveginum og gerð plantna
yfir í geymsluaðferðir uppsker-
unnar. Gervikýr á vegum deild-
arinnar er stödd á Keldnaholti
þar sem fylgst er með melt-
ingarmöguleikum kúa á fræði-
legan hátt, og svo mætti nefna
fjölmörg dæmi. Um 30 rann-
sóknarverkefni eru í gangi í 370
rannsóknarstofum út um allan
heim. Björn segir deildina beita
kjarnorkutækni sem er með öllu
skaðlaus og getur oft komið í
stað annarra aðferða sem hafa
slæmar hliðarverkanir eða
plöntur og dýr mynda móteitur
fyrir. Slæmur sveppur var til
dæmis að drepa alla piparmyntu
í heiminum en neutrongeislar
breyttu piparmyntunni þannig
að nú þolir hún sveppina. Allt
skoskt viskí er framleitt úr
byggi, Golden Promise, sem hef-
ur verið kynbætt með gamma-
geislum og 70% alls hveitis sem
notað er í spaghetti á Ítalíu hef-
ur verið endurbætt með geislum.
Björn hefur ekki haft tíma til
að sinna rannsóknarstörfum
sjálfur undanfarin ár. Hann hef-
ur fengist við stjórnunarstörf og
nokkuð við ritstörf. Hann skrif-
aði til dæmis kafla um stökk-
breytingar, Induced Mutation, f
nýútkomna kennslubók, Crop
Breeding, í Bandaríkjunum.
Þekktir visindamenn skrifa aðra
kafla í bókinni. Hann vildi lítið
segja um hvað tekur við þegar
leyfi hans frá Rannsóknarstofn-
un landbúnaðarins rennur út.
Þangað til verður hann önnum
kafinn við að finna leiðir og
koma í framkvæmd aðferðum til
að auka uppskeru- og matvæla-
framleiðslu í heiminum. Það
kemur sér væntanlega vel fyrir
hann í starfi, sérstaklega í kaþ-
ólskum löndum, að hann minnir
bændurna dálítið á Jóhannes Pál
páfa II í útliti. Það er nokkuð
kostulegt af því að íslendingar
sem Jóhannes páfi XXIII tók á
móti í Rómaborg árið 1963,
sögöu páfann ekki líkjast nein-
um öðrum en Sigurbirni heitn-
um f Vísi, föður Dr. Björns Sig-
urbjörnssonar.
„Við drepum ekki flugurnar,
þær fá að drepast úr elli“
Það var sagt frá því
í fréttum í vor að hafist
hefur verið handa við
að útrýma einni teg-
und tse-tse-flugunnar
af 1.500 ferkílómetra
svæði í Nígeríu. Það
fylgdi ekki fréttinni að
æðsti yflrmaður þessa
verkefnls er íslending-
ur, Dr. Björn Sigur-
björnsson, forstjóri
Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins á
Keldnaholti. Björn er í
þriggja ára leyfl frá
forstjórastörfum á ís-
landi og hefur verið yf-
irmaður sameiginlegr-
ar deildar Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna,
FAO, og Alþjóðakjarn-
orkustofnunarinnar,
IAEA, í Vínarborg í
tæp tvö ár. FAO/
IAEA-deildin vinnur að
því að nýta kjarnorku-
þekkingu í þágu land-
búnaðar í aðildarlönd-
um Sameinuðu þjóð-
anna. Hún skiptist í
sex undirdeildir og
landbúnaðarrann-
sóknastofa IAEA í
Seiberdorf, skammt
frá Vínarborg, fellur
einnig undir hana.
Björn starfaði í jurtakynbóta-
og erfðafræðideild FAO/IAEA-
deildarinnar í Vínarborg á árun-
um 1963—1974. Eftir það tók
hann við Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins og var heima í 9
ár. Hann er menntaður í Kanada
og á Cornell í Bandaríkjunum og
starfaði í nokkur ár hjá At-
vinnudeild Háskólans eftir að
hann lauk námi. FAO velur
mann í forstjóraembætti FAO/
IAEA-deiIdarinnar og IAEA
velur varaforstjórann. Bretinn,
Dr. Björn Sigurbjörnsson
og minnkum líkurnar á frjóum
eggjum enn. Þannig höldum við
áfram þangað til óhugsandi er
að kvenfluga hitti frjóa karl-
flugu og þær geti fjölgað sér. Við
drepum ekki flugurnar, þær fá
að drepast úr elli.“
Flugurnar eru verksmiðju-
framleiddar og geltar með
gammageislum. Eitt af verkefn-
unum á rannsóknarstofunni I
Seiberdorf er að finna út hversu
mikla geisla flugurnar þola án
þess að þær missi kyngetuna.
Annað verkefni fæst við að
framleiða flugur úr þurrkuðum
lífefnum þannig að lifandi dýr
þurfi ekki að koma nálægt fjölg-
uninni — þar með verður kven-
hlutverkið orðið úrelt.
„Það er mikilvægt að finna
sem hagkvæmasta leið til að
framleiða flugurnar," sagði
Björn. „Við erum með annað
Tse-tse-verkefni í undirbúningi
á 500 ferkílómetra svæði í
Kenýa. Yfir 60 manns hafa látist
þar af völdum tse-tse-flugu síð-
an um áramót. Þetta er skammt
frá friðuðum, opnum dýragarði
og það þýðir ekki að sprauta eit-
urefnum. Sænska rfkið mun
borga kostnaðinn en við vinnum
þetta í samvinnu við stjórnvöld í
Kenýa, en það er algengt að
Vesturlönd borgi hluta af fram-
kvæmdakostnaði í þriðja heim-
inum.
Stærsta verkefnið af þessu
tagi í Afríku er nú í undirbún-
ingi í Egyptalandi. Miðjarðar-
hafsflugan veldur milljónatjóni
á ávöxtum á hverju ári. Flugu-
verksmiðja er í byggingu utan
Dr. Björn Sigurbjörnsson segir
frá störfum sínum í Vínarborg
Dr. Carl G. Lamm, er varamaður
Björn í Vínarborg. Þess má geta
að Björn var valinn í embættið
sem vísindamaður en ekki sem
íslendingur.
Skrifstofa Björns er á 22. hæð
í skýjaklúfi A í tiltölulega nýjum
húsakynnum Sameinuðu þjóð-
anna f alþjóðamiðstöð f útjaðri
Vínarborgar. öryggi á staðnum
er geysilegt og óboðnir gestir fá
ekki inngöngu. Stórkostlegt út-
sýni blasir við úr skrifstofunni
verkefni hennar miðast við að
leysa eða finna lausn á ákveðn-
um vandamálum og hún beitir
annarri tækni en kjarnorku-
tækni þegar það á betur við.
Rannsóknir deildarinnar fara
núorðið mikið inn á svið lff-
tæknifræði.
En í hverju felst Tse-tse-
verkefnið?
„Tse-tse-flugan er plága um
mest alla Afríku,“ sagði Björn,
„á öllu svæðinu sunnan við Sah-
FAO/IAEA-deildin, sem Björn stjórnar, nýtir kjarnorkuþekkingu í þágu
landbúnaðar.
en á vegg hanga myndir af út-
sýninu frá Keldnaholti og ekki
er það sfðra. Þar við hliðina hékk
áróðursspjald á móti tse-tse-
flugum og sagði Björn það að-
eins vera þar til bráðabirgða.
„Það er verið að gera kynn-
ingarkvikmynd um tse-tse-verk-
efnið og ég á að segja nokkur vel
valin orð í endinn," sagði hann.
„Það þótti rétt að hafa mig fyrir
framan þessi spjöld.“
Tse-tse-verkefnið er aðeins
eitt af fjölmörgum verkefnum
sem deildin hefur yfirumsjón
með út um allan heim. Hún var
stofnuð árið 1964 til að beita sér
fyrir rannsóknum og notkun á
geislum og ísótópum til að auka
og auðvelda matvælaframleiðslu
og landbúnað í heiminum. öll
ara og til Mósambík. Hún sest á
menn og dýr og veldur svefnsýki
svo að kjöt- og mjólkurfram-
leiðsla er mjög erfið í Afríku.
Það eru yfir 20 tegundir til af
flugunni. Nú hefur verið í undir-
búningi í ein fimm ár að útrýma
einni tegund hennar af 1.500 fer-
kflómetra svæði í Nígeríu. Það er
ekki stórt svæði miðað við stærð
Nígeríu en einhvers staðar verð-
ur að byrja.
Bandaríkjamaðurinn Knipling
fann upp aðferðina árið 1937.
Við dreifum geldum karlflugum
í tugþúsundatali yfir afmarkað
svæði og minnkum mjög lfkurn-
ar á því að kvenfluga hitti frjóa
karlflugu og geti verpt frjóum
eggjum. Við dreifum síðan tíu
sinnum fleiri geldum karlflugum