Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 43

Morgunblaðið - 24.06.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 43 Sovézkir liðhlaupar komnir til Englands London 18. júní. AP. TVEIR sovéskir liðhlaupar, sem haldið var föngnum f herbúðum skæruliða í Afganistan, komu til Bretlands á fimmtudag og verður veitt hæli þar í landi í eitt ár, sam- kvcmt frétt frá innanríkisráðuneyti Bretlands. Liðhlauparnir tveir, Igor Rhykov og Oleg Khlan, eru þeir fyrstu sem náð hafa til Evrópu, en áður hefur sumum tekist að kom- ast til Bandaríkjanna. Bethell lávarður, sem sá um málefni liðhlaupanna sagði að þeir hefðu verið í haldi hjá skærulið- unum í Afganistan í eitt ár og var þeim haldið í ópíumvímu meðan á haldinu stóð, þar sem skæru- liðarnir hafa ekki fangelsisað- stöðu. Lávarðurinn sagði að hann hefði farið til Afganistan í febrúar sl. og hitt fyrir marga sovéska fanga, en hefðu þessir tveir þótt frambærilegastir þar sem skæru- liðarnir voru fúsir til að láta þá lausa. Liðhlauparnir skrifuðu síð- an Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, bréf með beiðni um hæli í Bretlandi, og voru þeir svo fluttir til landsins í síðustu viku. Liðhlauparnir fengu ekki að vita fyrr en á síðustu stundu að verið væri að frelsa þá, en héldu að þeir væru á leið til aftöku þegar þeir voru fluttir á brott frá skæru- liðunum. Á leið frá flugvellinum inn í Lundúnaborg tautuðu þeir sí- fellt fyrir munni sér orðið „skazka“ sem þýðir ævintýri á rússnesku. Liðhlauparnir dveljast nú i sjúkrahúsi í London, þar sem þeir eru í meðferð vegna ópíumneysl- unnar sem þeir voru vandir á og einnig vegna meiðsla sem þeir hlutu eftir að hafa verið hlekkjað- ir í langan tíma. Hröö umsetning og skipulagning í lagerhaldi eru mikilvægir þættir í öllum hagkvæmum rekstri. Kynniö ykkur kosti „FLOW STORAGE" lager kerfisins frá INTERROLL. • Sama vörumagn á helmingi minni gólffleti. • Mun betri nýting á vinnuafli og tækjum t.d. lyfturum. • Öll vöruafgreiðsla verður mun léttari. • Færri tilfærslur vöru og minni keyrsla innanhúss. • Eðlilegri hringrás, þ.e.elsta varan afgreiðistalltaffyrst. INTERROLL afgreiöir allt lagerkerfið tilsniðið aö þörfum hvers og eins og í hvaða stærö sem er. INTERROLL hefur 20 ára reynslu við lausn hvers- konar flutnings- og vörugeymsluvandamála. Leytið upplýsinga. Umboðsmenn INTERROLL á íslandi: UMBOÐS- OG HE/LDVERSLUN LÁGMÚU5, 108 REYKJAVIK, SÍMI: 91 -685222 PÓSTHÓLF: 887, 121REYKJA VlK SPÆNSKU NAFNSKIL TIN gera mikla lukku Einstök prýði fyrir einbýlishúsið, sumarbústaðinn o.fl. Önnumst séróskir varðandi stærri verkefni. Ennfremur minnum við á hið glæsilega úrval okkar af messingsskiltum. Auk þess höfum við að sjálfsögðu ál- og plastskilti í ýmsum gerðum og stærðum. SMffið Sfm Sími 91-76713. ÚTSÖLUSTAÐIR: VERSLUNIN BRYNJA, Laugavegi 29, sími 91-24320. HUSIÐ, Skeifunni 4, sími 91-687878. Tryggjum öryggi barnanna í bílnum, -með Klippan barnabílstólum. Sænski Klippan barnastóllinn hef- ur staðist próf umferðaryfirvalda og slysavarnarmanna með á- gætiseinkunn. En við hönnun stólsins var ekki einungis hugsað um öryggi og þægindi, heldur einn- ig um útlit og tvöfalt notagildi. Klippan er fáanlegur í allar tegundir bifreiða. Klippan er festur eða losaður á örskammri stundu. Klippan fylgir leikborð fyrir börnin. Komdu og kynntu þér Klippan og annan öryggisbúnað í barnahorninu hjáokkur. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.