Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 Frá kröfugöngu herstöövaandstæðinga. Eru hugsjónir herstöðva- andstæðinga til sölu? Athugun á nokkrum þáttum könnunar á viðhorfum íslendinga til öryggis- og utanríkismála Meginniðurstaðan í hinni umfangsmiklu könnun Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðings á viðhorfum íslendinga til öryggis- og utanríkismála, sem Morgunblaðid greindi ýtarlega frá á Bmmtudaginn, kemur ekki á óvart. Meiríhluti íslenskra kjósenda er hlynntur tveimur höfuðþáttum þeirrar utan- ríkisstefnu, sem stjórnvöld hafa fylgt undanfarna áratugi; aðild að Atlants- hafsbandalaginu og dvöl bandarísks varnarliðs í landinu. Þær upplýsingar, að tveir þriðju kjósenda vilja að íslendingar taki gjald fyrir dvöl varnarliðs- ins, hljóta hins vegar að teljast nýmæli. Þá er líka ýmislegt forvitnilegt í þeim þætti könnunarinnar, sem náði einungis til kjósenda á Reykjavíkursvæðinu, og full ástæða til að benda á, að þar eru álitaefni og að menn verða að fara varlega í túlkun á niðurstöðunum. Það liggur alls ekki í augum uppi hvaða ályktanir ber að draga af sumum svörum þátttakenda og stundum virðast viðhorf þeirra jafnvel mótsagnakennd. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu skiptist könnun Ólafs í tvo hluta. í hinum fyrri voru 1003 kjósendur um land allt spurðir um afstöðu til Atlantshafsbandalags- ins, dvalar varnarliðsins og gjald- töku af varnarliðinu. í hinum sið- ari var úrtak úr fyrri hópnum, 329 kjósendur á Reykjavíkursvæðinu, spurt nokkurra annarra spurn- inga er tengjast öryggis- og utan- ríkismálum, s.s. um skoðun á styrjaldarlíkum, um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- um, um friðarhreyfingar, um þróunaraðstoð og vígbúnað Atl- antshafsbandalagsins. Ég ætla fyrst að víkja að þremur atriðum í sambandi við fyrri hlutann, en niðurstöður þar eru marktækari en í síðari hlutanum vegna fjölda þátttakenda og dreifingar þeirra um landið. Fjórðungur al- þýðubandalagsmanna styður Atlants- hafsbandalagið Það kemur á óvart hversu margir kjósendur Alþýðubanda- lagsins segjast styðja Atlants- hafsbandalagið. Þeir reynast vera 17% og ef aðeins er tekið mið af þeim sem létu skoðun í ljós eru þeir 23% eða nærri fjórðungur. Alkunna er, að barátta fyrir úr- sögn íslands úr Atlantshafs- bandalaginu hefur alla tíð verið eitt höfuðatriða í utanrikisstefnu Alþýðubandalagsins. Þessi niður- staða hlýtur því að vera flokksfor- ingjunum mikið áfall. Þó held ég, að innan flokksins hafi um skeið verið að grafa um sig efasemdir um afstöðuna til Atlantshafs- bandalagsins og í því viðfangi má minna á, að fyrir stuttu viðraði einn af blaðamönnum Þjóðviljans þá hugmynd á síðum blaðsins, að rétt kynni að vera að endurskoða afstöðuna til bandalagsins í ljósi hins mikla stuðnings sem það nýt- ur meðal þjóðarinnar. Samkvæmt könnuninni eru 54% kjósenda hlynntir dvöl bandaríska varnarliðsins í Keflavík. Hins veg- ar eru 30% kjósenda andvígir dvöl varnarliðsins og 15% telja að það skipti engu máli hvort hér er varnarviðþúnaður eða ekki. Það er auðvitað fagnaðarefni, að meiri- hluti kjósenda áttar sig á nauðsyn þess að varnarliðið sé i landinu, en samt er ástæða til að hafa áhyggj- ur af því hve margir eru á önd- verðum meiði eða láta sér standa á sama. Þetta eru sérstaklega uggvænleg tíðindi þegar haft er í huga hve augljós rök hníga að nauðsyn varna í landinu. Forvígismenn „Varins lands“ afhenda undirskriftalista sína í Alþingishúsinu 22. mars 1974. Helmingur herstöðva- andstæðinga vill taka gjald af varnarliðinu Hinn afdráttarlausi stuðningur tveggja þriðju hluta kjósenda við almennt orðaða hugmynd um gjaldtöku af varnarliðinu kemur nokkuð á óvart. Þessi niðurstaða er kannski til marks um, að stjórnmálaflokkarnir, sem allir eru hugmyndinni andsnúnir og hafa aldrei viljað ræða hana af alvöru, eru ekki í nógu góðu sam- bandi við hina almennu kjósendur. Stjórnmálaforingjar okkar verða að átta sig á því, að þótt gjald- tökuhugmyndin sé í senn lágkúru- leg og siðferðilega óheil, er ekki lengur unnt að skella skollaeyrum við henni. í stað þess að leiða hana hjá sér verða þeir að ómaka sig við að útskýra fyrir kjósendum hvers vegna hugmyndin er ótæk. Það, sem einna mesta athygli vekur í sambandi við afstöðu manna til gjaldtöku af varnarlið- inu, er að tæplega helmingur, eða 48%, andstæðinga varnarliðsins, svonefndra „herstöðvaandstæð- inga“, er henni hlynntur. Þessi hópur virðist m.ö.o. reiðubúinn að fórna andstöðu sinni við herinn fyrir peninga og hlýtur það að vera Samtökum herstöðvaand- stæðinga í senn umhugsunar- og áhyggjuefni. Hitt er ekki síður merkilegt, að hvorki fleiri né færri en 45% kjósenda Alþýðubanda- lagsins eru hlynntir gjaldtöku. Andúð þessa fólks á „bandarískri heimsvaldastefnu" ristir sýnilega ekki djúpt og áhyggjur þess af því að varnarliðið spilli menningu ís- lendinga og ógni sjálfstæði þjóð- arinnar virðast ekki heldur veru- lega þungar. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, hefur sagt að vinsældir gjaldtöku- hugmyndarinnar séu til marks um „hernám hugarfars" og bent á, að meirihluti kjósenda Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Sjálfstæðis- flokks og Bandalags jafnaðar- manna séu hugmyndinni hlynntir. Maður, líttu þér nær! Reykjavíkurkönnunin ekki eins marktæk og landskönnunin Sá hluti könnunarinnar sem tók eingöngu til Reykjavíkursvæðisins getur ekki talist eins marktækur og hinn hlutinn, sem tók til lands- ins alls. ólafur Þ. Harðarson segir í greinargerð með niðurstöðunum að hafa beri í huga „að svörin gilda einungis um íbúa höfuðborg- arsvæðisins, en ekki um lands- menn í heild". Þá bendir hann á að vegna þess að úrtakið hafi verið minna séu skekkjumörk hærri en í hinum hlutanum. í Reykjavíkurkönnuninni voru svarendur beðnir að taka afstöðu til nokkurra fullyrðinga þar sem notuð voru ýmis hugtök og heiti, sem oft heyrast í umræðu um stiórnmál. Ein var t.d. þessi: „Astæða er fyrir íslendinga að styðja hugmyndina um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- um.“ Mikill meirihluti þátttak- enda, eða 86%, kvaðst sammála staðhæfingunni. Þá vaknar sú spurning hvað átt er við með „kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum"? Vilja menn að engin kjarnorkuvopn séu á Norð- urlöndum eða engin vopn á til- teknu svæði á Norðurlöndum? Og skyldu svarendur hafa leitt hug- ann að því að það eru engin kjarn- orkuvopn á Norðurlöndum og bar- áttumálið því kannski ekki veru- lega raunhæft? Studningur við frið, en ekki einhliða afvopnun Önnur fullyrðing, sem Reykja- víkurhópurinn var spurður álits á, var þessi: „Friðarhreyfingar eins og þær sem sprottið hafa upp í Bandaríkjunum og Evróþu eru spor í rétta átt.“ Um tveir þriðju þátttakenda tóku undir staðhæf- inguna. Aðeins 16% kváðust ósammála. Þá voru þátttakendur beðnir að segja skoðun sína á full- yrðingunni: „Atlantshafsbanda- lagið (NATO) má ekki dragast aft- ur úr Varsjárbandalaginu hernað- arlega ef tryggja á frið.“ Drjúgur meirihluti svarenda, eða 70%, sagðist vera þessu sammála. Að- eins 17% voru ósamþykkir. f fljótu bragði virðist mótsögn á milli þessara tveggja viðhorfa. Mörg samtök í Bandaríkjunum og Evrópu, sem kenna sig við „frið“, þ.á m. þau sem best eru kynnt hér á landi, vilja einhliða afvopnun Vesturlanda og gagnrýna mjög „vígbúnaðarkapphlaupið", sem ís- lenskir kjósendur virðast styðja. Það getur vel verið að skýringin hér sé einfaldlega sú, að kjósendur séu órökvísir í hugsun og sjálfum sér ósamkvæmir. Hitt finnst mér þó líklegra, að menn hneigist til að setja allar hreyfingar, sem kenna sig við „frið“, undir sama hatt og telji að þær geti ekki verið nema til góðs. Stuðningur kjósenda á Reykjavíkursvæðinu við friðar- hreyfingar er þá yfirlýsing um friðarvilja og þýðir t.d. ekki að þeir séu hlynntir einhliða kjarn- orkuafvopnun lýðræðisríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.