Morgunblaðið - 08.07.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.07.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JtJLÍ 1984 27 riði sem miklu máli skipta í þessu sambandi og taka þarf ákvarðanir um í þeim viðræðum sem fyrir dyrum standa: í fyrsta lagi þarf að taka ákvörðun um áframhald þeirrar gengisstefnu sem fylgt hefur verið í rúmt ár. Stöðugt gengi verður þannig áfram undirstaða og kjarni efnahagsstefnunnar. Frá þeirri stefnu verður ekki hvikað. í öðru lagi þaf að hindra vél- ræna og sjálfvirka verðþenslu. Fyrir þá sök er óhjákvæmilegt að framlengja bann við vísitöluteng- ingu launa sem upphaflega var ákveðið til tveggja ára. Jafnframt er nauðsynlegt að taka ákvarðanir um bann eða verulega takmörkun á vísitölutengingu á öðrum sviðum eins og til að mynda á lánum sem ekki eru til því lengri tíma. í þriðja lagi er brýnt að teknar verði ákvarðanir sem leitt geti til aukinnar framleiðni í hinum hefðbundnu atvinnugreinum, landbúnaði og sjávarútvegi. Verið er að undirbúa tillögur að breyttu verðmyndunarkerfi í landbúnaði sem leiða eiga til þess að innan ákveðins tíma verði ekki þörf fyrir útflutningsuppbætur. Sjávarút- vegurinn verður að laga sig að breyttum rekstrarskilyrðum vegna þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið og fylgt verður í geng- ismálum. Ríkisvaldið og sjóða- kerfið kann að þurfa að aðstoða við að losa um eitthvað af þeirri offjárfestingu sem átt hefur sér stað í þessari atvinnugrein á und- angengnum árum. I fjórða lagi þarf að leggja grundvöll að nýsköpun í islensku atvinnulífi, það á fyrst og fremst að gera með almennum aðgerðum og kerfisbreytingum sem beina fjármagni inn á nýjar brautir í atvinnuuppbyggingu. Samhliða þarf að leggja áherslu á nýja samninga um orkufrekan iðnað og virkjun fallvatna. í fimmta lagi liggur fyrir að gera þarf áætlun um núllvöxt ríkisútgjalda á næstu árum i því skyni að skapa svigrúm fyrir vöxt í atvinnulífinu. Til mikils aö vinna aö halda áfram á sömu braut Ég hef hér dregið upp einfalda mynd af nokkrum mikilvægum at- riðum sem þýðingu hafa þegar við vörðum veginn fram á við, Ég hygg að margir hafi efast um árangur í fyrra þegar ríkisstjórn- in tilkynnti um aðgerðir sínar og það skorti ekkert á hrakspárnar og þeir voru ófáir sem gerðu lítið úr þeim ákvörðunum sem þá voru teknar. En á akri reynslunnar höf- um við uppskorið eins og til var sáð. Nú í haust hefur fólkið í land- inu það í hendi sér hvort arfinn og illgresið fær að skjóta þar rótum á nýjan leik og kæfa þann ávöxt sem hann hefur borið. Sem fyrr hvílir mikil ábyrgð á forustumönnum hagsmunasamtaka á vinnumark- aðnum. Hagtölur sýna að kaupmáttur rástöfunartekna mun ekki rýrna á þessu ári. Það er því ekkert tilefni til þess að rjúfa þá samstöðu og það samkomulag sem náðist i þeim efnum fyrr á þessu ári. For- usta Alþýðubandalagsins reyndi síðastliðinn vetur allt hvað hún gat til þess að stuðla að upplausn og sundrungu á vinnumarkaðnum. Sú tilraun mistókst. Alþýðu- bandalaginu hefur nú tekist að ná hinum þremur smáflokkum stjórnarandstöðunnar undir væng sinn til þess að endurtaka þessa tilraun. Þeirra eigin flokksmenn höfnuðu þó þessum aðgerðum með því að mæta ekki á útifund sem flokksforustan boðaði til í byrjun þessarar viku. Kostur stjórnar- andstöðunnar er gamla farið. Við verðum með samtakamætti okkar að koma í veg fyrir að þeir nái árangri. Þeir sem hafa fengið umboð kjósenda til þess að stjórna land- inu verða að vinna til traustsins. Við munum með málefnalegri stefnumótun á næstu vikum sýna fram á að það er til mikils að vinna að halda áfram á sömu braut. Átök á vinnumarkaði nú geta aðeins fært okkur aftur á bak. Árvekni um stjórnar- farslegt sjálfstæöi Hið daglega brauðstrit tekur oft hug okkar allan. Þau viðfangsefni eru oftast nær brýnni og meira aðkallandi en önnur. Þessi staður minnir okkur hins vegar á að það er að mörgu öðru að hyggja. Við erum lítið eyland í samfélagi þjóða. Þessi fornhelgi staður kall- ar okkur til árvekni um stjórnar- farslegt sjálfstæði okkar og ör- yggi. Við höfum því ástæðu til þess að fagna því hér og nú að svo virðist sem eindrægni og sam- staða þjóðarinnar um grundvall- aratriði utanríkisstefnunnar hafi aldrei verið meiri. Við höfum skip- að okkur í fylkingu frjálsra þjóða og samið um varnir okkar innan þeirra vébanda. Við viljum ekki hlutleysi því að hugsjónir okkar knýja okkur til þess að leggja málstað lýðfrelsis og mannrétt- inda lið. Við höfum einnig hafnað hlutleysi vegna þess að það sam- rýmist ekki öryggishagsmunum okkar. Rækt viö einstaklinginn Hér hefur ekki staðið skóli en menning þjóðarinnar er svo órjúf- anlega tengd þessum stað að hann hlýtur að örva okkur til nýrra átaka á því sviði. í þeim efnum hefur einnig verið brotið blað á síðustu mánuðum. Það má aldrei verða að hóphyggjan lami skóla- kerfið og menningarstarfsemina í 'andinu. Fyrir þá sök er mikilvægt að við fáum áfram tækifæri til þess að vinna að þeim umbótum sem hafnar eru á þessu sviði. Til þess að leggja meiri rækt við ein- staklinginn, tengja betur saman en áður hagsmuni heimila og skóla og treysta böndin milli at- vinnullfsins og skólanna. Hér er mikið verk að vinna. Á þessum stað voru á þjóðveld- istímunum fyrst sett ákvæði í lög sem við á nútímamáli myndum kalla almannatryggingar. Það hvetur okkur til að fylgja fram þeirri grundvallarhugsjón okkar að nota þann arð sem frjáls at- vinnustarfsemi getur skapað til þess að treysta stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Við vitum að atvinnufrelsið er líklegast til þess að fullnægja óskum okkar um fé- lagslegt öryggi. Búinn er úr bálastorku berg- kastali frjálsri þjóð segir í kvæði listaskáldsins góða sem hér stóð endur fyrir löngu til þess að yrkja um fjallið Skjaldbreið. Við höfum oft tekist á við mikil verkefni, sjálfstæðismenn, en nú hvílir á okkur meiri skylda og meiri ábyrgð, en oftast nær áður. Við höfum leitt saman stétt með stétt. Við höfum barist fyrir sameigin- legum hagsmunum fólksins í land- inu. Nú er ekki stund til að æðrast, við höfum ástæðu til þess að fyll- ast bjartsýni og láta þá orku sem felst í einingu og samstöðu þjóðar- innar færa okkur fram á veg. Þessi bergkastali gerður úr bála- storku hefur verið gefinn okkur sem frjálsri þjóð. Við megum aldr- ei gleyma þeim skyldum sem það leggur okkur á herðar í minningu þess liðna og fyrir framtíð þjóðar- innar. i® [mruTwipl <£> <n ao Gódan daginn! Ljósm. Nú er tími knattspyrnuskólanna ( blóma og flykkjast ungir áhugasamir krakkar í þá. Á Akranesi hefur Unglingaknattspyrnuráð komið á einum slíkum og hafa undanfarna daga verið um 140 böm á námskeiði og vonandi verða margir úr þeim hóp síðar í fremstu röð knattspyrnumanna og kvenna á landinu. Námskeiðsstjóri er hinn kunni knattspyrnumaður Árni Sveinsson og honum til aðtoðar hefur verið annar leikmaður úr íslandsmeistaraliði Skagamanna, Guðbjörn Tryggvason. Á myndinni sést hluti yngstu þátttakendanna ásamt þeim Árna og Guðbirni. FERÐAFÉLAGINN FRÁ ROADSTAR rs-íoóo i bílinn M E T A L AUTO-STOP I A C Gæða-bílhjólatæki með útvarpi og segulbandi. Þetta tæki er sérstaklega hannað fyrir mikla notkun. LW, MW og FM-stereó 2x7 wött. Tíðnisvörun: 30—14.000 rið. Stærð: Breidd 178, hæð 42 og dýpt 120 millimetrar. Mono- og stereórofi. Læst hraðspól- un, styrk-, jafnvægis- og tónstillar. Sjálfvirk stöðvun á enda með Ijósmerki. FM stereó-ljós. í stuttu máli: Tækið sem er tilbúið í slaginn. Kr. 4.980,- SENDUM UM ALLT LAND ÍSETNING SAMDÆGURS HÁTALARAR OG LOFTNETSEFNI í MIKLU ÚRVALI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.