Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984 Hvolsvöllur: Langferðabif- reið ók útaf Skemmdi og eyðilagði landbúnaðartæki LANGFERÐABIFREIÐ er ekið var Suðurlandsveg frá Þórsmörk á leið til Hvolsvallar fór útaf um hádegis- bilið í gær, á mótum Suðurlandsveg- ar, Fljótshlíðarvegar og Austurvegar. Auk bílstjórans voru 26 farþegar í bifreiðinni, en engum þeirra varð meint af útafakstrinum. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli virðist sem langferðabifreið- in hafi verið á talsverðum hraða, því hún fór yfir tvær graseyjar og malarborið svæði sem er við sím- stöðina. Þar ók hún á jarðkapal- rúllur og utan í Ijósastaur. Ekki vildi bifreiðin stöðvast og hélt áfram beint á rammgerða girð- ingu sem umlykur svæði í eigu Kaupfélags Rangæinga. Fyrir inn- an girðinguna voru ýmis landbún- aðartæki, svo sem áburðardreif- ari, heysnúningsvél og súgþurrk- unarblásari. Lenti bifreiðin á þessum tækjum og eyðilagði sum þeirra en skemmdi önnur. Að sögn bifreiðarstjórans virk- aði hemlunarbúnaður bifreiðar- innar ekki þegar hann ætlaði að draga úr hraða hennar á mótum fyrrgreindra gatnamóta. Farþeg- unum, sem aðallega voru útlend- ingar, var komið fyrir á hóteli en þangað voru þeir síðan sóttir síðar um daginn. MorgunbladiA/Gils Jóhannsson. Iðnaöarbanki íslands: Hlöðver Þórarinsson. Morgunblaöiö/Vilborg. Sumarfríiö undirbúið VIÐ BRYGGJUNA á Sauðárkróki lá báturinn Þórir SK-16 og var Hlöðver Þórarinsson, einn þriggja eigenda, að dytta að henni. Hlöðver kvaðst hafa verið á netum, en nú yrði bátnum lagt um mánaðarskeið og tíminn notaður til að mála hann og lagfæra, auk þess sem meiningin væri að fara í sumarfrí. Að því loknu sagðist hann væntanlega fara á net, þó að yfirleitt væri fiskiríið fremur lélegt á haustin, en það væri reynandi að vinna upp í kvótann, sem rúm 20 tonn væru eftir af. Eigendur Þóris SK-I6 eru auk Hlöðvers, bróðir hans Þorbjörn Þórar- insson og Eyjólfur Sveinsson. Fær réttindi til að veita alhliða gjaldeyrisþjónustu IÐNAÐARBANKI íslands hefur nú fengið réttindi til að veita viðskipta- vinum sínum alhliða gjaldeyrisþjón- ustu. Er Iðnaðarbankinn fyrsti einkabankinn hér á landi sem fær þessi réttindi, en fram að þessu hafa ríkisbankarnir þrír, Landsbankinn, Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn getað veitt þessa þjónustu. Valur Valsson, bankastjóri í Iðnaðarbankanum, sagði í samtali við Morgunblaðið, að bankinn myndi ekki hefja þessa þjónustu við viðskiptavini sína fyrr en með haustinu, því það tæki tíma að þjálfa starfsfólk til þessara starfa því þau krefðust talsverðrar sér- þekkingar. „Bankinn fékk leyfi til alhliða gjaldeyrisþjónustu síðastliðinn mánudag, en fram að því hafði starfsemi gjaldeyrisdeildar bank- ans verið takmörkuð við þjónustu við ferðamenn og innlána á gjald- eyrisreikninga,“ sagði Valur. „Með þessu leyfi komum við til með að geta sinnt bankaþjónustu vegna inn- og útflutnings, sem ríkis- bankarnir einir höfðu áður leyfi til. Við ráðgerum að framkvæma þessa þjónustu þannig að hún muni valda sem minnstum kostn- aði og ekki verður bætt við starfs- fólki. Þá munum við eftir sem áð- ur starfa í samvinnu við Útvegs- bankann varðandi gjaldeyrismál- in. Undanfarin 30 ár hefur Iðnað- arbankinn leitast við að fá rétt- indi til fullrar gjaldeyrisþjónustu við sína viðskiptavini og því má segja að við stöndum á vissum tímamótum í sögu bankans. Við höfum talið erlend viðskipti vera eðlilegan þátt í alhliða bankaþjón- ustu og því höfum við sóst lengi eftir því að fá að veita okkar viðskiptavinum hana,“ sagði Valur Valsson bankastjóri að lokum. Ríkisstjórnin: Nefnd geri tillögur um við- brögð við útlánaaukningunni Á ríki.sstjórnarfundi sem haldinn var í gær var skipuð þriggja manna nefnd til að athuga hvernig ríkis- stjórnin getur brugðist við aukningu heidarútlána viðskiptabankanna, sem aukist hafa mun meira en heildarinn- lán. í nefndinni sitja Þórður Frið- jónsson, efnahagsráðunautur ríkis- stjórnarinnar, Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagstofnunar og Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri. Heildarútlán viðskiptabankanna jukust sex fyrstu mánuði þessa árs um 18,0% en á sama tíma hækkuðu innlán um 14,7%. I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi vildi Þórður Friðjónsson lítið tjá sig um málið. En að sögn Þórðar kemur ýmislegt til greina, en hvort gripið verði til hækkunar á bindiskyldu eða hækkun útlánavaxta, vildi hann ekkert segja um. Aðspurður sagðist Þórður Friðjónsson ekki eiga von á því að hlutfallsleg hækkun útlána miðað við innlán yrði til þess að áætlanir ríkisstjórnarinnar um verðbólgu röskuðust. Gylfi segist ekki hafa notað nein lyf á bannlista — segir Hjörtur G. Gíslason, bróðir Gylfa GYLFI GÍSLASON, lyftingamaður, segist ekki hafa notað nein þeirra lyfja sem séu á bannlista Alþjóðalyftingasambandsins, að sögn bróður hans, Hjartar G. Gíslasonar, læknis, og hann skilji ekki hvernig á því standi að hann hafi komið jákvæður út úr lyfjaprófun á Evrópumeistara- mótinu í lyftingum í vor, enda hafi ennþá ekki verið tilgreint hvaða lyf á bannlistanum hann eigi að hafa notað og þar til það hafi verið gert, sé þetta marklaust. „Ég heyrði í Gylfa skömmu eftir mótið og þá kom fram hjá honum að hann hafði komið jákvæður út úr lyfjaprófinu. Það var rannsakað nánar og hann kom aftur jákvæður út úr próf- inu. Hann hefur ekki tekið nein lyf sem eru á bannlista og það er ekki hægt að setja menn í bann án þess að tilgreina fyrir hvað þeir eru settir í bann. Þessi til- kynning er auðvitað allsendis ófullnægjandi," sagði Hjörtur, er Morgunblaðið ræddi við hann, en hann hefur verið í sambandi við Gylfa vegna þessa máls. Hjörtur sagði að Gylfi hefði keppt á nokkrum mótum síðast- liðið ár. Þrívegis hefði hann ver- ið lyfjaprófaður, síðast 4. apríl og hefðu prófin ávallt verið nei- kvæð. Evrópumótið var haldið síðari hluta aprílmánaðar og fyndist sér ótrúlegt út af fyrir sig að hann hefði notað lyf á þessum stutta tíma fram að Evr- ópumótinu, en Evrópumót væru alltaf lyfjaprófuð. Hjörtur sagði að á þessum bannlista yfir lyf væru til dæmis ýmis kóteinlyf, magnyl og fleira. Þá hefði Gylfi átt við bólgur í hnjám að stríða og verið þess vegna á bólgueyðandi lyfjum, sem hann var að nota um það leyti sem hann fór á þetta mót. Hann hefði gefið þessi lyf upp og þau væru ekki á bannlista. — Er mögulegt að þetta lyf hafi getað valdið því að prófið varð jákvætt? „Ég get ekki fullyrt um það, en málið er bara það, að ekki er hægt að dæma mann í keppnis- bann, nema það sé ljóst fyrir hvað maðurinn er dæmdur. Það eru fjöldamörg efni á bannlista og það verður að tiltaka hvaða efnaflokk um er að ræða, hvort það eru hormónalyf, örvandi lyf, kódein-lyf eða eitthvað annað, sem eru talin hafa fundist. Þar til það er gert er þetta mark- leysa og raunar stórfurðulegt hvernig að þessu er staðið og fréttin því ótímabær," sagði Hjörtur. íslensku skip- in afgreidd á mánudag FLUTNINGASKIPIN Keflavík og Vesturland, sem beðið hafa afgreiðslu í l’ortúgal, verða afgreidd á mánu- dagsmorgun, að því er segir í skeyti, sem SÍF barst síðdegis í gær. Að sögn Valgarðs J. Ólafssonar, framkvæmdastjóra, stóðu vonir til að skipin fengju afgreiðslu í dag, en samkvæmt skeytinu eru ekki líkur til að það verði fyrr en á mánu- dagsmorgun. „En ég held að það megi treysta því að svo verði með bæði skipin," sagði Valgarð. Flutningaskipið Keflavfk hefur nú beðið löndunar í Aveiro í Portú- gal síðan 29. júnf síðastliðinn, með um 1.500 lestir af saltfiski. Vestur- land hefur beðið afgreiðslu í Lissa- bon síðan á miðvikudag með svipað magn. Þriðja skipið, Eldvík, átti að leggja af stað í gærkvöldi, með saltfiskfarm áleiðis til Portúgal og samkvæmt þessu ætti það að fá skjóta afgreiðslu er þangað kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.