Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLl 1984 25 Málefni aldraðra Þórir S. Guðbergsson Greiðslur vegna kostn- aðar á vistheimilum Hvernig má þetta verða? Dæmi II: Eftirlaun úr lífeyrissjóði í júní ’84 kr. 13.065 Frá tryggingastofnun ríkisins kr. 7.354 Samtals kr. 20.419 Vistunarkostnaður kr. 15.030 Ráðstöfunarfé á mán. kr. 5.389 Dsmi III: Eftirlaun úr lífeyrissjóði kr. 9.457 Frá Tryggingastofnun ríkisins kr. 12.218 Samtals kr. 21.675 Vistunarkostnaður kr. 15.030 Ráðstöfunarfé á mán. kr. 6.645! Ný lög um mál- efni aldraðra Ný lög um málefni aldraðra voru samþykkt á Alþingi í des. 1982, á ári aldraðra. Attu þau að öðlast gildi í janúar 1983 eða fyrir rúmu einu og hálfu ári. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra sem í sitja 3 fulltrúar var skipuð og deildarstjóri ráð- inn í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og fer hann með öldrunarmálefni. Þessir að- ilar hafa verið að vinna við und- irbúning og gildistöku iaganna og semja reglugerðir þar að lút- andi. Síðar í þáttum þessum verður drepið á helstu ákvæði þessara laga, en hér aðeins fjallað um eina grein laganna, 26. grein, um greiðslur vistmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Þar segir m.a.: „Skv. umboði vistmanna á dvalarstofnunum fyrir aldraða skv. 17. gr. 2.-4. tl. innheimtir sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins þá hjá lífeyristryggingadeild sömu stofnunar, lífeyrissjóði vist- manna eða lætur innheimta hjá vistmanni sjálfum allt að fullu vistgjaldi, sbr. þó 3. mgr., eins og það er ákveðið á hverjum tima af daggjaldanefnd. Um dvöl á spít- aladeildum, sem ætlaðar eru til skammtímavistunar, gilda ákvæði laga um almannatrygg- ingar. Vistmaður á dvalarstofnun skv. 17. gr. 2. tl. skal þó halda eftir til eigin þarfa 25% tekna sinna og aldrei lægri fjárhæð en kr. 1.950 á mánuði. Vistmaður á Ósamræmi á greiðsl- um vistmanna vegna kostnaðar á vistheimil- um getur vart gengið lengur. Vistmaður á dvalarheimili þarf að greiða mikinn hluta eftirlauna sinna, en hjúkrunarsjúklingur á hjúkrunardeild sömu stofnunar fær að halda eftirlaunum sínum að fullu. dvalarstofnun skv. 17. gr. 3. og 4. tl. skal þó halda eftir til eigin þarfa 15% tekna sinna og aldrei lægri fjárhæð en kr. 1.300 á mánuði ... Fjárhæðir í 3. mgr. skulu breytast eftir sömu reglum og fjárhæðir bóta almannatrygg- inga.“ Síðar í lögunum koma ákvæði til bráðabirgða í 3 liðum þar sem segir m.a: „Ákvæði 26. gr. koma til framkvæmda í áföngum skv. nánari ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar.“ (Leturbreyting höfundar). Áður en nefnd verða 4 dæmi til skýringar skal bent á að ákvæði um greiðslur vistmanna vegna kostnaðar á dvalarheimil- um hafa enn ekki tekið gildi og eru því gömlu lögin enn í gildi varðandi þessi mál. í júní 1984 greiða vistmenn á dvalarheimilum kostnaðinn sjálfir, þ.e. ef tekjur þeirra hrökkva ekki fyrir dvalarkostn- aði greiðir lífeyristryggingadeild Tryggingastofnunar rikisins svokallaða elliheimilisuppbót fyrir viðkomandi vistmann. Fær vistmaður síðar ráðstöfunarfé i hverjum mánuði og nemur það nú kr. 1.985 Verði vistmaður hins vegar svo lasburða, veikur og umönn- unarþurfi að hann verði að flytj- ast á hjúkrunar- eða sjúkradeild og hafi eftirlaun úr lífeyrissjóði, fær hann nú öll eftirlaun sin i eigin vasa (s.s. þegar hann er nær algjörlega ófær um að sjá um sig eða hafa raunverulega möguleika til þess að njóta tekna sinna). Fjögur dæmi til glöggvunar Dæmi þau sem hér fara á eftir eru öll um greiðslur vistmanna vegna vistunarkostnaðar innan sömu stofnunar. Dæmi I: Kona er á almennri vistdeild. Hún hefur um árabil greitt í lif- eyrissjóð og nýtur góðra eftir- launa. f fljótu bragði skyldi maður ætla að kona þessi þyrfti ekki að hafa neinar fjárhagsáhyggjur með svo há eftirlaun, ætti jafn- vel að geta keypt sér kjól og skó öðru hverju og hugsanlega farið i leikhús stöku sinnum. Lítum nánar á dæmið: Hefði kona þessi siðan 7.767 krónur undir höndum í hverjum mánuði væri það ekki svo afleitt. En nú bregður svo við að riki og sveitarfélag verða að „fá sitt“ hvað sem það kostar. Opinber gjöld vistmannsins á dvalar- heimilinu hafa verið rétt um 6.000 krónur á mánuði (margir skyldu ætla að hún hefði greitt sæmilega i opinber gjöld áður fyrr, miðað við eftirlaun hennar) — þrátt fyrir itrekaðar tilraunir starfsmanna stofnunarinnar til að fá þetta leiðrétt. Eftir standa á mánuði kr. 1.767 — en lágmarks ráðstöfunarfé vistmanna á al- mennum vistdeildum er kr. 1.985! Sé litið á þessi þrjú dæmi sést nú glöggt að sá vistmaður sem hefur hæst eftirlaun hefur minnst ráðstöfunarfé á milli handa, en sá sem hefur lægst eftirlaun hefur mest ráðstöfun- arfé á milli handa. Væntanlega er hér þörf á samræmingu — eða hvað? Dæmi IV: Ef kona sú sem nefnd er i fyrsta dæminu verður svo lasin, að tal- in er þörf á því að hún flytjist á hjúkrunardeild sömu stofnunar, fengi hún öll eftirlaunin sín i eigin vasa, sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins greiðir að öðru leyti vistina (tryggingabætur falla niður en eftirlaunin haldast óskert). Ýmsar ráðstafanir hafa nú verið gerðar af hálfu ríkisstjórn- arinnar til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð og í sumum greinum er vegið hart að tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum. „Ákvæði 26. gr. (um greiðslu vistunarkostnaðar) koma til framkvæmda i áföngum eftir nánari ákvörðun ríkisstjórnar- innar.“ Við skulum vona að brátt renni upp bjartari tíð í málefn- um aldraðra. 1 júní 1984 fær hún í eftirlaun kr. 16.865 í júní 1984 fær hún frá Tryggingast. rík. kr. 5.932 Samtals 22.797 Lífeyrir var samtals kr. 22.797 Kostn. v/vistunar kr. 15.030 Lífeyrir til vistmanns kr. 7.767 Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Skoðunarferð um ná- grenni Grindavíkur NVSV, Náttúruverndarfélag Suðvesturlands, fer í náttúru- skoðunar- og söguferð um nágrenni Grindavíkur laug- ardaginn 14. júlí kl. 13.30 frá Norræna húsinu og kl. 14.30 frá Festi, Grindavík, þar sem Grindvíkingar sem áhuga hafa á ferðinni geta komið í bílinn. Áætlað er, að ferðinni ljúki milli kl. 19.00 og 20.00. Far- gjald er 200 kr., frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir eru velkomnir. Leiðsögumenn verða Jón Jónsson jarðfræðingur er fer yfir jarðfræði svæðisins og nýtingu jarðvarmans. Líf- fræðingarnir Björn Gunn- laugsson og Eva Þor- valdsdóttir fræða okkur um gróðurfar og dýralíf almennt. Sögu- og örnefnafróðir menn verða með í ferðinni. Auk þessa fáum við gesti í bílinn til okkar. Ekið verður í gegnum Grindavíkurkaupstað austur í Þorkötlustaðanes, en þar eru óvenjufjölbreyttar minjar frá fyrstu árum vélbátaútgerðar- innar í Grindavík. Frá Nesinu er einnig mjög gott útsýni yfir Hraunsvíkina og strandlengj- una frá Festarfjalli (Siglu- bergsfjalli) austur á Krýsuvík- urberg. Frá Þorkötlustaðanesi verður ekið vestur á Gerðis- tanga, þar skoðaðar merki- legar bæjarrústir frá síðustu öld. Síðan verða rifjuð upp ör- nefni við Arfadalsvík frá tím- um einokunarverslunarinnar. Því næst komið við í Einisdal, fallegri hraunkvos með lítilli tjörn. Þaðan gengið að Gerða- vallabrunnum og sérstætt líf- ríki skoðað í Rásinni. Þar er einnig að finna ævagamlar rústir, en á sjávarkambinum þar suður af eru sérkennilegir, lábarðir steinar sem nefndir eru Hásteinar. Þarnæst verð- ur haldið upp á Baðsvelli og í Selskóg. Bláa lónið og Orkuver Suðurnesja heimsótt. Farið verður síðan út í Eldvörp, að næstkraftmestu borholu heims, og litið á flóruna þar í kring. Ferðinni lýkur með stuttri gönguferð að merki- legum rústum eftir útilegu- menn, sem fundust um miðja síðustu öld og engar sagnir eru um. Við lítum á umhverfi tveggja fyrirtækja þar sem umgengni er til fyrirmyndar. Við göngum einnig um svæði þar sem nýlega voru framin náttúruspjöll af gáleysi, en lagfæring er þegar í undirbún- ingi. Grindavík hefur upp á margt merkilegt að bjóða. Strandlengjusvæðið er með fjölbreyttu lífríki sem lítið hefur verið kannað. Þá virðast hverfin vera óvenjurík af ým- iss konar mannvistarminjum sem einnig hafa verið lítt kannaðar og er brýn nauðsyn að vernda þær þar til það hef- ur verið gert. Svo má ekki gleyma fegurð hraunanna og mosaþembunnar sem klæðir þau. Náttúrufræðisafn til kynningar á jarðfræði og líf- ríki svæðisins er ekki fyrir hendi, byggðasafn ekki heldur, en áhugamenn hafa safnað hlutum frá fyrri tíð. Elsta hús byggðarinnar frá 1868 er enn hægt að varðveita. Áhugamað- ur hefur síðastliðin tíu ár tek- ið upp viðtöl við ýmsa eldri Grindvíkinga um fyrri tíð og þar með bjargað mjög merki- legu efni. Sérstakt félag áhugamanna um náttúru- og umhverfisvernd er ekki starf- andi á svæðinu. Rétt er að geta þess, að Ferðafélag íslands kynnir svæðið vestan Grindavíkur með tveimur gönguferðum á sunnudag. Þá verður m.a. far- ið út á Reykjanes. Frá NVSV Vandað myndefni fleyg orð STORÐ Ársáskrift kr. 540

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.