Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 13. JÚLl 1984 Tíunda hefti árbókar Samvinnuskólans ÚT ER komið tíunda hefti Árbókar Nemendasambands Samvinnu- skólans. í þessu bindi er að fínna æviatriði þeirra nemenda sem út- skrifuðust árin 1929 — 1939 — 1949 — 1959 — 1969 og 1979. Ná þá árbækurnar allar tíu yfir nem- endur Samvinnuskólans frá 1918 til 1979, fyrir utan örfáa sem fallið hafa niður. Er hér um að ræða nokkuð á þriðja þúsund manns. í þetta hefti skrifar Haukur Ingibergsson, fyrrv. skólastjóri, grein um skólann 1974—1981. Jó- hannes Bekk Ingason ritar grein sem hann kallar Baugamál Bif- INNLENTV restinga og birt er ljóð sem Ei- ríkur Pálsson, fyrrv. kennari, flutti nemendum sínum útskrif- uðum 1949 á 35 ára útskriftar- afmæli þeirra síðastliðið vor. Einnig eru fleiri myndir úr því afmælishóf og myndir úr afmæl- ishófi Lýðveldisárgangsins, en það eru þeir sem útskrifuðust lýðveldisárið 1944, þar á meðal tveir núverandi ráðherrar. Myndir eru líka frá árshátíð Nemendasambands Samvinnu- skólans sl. vor. Loks er að finna í ritinu kafla úr fundargerðum Skólafélags Samvinnuskólans frá þeim árum sem getið er í bók- inni. Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans er að þessu sinni 237 blaðsíður að stærð, um- brot og filmuvinnu annaðist Repro en setningu og offset- prentun annaðist prentsmiðjan Leiftur. Ritstjóri Árbókarinnar er Guðmundur R. Jóhannsson. Kirkjur á landsbyggðinni Messur á sunnudaginn EGILSSTAÐAKIRKJA: Messað á sunnudaginn kl. 11.00. Org- anisti Kristján Gissurarson. Sóknarprestur. VÍKURPRESTAKALL: Messaö í Víkurkirkju sunnudag kl. 11.00. Messa í Reyniskirkju kl. 14.00 á sunnudaginn. Síöustu guös- þjónustur fyrir sumarleyfi sókn- arprests. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSPREST AK ALL: Fjölskyldumessa og skírn í Skálholtskirkju á sunnudaginn kl. 11.00. Fermingarguösþjón- usta í Torfastaðakirkju sunnu- daginn kl. 14.00. Fermd veröur Anna Ásbjarnardóttir, Víöi- geröi. Sóknarprestur. Morgu nblaðiö/H Bj. Hhiti yngstu krakkanna á íþrótta- og leikjanámskeiðinu tneð Þorsteini Jenssyni sem stjórnar námskeiðinu. Borgarnes: 50 krakkar á íþrótta- og leikjanámskeiði Borgirnesi, 12. júlf. í JÚLÍMANUÐI eru 50 krakkar á aldrinum 7 til 11 ára á fþrótta- og leikjanámskeiði í Borgarnesi. Þorsteinn Jensson íþróttakennari stjórnar námskeiðinu og er þetta þriðja árið sem slík námskeið eru haldin. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að farið væri í ýmsa leiki og íþróttir kenndar. Kennd væru undirstöðuatriðin í frjálsum íþróttum, knattspyrnu og handknattleik. Farið væri í hjólreiðaferð og í sund í Varma- landi og ratleikur kenndur. Síð- an væri námskeiðið endað með Borgarnesmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Sagði Þor- steinn að mikið fjör væri á nám- skeiðinu og krakkarnir virtust ánægðir. — HBj. Forsendur starfs okkar eru brostnar — segir starfshópur, sem unnið hefur að gerð námsefnis í samfélagsfræði Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi yfírlýsing: Við undirrituð sem að undan- förnu höfum unnið að gerð nýs námsefnis í samféiagsfræði fyrir grunnskóla á vegum mennta- málaráðuneytisins lítum svo á að forsendur starfs okkar séu brostnar. Við komumst ekki hjá að álykta af aðgerðum mennta- málaráðherra að hið langvinna þróunarstarf að uppbyggingu samfélagsfræði sem við höfum tekið þátt í hafi nú verið stöðvað. Þessu til skýringar teljum við nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: 1. Endurskoðun á námsefni í samfélagsgreinum á rætur að rekja til ársins 1970. Þá skipaði menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, nefnd til að gera áætl- un um námsefni og kennslu á þessu sviði. Nefndin skilaði áliti í árslok 1971; miðuðust tillögur hennar við að námsefni samfé- lagsfræða yrði samþætt i eina námsgrein. Ráðherra féllst á jæssar tillögur, þ.á m. að mynd- aður yrði starfshópur til að hefja samningu námskrár og námsefn- is í samfélagsfræði. Dr. Wolfgang Edelstein, sem verið hafði ráðu- nautur menntamálaráðuneytisins frá 1966, var árið 1973 fenginn til að veita starfshópnum forstöðu, marka starfi hans farveg og leiðbeina höfundum um gerð námsefnis. Dvaldist hann hér á vegum ráðuneytisins í fullu starfi um eins árs skeið. Þess var gætt að við uppbygg- ingu og gerð námsefnis störfuðu jöfnum höndum kennarar barna og unglinga og fulltrúar hinna ýmsu fræðigreina sem hlut eiga að máli, svo sem sögu, landafræði og félagsfræði. Ráðuneytið gerði verksamninga við höfunda og staðfesti árlega áætlanir um samningu nýs námsefnis. Árið 1975 var settur námstjóri í grein- inni en dr. Wolfgang var áfram ráðgjafi hópsins. Til að tryggja samráð með höfundum og sam- ræmi í uppbyggingu greinarinnar efndi ráðuneytið árlega til sam- eiginlegra vinnufunda undir leið- sögn dr. Wolfgangs. Þessir fundir voru jafnframt nýttir til að gera starfsáætlanir, undirbúa kynn- ingu á nýju námsefni meðal kennara og foreldra, skipuleggja endurmenntunarnámskeið, fræðslufundi og tilraunakennslu, svo og til að meta fengna reynslu af hinu nýja efni. 2. Við mótun hins nýja náms- efnis hafa höfundar haft að leið- arljósi að námsefnisgerðin taki mið af þroskasálfræði, möguleik- um til að virkja nemendur og nýta reynslu þeirra eftir föngum; ennfremur að landafræði og saga tengist öðrum þáttum félagsvís- inda með eftirfarandi markmið fyrir augum: nemendur öðlist skilning á samtíð sinni og sögu; tengslum einstaklingsins við um- heiminn; mannsins við náttúr- una; fslandssögu við mannkyns- sögu. Þessar meginhugmyndir eru leiddar af lögum um grunn- skóla nr. 63/1974, einkum 2. og 42. grein. Árið 1974 voru þær lagðar fram í kynningarbæklingi menntamálaráðuneytisins til um- ræðu í skólum og meðal almenn- ings. Árið 1977 voru þær síðan staðfestar af menntamálaráðu- neytinu með útgáfu námskrár í samfélagsfræði. Ýtarlegar skýrslur um framvindu verksins hafa verið gefnar út árlega frá 1978 og sendar öllum grunnskól- um. Nálega á hverju ári frá 1974 hefur Kennaraháskóli íslands haldið endurmenntunarnámskeið í samfélagsfræði. Þá hafa einnig verið haldnir fjölmargir fræðslu- og kynningarfundir að ósk for- eldra og kennara. 3. Samningu hins nýja náms- efnis hefur miðað hægar en ætlað var. Til þess liggja gildar ástæð- ur. Gerð námsefnis í nýrri grein þar sem þarf að taka tillit til margra fræðilegra sjónarmiða og álitamála er viðamikið og vanda- samt verkefni, ekki síst ef stefnt er að kennslufræðilegum fram- förum og virku námi. Til samfé- lagsfræði eru þar að auki gerðar kröfur um fræðslu um margt sem ekki fellur undir sérstakar náms- greinar (svo sem starfsfræðslu, fræðslu um ávana- og fíkniefni, umferðarfræðslu og fræðslu um umhverfisvernd). Tilfinnanlega hefur skort fé og mannafla til að hægt væri að vinna að þessu um- fangsmikla verki af fullum krafti. Það hefur að mestu verið unnið í hjáverkum af mönnum sem eru störfum hlaðnir. Nú er að mestu lokið samningu námsefnis fyrir fyrstu þrjá bekki grunnskólans; hún er allvel á veg komin fyrir 4.-7. bekk en miklu skemur fyrir 8.-9. bekk. Rétt er að leggja áherslu á að með með námsefni er hér auk námsbóka átt við kennsluleiðbeiningar, viðbótar lestrarefni, ýmiss konar verkefni, skyggnuflokka, hljóm- bönd, glærur og önnur námsgögn. Þegar á heildina er litið hefur nýtt námsefni í samfélagsfræði hlotið góðar undirtektir þótt eðli- lega séu skiptar skoðanir um ein- staka þætti. Þess má geta að námsefnið hefur vakið nokkra at- hygli erlendis meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Ford-stofnun- in í Bandaríkjunum styrkti verk- efnið um árabil. 4. I ljósi þess sem hér hefur verið rakið vekur það furðu að menntamálaráðherra skuli ekki hafa talið sér skylt að bregðast við þeim árásum og ómaklegu ásökunum sem dunið hafa yfir i fjölmiðlum mánuðum saman og stefna að því að gera hið nýja námsefni tortryggilegt í augum almennings sem og þá einstakl- inga sem að því hafa unnið. Hér er ekki beðist undan gagnrýni; hins vegar hefði mátt vænta þess að æðstu yfirmenn menntamála- ráðuneytisins sinntu þeirri skyldu sinni að verja starfsmenn sína andspænis persónulegum óhróðri vegna verka sem unnin voru á vegum þess. 5. Réttur ráðherra til að beita sér fyrir breyttri stefnu verður að sjálfsögðu ekki vefengdur. Það hlýtur jafnframt að vera réttmæt krafa þeirra er starfa á vegum ráðuneytisins að þeir séu upplýst- ir um þá stefnu sem ráðherra vill að fylgt sé. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að komast að því hver vilji ráðamanna sé varðandi framhald samfélagsfræðiáætlun- arinnar hafa skýr svör ekki feng- ist. Hins vegar verður vart annað ráðið af aðgerðum ráðherra und- anfarnar vikur en að um stefnu- breytingu í grundvallaratriðum sé að ræða: a) í fyrsta skipti í áratug kom ráðuneytið í veg fyrir árlegan vinnufund námsefnishöfunda undir leiðsögn dr. Wolfgangs Edelstein. b) Við nýlega ráðningu í stöðu námstjóra í samfélagsfræði var þess ekki gætt að til starfans væri fenginn maður er hefði þekkingu á undangengnu þróun- arstarfi í samfélagsfræði og gæti leiðbeint kennurum og kennara- efnum um kennslufræði hins nýja efnis. Ljóst er að án slíkra leiðbeininga er kennurum gert örðugt um vik að hagnýta sér námsefnið. c) í fréttatilkynningu mennta- málaráðuneytisins frá 15. júní sl. (sbr. Mbl. 16. júní 1984), þar sem greint er frá ráðningu nýs nám- stjóra, er jafnframt tilkynnt að „fyrirhuguð sé endurskoðun á stöðu samfélagsfræði á efri stig- um grunnskóla". Ekkert samráð hefur verið haft við þá starfs- menn ráðuneytisins sem fram að þessu hafa sinnt þessari endur- skoðun. Ofangreindar aðgerðir hljótum við að túlka á þann veg að náms- efnisgerð í samfélagsfræði og sú stefna sem fylgt hefur verið njóti ekki lengur fulltingis yfirmanna menntamálaráðuneytisins. Val nýs námsefnis, samning þess og prófun í samvinnu við foreldra og kennara er svo við- kvæmt viðfangsefni að það verð- ur ekki leyst nema það njóti trausts og tilstyrks fræðsluyfir- valda. Þessi skilyrði virðast ekki lengur fyrir hendi. Meðan svo er sjáum við okkur ekki fært að halda áfram starfi að samfélags- fræðiáætluninni á vegum menntamálaráðuneytisins að öðru leyti en því sem kveðið er á um í gerðum samningum. Undir þessa yfirlýsingu rita eftirfarandi: Aðalsteinn Eiríksson, Broddi Broddason, Erla Kristjánsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ingólfur A. Jóhannesson, Ingvar Sigur- geirsson, Jón Hjartarson, Karl Rafnsson, Loftur Guttormsson, Ólafur H. Jóhannsson, Ragnar Gíslason, Tryggvi Jakobsson, Wolfgang Edelstein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.