Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 19
hki; V tttt «TTr> a ni pppA'sr nvn * ríiTAr;naA^ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLt 1984 Morgunbladid/Fridþjófur. 25 % afsláttur á 25 tegundum „VIÐ BJÓÐUM 25% afslátt á höfum við í tilefni afmælisins bætt vöruverði 25 vörutegunda í 25 umhverfi og aðkomu að verzlun- daga í tilefni 25 ára afmælisins," inni.“ Á myndinni eru eigendur sagði Hreinn Sumarliðason, kaup- Kjörbúðarinnar Laugarás, Hreinn maður Kjörbúðarinnar Laugarás, Sumarliðason og Anna Hall- en verzlunin var opnuð 12. júlí grímsdóttir og dætur þeirra, Jóna 1959. „Við köllum þetta „veizlu Margrét og Sigurlína. fyrir viðskiptavinina", en auk þess Forráðamenn Eimskips og Hafskips: Stofnun fyrirtækis í Banda- ríkjunum ekki til umræðu „BANDARÍKJAMENN hafa haldið þessu að okkur allan tímann, en þetta er alls ekki freistandi mögu- leiki,“ sagði Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri flutningsviðs Hafskips, er blm. Mbl. bar það und- ir hann í gær hvort raunhæfur mögu- lciki væri á að íslensku skipafélögin stofnuðu skipafélög í Bandaríkjun- um og gerðu út skip undir banda- rískum fána og með bandarískri áböfn til þess að ná aftur flutningum sínum fyrir varnarliðið. Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands, sagði í samtali við blm. Mbl. að þessi möguleiki væri ekki til umræðu. „Bandaríkjamenn verða að gera sér grein fyrir því að samgöngur eru stór hluti af sjálfstæði okkar. Við leysum málið ekkert með því að stofna einhver félög erlendis til þess að flytja vörur til og frá Is- landi. Ef við tækjum þennan kost- inn værum við ekki aðeins að flytja atvinnutækifæri úr landi, heldur og tekjur og skattatekjur. Við viljum aðeins að jafnrétti gildi í þessum flutningum og erum til- búnir að keppa á slíkum grund- velli," sagði Jón Hákon ennfrem- ur. Níu manna bandarísk sendi- nefnd er væntanleg til landsins á sunnudag. t henni eru m.a. menn frá utanríkis- og varnarmálaráðu- neytunum bandarísku, svo og bandarísku siglingamálastofnun- inni og að auki einn flotaforingi. Nefndin mun hitta Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, að máli á mánudagsmorgun og síðar fulltrúa íslensku skipafélaganna og einhverja fleiri. Nefndin fer aftur á þriðjudag. „Þetta er mjög stór sendinefnd og það gefur til kynna, að þetta mál angrar Bandaríkjamenn,“ sagði Jón Há- kon Magnússon. „Ég tel að það sé út af fyrir sig ánægjuefni að menn ræði þetta mál og reyni að komast til botns í því, hvort sem árangurinn kemur strax í ljós eða hvort hann kemur síðar," sagði Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskipafélags ts- lands, í samtali við blm. Mbl. vegna komu bandarísku viðræðu- nefndarinnar hingað til lands. Hörður sagðist ekki vita hvort þeir hefðu einhverjar tillögur til lausnar á málinu núna, eða hvort þeir væru að safna efni til að gera slíkar tillögur. „Varðandi það, að íslendingar þurfi að reka bandarísk fyrirtæki og sigla skipum undir bandarísk- um fána með bandarískum áhöfn- um til þess að geta stundað með viðunandi hætti siglingar milli ís- lands og Bandarikjanna, þá tel ég að það sé ekki til umræðu," sagði Hörður Sigurgestsson að lokum. Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI: Rannsóknarráð hefur ekki kann- að málið á fullnægjandi hátt Þing Stórstúku íslands: Árið 1986 verði ár bindindis fírÓRSrrÚKU- og unglingaregluþing var haldið á Akureyri dagana 6.—9. júní sl. Gestir þingsins voru Stór- templar Norðmanna, Öistein John- sen og frú, og alþjóðaforseti, Arvid J. Johnsen. Á unglingaregluþinginu var Kristinn Vilhjálmsson endurkjör- inn stórgæslumaður, en aðrir i stjórn voru kosnir Arnfinnur Arnfinnsson, Sigrún Oddsdóttir, Árni Norðfjörð og Karl 'Helgason. Á stórstúkuþinginu var Hilmar Jónsson endurkjörinn Stórtempl- ar, en aðrir í framkvæmdastjórn eru séra Björn Jónsson, Sigurgeir Þorgrímsson, Bryndis Þórarins- dóttir, Arnfinnur Arnfinnsson, Guðlaugur Fr. Sigmundsson, Guð- björg Sigvaldadóttir, Árni Valur Viggósson, Ingibjörg Johnsen, Húnavatnssýsla: Bifreið skemmdist talsvert í útafkeyrslu MIKIÐ skemmdur bfll fannst í Langadal í Húnvatnssýslu um klukkan 19 í gærkvöldi. Vegfar- andi gerði lögreglunni á Blönduósi viðvart og er hún kom á staðinn var ökumaðurinn hvergi nálægur. Bifreiðin hafði farið út af nokkuð stórum kanti og virtist hún talsvert skemmd. Á þessum stað sem bifreiðin fór útaf er verið að leggja nýjan veg og er á honum vinkilbeygja til að hægt sé að komast upp á gamla veg- inn, þar sem vegagerðinni á þeim nýja lýkur. Virðist sem ökumaðurinn hafi ekki verið mjög kunnugur aðstæðum þarna og hann því ekki tekið eftir beygjunni og því flogið fram af kantinum. Áð sögn lögreglunnar á Blönduósi er sennilegt að bif- reiðin hafi verið á talsverðri ferð er óhappið gerðist. Björn G. Eiríksson og Sveinn Kristjánsson. Samþykkti þingið að 10. janúar ár hvert verði bindindisdagur og árið 1986 verði ár bindindis. Gefið hefur verið út afmælisrit í tilefni 100 ára afmælis Reglunnar. (Úr fréttatilkynningu) „ÞAÐ SEM tölur Rannsóknarráðs segja í raun er að 29 íslensk iðnfyr- irtæki hafí á árinu 1981 varið and- virði 11 milljóna sænskra króna til rannsókna og þróunarstarfsemi. Það sem þeir telja hins vegar niðurstöður sínar segja er að öll íslensk iðnfyrir- tæki hafí að meðaltali varið 0,4% af vinnsluvirði sínu til þessarar starf- semi, en það er augljóslega röng tala og hver rétta talan er er ekki vitað um,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- enda. í samtali við Mominblaðið. Morgunblaðið sagði frá því i frétt frá Rannsóknarráði íslands á miðvikudaginn að íslensk iðn- fyrirtæki hefðu að jafnaði varið 0,4% af vinnsluvirði sínu til rann- sókna og þróunarstarfsemi á sama tíma og iðnfyrirtæki á hinum Norðurlöndunum vörðu að meðal- tali 3,5% af vinnsluvirði sínu til sömu hluta. „Það sem Rannsóknarráðið gerði var að taka þá fjárhæð sem bessi 29 fyrirtæki höfðu ráðstafað í rannsóknir og ýmiskonar þróun- arstarfsemi og jöfnuðu henni yfir allt vinnsluvirði iðnaðarins á ís- landi á árinu 1981,“ sagði Víglund- ur. „Þeir virðast sem sagt gera ráð fyrir að þessi 29 fyrirtæki séu þau einu í landinu sem einhverju fjár- magni ráðstafi til rannsókna og þróunarstarfsemi. Um hina réttu tölu liggja hins vegar engar upp- lýsingar fyrir og Rannsóknarráð Islands hefur ekki enn kannað þetta mál á fullnægjandi hátt,“ sagði Víglundur að lokum. shakesoeaie ædast til að gerir miklar Sportveiðimenn gera bæði kröfur til gæða og fjölbreytni. Shakespeare línan er það fjölbreytt, að allir geta eignast sín uppáhaldsáhöld. Gæðin efast enginn um Haltu þig við Shakespeare linuna, þar ertu öruggur. Shakesþeare veiðivörur fást i nœstu sþortvöruverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.