Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLf 1984 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLf 1984 17 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoóarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Loðnar umræður Verkalýðsforingjar hafa tekið óstinnt upp þau ummæli Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, í ræðu í Varðarferð á dögunum, að nauðsynlegt væri að framlengja bann við vísitölubindingu kaupgjalds. Ástæða er til að staldra örlít- ið við þessa gagnrýni á for- mann Sjálfstæðisflokksins. Einn þáttur í gagnrýni verkalýðsforingjanna er sá, að það hafi ekki verið tíma- bært að hreyfa slíkum hug- myndum af hálfu formanns annars stjórnarflokksins og að þau ummæli muni aðeins verka sem olía á eldinn. Hefðbundin pólitísk vinnu- brögð á íslandi hefðu að sjálfsögðu verið þau að minn- ast ekki á áform af þessu tagi fyrr en á síðustu stundu, ein- mitt til þess að vekja ekki upp deilur og óróa. En nýjum mönnum fylgja nýir siðir. Er það gagnrýnisvert af Þorsteini Pálssyni að tala af hreinskilni um það sem hon- um býr í brjósti? Vissulega geta menn haft mismunandi skoðanir á því, hvort skyn- samlegt sé eða nauðsynlegt að lögfesta áfram bann við vísitölutengingu launa. En er það ekki beinlínis lofsvert, að formaður Sjálfstæðisflokks- ins skuli leggja spilin á borð- ið svo fljótt og skýra frá því hverjar hugmyndir hans eru, þannig að þær verði ræddar fram og til baka og menn íhugi kosti þeirra og galla? Forseti Alþýðusambands íslands hefur gagnrýnt for- mann Sjálfstæðisflokksins fyrir þessi ummæli á þeirri forsendu, að það séu sjálfsögð mannréttindi, að aðilar vinnumarkaðarins semji í frjálsum samningum um kaup og kjör. Áreiðanlega er enginn meira sammála Ás- mundi Stefánssyni um þetta en oddviti sjálfstæðismanna í landinu. Og auðvitað á það að vera grundvallarregla að kjarasamingar séu frjálsir og óháðir lagasetningu Álþingis. En veruleikinn tekur stund- um á sig ýmsar myndir. Allir eru sammála um það, að ríkisstjórnin hefur náð ótrúlega góðum árangri í verðbólgubaráttunni. Hver vill nú búa við 130% verð- bólgu eins og var fyrir rúmu ári? Hins vegar má spyrja, hvort nokkurn tíma hefðu náðst samningar um það í frjálsum samningum milli verkalýðsfélaga og vinnuveit- enda að afnema vísitöluteng- ingu launa. Það hefði ein- faldlega verið of mikið á verkalýðsforingjana lagt að gera þá kröfu til þeirra. Stundum er það þeirra hagur að þurfa ekki að horfast í augu við slíka ákvörðun. Ásmundur Stefánsson hef- ur einnig gagnrýnt ummæli formanns Sjálfstæðisflokks- ins á þeirri efnislegu for- sendu, að lægstlaunaða fólkið verði verst úti, ef vísitölu- tenging launa er bönnuð. Þetta er sjálfsagt álitamál en var reynslan síðustu árin sú, að vísitölutenging tryggði hag láglaunafólks sérstak- lega? Þá má ekki heldur gleyma því í þessu sambandi, að formaður Sjálfstæðisflokks- ins gaf til kynna í ræðu sinni, að jafnframt bæri að afnema aðra vísitölutengingu, t.d. lána. Ætli margt ungt fólk mundi ekki telja það umtals- verða kjarabót, sem hefur fylgzt með húsnæðislánum taka gífurleg stökk upp á við í óðaverðbólgu síðustu ára? Það er gott að fá umræður um þessi mál nú. Það hreins- ar andrúmsloftið og gerir mönnum kleift að sjá hvar möguleikarnir liggja. Það dugar ekki fyrir verkalýðs- foringjana að hafa þá stefnu eina í kjaramálum, að kaupið eigi að hækka. Þeir verða einnig að svara spurning- unni, sem á eftir fylgir. Hvað svo? Ný óðaverðbólga? Vandi ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna er á hinn bóginn sá, að þessir aðil- ar hafa náð árangri í verð- bólgubaráttunni en ekki í ríkisfjármálunum og ekki í sjávarútvegsmálum. Fólk er reiðubúið að taka á sig ýmsar byrðar, ef það sér eitthvað raunverulegt gerast á öðrum sviðum. Stjórnmálamennirn- ir hafa hins vegar, að því er virðist, gefist upp við að ná tökum á ríkisútgjöldum og þeir hafa ekki hafizt handa um róttækan uppskurð á sjávarútveginum, sem er for- senda þess, að efnahagsmál okkar komist á réttan kjöl til frambúðar. Þeir veröa að sýna einhver merki um að- gerðir á þessum sviðum áður en þeir gera meiri kröfur til launþega. Það er ósköp ein- faldlega sanngirniskrafa. Ekki verður annað sagt en ungviðið á Syðra-Skörðugili sé fjölskrúðugt og myndarlegt. Synirnir Einar (t.v.), Sigurjón Pálmi og Eyþór með kettlinga, shadow-refahvolp, kanínurnar Kana og Kænu og heimilishundinn. MorgunblaÖið/ Vilborg. Einar Gíslason og Asdís Sigurjónsdóttir meö Eyþóri syni sínum í refabúinu. „Dýrin þurfa að þekkja þann sem umgengst þau “ Rœtt við loðdýrabamdur á Syðra-Skörðugili „ÞAÐ ER ágætis útiit í dag, bæði með mink og ref, hvað varðar markaðshorf- urnar. Minkurinn er ekki það sem við köllum tískuvara, en refaskinn eru hinsvegar háð duttlungum tískunnar og eins og málin standa ( dag eru refa- skinn vinsæl. Hvolpadauðinn er sfðan vandamál sem við loðdýrabændur á þessu svæði höfum orðið fyrir nú í ár,“ sagði Einar Gíslason, fyrrum tilrauna- stjóri á fjárræktarbúi rfkisins að Hesti í Borgarfirði og nú loðdýrabóndi með meiru á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Þar býr hann ásamt konu sinni, Ásdísi Sigurjónsdóttur, og fjórum sonum þeirra, en Ásdís er ættuð frá Skörðugili og búa foreldrar hennar, Sigurjón Jónasson og Sigrún Júlí- usdóttir, í næsta húsi. Einar og Ás- dís reka bú með blönduðum búskap, eru með kindur, hross og tvær heimiliskýr, auk blá- og shadowrefa og minka. — Hvað hefur loðdýrarækt lengi tíðkast á Syðra-Skörðugili? „Við byrjuðum '81 með blárefina, Blárefalæða með hvolp. en minkana fengum við frá Dan- mörku í fyrrahaust. Þá höfðu þeir verið í einangrun á Hólum. Okkur langaði til að reyna að drýgja aðeins búskapartekjurnar og vissum að það yrði ekki gert með auknu sauðfé, þannig að loðdýraræktin varð ofan á. Enda eru þetta mikið skemmtileg dýr að eiga við, en loðdýrarækt kost- ar líka mikla fyrirhöfn. Það er erfitt að fá afleysingafólk. Dýrin þurfa að þekkja þá sem umgangast þau, sér- staklega meðan á fengitfma stendur, goti og þegar verið er að skilja hvolpa frá læðum. Þetta eru því um sex mánuðir á ári sem menn eru verulega bundnir." — Var mikið um hvolpadauða hér í ár? „Við fengum 375 hvolpa, sem er að meðaltali um 5 hvolpar á refalæðu. Okkur vantar því um 200 hvolpa til að vera með svipað og í fyrra. Þetta er nokkru minna en það ætti að vera, eða 6—8 hvolpar á læðu, en þó má segja að við höfum sloppið öllu betur en margir aðrir loðdýrabændur hér, þar sem meðaltalið er um 3 hvolpar á læðu. Refahvolparnir fæddust ýmist andvana eða dóu á fyrsta sólarhring, en þeir sem lifðu hafa dafnað mjög vel. Gotið hjá minknum heppnaðist hinsvegar mjög vel. Hvolpadauðans varð vart hér í Skagafirði og f Austur-Húnavatns- sýslu, eða á þeim búum sem fá refa- fóðrið frá fóðurstöðinni Melrakka á Sauðarkróki. Það er fóðurstöð sem við loðdýrabændur á þessu svæði er- um flestir hluthafar að. Við höfum reynt að leita orsaka fyrir þessu en ekki fundið enn. Sýni úr fóðrinu hafa verið send á rannsóknarstöðina að Keldum og utan. Búið er að leita að bakteríu, vírus og eiturmyndun í fóðrinu, en ekkert fundist enn. Nú, menn eru ekki í vafa um að orsak- anna ber að leita í fóðrinu, en þá gerir sú staðreynd okkur erfiðara fyrir með rannsóknirnar að hvolpa- dauða gætir ekki hjá minknum, sem fær sama fóður og refurinn. Þá hafa ýmsir bent á að tilfelli eins og að þetta hafi gerst erlendis, þar sem hvolpadauði hjá refum hefur orðið eitt árið og síðan ekki meir, án þess að hægt sé að útskýra það nánar." — Hafa menn áætlað tapið vegna hvolpadauðans? „Hvolpadauðinn kemur þannig mjög illa við þá bændur sem eru í loðdýrarækt, flestir nýbyrjaðir, og þá ekki síður við fóðureldisstöðina sem við stöndum að. Lfklegt er að tapið í heild bæði vegna hvolpadauð- ans og minni framleiðslu stöðvarinn- ar í framhaldi af hvolpadauðanum nemi um 7—10 milljónum króna. Þá hefur þetta sýnt okkur refabændum að menn þurfa að tryggja sig fyrir ástandi sem þessu. En fyrst og fremst er að finna orsakir þessa þannig að hvolpadauðinn endurtaki sig ekki,“ sagði Einar Gíslason. Minkurinn var öllu varari um sig en ref- urinn með Ijósmyndara nálægt. Þessi shadow-refur var ekkert að kippa sér upp við myndatökurnar. „Sannkallaöur gullbor þó ekkert fyndi hann gullið“ í ÁRBÆJARSAFNI í Reykjavík er meðal húsa láreistur skúr. Upp úr þaki hans eru fjórar spírur, sem mætast efst og mynda eins konar trjónu. Kofi þessi gengur undir nafninu „borhús“, því inni í hon- um er gamall bor, sem m.a. var notaður við að bora eftir gulli hér á landi. Borinn á sér merka sögu. Hann var keyptur til landsins frá Þýskalandi árið 1922 og gerði það hlutafélagið Málmleit. Það var trú sumra, að gull leyndist í Vatnsmýrinni í Reykjavík og hafði verið borað þar árið 1908, ber nafnið Gullbor með réttu, því þótt ekkert fyndist gullið, þá var hann mikil tekjulind fyrir Reykvíkinga sem aðra,“ sagði Gunnar. „Mér þykir vænt um að hann skuli nú kominn i lag aftur, en hann var orðinn ansi niður- níddur. Það var hætt að nota hann 1965 og var þá skilið við hann í Gufunesi, en hann var síðan fluttur í Árbæjarsafn 1977. Hann hefur núna staðið óhreyfður í þrjú ár, en er í prýði- legu lagi, það þarf bara að mála hann.“ Gunnar Sigurjónsson hefur þrjá pilta sér til aðstoðar við Ljósm. Mbl./Júlíus. Gunnar Sigurjónsson við Gullborinn, sem nú er til sýnis f Árbæjarsafni. en án árangurs. Þeir, sem stóðu að Málmleit hf., trúðu þó enn á gullið og var borað um alla Vatnsmýrina í tvö ár. Þá var svo komið, að jafnvel áköfustu gull- leitarmenn höfðu fengið sig full- sadda af árangurslausri leit og var borinn seldur Rafmagns- veitu Reykjavíkur árið 1928. Rafmagnsveitan var þá að byrja að bora eftir vatni við þvotta- laugarnar í Reykjavík og var síð- ar borað víða, m.a. á Suður- Reykjum f Mosfellssveit og í Gufunesi. Gunnar Sigurjónsson var að vinna við borinn í Árbæjarsafni, þegar blm. bar þar að. Hann er því ekki óvanur að fást við grip- inn, því hann starfaði við hann í fjölmörg ár, fyrst að Reykjum í Mosfellssveit árið 1937. Gunnar sagðist eiga margar góðar minn- ingar frá þeim árum þegar hann vann við borinn, hann væri enda hið ágætasta verkfæri. „Hann lagfæringarnar og leggja þeir allt kapp á að borinn verði vel útlítandi nú um helgina, því þá verður hann til sýnis. Gunnar setti borinn í gang og gekk það snurðulaust. I borhúsinu er einnig vatnsdæla, sem dælir vatni niður um borinn og rótar frá borhausnum. Dælan er í góðu lagi „en að vísu dálítið há- vær enn“, sagði Gunnar. „Þessi tæki ganga fyrir rafmagni núna, en þegar ég vann fyrst við bor- inn á Reykjum 1937 gekk hann fyrir olíu. Það var oft erfitt að vinna þetta þá, því borhúsið var ókynt, við urðum að hafa kyndi- tæki í húsinu að vetrarlagi. Það var stundum ansi kalt,“ sagði þessi 76 ára maður, sem lítur á borinn sem gamlan vin. Það fer vel á því að Reykvík- ingar geti nú skoðað þennan bor, sem þjónaði þeim dyggilega í tæp 40 ár. R.Sv. Ánægðir veiðimenn við Langi. Stóru laxarnir tveir sem þeir halda á lengst til hægri og vinstri eni tveggja ára laxar af Þverárstofni sem skiluðu sér í ána úr hafbeitartilraun í Langárósi en litlu laxarnir tveir í miðið eru venjulegir Langárlaxar, en jafngamlir hinum. „Sannar að hægt er að margfalda lax í ánum með seiðasleppingum“ — segir Olafur Skúlason á Laxalóni um hafbeitarlaxana sem veiðst hafa í Langá „ÞESSAR göngur sanna svo ekki verður um villst að hægt er að margfalda laxinn í ánum með seiðasleppingum. Ég er auðvitað sammála því að æski- legt væri að 400 af þeim 4.000 merktu löxum sem sleppt var þarna árið 1982 skiluðu sér í sumar en hvort það er raun- hæft er annað mál. Allt aðrar aðstæður eru þar sem seiðum er sleppt í hafbeit þar sem all- ur sá fiskur sem kemur til baka skilar sér en þar sem þeim er sleppt við laxveiðiár og ekki næst nema hluti hans í ánni. Þess vegna er óraunhæft að ætla að 10% náist í Langá í sumar,“ sagði Ólafur Skúla- son á Laxalóni en seiðin 4.000, sem sleppt var úr kvíum fyrir neðan sjávarfossinn í Langá sumarið 1982 og farin eru að skila sér núna, eins og fram kom í Morgunblaðinu á mið- vikudag, eru frá Laxalóni. Ólafur sagði í samtali við Mbl. að það væri takmark þeirra á Laxalóni að vera með undaneldi á eins stórum laxi og mögulegt Olafur Skúlason. væri enda væri það draumur allra laxveiðimanna að glíma við stóran lax. Vitað væri að hann skilaði sér seinna í árnar. Þessi seiði hefðu þeir vilja fá í Langá. í fyrra hefði eitthvað skilað sér af smáum laxi sem orðið hefði til þess að í fjölmiðlum hefði verið farið að ræða um að seiðaslepp- ingar í ár væru þvæla og vit- leysa. Málið hefði einfaldlega verið það að ekki hefði verið reiknað með að laxinn færi að skila sér fyrr en eftir tvö ár í sjó. Þessi umræða hefði aftur orðið til þess að seiðasalan hefði minnkað stórlega, eftirspurnin hrunið. Það sem hefði bjargað málunum fyrir Laxalónsstöðina væri hin óvænta sala á seiðum til Noregs sem komið hefði til í sumar. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á seiðasleppingar í íslensk- ar ár að nú hefði opnast mikill markaður fyrir seiði í Noregi, að því er virtist, sagði ólafur: „Mið- að við nýjustu óskir Norðmanna, sem hljóða upp á 4 tankskip næsta sumar, sem er 150 þúsund seiði frá hverri þeirra fjögurra stöðva sem stóðu að sölunni nú, fer öll framleiðsla stöðvanna þangað. Við leggjum áherslu á að gengið verði frá samningum við þá fyrir haustið svo hægt verði að gera áætlanir fyrir næsta ár. Ef það gerist verður lítið sem ekkert eftir fyrir inn- anlandsmarkaðinn, fyrir utan það sem þegar hefur verið geng- ið frá samningum um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.