Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLl 1984 Fri afgreidslusal útibús Búnaðarbanka íslands á Sauðárkróki. Sauðárkrókur: Búnaðarbankinn 20 ára SauAárkróki. 7. júlf. HINN 1. júlí sl. voru 20 ár liðin frá stofnun útibús Búnaðarbanka ís- lands hér á Sauðárkróki. Fyrri hluta árs 1964 tókst samkomulag um, að bankinn yfirtæki alla starfssýslu Sparisjóðs Sauðárkróks, sem stofn- aður var 1886 og itti sér merka söjfu. Við yfirtöku sparisjóðsins los- aði bankinn varasjóð hans, um 3 millj. kr. og honum ráðstafað til stofnunar Menningarsjóðs Spari- sjóðs Sauðárkróks, sem lýtur stjórn heimamanna og hefur í áranna rás stutt margvíslega menningarstarf- semi á Sauðárkróki og í Skagafirði. Fyrst í stað var útibúið til húsa í gamla sparisjóðshúsinu við Aðal- götu, én í desember 1967 fluttist það í nýbyggingu bankans við Faxatorg, enda hafði starfsemin aukist til mikilla muna. Þegar sparisjóðurinn sameinaðist Bún- aðarbankanum 1964 voru inni- stæður um 37 millj. kr. en voru um áramótin 1979/80 um 3,4 milljarð- ar í gömlum krónum talið. Mun innlánsaukningin á þessu tímabili hafa verið tvöfalt meiri í útibúinu á Sauðárkróki, en í bankakerfinu í heild. 1. desember 1973 var opnuð af- greiðsla bankans á Hofsósi eftir að gerður hafði verið samningur við Sparisjóð Hofshrepps um yfir- töku á rekstri hans. önnur af- greiðsla útibúsins var síðan opnuð 1978 í Varmahlíð. Útibúið hér er stærsta útibú Búnaðarbankans utan Reykjavík- ur. Starfsemi þess hefur haft ómæld áhrif til góðs á atvinnulíf og lífshætti héraðsbúa þann tíma, sem það hefur starfað, enda lang- stærsta peningastofnun í hérað- inu. Veldur þó mestu, að frá fyrsta fari hefur því verið stjórnað af víðsýni og miklum dugnaði. í byrjun voru starfsmennirnir 3 en eru nú um 20. Útibússtjóri frá upphafi hefur verið Ragnar Páls- son, sem áður var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Sauðárkróks. Ásamt honum hefur Haraldur Friðriks- son starfað við útibúið frá byrjun. Fulltrúi útibússtjóra er Gestur Þorsteinsson. Kári. Hin nýja umboósskrifstofa Brunabótafélags íslands í Hveragerði. Hveragerði: Brunabótafélagið opn- ar umboðsskrifstofu Brunabótafélag íslands opnaði nýja umboðsskrifstofu í eigin hús- næði að Reykjamörk í Hveragerði þann 13. aprfl sl. með hátíðlegum hætti. Var boðið þangað frammá- mönnum sveitarfélagsins og Sam- bands sunnlenskra sveitarfélaga, forystu Kvenfélagsins, helstu viðskiptamönnum og fleiri gest- um, svo og þeim iðnaðarmönnum, er sáu um innréttingar og frágang húsnæðisins. Ingi R. Helgason, forstjóri Bf, bauð gesti velkomna með stuttu ávarpi, rakti sögu um- boðsins og útskýrði hlutverk Brunabótafélagsins. Sérstaklega þakkaði Ingi fráfarandi umboðs- manni, Stefáni Guðmundssyni, farsæl störf i þágu félagsins og bauð velkominn til starfa nýja umboðsmanninn, Þórð Snæ- björnsson. Stefán Reykjalín, formaður stjórnar BÍ, lýsti inn- réttingasmíðinni og þakkaði iðn- aðarmönnum gott handverk. Sveitarstjóri, oddviti og slökkvi- liðsstjóri og fleiri gestir tóku til máls. Umboðsskrifstofan er opin frá kl. 16—18.30 hvern virkan dag nema miðvikudaga. (Frétulilkynning.j Ljósm. Gunnar Hallsson. Áhöfnin á aflahæsta bátnum, Páli Helga frá Bolungarvik, fékk 804 kg. íslandsmeistarinn, Páll A. Pálsson frá Akureyri, lengst til hægri. Djúpævintýri 1984: Aflasæld á Kvíarmiði Þuríðar sundafyllis fnafírói, 10. jólf. Á laugardag lauk aflasælasta stangaveiðimóti sem haldið hefur verið við Djúp. Þá veiddu 17 veiði- menn tæp fimm tonn af fiski og veiddust að meðaltali tæp 300 kg á færi. Aflahæsti maður mótsins varð Páll A. Pilsson frá Akureyri með 523 kg. Hann varð jafnframt fslands- meistari í greininni eftir að vera með flesta sigrana á þeim þrem mótum, sem gefa stig til íslandsmeistaratign- arinnar. Keppnin um íslandsmeistara- bikarinn hefst á haustmóti Akur- eyringa, síðan kemur hvitasunnu- mótið í Vestmannaeyjum, en úrslitakeppnin fer síðan fram á ísafirði um mitt sumar. Ýmislegt skeði á mótinu eins og gengur til sjós. M.a. fékk einn þátttakandinn krók i fingur og gekk hann upp fyrir agnhald og sat á beini eins og komið hefur fram i Morgunblað- inu. Eftir læknisaðgerð á miðunum hélt eyjapeyinn áfram veiðum. og varð sjötti seinni daginn. Sveit Páls A. Pálssonar frá Akureyri vann sveitabikar karla, veiddi 1507 kg. Sveit Jósefinu Gísladóttur frá Ljósm. Halldór Sveinbjðrnsson. fsafirði vann kvennabikarinn en þær veiddu 827 kg. Aflahæsta kon- an var Jósefína Gisladóttir með 342 kg, Kolbrún Halldórsdóttir 1. fékk stærsta þorskinn, Pétur Steingrímsson V. stærsta steinbft- inn, Reynir Brynjólfsson A. stærstu ýsuna og karfann, Birgir Valdimarsson f. stærsta ufsann og Jóhann Alexandersson f. stærstu lúðuna. Jóhann Alexandersson var með flestar fiskitegundir eða 5. Kolbrún og Jósefína voru með flestar tegundir af konunum eða 3, en Kolbrún var með hærri meðal- þyngd. Aflahæsti báturinn varð Páll Helgi úr Bolungarvík með 193 kg. meðalafla á færi. fshúsfélag Bol- ungarvíkur og fshúsfélag Isfirð- inga gáfu glæsileg verðlaun til mótsins. Úlfar. Kolbrún Halldórsdóttir ísafirði fékk stærsta fiskinn 8,35 kg þorsk. Ljósm. Halldór Sveinbjðrnason. Aflahæstu sveitirnar, frá vinstri: Guðlaug Jónsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Jósefina Gísladóttir frá ísafirði og Magnús Ingólfsson, Reynir Brynjólfsson, Jóhann Kristinsson og Páll A. Pálsson frá Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.