Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 24
24 MÓRGÚ'NBLÁÐIÐ, FÖSTIJDAGUR Í3. JÚLÍ'l&84 Kaupmáttur og uppsögn samnínga eftirdr. Vilhjálm Egilsson Mörg verkalýðsfélög eru þessa dagana að taka ákvarðanir um hvort launaliðum kjarasamn- inganna skuli sagt upp frá 1. sept- ember. Með því að segja upp samningum afsala félagsmenn viðkomandi verkalýðsfélaga sér 6,1% launahækkunum á tímabil- inu fram til 15. apríl 1985. Kröfu- gerð þeirra forystumanna verka- lýðsfélaganna sem nú þegar hafa hvatt til uppsagna miða að þvi er best verður séð að ná fram meiri launahækkunum og að hafna lág- markstekjuhugtakinu. Uppsögn byggð á misskilningi? Kröfur um meiri launahækkan- ir en 6,1% fram til 15. apríl á næsta ári eru réttlættar með því að kaupmáttur kauptaxta verði mun lægri en hann var á 4. árs- fjórðungi 1983, en sá kaupmáttur var markmið verkalýðshreyf- ingarinnar í samningunum sl. vet- ur. Uppsögn launaliðanna á þess- um forsendum hlýtur að vera byggð á misskilningi. Kaupmátt- arþróunin á árinu virðist ætla að vera mjög í samræmi við niður- stöður samninganna eins og sést á meðfylgjandi mynd, kaupmáttur kauptaxtanna er mestur um mitt ár, en lækkar síðan á síðasta ársfjórðungi. Þetta getur verið ein orsök misskilnings. Það verður að taka tillit til þess að kaupmáttur- inn var fluttur til innan ársins með samingunum sl. vetur. Til- tölulega miklar launahækkanir í upphafi hækka kaupmáttinn um mitt ár en verðbólgan, sem kemur í kjölfarið, lækkar hann i lok árs- ins. Þetta var öllum aðilum ljóst við gerð samninganna. Er félagsmálapakkinn gleymdur? Ennfremur varð tilflutningur á kaupmætti milli launþega inn- byrðis vegna félagslegra aðgerða í tengslum við kjarasamningana. Vandamál einstæðra foreldra og tekjulágs bamafólks eru ekki vinnumarkaðslegs eðlis. Til dæmis er ekki hægt að raða í launaflokka eftir barnafjölda. Því var ákveðið í samningunum í vetur að aðilar vinnumarkaðarins legðu fram til- lögur um félagslegar aðgerðir sem kæmu þessu fólki til góða. Kaup- máttur þeirra sem nutu góðs af félagsmálapakkanum og sérstakri hækkun lágmarkstekna jókst þannig mun meira en hjá öðrum. Við samningsgerðina lá fyrir að félagslegu aðgerðirnar yrðu vænt- anlega fjármagnaðar með niður- skurði eða skattahækkunum sem hefðu bein og óbein áhrif á vísi- tölu framfærslukostnaðar. Því verður annað hvort að meta fé- lagsmálapakkann inn í kauptaxta- vísitöluna eða að taka verðlags- áhrifin af fjármögnum hans út úr framfærsluvísitölunni þegar þróun kaupmáttarins er skoðuð. Á myndinni sést mikilvægi félags- málapakkans og það væri hrapal- legt ef misskilningur varðandi hann yrði þess valdandi að fólk hafnaði 6,1% launahækkunum fram til 15. apríl á næsta ári, en kysi þess í stað óstöðugleika og óvissu í efnahagsmálum. Tilflutningurinn á kaupmættin- um innan ársins og tilflutningur á kaupmættinum milli launþega voru hvort tveggja áhugamál verkalýðshreyfingarinnar í síð- „Uppsögn launaliða kjarasamninganna frá 1. september á þeim for- sendum að kaupmáttur kauptaxta sé lægri en vonast var til sl. vetur getur ekki orðið árang- ursrík leið til að bæta kjörin. Kaupmátturinn er mjög í samræmi við samningana og mis- skilningur þaraðlútandi dugar skammt til að knýja fram launahækk- anir nú í haust. Þeir sem nú eru að taka ákvarðanir um uppsögn launaliðanna ættu því að skoða hug sinn vand- lega.“ ustu kjarasamningum. Þessi til- flutningur hafði að sjálfsögðu áhrif á kaupmáttarþróunina. Dr. Vilhjálmur Egilsson Kröfugerð sem byggist á misskiln- ingi varðandi þennan tilflutning getur aldrei orðið áhrifarík rök- semdarfærsla fyrir því að ná fram sérstökum launahækkunum nú í haust. Þeir 37 formenn verkalýðs- félaga í Verkamannasambandinu sem hvatt hafa til uppsagna ættu því að hugsa sitt ráð. Ef þeir ná ekki árangri dragast félagar þeirra aftur úr, fyrst um 3% hin 1. september og síðan aftur um 3% í ársbyrjun 1985. Kaupmátturinn gæti iækkað Jafnvel þótt velflest verkalýðs- félög hlýði kalli forystumanna Verkamannasambandsins og knýji fram meiri launahækkanir, en um hefur verið samið, þá er ljóst að kaupmátturinn getur ekki orðið hærri en nú er séð fram á. Vinnuveitendur horfa á launa- kostnað meðan launþegar horfa á kaupmátt og það er alveg ljóst að mikilvægar atvinnugreinar eins og sjávarútvegurinn þola varla þann launakostnað sem samning- arnir gerðu ráð fyrir, hvað þá hærri. Horfur í sjávarútvegi eru mjög dökkar að óbreyttum ytri skilyrðum og ljóst að aukinn launakostnaður í þeirri atvinnu- grein myndi verða til þess að margir teldu öll grið rofin varð- andi skráningu á gengi krónunn- ar. En komi gengisfelling í kjölfar launahækkunar er kaupmáttar- staðan í besta falli sú sama og fyrr, en það eina sem þá hefst upp úr launahækkuninni er verðbólga. Líkur eru þó til þess að gengisfell- ingin yrði meiri en sem samsvarar launahækkuninni ef grípa þarf til hennar á annað borð vegna þess að svo freistandi væri að leysa ýmis önnur vandamál í leiðinni. Kaupmátturinn myndi þá beinlín- is lækka. Á fólk að gjalda forystunnar? Þessa dagana er mikið bollalagt um viðbrögð við uppsögn samn- inga frá 1. september. Auk gengis- fellingar heyrist rætt um mögu- leika á nýjum kosningum ef upp- sagnir verða almennar og ef mis- beita á verkalýðshreyfingunni í pólitísku skyni. Margir telja að kosningar í haust væri skynsam- asti leikur stjórnvalda í slíkri stöðu, því sporin frá vorinu 1978 hræða. Þá heyrast þær raddir að vinnuveitendur eigi að greiða út 3% launahækkunina til allra hinn 1. september ef uppsagnirnar verða afmarkaðar við örfá verka- lýðsfélög. Þetta eigi að gera for- ystumönnum viðkomandi verka- lýðsfélga til háðungar og til þess að láta fólkið sem í hlut á ekki gjalda lélegrar forystu í trausti þess að það taki ekki mark á þess- um forystumönnum sínum frekar en aðrir. Uppsögn launaliða kjarasamn- inganna frá 1. september á þeim forsendum að kaupmáttur kaup- taxta sé lægri en vonast var til sl. vetur getur ekki orðið árangursrík leið til að bæta kjörin. Kaupmátt- urinn er mjög í samræmi við samningana og misskilningur þar- aðlútandi dugar skammt til að knýja fram launahækkanir nú í haust. Þeir sem nú eru að taka ákvarðanir um uppsögn launalið- anna ættu þv( að skoða hug sinn vandlega. l)r. Vilhjálmur Egilsson er hsg- íræóingur hji Vinnureitendssam- bandi Islands. Kaupmáttur kauptaxta ASÍ (IV. ársfj. 1983=100) / 5 100 100,4 ■sv 101,0 (íoo^) 100,2 (99,2) A 98,9 (98,0) A Arsfjórðungar IV.’83 I.’84 II.’84 III.’84 IV.’84 100,J (99,5) 1984 meðaltal 1. Hækkun framfærsluvísitölu á árinu 1984 : 14,1 % 2. Tölur í svigum er kaupmátturinn án félagsmálapakkans. Brosa blómvarír eftir Jónas Pétursson Við höfum lifað eitt bezta vor, sem veðurnæmt minni geymir eft- ir alllangt æviskeið. Oft hefir komið upp í vitundina á yndis- stundum þessa vors, við óvenju snemmt og óvenju broshýrt blómaskrúð íslenzkrar náttúru — þessi ljúfsönnu orð „listaskáldsins góða“ úr kvæðinu Ferðalok, sem ég valdi að fyrirsögn. Það opnar æðri veröld en þá sárköldu veröld, sem gróðahyggja umhverfis og innihalds „velferðarþjóðfélag- anna“ þrýstir að fólkinu nótt og nýtan dag. Fíflar og sóleyjar, fjól- ur og holtasóleyjar, lambagras og gleym mér ei — „brosandi blóm- varir“ þessara tegunda í gróður- ríki íslands, sem kalla á athyglina, aldrei fremur en í dásemdum hins blíða vors. Hvað er mikið af verð- mætum — svonefndum — eða líf- Jónas Pétursson gildum þeim, sem heilbrigður maður metur — sálarjafnvægi, lífsnautn — fólgið í íslenzkri nátt- úru, við bæjarvegg eða í túnfæti — í víðfeðmri náttúru í „voraldar veröld"? En til hvers er að reyna að friða sál hins íslenzka barns, þótt aldið sé, með því að bera á torg þessa mynd úr hugskotinu, þegar gróðahyggjan hrækir í and- litið á barninu? Þegar auglýsinga- dýrðin hampar 22° hita á ein- hverri svonefndri „sólarströnd" — jafnvel á sama tíma og 22° verma börnin, sem skynja „brosandi blómvarir" hins íslenzka gróður- ríkis í „blómguðu dalanna skauti". Sem þar leita lífgildanna — ís- lenzkrar framleiðslu, sem hjálpar til að rétta fjárhagsstöðu þjóðar- innar, þegar þeirra lífgilda er not- ið í stað svonefndra sólarstranda. 30. júní Jónas Pétursson er íyrrrerandi al- þingismaður. Hinn nýi prammi í höfninni á Höfn í Hornafirði. Höfn í Hornafiröi: Dýpkunarprammi á flot llöfn, 9. júlf. NÚ UM þessar mundir er verið að setja dýpkunarpramma á flot hér á Höfn, sem höfnin hefur fest kaup á. Pramminn er keyptur af flugmálastjórn á Akureyri. Mikil vinna hefur verið við prammann að undanförnu, þar sem hann hafði staðið óhreyfður á Akureyri í tvö ár. Þetta er óneitanlega nauðsynlegt verkfæri fyrir höfnina. þar sem hún er alltaf hálf ófær. Stcinar.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.