Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984 „Fráleitt að um einkamál Gylfa sé hér að ræöa“ — segir Alfreð Þorsteinsson, formaður Lyfjaeftirlitsnefndar ISI „ÞAO ER að mínu áliti fráleitt að þetta sé einkamál viðkomandi íþróttamanns og Alþjóóa lyft- ingasambandsins, eins og Guó- mundur Þórarinsson, formaóur Lyftingasambandsins, heldur fram,“ sagöi Alfreó Þorsteinsson, formaöur Lyfjaeftirlitsnefndar isi, í samtali viö Morgunblaóið vegna ummæla Guömundar { blaóinu í gær um mál þaó, sem komiö er upp varðandi Gylfa Gíslason lyft- ingamann. „íslensk íþróttahreyfing hlýtur aö hafa lögsögu í máli sem þessu. Þaö er iþróttaþing sem fer meö æösta vald í málefnum íþrótta- hreyfingarinnar hér á landi og set- ur lög og reglugeröir sem gilda um íslenskt íþróttafólk og þá skiptir ekki máli hvort viö erum aö tala um fólk í keppni eöa æfingum hér heima eöa erlendis," sagöi Alfreö. Hann benti á, aö samþykkt heföi veriö reglugerö um lyfjaeftirlit, bæöi á iþróttaþingi og sambands- stjórnarfundi ÍSÍ, og eftir þeirri reglugerö yröi fariö. „Þar er skýrt tekiö fram, hvernig mál sem þetta yröi meöhöndlaö og hvaöa viöur- lög gilda." Alfreö taldi rétt aö taka fram, aö lokaskýrsla um máliö væri ókomin „eftir því sem Guömundur Þórar- insson, formaöur Lyftingasam- bandsins, tjáöi mér. Þess vegna liggur ekki enn fyrir hvaöa lyf viö- komandi lyftingamaöur hefur not- aö. Þessi mál eru flókin og þaö er til í dæminu aö hann hafi t.d. notaö bólgueyöandi lyf án þess aö vita aö þaö kalli fram jákvæöa svörun í lyfjaprófi. Þetta veröur allt metiö þegar og ef til kasta iþróttasam- bands islands kemur." Jóhann Ingi Gunnarsson skrifar Allt á réttri leið EINS og alltaf þegar vel hefur gengið eru væntingar til ís- lenskra íþróttamanna miklar og þar var ég engin undantekning í Laugardalshöll í gærkvöldi. Vel gekk í fyrri hálfleiknum vió Vestur-Þjóóverja, þar sem jafn- tefli varö, 15:15, og bjóst ég því jafnvel við sigri íslands í gær- kvöldi, eins og margir aörir áhorfendur sem lögöu leið sína í Höllina. Upphafsmínúturnar lofuöu einnig góöu um aö sigur gæti náöst en síöan datt íslenska liðiö niöur á plan meöalmennskunnar. Ekkert gekk upp hjá liöinu, hvorki í vörn né sókn, og á sama tíma gekk allt upp hjá Vestur- Þjóðverjum. Þaö sem helst má gagnrýna íslenska liöiö fyrir í fyrri hálfleik var aö liðið lék of nálægt vestur- þýsku vörninni og boltinn náöi þvi aldrei aö ganga eðlilega á milli útileikmanna. Einnig var lítiö um „blokkeringar" fyrir stórskytt- ur íslenska liösins og ekki bætti úr skák aö Alfreö Gíslason og Siguröur Sveinsson, aö undan- skildum vítaköstum, náöu sér ekki á strik í leiknum. Ég verö þó aö segja alveg eins og er aö í fyrri hálfleiknum heföi mátt koma til uppörvun frá ís- lenska bekknum til „útlend- inganna" sem léku undir þeirri pressu aö veröa aö standa sig og sanna tilveru sína í íslenska landsliöinu. Ekki er ég þar meö aö afsaka frammistööu áöur- nefndra tveggja leikmanna, þeir hafa oftast leikiö betur en þeir geröu í gær. Þar aö auki tókst íslenska liö- inu aö nýta svokölluö dauöafæri í leiknum og a.m.k. sex sinnum uröu þeir aö lúta í lægra haldi fyrir aö vísu frábærum markveröi Vestur-Þjóðverja í fyrri hálfleikn- um. i seinni hálfleik náöi íslenska liöiö sér loksins á strik en þaö var ekki fyrr en tíu mín. voru bún- ar aö þaö geröist, og var þá engu líkara en aö leikmenn liösins vöknuöu upp af vondum draumi. Mun meiri ákveöni var í sóknar- leik liösins, boltinn gekk hraöar manna á milli, og meö „breytt- um" leik tókst alloft aö snúa á sterka vestur-þýska vörn. Aö auki náöi Atli Hilmarsson sér verulega á strik á þessum tíma og skoraöi hvert markið ööru gullfallegra. Margir geröu sér vonir um þaö, er staöan var oröin 15:16, aö íslenska liöinu tækist aö jafna leikinn og jafnvel aö snúa töpuö- um leik í unninn. Þá geröi ís- lenska landsliöiö sig aftur sekt um mistök sem eru þekkt hjá öll- um íslenskum félagsliöum í gegnum tíöina, aö draga ekki úr hraöa leiksins. íslensku leik- mennirnir voru of bráöir í öllum sínum sóknaraögeröum, léku ekki nógu agaö, eins og oft er sagt. Þaö var til þess aö Vestur- Þjóöverjar náöu aö snúa leiknum sér aftur í hag og geröu þar meö þennan leikkafla íslands aö engu og unnu mjög sanngjarnan sigur, 21:17, sem var síst of stór eftir gangi leiksins. Þrátt fyrir tapiö í gærkvöldi, og aö islenska liöiö hafi ekki leikiö eins vel og í fyrri leiknum og ekki eins vel og viö áhorfendur höfö- um gert okkur vonir um, þá er engin ástæöa til örvæntingar. ís- lenska liöiö á eftir aö bæta sig um a.m.k. 30 prósent fram aö Ólympíuleikum, þegar þaö á eftir aö ná sér eftir þaö erfiöa æf- ingaprógram, sem það hefur far- iö í gegnum síöustu vikur og mánuöi. Ýmis smáatriöi þarf aö laga í leik liösins og mikla áherslu veröur aö leggja á varnarleikinn og aö ná upp sterkri liösheild því þegar á Ólympíuleikana veröur komið er mjög mikilvægt aö kjarni liðsins liggi Ijós fyrir en mín ráölegging til þjálfara íslenska landsliöins er aö hann má ekki gleyma því aö á erfiðu móti þarf liöið á öllum leikmönnum sínum aö halda. Þá getur veriö gott aö hafa leynivopn á bekknum, ekki lakari en Alfreö Gíslason og Sig- urö Sveinsson, svo að tveir séu nefndir. íslenska liöiö er tvímælalaust á réttri leiö og ég er sannfæröur um aö allir leikmenn liösins og þjálfari þess munu leggja allt i sölurnar til þess aö árangur liös- ins veröi sem bestur á Ólympíu- leikunum í Los Angeies. Alfreö sagöi, aö bólgueyöandi lyf gætu veriö ástæöa niöurstöðu lyfjaprófs Gylfa, en „þó finnst mér þaö ólíklegt gagnvart honum af því aö hann er viö æfingar í Svíþjóö og þjálfarar þar eiga aö vita ná- kvæmlega hvaöa lyf má nota og hvaö ekki. Ég er miklu hræddari um þetta atriöi gagnvart íslenska frjálsíþróttafólkinu í Bandaríkjun- um. Þar hefur lyfjaeftirlit nánast veriö ekki neitt og öllum meöulum beitt til aö ná árangri og þá ekki endilega þannig aö íþróttafólkiö sjálft viti hvaö þaö er aö taka inn." Alfreö lagöi á þaö áherslu aö iþróttamenn yröu sér úti um bækl- ing Lyfjaeftirlitsnefndar, sem sagt var frá í blaöinu í gær, þar sem m.a. er skrá yfir öll lyf sem eru á bannlista. Alfreð sagöist hafa rætt viö formann Lyftingasambandsins í gær og stefndu þeir aö því aö halda fund fljótlega eftir helgina til aö ræöa máliö. ÞORBJÖRN Jensson, fyrirliói ís- lenska landsliösins, sagði í sam- tali viö Mbl. í gærkvöldi aö hann léki með Val á næsta keppnis- tímabili. Hann stóö í samninga- viðræöum við Breiöablik um aö gerast leikmaöur og þjálfari liö- sins, en hann gaf Blikunum af- svar í því máli í gærkvöldi. Einnig voru sögusagnir á kreiki um aö hann hygöist ganga til liös vió Víkinga næsta vetur þar sem vit- aó er aó hann hefur hug á aó leggja fyrir sig þjálfun í framtíð- inni, og því hefði hann viljaö læra meira af Bogdan Kowalczyk landsliós- og Víkingsþjálfara, en af því veröur ekkí. „Ánægöur meö mína menn“ „ÉG ER mjög ánægóur meö leik minna manna fyrstu 45 mínútur leiksins og þeir léku þá eins vel og ég vonast til aó þeir leiki á Ólympíuleikunum. Þá var sterkur maöur í hverri stööu bæöi í vörn og sókn,“ sagöi Simon Scobel, landsliösþjálfari Vestur-Þjóö- verja, í gærkvöldi eftir leikinn. „Þriöji markvöröur okkar, Roch, sýndi í kvöld í fyrri hálfleiknum, markvörslu á heimsmælikvaröa og frammistaöa hans sló íslenska liö- iö út af laginu. Islendingar sýndu þó aftur á hinum svokallaöa góöa kafla góöan handknattleik og mátti þá sjá hvaö í liðinu býr. Helstu veikleikar íslenska liösins eru hraöaupphlaup alls liösins og þaö aö nýta ekki dauöafæri sín. Besti maöur íslenska liösins var Atli Hilmarsson aö mínu mati. Ég sá hann fyrst í landsleiknum gegn Sviss í maímánuöi og varö þá strax mjög hrifinn af honum. Ég er sannfærður um aö eftir aö hann kemst í topp-æfingu á hann eftir aö gera mjög góöa hluti í „Bund- esligunni" í Þýskalandi. Schobel sagöist mjög ánægöur meö aö sitt unga liö skyldi ekki brotna er island haföi minnkaö muninn í 15:16, „og ég er sann- færöur um aö þessi ferö hefur skil- aö sér vel fyrir okkur og verður gott veganesti fyrir Ólympíuleik- ana," sagöi Simon Schobel. Drasli hent í dómara: Kærir atvikið til aganefndar EFTIR aö Breióablik og KR höföu gert jafntefli, 3—3, í 1. deild is- landsmótsins í knattspyrnu á Kópavogsvelli á mióvikudaginn, var einhverju drasli hent í dóm- ara leiksins, þegar hann ásamt línuvöröum sínum gekk til bún- ingsherbergja. Pétur að öllum líkindum aftur til Feyenoord — forráöamenn félagsins koma til landsins í dag til viðræðna viö Pétur Mestar líkur eru á því aö Pét- ur Pétursson knattspyrnumaóur leiki meö hollenska félaginu Feyenoord á næsta keppnis- tímabili. Tveir af forráöa- mönnum félagsins koma hingað til lands i dag til viö- ræöna viö Pétur og skv. heim- ildum Morgunblaösins er liklegt aö gengiö verói frá samningi um helgina. Feyenoord vill gera leigu- samning til eins árs viö Antwerp- en og kaupa Pétur eftir þann tíma ef honum gengur vel næsta vetur. Feyenoord var fyrsta félagiö sem Pétur lék meö eftir aö hann geröist atvinnumaöur í knatt- spyrnu. Hann hélt til Hollands í lok árs 1978 og þann tíma sem hann lék meö Feyenoord var Pétur einn af markahæstu mönnum Evrópu. Voriö 1981 keypti belgíska fé- lagiö Anderlecht Pétur og ári síö- ar fór hann svo til Antwerpen, sem hann hefur leikiö meö síöan. Pétur hefur tvívegis skoraö þrjú mörk í leik í Evrópukeppni *•* tXSPM • Pétur Pétursson — fyrst meö Feyenoord og síöan með Antwerpen. Pétur sagöist í gær vera mjög spenntur fyrir tilboöi Feyenoord. „Ég vona aö af samningi veröi. Ég þekki vel til í Rotterdam og á þar marga vini — þaö yröi mjög gaman aö leika meö Feyenoord á ný,“ sagöi Pétur í gær. Þess má geta aö franska fé- lagiö Nice, sem í vor vann sér rétt til þátttöku í 1. deild næsta vetur, haföi áhuga á aö fá Pétur til sín en hann haföi ekki áhuga á tilboöi félagsins. i samtali viö Gísla Guömunds- son, dómara leiksins, kom fram aö hann ætlar aö senda kæru vegna þessa atviks til aganefndar KSi í dag. Aöspuröur kvaöst hann ekki vita hvernig tekiö yröi á þessu máli, en sagöist ekkert annaö geta gert en aö senda inn kæru. Samkvæmt starfsreglum aga- nefndar KSÍ (9. töluliöur 6. gr.) má dæma einn eöa fleiri heimaleiki af liðinu (í þessu tilviki Breiöabliki), þannig aö liöiö veröi aö leika heimaleik sinn annarsstaöar. Aga- nefnd getur, „svipt liöiö heimaleik þar til öryggi leikmanna og starfs- manna leiksins telst tryggt", eins og segir orörétt i greininni. „Ég heyrði einhver ókvæöisorö þegar ég var aö ganga inn, en maður er nú oröinn svo vanur því aö ég lét þau sem vind um eyru þjóta, en síöan fann ég aö eitthvaö lenti í mér og þá hljóp ég, ásamt línuvöröunum inn í búningsklef- ann," sagöi Gísli Guömundsson í samtali viö Mbl. Arnór með Fram ARNÓR Guöjohnsen, leikmaöur Anderlechi í Belgíu, sem er hér á landi í sumarfríi uir þessar mundir hefur æft meö Fram aó undanförnu og mun halda því áfram þar til hann heldur aftur til Belgíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.