Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JtJLÍ 1984 15 Laxveiðar við Kyrrahafsströnd Kanada: Stjórnin kaupir 40 % bátaf lotans KANADÍSKA ríkisstjórnin hefur nú i hyggju að verja 100 milljónum dala til að kaupa 40% af iaxveiðiflota landsmanna á Kyrrahafsströndinni. Ástæðan er sú, að sögn Fishing News International, að flotinn er of stór fyrir dvínandi veiði. Fræðilega eru hinir 4.500 lax- veiðibátar færir um að veiða þrisvar sinnum meira á einum sólarhring, en öllum flotanum er heimilt á einu ári. Hefur blaðið eftir sjávarútvegsráðherranum þar, að þetta sé mesti umfram- sóknarmáttur í heiminum. Fiski- menn eru almennt sammála þess- um hugmyndum, en vissir þættir eru þó óskýrðir enn. Ríkisstjórnin hefur meðal annars i hyggju að fjármagna bátakaupin með sér- stökum skatti á veiðarnar. Hins Taiwan: vegar eru veðskuldir flotans í bðnkum 200 milljónir dala og því er óljóst hverjir hagnast mest á þessum kaupum, fiskimenn, sem á síðasta ári töpuðu 70 milljónum dala á veiðunum eða bankarnir. Ekki er talið víst að hugmyndir þessar nái fram að ganga í sumar, en ennfremur eru uppi frekari hugmyndir um verndun laxstofns- ins. Svo sem að skipta veiðisvæð- inu niður í þrennt og verði menn að ákveða á hvaða svæði þeir vilja vera og verða síðan að halda sig við það. Ennfremur verður bátum óheimilt að stunda veiðar með fleiri en einu veiðarfæri. Hér endar flutningaskipið Ultra Freeze tilveru sína ofansjávar. Hlutar skipsins voru sprengdir í tætlur og skorkknum sökkt niður {120 feta dýpi rétt hjá Fowey Rocks-vita við Biscaya-flóa, fyrir sunnan Míami á Flórída. Er skrokknum ætlað að hefta framburð á sandi, svo að þarna myndist hentugt sandrif fyrir sportkafara. Fundu 67 lík til viðbótar Taipei, Taiwan, 12. júli. AP. BJÖRGUNARMENN, sem voru að störfum í alla nótt, fundu 67 Ifk til viðbótar í Mei-Shan-kolanámunni í norðurhluta landsins. Er tala þeirra sem fórust því komin yfir eitt hundrað og þetta námuslys það mesta I sögu Taiwan. Embættismenn sögðu, að 22 af 125 mönnum, sem lokaðir voru inni í göngunum, hefði verið bjargað og nú stæði yfir áköf leit að þeim sem eftir væru. Með þessu er talið að mögulegt verði að auka tekjur af veiðunum, í, w en á móti kemur, að líklegt er tal- 113113! ið, að á móti komi 10% skattur á afla vegna bátakaupa stjórnarinn- ar. Þá er fyrirhugað að taka upp nýtt kvótakerfi á veiðunum. I stað þess, að hver bátur hafi ákveðinn kvóta verður hverjum fiskimanni úthlutaður kvóti. Leyfilegt verður að selja kvótann og óttast sumir fiskimanna, að það verði til þess, að stærri fyrirtæki geti keypt upp mikinn hluta heildarkvótans og þannig rutt einstaklingum úr vegi. Þá eru einnig uppi deilur vegna sportveiða, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Þungir fangelsisdómar vegna fjármálahneykslis Noregur: Sex spænskir togarar teknir á friðuðu svæði Bretland: Mílanó, 12. júlí. AP. DÓMSTÓLL í Mflanó kvad í dag upp dóm yfir háttsettum bankaemb- ættismanni í Páfagarði, yfir fyrir- rennara hans í starfi svo og ítalska bankastjóranum Carlo Bordoni fyrir hrun á bankasamsteypu Michele Sindona 1974. Voru allir þessir þrír menn fundnir sekir svo og 17 menn aðrir og hlutu þeir frá tveimur upp I tólf ára fangelsi. Þyngsta dóminn fékk Carlo Bordoni, sem var hægri hönd Sin- dona og var hann dæmdur i 12 ára fangelsi. Persandro Magnoni, tengdasonur Sindona, var dæmdur í 8M> árs fangelsi og Luigi Menn- ini, framkvæmdastjóri bankans i Páfagarði, i 7 ára fangelsi. Þá var Missimo Spada, fyrirrennari Menninis, dæmdur i 6 ára fang- elsi. Sjálfur afplánar Sindona 25 ára OhIó, 12. júlí. Frá Bent Olufsen, frétUriUra Mbl. NORSKA varðskipið Sörfold tók nýlega sex spænska togara að ólöglegum veiðum á friðuðu svæði við Bjarnarey. Samkvæmt upplýsingum skip- herrans á varðskipinu voru troll- pokar togaranna þannig búnir að draga mátti þá saman til að minnka möskvana enn frekar. Þá voru dagbækur allra skip- anna í ólagi og þau höfðu stundað ólöglegar veiðar jafnframt aðal- veiðiskapnum. Friðaða svæðið við Bjarnarey er mjög mikilvægt uppeldissvæði ungfisks. Þess vegna geta Spán- verjar átt von á, að hart verði tek- ið á málum þeirra. Togararnir höfðu allt of litla möskvastærð og var mikið af smá- fiski f afla þeirra. Nýja-Sjáland: Stjórnar- andstöðu spáð sigri Wellington, 12. júlf. AP. DAVID Lange, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar á Nýja-Sjá- landi, sagði í dag, að ynni flokkur hans þingkosningarn- ar á laugardaginn kemur, þá myndi verða stefnt að auknum tengslum Ný-Sjálendinga við lönd Suðaustur-Asíu og ekki rasað um ráð fram við að kalla herlið Nýja-Sjálands heim frá Singapore. Búizt er við, að flokkur Lange, Verkamannaflokkurinn, beri sigurorð af Þjóðarflokkn- um, sem nú fer með völd á Nýja-Sjálandi og stjórnað hef- ur landinu í 9 ár með Robert Muldoon sem forsætisráðherra. Samkvæmt skoðanakönnunum að undanförnu hefur Verka- mannaflokkurinn mikið forskot fram yfir Þjóðarflokkinn. Lange sagði, að fylgt yrði at- kvæðameiri stefnu í utanrík- ismálum en verið hefði að und- anförnu. Þannig yrði á ný kom- ið upp sendiráði í Nýju-Delí, en Muldoon lét loka því 1982 af sparnaðarástæðum. Lange sagði ennfremur, að meiri áherzla yrði lögð á verzlunar- viðskipti en áður í utanríkis- málum Ný-Sjálendinga. Reglur settar um „friðarfræðslua? fangelsisdóm I Bandaríkjunum fyrir svik í sambandi við gjaldþrot Franklin National Bank og var hann því ekki fyrir rétti nú. Itölsk yfirvöld hafa uppi áform um að fá hann framseldan frá Bandaríkj- unum og verða þá sérstök réttar- höld yfir honum látin fara fram. Eftir fjárhagshrun Sindona var Roberto Calvi, sem nú er látinn, helzti fjármálaráðgjafi Páfagarðs um skeið. En þegar banki hans „Banco Ambrosiano" varð gjald- þrota 1982, varð Páfagarður fyrir tjóni, sem nam milljónum dollara í töpuðum hlutabréfum og varð þar að auki að greiða hvorki meira né minna en 250 milljónir dollara til lánardrottna bankans í nauða- samningum, sem fram fóru síðar. SIR KEITH Joseph, menntamálaráó- herra Bretlands, er nú að láta kanna hvort unnt sé að setja reglur um svonefnda „friðarfræðslu" I skólum, til að hindra að hún verði vettvangur fyrir pólitíska innrætingu. Frá þessu er greint í Lundúnablaðinu Daily Tele- grapb í fyrri viku. Ráðherranum hafa borist kvart- anir frá mörgum foreldrum um að slík innræting eigi sér stað. Þá hef- ur félagsskapur, sem nefnir sig Varnarmálasamtök kvenna og fjöl- skyldna og lafði Olga Maitland er i forystu fyrir, látið gera úttekt á friðarfræðslunni og er niðurstaðan sú að þar sé rekinn pólitfskur áróð- ur. „Eg held að það hafi komið ráð- herranum á óvart hve umfangsmikil gögn við höfum í höndum og hann vill að fleiri láti í sér heyra,“ hefur blaðið eftir lafðinni. Svíþjóð: Hernaðarleynd- armál öllum opín eftir dómsúrskurð um almennan aðgang að tölvuskrám landsins HIÐ „OPNA þjóðfélag" Svíþjóðar beið mikinn hnekki fyrir nokkrum dögum, er Ijóst varð, að hugsanlegir óvinir Svía geta nú komizt yfir margs konar hernaðarleyndarmál þeirra. Gerðist þetta í kjölfar dómsúrskurðar um, að opna skuli flestar af tölvuskrám landsins. Samkvæmt þessum dómsúrskurði verður almennur aðgangur heimilað- ur framvegis að ýmsum upplýsingum um hernaðarmannvirki en einnig persónulegum upplýsingum. Talsmenn sænska hersins og ýmsir stjórnmálamenn hafa lát- ið í ljós áhyggjur vegna þessa og halda þvi fram, að starfsmenn sumra erlendra sendiráða i Sví- þjóð hafi keppzt um að afla sér upplýsinga úr þessum skrám, eftir að þessi úrskurður var kveðinn upp. Auk almennra upplýsinga um margs konar hernaðarmann- virki, sem geymd eru í fasteigna- skrá tölvubankans, þá má einnig finna þar upplýsingar um hvar vegir og brýr liggja um hernað- arlega mikilvæg svæði. „Upplýs- ingar um hverja einustu brú, gerð hennar og hernaðarnot auk upplýsinga um hvaða brýr á að eyðileggja, ef til styrjaldar kem- ur, allt er þetta að finna i tölvu- skránni, sem almenningur hefur aðgang að,“ var haft eftir einum tölvusérfræðingnum fyrir nokkrum dögum. „Við höfum hins vegar þá reglu að láta yfirstjórn hersins strax vita, ef einhver óskar eftir upplýsingum um meira en 50 brýr,“ sagði hann ennfremur. Bertil Lagerwall, talsmaður sænska hersins, komst svo að orði: „Eins og er, þá eru þetta allt lítil atriði, sem unnt er að safna saman í stærri mynd. En við verðum að finna leiðir til þess að fela meiriháttar hernað- arleyndarmál okkar, ef aðgang- ur að þessum tölvuskrám verður enn rýmkaður frá því sem nú Michael Sindona Það vekur nokkra athygli, að þessir dómar eru kveðnir upp ein- mitt nú, þegar nákvæmlega 5 ár eru liðin siðan lögfræðingurinn Giorgio Abrosoli var skotinn til bana á götu í Mílanó, en ítalski seðlabankinn hafði skipað hann skiptaráðanda í gjaldþrotaskipt- um á bankasamsteyu Sindona. Er sá síðastnefndi eftirlýstur á Ítalíu ásamt tveimur Bandaríkja- mönnum vegna morðsins á Am- brosoli. Gas finnst á Tromsö- svæðinu Ósló, 12. júll. Frá Bcnt Olufsen, frctUriUra Mbl. NORSKA ríkisolíufélp^id Statoil kom nióur á gas í fyrstu borholunni, sem boruð er á svæðinu úti fyrir Tromsö í Norður-Noregi. Borunum er enn ekki lokið og vildi Statoil ekkert um málið segja, að sögn Aftenposten. Gasfundur þessi kom í ljós, þegar tekin voru kjarnasýni úr holunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.