Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984 11 Deilur um upprekstur hrossa í Hánavatnssýslu: 2,7 Landsvirkjun býður bændum millj. fyrir ad reka hross ekki NOKKRAR deilur hafa aö undanförnu verid uppi meðal bænda í þeim hreppum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum sem upprekstur eiga á Auðkúlu- og Eyvindastaðaheiðar vegna upprekstrar hrossa. Samkvæmt nýju beitarþolsmati eru heið- arnar ofbeittar sem nemur fjölda upprekinna hrossa á síðasta sumri. Landsvirkjun hefur boðið hreppsnefndunum að greiða 2,7 milljónir kr. ef hross verða ekki rekin á afréttina í sumar en það telja forsvarsmenn Landsvirkjun- ar að þeir þyrftu að öðrum kosti að leggja í kostnað við girðingar til að vernda svæðin sem Lands- virkjun ber að græða upp sam- kvæmt samningum við bændur vegna Blönduvirkjunar. Af hrepp- unum vestan Blöndu hafa Torfa- lækjar- og Blönduóshreppar sam- þykkt að reka ekki hross á Auðkúluheiði en á almennum hreppsfundi í Svínavatnshreppi var það fellt. Hreppsnefnd Svínavatnshrepps hefur eigi að síður samþykkt, að sögn oddvit- ans, Sigurjóns Lárussonar á Tind- um, að gera allt sem hægt er til að draga úr upprekstri hrossa vegna ofbeitar á heiðinni. Úr þessu yrði ekki hægt að létta á heiðinni nema með hrossum þar sem búið væri að reka féð og taldi að ekki yrðu mörg rekin á fjall í sumar. Sagði Sigurjón þó að Svínvetningar myndu ekki taka við greiðslum Landsvirkjunar fyrr en samkomu- lag hefði náðst um hvernig minnka ætti beitarálagið. Bólstaðarhlíðarhreppur hefur einn hreppanna austan Blöndu samþykkt að reka ekki hross á Ey- vindarstaðaheiði í ár að sögn Erlu Hafsteinsdóttur á Gili, oddvita hreppsins, enda hefðu hross ekki verið rekin þaðan undanfarin ár. Seyluhreppur og Lýtingsstaða- hreppur hafa samkvæmt heimild- um Mbl. ekki hug á að ganga að tilboði Landsvirkjunar en ekki náðist í oddvita hreppanna í gær til að fá það staðfest. Erla sagði að vissulega hefðu menn áhyggjur af ofbeit á heiðinni og hefði um það verið rætt í Bólstaðarhlíðarhreppi að fara fram á ítölu, það er að beitarþol yrði metið og skipt á milli hreppanna sem eiga heiðina. Taldi hún að það yrði til að hinir á fjall hrepparnir þyrftu að draga meira úr upprekstri en Bólstaðarhlíð- arhreppur. Málið er nú í biðstöðu á meðan sveitarfélögin gera þessi mál upp sín á milli. Samkvæmt tilboði Landsvirkjunar verða hrepparnir að gefa sameiginleg svör, annars- vegar vegna Eyvindastaðarheiðar og hinsvegar vegna- Auðkúluheið- ar. Sigurjón á Tindum gagnrýndi beitarþolsmatið og þann mun sem væri á því nú og fyrir tveimur ár- um. Taldi hann að hvorki þau 20 þúsund ærgildi sem gert var ráð fyrir í fyrri skýrslunni né þau 10.500 sem gert er ráð ráð fyrir nú væru rétt. Beitarþolið væri ein- hvers staðar þarna á milli. Þá gagnrýndi hann að beitarþolið væri eingöngu miðað við síðasta sumar sem verið hefði það versta um árabil. Rafha notfærir sér líklega ekki forkaupsrétt sinn „ÞAÐ ER ekki búið að taka ákvörðun um það hvort Rafha notfæri sér forkaupsrétt sinn á hlutabréfum ríkisins í fyrir- tækinu eða ekki, og ég efast um að sjálft fyrirtækið kaupi þessi hlutabréf,“ sagði Björn Vernharðsson, markaðsstjóri Rafha í Hafnarfírði, í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið skýrði frá því í lok síðustu viku að ríkisstjórnin hefði samþykkt að bjóða stjórn Rafha og hluthöfum í fyrirtækinu forkaupsrétt á þeim hlutabréfum sem ríkið á í því en hyggst nú selja. Hlutabréfin voru endurmet- in af Fjárfestingarfélaginu og var niðurstaðan sú að söluverð hluta- bréfanna var á tólfföldu nafnverði bréfanna. Björn sagði að hann væri ánægður með þessa niðurstöðu Fjárfestingarfélagsins því hún þýddi það að fyrirtækið væri met- ið á 36 milljónir króna og þar af væri hlutur ríkisins rúmar 11 milljónir. „Hlutur ríkisins í fyrir- tækinu er 31% og það er svolítið skrýtin stærð," sagði Björn. „Það er ekki um meirihluta hlutabréfa að ræða sem til sölu eru svo það á eftir að koma í ljós hvort einhverj- ir sjái sér akk í að festa kaup á þessum hlutabréfum," sagði Björn að lokum. Varði doktorsrit- gerð í jarðfræði Ágúst Guðmundsson varði þann 21. maí sl. doktorsrit- gerð í jarðfræði við háskól- ann í London. Heiti ritgerð- arinnar er: „A Study of Dyk- es, Fissures and Faults in Selected Areas of Iceland“ (Rannsókn á göngum, sprungum og misgengjum á völdum svæðum á Islandi). Ritgerðin fjallar einkum um aflfræði ganga, sprungna og kvikuhólfa, samband þessara þátta innbyrðis og við yfirborðs- eldvirkni. Einnig gefur ritgerðin yfirlit yfir bergmótun Islands og reifar nýjar hugmyndir í þeim efnum. Ágúst Guömundsson tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina (nú Sund) 1973. Hann lauk BS-prófi í almennri jarðfræði við Háskóla íslands 1977 og sk. 4 árs verkefni við sömu stofnun 1978. Ágúst tók MSc-próf í berg- mótunarfræði og aflfræði bergs frá Imperial College í London 1979. Ágúst hefur verið stunda- kennari og síðar settur kennari við Menntaskólann við Sund síðan 1974 og kennir þar jarðfræði og stjörnufræði. Ágúst Guðmundsson Foreldrar Ágústs eru Guð- mundur Þ. Danielsson, bakari, og Guðrún J. Egilsdóttir. Eiginkona Ágústs er Halldóra M. Bjarna- dóttir, hjúkrunarfræðingur, og eiga þau eitt barn. Berglind á bátahöfn Þó að „Miss Universe“-keppnin sé nú afstaðin er fulltrúi íslands, Berg- lind Johansen, víðsfjarri Miami á Florida, er ekki úr vegi að birta þessa mynd sem Þórir Gröndal ræðismaður tók af henni í kynnisferð þátttak- enda á bátahöfnina þar. Þangað var farið til að mynda stúlkurnar í bak og fyrir. Notaði ræðismaðurinn tækifærið og gerði slíkt hið sama og aðrir viðstaddir menn með myndavélar. Sjöunda bindið af Ár- bókum Fornleifafélagsins BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur nú gefið út sjöunda bindið af endurútgáfu Árbóka Hins íslenzka fornleifafélags. í þessu bindi eru árbækurnar 1916, 1917, 1918, 1919, 1920 og 1921—1922, sem er 41. árgangur bókarinnar. Það var í tilefni aldarafmælis Hins islenzka fornleifafélags, 1978, að Hafsteinn Guðmundsson, bóka- útgefandi, tók að sér að láta ljós- prenta alla eldri árganga árbókar- innar, en fyrsta árbókin kom út 1881 og gilti fyrsta heftið fyrir árin 1880 og 1881, Hið íslenzka fornleifafélag var stofnað í Reykjavík 8. október 1879. f bréfi, sem fylgdi fyrsta bindi af endurútgáfu Þjóðsögu, sagði Krist- ján Eldjárn, fyrrverandi forseti fé- lagsins og ritstjóri árbókarinnar, m.a.: „Stjórn félagsins og fulltrúaráð voru einhuga um að taka þessu ágæta boði Hafsteins Guðmundsson- ar með þökkum. Á aldarafmæli Fornleifafélagsins mun varla annað betur henta til hátíðabrigða en að félagsmönnum sé gert kleift að eign- ast þetta gamla og góðkunna rit fé- lagsins í heilu lagi. Forráðamenn fé- lagsins og útgefandinn vona að sú skoðun þeirra sé rétt að með útgáf- unni sé bætt úr brýnni þörf bæði hér á landi og i öðrum löndum þar sem hirt er um sögu vora og fræði. Til þess er einnig vonast að þessi útgáfa megi efla hið gamla félag, sem til var stofnað af svo miklum stórhug fvrir einni öld, og stuðla að því að Árbók muni enn lengi lifa og standa við sitt gamla ætlunarverk hér eftir sem hingað til.“ Hafsteinn Guðmundsson, útgef- andi, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að undirtektir félagsmanna við endurútgáfu árbókarinnar hefðu orðið aðrar en hann og stjórn félags- ins hefðu átt von á og hefði áhuga- leysi manna og ræktarleysi valdið vonbrigðum og gæti svo farið, að það leiddi til þess, að endurútgáfunni yrði hætt innan tíðar. AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Perth 27. júli Bakkafoss 11. ágúst City of Perth 22. ágúst Bakkafoss 5. sept. NEW YORK City of Porth 26. júlí Bakkafoss 7. ágúst City of Perth 21. ágúst Bakkafoss 4. sept. HALIFAX Bakkafoss 13. águst Bakkafoss 9. sept. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Alafoss 22. júli Eyrarfoss 29. júlí Alafoss 5. ágúst Eyrarfoss 12. ágúst FELIXSTOWE Álafoss 23. júlí Eyrarfoss 30. júlí Álafoss 6. ágúst Eyrarfoss 13. ágúst ANTWERPEN Álafoss 24. júli Eyrarfoss 31. júli Álafoss 7. ágúst Eyrarfoss 14. ágúst ROTTERDAM Álafoss 25. júlí Eyrarfoss 1. ágúst Álafoss 8. ágúst Eyrarfoss 15. ágúst HAMBORG Álafoss 26. júlí Eyrarfoss 2. ágúst Álafoss 9. ágúst Eyrarfoss 16. ágúst LISSABON Vessel 25. júli LEIXOES Vessel 26. júlí BILBAO Vessel 27. júlí NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 13. júlí Dettifoss 20. júlí Mánafoss 27. júli Dettifoss 3. ágúst KRfSTIANSAND Mánafoss 18. júlí Dettlfoss 23. júli Mánafoss 30. júlí Dettifoss 6. ágúst MOSS Mánafoss 17. júlí Dettifoss 20. júli Mánafoss 31. júli Dettifoss 3. ágúst HORSENS Dettlfoss 25. júli Dettifoss 8. ágúst GAUTABORG Mánafoss 18. júlí Dettifoss 25. júli Mánafoss 1. ágúst Dettifoss 8. ágúst KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 19. júli Dettifoss 26. júli Mánafoss 2. ágúst Dettifoss 9. ágúst HELSINGJABORG Mánafoss Dettlfoss Manafoss Dettifoss HELSINKI 20. júli 27. júlí 3. ágúst 10. ágúst Elbström 6. ágúst QDVNIA Elbström 10. ágúst ÞÓRSHÖFN Mánafoss H.ágúst VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil haka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.