Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 29
^ MORGUNBEADID, PÖ8TUDAOUR 19. JÚLl 1984 ,29 væng, þótt ekki kæmi að haldi þegar kallið kom. Það er sárast og léttvæg huggun að enginn megi sköpum renna. Með okkur og félögunum i Fella- helli hafði Friðþjófur litli leikið sér og unað vel hag sínum, fremst- ur meðal jafningja. Hann var ró- lyndur og hlédrægur á sína vfsu, en vakti athygli umfram aðra með kankvísi sem á stundum bar töfr- andi keim af kæruleysi. Hann var fallegur drengur. Á sólskinsdegi, í fögru og frið- sælu umhverfi, þar sem ekki virt- ist ilis von, lukti hin stríða elfur drenginn okkar köldum örmum sínum og fól hann fyrir okkur að eilífu. Svar við hinni áleitnu hróp- andi spurningu: Hvers vegna? fæst ekki að sinni. Við erum innilega þakklát fyrir Friðþjóf litla og þær stundir sem við fengum að eiga með honum. Við geymum minningarnar um þær og hann sem helgidóm meðan lífsanda drögum. Drottinn, taktu vel mót litla ljúflingnum okkar. Magga, Sigurjón og Jónas Dauðinn er miskunnarlaus og alltaf jafn erfitt að sætta sig við hann, ekki síst þegar hann kemur óvænt og á vegi hans verða sak- laus börn. Á slíkum stundum finnur mað- ur best hve trúin á Guð og son hans, Jesúm Krist, er dýrmæt og það eina sem hægt er að leita til. Sú vissa að lífinu sé ekki lokið eft- ir dauðann heldur taki þá við æðra líf með Guði er dýrmætari en nokkuð annað sem okkur var gef- ið. ( dag er til moldar borinn frá Bústaðakirkju lítill drengur, Frið- þjófur Ingi, sem lést í hörmulegu slysi sl. mánudag. Hann var sonur hjónanna Elísabetar Ingvarsdótt- ur og Sverris Friðþjófssonar íþróttakennara og var í miðið af þremur sonum þeirra. Friðþjófur Ingi var vel af Guði gerður, falleg- ur og hraustur strákur, fullur af lífsgleði og þrótti sem einkennir sanna duglega stráka. Því er svo erfitt að átta sig á hvers vegna hann var kallaður svo óvænt og að okkur finnst alltof, alltof snemma, rétt í upphafi sinnar ævi. Eftir standa foreldrar, bræður og ætt- Minning: Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Það er alltaf erfitt þegar fólk á besta aldri er kallað burtu frá fjölskyldu sinni, eiginkonu, börn- um og ævistarfi sínu. Við burtför Eðvarðs Geirssonar sannast það að við fáum engu um ráðið og eng- inn veit hvenær „kallið" kemur. Þetta — að deyja — hafa vista- skipti, er víst leið allra þeirra, sem gista þessa jörð. Misjafnt er þó hve við höfum langa dvöl hérna, sumir eru hér hátt í hundrað ár, en aðrir stutta stund. „Hver stjórnar?“ spyrjum við. Og er við sjáum eftir góðum vinum spyrjum við aftur: „Hvers vegna — ó, því þá hann?“ — en ekkert svar berst. Svili minn Eðvarð Geirsson og mágkona mín Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir, ásamt lítilli dóttur sinni, héldu utan til Dan- merkur i sumarfrí nú síðustu dag- ana í júní og ætluðu að hafa það gott og skemmtilegt, en skemmti- ferðin endaði óvænt og sorglega. „Kallið' kom fyrr en nokkurn grunaði, eins og þruma úr heið- skíru lofti. Og við urðum hljóð, sár og undrandi, við erum svo fávís, sjáum svo skammt, höfum enga yfirsýn yfir lífið. Ebbi, eins og hann var jafnan ingjar slegnir af þvílíku heljarafli að ekki verður um bætt. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og ekki á okkar valdi að skilja þá. Sannfæring okkar er sú að lifið sé ekki tilviljunum háð heldur sé því stjórnað af Guði almáttugum. Það er þvi ekki okkar að útnefna þá sem hann velur til æðri verka. — „Þvi svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi elift líf.“ Á þessari trú okkar byggjum við þá vissu að litli drengurinn hann Friðþjófur Ingi sé nú í faðmi Guðs og hafi þar fengið æðra hlutverk sem honum hefur verið treyst fyrir. Elsku vinir, Elisabet, Sverrir og synir. Um leið og við vottum ykkur okkar einlægustu samúð, biðjum við þess að aftur birti af degi. Þið megið vera stolt af að hafa átt Friðþjóf Inga og þótt söknuðurinn virðist óyfirstíganlegur, byggist hann á takmarkalausri elsku og fallegum endurminningum sem ekki verða frá ykkur teknar. Megi algóður Guð styrkja ykkur öll og hjálpa á þessum erfiðu tímum. Friður Guðs veri með litla drengnum ykkar um alla eilífð. Honum fylgi að skilnaði þessi bæn: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman i hring sænginni yfir minni. Fjölskyldan Vesturvangi 28, Hafnarfirði. Nú kveðjum við elsku Fiffó og vitum að hann hefur það gott hjá Guði. Við munum ætíð minnast þess er hann kom til okkar í af- mælin og þegar við fórum til hans i afmælin hans til að leika við hann og bræður hans. Það var alltaf gaman. Seinna munum við hitta Fiffó hjá Guði og englunum og þá verður aftur gaman, eins og í afmælinu hans. Þangað til verð- ur hann og Guð alltaf með okkur, þó við sjáum þá ekki nema í draumum, fallegum draumum. Sirrý Elín Siggi Hannes kallaður, fæddist í Litlu-Brekku á Grímsstaðaholtinu þann 13. júli 1939. Voru þau tvö systkinin, hann og Svala, sem er 5 árum yngri. Ólust þau upp með móður sinni, ömmu og móðurbróður, „Nafna“, Eðvarði Sigurðssyni, alþingis- manni. Ekki þætti mér það ólík- legt að nálægðin við flugvöllinn hafi haft áhrif á drenginn þegar hann var að alast upp. En þangað hélt hann i atvinnuleit mjög ung- ur og gerði flugvirkjun að ævi- starfi sínu. Ebbi varð að sjá á bak ömmu, mömmu, pabba og síðan „Nafna“, það hefur ekki verið létt og sfðast var Litla-Brekka látin víkja. Allt er víst breytingum háð. Löngu eftir að litli bærinn varð mannlaus fóru telpurnar okkar, frænkurnar, 12 ára gamlar, I hjólatúr, vordag einn í blíðviðri, til að skoða litla bæinn. Var Fjóla að sýna Úu hvar pabbinn hafði átt heima og hvar amma hennar hafði lifað öll sín ár. Gengu þær um bæ- inn og lögðu sig í grasið í garðin- um, fundu þær þá peningaseðil þar á milli trjánna. Gleðin varð mikil, því þær tóku þessu sem kveðju frá þeim er þarna höfðu búið. Ebbi og Sessa Hrönn giftu sig á gamlársdag 1964 og síðan höfum við verið saman í fjölskyldu, sem frændur og vinir. Þau eignuðust 3 börn, Fjólu fædda 1965, lítið fiðr- Elsku Beta okkar, Sverrir og þið öll heima. Á þessum dimmu dög- um dvelur hugur okkar hjá ykkur og við biðjum algóðan Guð að veita ykkur styrk í ykkar djúpu sorg. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrír liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í fríði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrír allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt* V.Briem. Á Mallorka, Asta, Binni og fjölskyldan Túngötu 8. ( dag felldu blómin min blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn værí sumar og sólskin. (Tóm. Guðm.) Á einum fallegasta degi sum- arsins barst okkur sú harmafregn að elskulegur bróðursonur okkar, Friðþjófur Ingi, hefði drukknað þar sem hann var að leik og starfi með vinum og félögum á einum vinsælasta útivistarsvæði barna úr Breiðholts- og Árbæjarhverf- um, svokölluðu Indíánagili. Hann var sonur hjónanna Elísa- betar Ingvarsdóttur og Sverris Friðþjófssonar og ólst upp á ást- ríku heimili ásamt tveimur bræðr- um sínum, Ingvari og Sverri Þór. Öllum þótti vænt um Friðþjóf Inga, hann var fullur af lífi og ærslum og hentum við oft gaman að tiltektum hans og tilsvörum. Bjartur var hann og bláeygður og ómótstæðilegur þegar hann brosti. Þess vegna þökkum við Guði fyrir þann tíma sem við fengum að njóta hans. Eisku Elísabet, Sverrir, Ingvar og Sverrir Þór. Ámma og afi í Rauðagerði, amma og afi í Heiðar- gerði og langamma. Við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Systkinabörn- in, sem sjá á bak elskulegum ildi, sem við höfum fylgst með og séð vaxa og þroskast; Geir fæddan 1967, hlýjan og dulan, og Ingi- björgu Sólveigu fædda 1973, eftir- mynd pabba síns, glaða og trausta. Ebbi var maður lífsins, fullur af atorku, þori, trausti, blíðu, gleði og hlýju. Hann var maður raun- sær og stóð traustum fótum i sinu lífi. Börnunum sinum var hann vinur sem faðir og konunni sinni sannur vinur og óvenju traustur lífsförunautur, því hún hefur aldr- ei gengið heil til skógar. Á kveðjustund vil ég þakka samfylgdina, ljúft viðmót og trausta vináttu. Ég og mínir fær- um fjölskyldu Ebba okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Vil ég gera orð Grétars Fells að mínum, þar sem hann kveður vin. Þakkir þér skal færa, þó að orð ég spari, mun ég lengi muna margt í þinu fari, barnslund þina blíða brosin mildu, hlýju. Verði þér allt til vaxtar í veröldinni nýju. Erla Stefánsdóttir Eðvarð Geirs- son flugvirki frænda, þakka honum allt. Svo kveðjum við litla frænda með þessu ljóði: Hví var þessi beður búinn. Barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin. Hljóma gegnum dauðans nótt Það er kveðjan: Kom til mín. Krístur tók þig heim til sín. Þú ert blessun hans í höndum. Hólpin sál með ljóssins öndum. (Björn Halldórsson) Sigga og Ljúfa Það er svo skritið hvernig lifið er og hvað hlutirnir eru fljótir að breytast. Hver hefði getað ímyndað sér að þessi ungi fallegi drengur ætti að fá kallið svo fljótt, þar sem hann var í blóma lífsins. Álltaf jafn broshýr og skemmtilegur, enda hafði ég unun af að hafa hann i kringum mig. Frá því hann fæddist hef notið þess að passa hann og hafa hann með mér í leik og starfi. Það er svo sorglegt að hafa misst elskulegan frænda, en ég veit að algóður Guð er hjá honum og mun vera með honum og vernda hann. Ég geymi yndislegar minningar um elsku Fiffó minn í hjarta mér, sem eru svo margar og góðar. Hann var alltaf sá sem gat komið manni í gott skap, ef eitt- hvað bjátaði á. Alltaf sá hann björtu hliðarnar á öllu, sem er það besta sem manni er gefið í lífinu. Ég mun sakna Fiffó frænda mins og hugsa til hans að eilífu. Góður guð, blessaðu elsku systur mína, elsku Sverri og elsku litlu strákana og hjálpaðu þeim að ganga í gegnum þessa sorg og missi. Guð blessi elsku frænda minn. Steinunn Björg. „Bilið er mjótt milli blíðu og jels“ „og brugðist getur klukkan frá morgni til kvelds“ Á sólbjörtum sumardegi þegar allt virðist svo ljúft og fagurt dimmir snarlega. Helfregnin berst mér til eyrna: Hann litli vinur minn hann Friðþjófur Ingi er dá- inn, aðeins 9 ára gamall. Ég átti þvi láni að fagna að fá að vera samvistum við þennan ljúfa vin minn um nokkurt skeið. Við vorum saman i starfi og leik og fór vel á með okkur. Ég sagði svo oft við ömmu hans: „Mikið er hann yndislegur drengur." Það var svo sannarlega rétt, hann átti minn hug og ég fann að hann vildi vera hjá mér. Þessi ljúflingur var vel greindur og prúður og bauð af sér góðan þokka. Kom það vel fram í sam- starfi okkar, þegar stund var á milli stríða, að lítið þurfti fyrir honum að hafa. Hann var sjálfum sér nógur, ef hann hafði góða bók við hendina, eða þegar hann fór á kostum í léttu rabbi eða við spila- mennsku við litlu samstarfs- stúlkurnar. Var unun að fylgjast með hvað hann undi sér vel, þó stundum væri löng bið milli at- riða. Komu eðlisþættir hans þar skýrt fram, enda ávann hann sér vináttu, hug og hjörtu þeirra sem með honum störfuðu. Á liðnu hausti var hann í hópnum sem hafði kjörorðið „(slensk framtíð á iðnaði byggð“ og vann þar vel. Á hörmulegan hátt hefur verið klippt á vináttustreng okkar. Það er huggun harmi gegn að minn- ingin mun lifa hjá mér um hug- ljúfan dreng, þar sem brosið fal- lega veitti birtu i sál og sinni. Foreldrar Friðþjófs Inga, bræð- ur, afar og ömmur og öll fjölskyld- an eiga um sárt að binda, en hugg- un þeim til handa getur Guð einn gefið þeim og vitneskjan um það að elskulegi drengurinn þeirra gaf svo mikið af sinni elsku til okkar, sem eldri erum, með sinni ljúf- mannlegu framkomu, að aldrei mun gleymast. Bæn mín á þessari stundu til ykkar allra og litla vinar míns verður barnaljóðið „Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Unnur t Þökkum hjartanlega auösynda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, Dölum, Djúpavogi. Guö blessi ykkur. Ingibjörg Antoniusdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokaö í dag frá kl. 2—5 vegna jarðarfarar FRIÐÞJÓFS INGA SVERRISSONAR. Verslunin Blóm og ávextir Matthfas Jchannessen Einar Kárason Steinunn Sigurðardóttir Indriði G. þorsteinsson 011STORÐ Askriftarsimi 84966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.