Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 18
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLl 1984 Geir Gunnar Geirsson, eggjabóndi, stefnir ráðherrum og Framleiðsluráði: Telur kjarnfóðurskatt brjóta í bága við stjórnarskrána Ásmundur Sveinsson (fyrir miðju) við vinnu í sænska lista- háskólanum árið 1924. Við hlið hans er verkið „Kossinn" frá sama ári. Vinnan í list * Asmundar Sveinssonar f ÁSMUNDARSAFNI við Sigtún stendur nú yfir sýning sem nefn- ist „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar". Sýningunni er skipt í tvo hluta og er annars vegar sýnd hin tæknilega hlið höggmyndalistarinnar, tæki, efni og aðferðir sem tengjast henni, og hins vegar eru sýndar högg- myndir þar sem myndefnið er vinnan. Sýningin er opin daglega frá klukkan 10—17. Aðalfundur Arnarflugs í FRÉTT Morgunblaðsins í gær um aðalfund Arnarflugs var ekki farið rétt með nafn framkvæmda- stjóra þess. Hann heitir Agnar Friðriksson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting í FRÁSÖGN af doktorsritgerð Gunnars Pálssonar í Morgunblað- inu í gær, sem fjallar um strið og frið í Prins Maachiavellis, féll niður ein málsgrein þannig að frásögnin varð óskiljanleg. Rétt er málsgreinin svona: „Megi því segja að í „Prinsinum" setji hann ekki aðeins fram bylt- ingarkennda kenningu um stríð og frið, heldur beitir hann herfræði- legri kænsku til að vinna lesand- ann til fylgilags við sig“. Eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á mistökunum. Geir Gunnar Geirsson, eggja- bóndi á Vallá á Kjalarnesi, hefur, eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu, böfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á hendur landbúnaðar- ráðherra, Framleiðsluráði landbún- aðarins og fjármálaráðherra f.h. rfk- issjóðs og farið fram á endurgreiðslu þess sérstaka skatts sem honum hef- ur verið gert að greiða á allt innflutt kjarnfóður, sem hann hefur þurft að nota til framleiðslu sinnar, siðan ár- ið 1980. Geir Gunnar krefst þess að stefndu verði dæmdir til að greiða 7,7 milljónir, sem er það kjarnfóð- urgjald sem hann hefur greitt. Hann krefst einnig vaxta og málskostnað- ar. Skattheimta þessi hefur verið byggð á lögum nr. 15/1979 sbr. bráðabirgðalög nr. 63/1980 og lög- um nr. 45/1981, en í lagaákvæðum þessum er Framleiðsluráði, Stétt- arsambandi bænda og landbúnað- arráðherra með tilteknum hætti heimilað að leggja gjald þetta á og ráðstafa því. Stefnandi telur að framangreind lög standist ekki sem viðhlítandi heimildir til gjaldtökunnar og byggir á eftir- töldum málsástæðum: 1. Löggjafinn hafði með fyrr- greindum lögum framselt skatt- lagningarvald sitt umfram það sem honum sé heimilt skv. 40. gr. sbr. 77. gr. stjórnarskrárinnar. 2. Stefnandi telur sig ekki þurfa að sæta skattlagningunni vegna þess að ráðstöfun fjárins sé and- stæð lögum. 3. Þá telur stefnandi að með álagningu skattsins og ráðstöfun hans sé farið út fyrir þau mörk, sem 67. gr. stjórnarskrárinnar og raunar einnig 69. gr. hennar setji skattlagningarvaldi löggjafans. Einkum sé brotið gegn þeim kjarna þessara stjórnarskrár- ákvæða að menn njóti jafnréttis fyrir skattalögum. Framsal skattlagningarvalds í greinargerð lögmanns Geirs Gunnars, Jóns Steinars Gunn- laugssonar hrl., er gerð grein fyrir þeim þremur tölusettu málsástæð- um sem að framan eru raktar. Um fyrsta liðinn, framsal skattlagn- ingarvalds, segir meðal annars: í 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrár koma fram veigamiklar grunn- reglur stjórnskipunarinnar um fjárstjórnarvald þjóðþingsins. Er í 40. gr. m.a. sagt, að engan skatt megi á leggja né aftaka nema með lögum. óyggjandi er, að i þessu (sbr. og 77. gr.) felst krafa um að hið þjóðkjörna þing, Alþingi, taki með settum lögum ákvörðun um, hvort skattar skuli á lagðir og hvernig þeir skuli reiknaðir (þ.m.t. um hversu háir þeir skulu vera). Einnig þarf ákvörðun þingsins til að afnema skatta sem á hafa verið lagðir. Ákvörðunarvald sitt um þessi efni má þingið ekki fram- selja til annarra, hvorki annarra handhafa rlkisvaldsins, né til ein- staklingsbundinna aðila, svo sem hagsmunasamtaka í atvinnulífi. Um þetta er sagt að i lögunum um kjarnfóðurskattinn sé skatt- lagning heimiluð þegar tiltekin mjög teygjanleg skilyrði séu upp- fyllt. Búvöruframleiðslan þurfi að vera meiri en þörf sé fyrir á inn- lendum markaði og ekki megi fást viðunandi verð fyrir umfram- framleiðslu á erlendum mörkuð- um. Bent er á að ekkert komi fram í lögunum um hvort meta eigi hverja búvörutegund sérstaklega, þegar markaðsaðstæður eru metn- ar, þannig að t.d. megi því aðeins leggja skatt á aðföng kjarnfóðurs til eggjaframleiðslu, að þar sé framleiðslan meiri en þðrf sé fyrir á innlendum markaði. Spurt er: Eða er t.d. nóg til að leggja megi skattinn á eggjaframleiðendur að of mikið sé framleitt af kinda- kjöti? Ekki er nóg með að skilyrði skattlagningarinnar séu gerð svona úr garði, segir einnig um þetta atriði. Skatturinn sem leggja má á getur orðið allt að 200%. Ytri mörk skattsins eru ákveðin svo afkáralega há, að al- veg er ljóst að álagður skattur mun aldrei ná mörkunum. Alveg eins hefði mátt ákveða mörkin 1.000% eða 2.000%. í reynd er hér verið að fela öðrum að ákveða hlutfall skattsins. Einnig er sagt að aldrei komi til greina, að fram- sal á skattlagningarvaldi til aðila eins og Framleiðsluráðs landbún- aðarins, sem sé fyrst og fremst einstaklingsbundið hagsmunafé- lag, fái staðist. Ráðstöfun fjárins andstæð lögum Um aðra málsástæðuna segir þetta m.a. í greinargerðinni: I 41. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um, að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjarlögum eða fjáraukalögum. Sé litið á þetta ákvæði í samhengi við ákvæði 40. gr. sbr. 77. gr., er ljóst að stjórnarskrárgjafinn er að gefa fyrirmæli um, hvernig standa skuli að tekjuöflun ríkisins (og sveitarfélaga sbr. 76. gr.) og ráð- stöfun teknanna. Hér er mælt fyrir um fjárstjórnarvald þjóð- þingsins. Hugmyndin er auðvitað sú, að teknanna sé aflað í einn sjóð, ríkissjóð, og þeim síðan ráðstafað þaðan skv. því sem þing- ið kveður á í fjárlögum eða fjár- aukalögum. Síðar segir: Það er eindregin skoðun stefnanda, að það sé skil- yrði fyrir að skattur teljist stand- ast, að löglega sé staðið að ráð- stöfun hans. Um kjarnfóðurskatt- inn er það að segja að a) hann kemur aldrei inn á fjárlög og þess vegna er þar ekkert kveðið á um, hvernig fénu skal ráðstafa, b) í lögunum, sem leggja skattinn á er nær ekkert kveðið á um hvernig verja eigi fénu, heldur er það látið í hendur hagsmunafélagsins og c) fyrir liggur að fénu hefur til þessa verið varið í andstöðu við lög eftir geðþóttasjónarmiðum, sem skatt- greiðendurnir geta vart þurft að sætta sig við. C-liðurinn hér að framan er meðal annars rökstuddur þannig Telja verður líklegt, að einstakir framleiðendur, t.d. á sviði eggja- og kjúklingaframleiðslu, hafa fengið hærri styrki úr sjóðnum heldur en nam fjárhæð þess skatts, sem þeir sjálfir höfðu greitt á þeim tíma sem þeir fengu styrkinn. Þetta er óheimilt, þar sem í lögunum er aðeins heimilað að endurgreiða framleiðendum gjaldið. Jafnframt er ljóst að ákvarðanir hafa verið teknar um styrki til aðila, sem aldrei hafa greitt neinn skatt. Nægir í því efni að nefna ákvörðun Framleiðslu- ráðs 14. maí 1981 um styrk til Sambands eggjaframleiðenda. Þessi ráðstöfun er í andstöðu við lagaheimildir, þar sem ekki getur verið um endurgreiðslu að ræða til aðila, sem aldrei hefur neitt greitt. Um þetta er einnig sagt: Eðli- legast er að skýra bæði lög 15/1979 og lög nr. 45/1981 þannig, að skattinum sé ætlað að stöðva framleiðslu hjá þeim, sem verst standa sig 1 framleiðslunni (þ.e. framleiða með mestum tilkostnaði á hverja framleiðslueiningu). Skil- yrði fyrir skattlagningunni eru nefnilega þau, að framleiðsla sé meiri en þörf er fyrir á innlendum markaði og „viðunandi verð“ fáist ekki fyrir umframframleiðslu á erlendum mörkuðum. Tilgangur löggjafans hlýtur að hafa verið sá að beita skattinum til að stöðva svo óheillavænlega þróun í land- búnaðarframleiðslu og minnka framleiðsluna. Framleiðsluráð hefur hins vegar veitt styrki þvert gegn þessum tilgangi, þ.e. bæði til að halda lífi í áframhaldandi framleiðslu langt umfram það sem markaðurinn þarfnast og raunar til að auka við framleiðsl- una, t.d. á sviði kjúklinga- og eggjaframleiðslu. Telja verður að styrkveitingar ráðsins fari með þessum hætti þvert gegn lögunum. Skatturinn fer gegn ákvæö- um stjórnarskrár í greinargerðinni leiðir lögmað- urinn rök að því að kjarnfóður- skatturinn brjóti í bága við stjórn- arskrána. Um þetta segir m.a.: Hverjar sem niðurstöður dómsins um framangreindar málsástæður verða, telur stefnandi ljóst, að skatturinn fái ekki staðist vegna þess að með honum sé farið út fyrir þau takmörk, sem 67. gr. stjórnarskrárinnar og raunar einnig 69. gr. hennar setji skatt- lagningarvaldi löggjafans. Enginn ágreiningur er um það í lögfræði, að eignarnámsákvæðið í 67. gr. stjórnarskrárinnar setji því takmörk, hvernig skattlagn- ingarvaldi löggjafans verði beitt. Er t.d. ljóst, að bótalaus eignaupp- taka verður ekki lögmæt fyrir það eitt að vera nefndur skattur. Þau takmörk sem hér skipta máli eru tvenns konar. í fyrsta lagi tak- markar eignarnámsákvæðið heim- ildir löggjafans til þess með skatti að flytja bótalaust fé frá einum manni til annars. Jafnframt og samhliða er talið, að í eignar- námsákvæðinu sé fólgin krafa um jafnrétti manna fyrir skattalög- um. í því tilviki, sem hér um ræðir, er alveg augljóst, að fé hefur verið tekið af stefnanda í stórum stíl til beinna fjárstyrkja til aðila, sem hann á í samkeppni við á mat- vælamarkaði. Er þar bæði um að ræða styrki til annarra eggja- framleiðenda sem ekki hafa getað staðist verðsamkeppni á markaði og einnig styrki til framleiðenda annars konar matvæla, sem falla undir það að geta kallast búvörur. í þessu er fólgið misrétti fyrir skattheimtunni. Alveg væri mis- réttið augljóst, ef lagaákvæðin gengju út á, að aðeins sumir fram- leiðendur, en ekki aðrir, ættu að greiða skattinn. Hér er staðan sú, að skatturinn er f sjálfu sér inn- heimtur af öllum, en „endur- greiðslur" hans (styrkirnir) ganga aðeins til sumra. Sé þetta talið standast, hefur verið fundin upp óbrigðul aðferð til að fara í kring- um allar kröfur um jafnrétti gagnvart skattlagningu. Stefnandi telur að ákvæði 69. gr. stjórnarskrár um atvinnufrelsi feli, á svipaðan hátt og 67. gr., í sér kröfu um jafnrétti, sem þessi skattlagning brjóti gegn. Fái skatturinn heldur ekki staðist af þeim sökum. Stefnukröfum máls þessa um endurgreiðslu kjarnfóðurgjaldsins segir stefnandi í greinargerð sinni að sé eðlilega beint að landbúnað- arráðherra og Framleiðsluráði, sem vörslumönnum kjarnfóður- sjóðs og landbúnaðarráðherra auk þess sem æðsta stjórnvaldi á þvi sviði, sem málið varðar. Krafan á hendur fjármálaráðherra f.h. rík- issjóðs er hins vegar á því byggð, að verði fallist á sjónarmið stefn- anda um að lögin um skattheimt- una í kjarnfóðursjóð hafi ekki stjórnskipulagt gildi þá beri rfkis- sjóður „solidarniska" ábyrgð með hinum meðstefndu á endur- greiðslukröfu stefnanda. Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig með ham- ingjuóskum og gjöfum á áttrœðisafmœli mínu þann 20. júní sl. Sérstakar þakkir færi ég bömum mínum og tengdabömum sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Gudrún Hjörleifsdóttir Föstudaginn 13. JOtt kl. 18.00 veröur kynnlsferö I Alþingl Friörlk Friöriksson framkvæmdast|órl þingflokks Sjálfstæölsflokksins og varaformaöur SUS mun kynna starl þlngsins og húsakynni. Ahuga- samir vinsamlegast hafiö samband viö skrlfstofu Helmdallar í sima 82900. Stjórnln.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.