Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ1984 23 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JAN ERIK LAURÉ Meiri samstaða í norsku ríkisstjórninni eftir 1000 daga að völdum STJÓRN Kaare Willoch hafði setið við völd í eittþúsund daga síðastlið- inn sunnudag. Á ýmsum sviðum er hægt að segja að stjórnin hafi haft meðbyr, en hins vegar hefur það ekki komið borgaralegu flokkunum til góða hvað vinsældir meðal kjósenda snertir, því samkvsmt skoðana- könnunum, sem gerðar voru f júní síðastliðnum, bendir allt til að vinstri- flokkarnir fengju meirihluta ef kosið væri til stórþingsins nú. Fram til þess tíma að gengið verður til kosninga að nýju f Noregi, í september 1985, munu mörg vandamál, sem erfið eru úrlausnar, blasa við stjórninni. Ríkisstjórnin hlaut í arf 15,2% verðbólgu er hún tók við völdum 1981, sem tekist hefur að lækka um helming á þriggja ára valda- tíma stjórnarinnar. En það hef- ur kostað fórnir. Atvinnumálin hafa verið erf- iðasta viðfangsefni stjórnarinn- ar frá upphafi. f dag eru um 70 þúsund manns atvinnulausir f Noregi, og í fljótu bragði séð virðast litlar lfkur á að stjórn- inni takist að standa við fyrir- heit um að koma tölunni niður fyrir 50 þúsund vorið 1985. Iðnaður í sókn Að vísu bendir allt til að iðn- aðarframleiðsla eigi eftir að aukast og að atvinnutækifæri eigi eftir að opnast á næstunni í iðnaði. Framleiðsluaukningin fyrstu fimm mánuði ársins er rúmum tveimur prósentum hærri en á sama tímabili f fyrra. Aukningin er fyrst og fremst í útflutningsiðnaði. Sá iðnaður, sem byggir á innanlandsmark- aði, býr hins vegar við erfið starfsskilyrði og félag norskra iðnrekenda hefur varað við of mikilli bjartsýni. Afnám útvarpseinkaréttar Eitt af athyglisverðari afrek- um stjórnarinnar á þessum eitt- þúsund dögum er afnám einka- réttar ríkisins á útvarps- og sjónvarpsrekstri. Var þeim ráðstöfunum vel tekið og miðað við afleiðingarnar virðist jarð- vegur fyrir skammdrægar og svæðisbundnar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hafa verið frjór. Jafnframt hafa í tfð stjórnar borgaralegu fiokkanna verið gerðar breytingar á heilbrigðis- löggjöfinni, sem fólu i sér um- fangsmiklar breytingar á heil- brigðisþjónustunni. En engu að sfður stendur stjórnin frammi fyrir flóknu vandamáli á þessu sviði, því fylkin og sveitarstjórn- ir eiga í miklum erfiðleikum með að fjármagna sinn þátt í rekstri heilbrigðis- og félagsmálaþjón- ustu vegna efnahagslegra þreng- inga þeirra. Þetta hefur haft sparnað í rekstri f för með sér, og af þeim sökum standa 3.000 sjúkrahúsrúm auð. Á sama tfma vantar 15.000 hjúkraheimilis- pláss i bæjum og sveitum til að fullnægja eftirspurn. Samsteypa Flokkur Kaare Willoch for- sætisráðherra, Hægri flokkur- inn, háði kosningabaráttuna fyrir þremur árum með því að lofa ýmsum viðtækum skatta- lækkunum. Hins vegar hefur ekki tekist að afla tilskilins fylg- Káre Willoch is í stórþinginu til að hægt yrði að efna loforðin til fulls. Engu að síður hefur verið komið svolítið til móts við kjósendur, og at- vinnulífið einnig, þar sem um skattalækkanir hefur verið að ræða. Fyrstu tvö árin sátu eingöngu flokksmenn Hægri í stjórn Will- och, sem þó varð að reiða sig á stuðning Miðflokksins og Kristi- lega þjóðarflokksins i stórþing- inu. I fyrrasumar gengu flokkar þessir hins vegar inn í stjórnar- samstarfið og mynduð var sam- steypustjórn borgaralegu flokk- anna þriggja. Stjórnarsamstarfið hefur ekki verið hnökralaust. Einkum hefur komið í ljós ágreiningur i vor i mörgum stórum málum, en klofningi var afstýrt á sama tíma og Willoch varð að taka langt veikindafri vegna sjúk- dóms. Meiri samstaða Og eftir að forsætisráðherra kom til starfa á ný um miðjan síðasta mánuð, hvatti hann ákaft til meiri samstöðu meðal stjórnarflokkanna fram til næstu kosninga. Og nú hafa flokkarnir þrír gjört það heyr- inkunnugt að þeir stefna að áframhaldandi samstarfi. Og með því að bindast samtökum við næstu kosningar er hugsan- legt að flokkarnir haldi meiri- hluta þingsæta, enda þótt sósíal- ísku flokkarnir hljóti meirihluta atkvæða í kosningunum. En ákveðnir atburðir i þinginu í vor hafa hins vegar varpað ör- lítið nýju ljósi á norsk stjórn- mál. Þar hefur náðst málamiðl- un milli stjórnar- og stjórnar- andstöðuflokkanna í veigamikl- um málum, svo sem framtíðar- skipan norska ríkisolíufyrir- tækisins Statoil og stefnu Norð- manna í afvopnunar- og örygg- ismálum. Og mögulegt er talið að mála- miðlun náist um enn stærra mál, þ.e.a.s. skattamálin, áður en til kosninga kemur. Er það áhuga- mál margra flokkanna að ná slíku samkomulagi á grundvelli tillagna svokallaðrar skatta- nefndar, sem i mörg ár hefur unnið að endurskoðun á norska skattakerfinu. Helzt er spurt hvort stefna Hægri flokksins i skattamálum sé ekki frábrugðin stefnu annarra flokka til að málamiðlun náist, sem t.d. Verkamannaflokkurinn geti fall- ist á. Jan Erik Lauré er blaðamaður og fréttaritari Morgunblaðsins í Nor- egi. Ráðherrar, sem fara með mikilvæga milafiokka í stjórn Willochs. Á myndinni eru frá vinstri Kjell Magne Bondevik kirkju- og menntamila- riðherra, Rolf Presthus fjirmilariðherra og Johan J. Jakobsen samgönguriðherra. Til sölu repromaster (Eskofot 5060) Upplýsingar í síma 81477 milli kl. 8 og 17, utan vinnutíma símar 14258 og 32814. Auglýsing Með tilvísun til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér meö auglýst deiliskipulag á staö- festu aöalskipulagi í Suöur-Selás. Afmörkun svæöisins er sýnd á uppdrætti Borgarskipulags, dags. 28.11.1983. Uppdráttur ásamt greinargerö liggur frammi al- menningi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Þverholti 15, frá og meö föstudeginum 13. júlí til 24. ágúst n.k. Athugasemd, ef einhverjar eru, skal skilaö á sama staö eigi síöar en kl. 16.15, föstu- daginn 7. september 1984. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir. Reykjavík, 13. júlí 1984. Borgarskipulag Reykjavíkur, Þverholti 15, 105 Reykjavík. HAFÐU Holts VIÐ HÖNDINA! Bifreiðavörur í fjölbreyttu úrvali Fást um land allt Louisa Matthíasdóttir Brian Pilkington Jóhannes Geir °"STDRÐ Ársáskrift kr. 540

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.