Morgunblaðið - 13.07.1984, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.07.1984, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984 Húsavík: Unnið við endur- bætur á höfninni Á Húsavík standa nú yfir fram- kvaemdir við höfnina. Dsluskipið Hákur hefur verið þar síðan um miðjan júní við að dæla upp sandi og lausamöl sem er á botninum í höfninni í því skyni að dýpka hana. Höfnin hefur alla tlð verið mikið vandamál á Húsavík og hafa öll stærri skip og bátar átt erfitt með að komast inn í hana. Dýpkunar- skipið Grettir var á leiðinni til Húsavíkur til að vinna við endur- bætur á henni þegar það sökk út af Garðskaga í mars á síðasta ári. Sigurjón Sigurðsson, verk- stjóri á Háki, sagði að það væri ekki svo langt síðan þeir hefðu hafist handa við að dæla sandin- um og mölinni upp úr höfninni því talsverður tími hefði farið í að koma öllum tækjum fyrir svo og sogrörum sem liggja út fyrir höfnina og flytja þangað sand- inn. „Við dælum sandinum og möl- inni í lítið lón sem búið var að gera þegar von var á Gretti hingað á síðasta ári,“ sagði Sig- urjón. „Annars erum við ekki búnir að dæla nema í rúmlega 12—14 daga og eigum því tals- vert eftir. Það fer einnig alveg eftir fjárveitingunni til þessara framkvæmda frá bæjarfélaginu hvað hægt verður að ljúka við mikið hér. Þá hefur einnig þurft að flytja sand upp að bryggjunni til að þétta jarðveginn undir henni því það sem við dældum út fyrir var farið að fljóta upp að bryggjunni. Það er hins vegar ljóst að Hákur getur ekki gert hér sama gagn og dýpkunarskip á borð við Gretti og það er mikil nauðsyn á því að til sé gott dýpkunarskip. Hérna undir höfninni er móhella og Hákur getur ekki unnið á henni að neinu gagni þvf hann hefur ekki útbúnað til bess. Hákur hefur farið því sem næst hringinn í kringum landið og hefur gert það sem hann hef- ur getað með sínum útbúnaði, en allt það sem er fastara fyrir hef- ur verið látið liggja kyrrt því það er í rauninni ætlað skipi eins og Gretti. Það að gera einhverjar endur- bætur á höfninni hér á Húsavfk var hins vegar orðið mjög að- kallandi. Togarana var farið að taka niður er þeir komu í höfn- ina og svo grunnt var orðið að smábátarnir urðu að fara inn í hana eftir sérstökum leiðum. Þó svo að ekki fáist fullar endur- bætur á höfninni núna þá gerum við það sem hægt er. Eg reikna ekki með því að við verðum hér mjög lengi í viðbót en það á eftir að koma í ljós, og héðan höldum við líklega til Eyrarbakka," sagði Sigurjón Sigurðsson að lokum. Unnið er að því að þétta jarðveginn við bryggjuna því það sem Hákur dældi upp var farið að fljóta aftur inn í böfnina. Sigurjón Sigurðsson, verkstjóri á Háki. mTw\ M r nli WÉ ‘ "; i, m ii Tlfi 7 m m ' % ^ n „ , , a* ’ ILIÍ InSHKfl** »«»■ tBBSL LJm 1 ItwW” 1 «* ■- Hn fl Hálnir í Húsavíkurhöfn. Lögð hafa verið sogrör út fyrir höfnina og f gegnum þau dælir Hákur sandinum út í lítið lón sem er rétt fyrir utan bryggjuna. Kópasker: Veiðar á úthafsrækju hafa gengið treglega „RÆKJUVEIÐARNAR hafa ekki gengið nógu vel. Bæði hefur veiðin verið treg nú í sumar og svo hafa verið bilanir á bátunum," sagði Sig- urður Óskarsson, verkstjóri hjá rækjuvinnslunni Sólbliki hf. á Kópa- skeri, þegar hann var spurður um gengi Kópaskersbátanna á rækjuveið- unum. „Hér í rækjuvinnslunni voru sett- ar upp nýjar vélar í vetur og það var ekki farið að veiða af krafti fyrr en þær höfðu verið settar upp, en það var í febrúar," sagði Sigurður. „Annars gengu veiðarnar í vetur þokkalega vel, sérstaklega í mars og aprfl, en þá voru bátarnir að veið- um á innfjallarækju. í sumar hafa þeir verið á úthafsrækju og þær veiðar hafa ekki gengið eins vel. Það er einungis einn bátur gerður út héðan á rækjuveiðar en samt leggja hér upp fjórir bátar og rækjuvinnslan tekur við afla þeirra allra. Hinir bátarnir sem leggja hér upp eru frá Eskifirði, Bakkafirði og Fáskrúðsfirði. Mér hefur sýnst sem afli þeirra allra hafi verið mjög svipaður og enginn þeirra skorið sig úr hvað það varðar. Eins og stendur ganga veiðarnar samt ekki nógu vel, hvað sem verð- ur. Samanburður við síðasta ár er ekki framkvæmanlegur því þá hófu bátarnir héðan veiðar seint á út- hafsrækju og það gæti þess vegna átt eftir að rætast úr þessu. Von- andi gerist það þvf rækjuvinnslan hér getur afkastað mun meira en hún nú gerir. I vetur var bætt við nýrri pillunarvél og við það jókst afkastageta vinnslunnar og við höf- um ekki átt í neinum vandræðum með að verka þá rækju sem okkur hefur borist." Sigurður sagðist reikna með að veiðar úthafsrækjunnar stæðu fram á haust og þá yrði tekið til við að veiða innfjallarækjuna á nýjan leik. Stúlkurnar í rækjuvinnslunni Sólbliki hf. störfuðu af miklu kappi við að hreinsa rækjuna og gættu þess vandlega að ekki færi hár ofan í útflutnings- vöruna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.