Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, POSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984 t Elskulegi drengurinn okkar og bróöir, FRIDÞJÓFUR INGI, sem lést af slysförum 9. júlí sl., veröur jarösungínn frá Bústaöa- kirkju í dag, föstudaginn 13. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er góöfúslega bent á Slysavarnafé- lag Islands. Elísabet Ingvarsdóttir, Svarrir Friöþjófsson, Ingvar og Sverrir Þór. t Móöir okkar, ELÍSABET HJÁLMARSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi, lést í Landspitalanum 10. júlf. Snaaborg Þorsteinsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Hjálmar Þorsteinsson, Jóhannes Þorsteinsson, Pétur Þorsteinsson. t Móöir mín, HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR lést miövikudaginn 11. júlí. Fyrir hönd aöstandenda, Arnþrúöur Arnórsdóttir. t Eiginmaöur minn, RAGNARJÓNSSON forstjóri, lést í Borgarspítalanum 11. júlí. Minning: Friðþjófur Ingi Sverrisson Fæddur 26. mars 1975 Dáinn 9. júlí 1984 Skjótt hefur sól brugðið sumri. Á miðjum degi á bjartasta tíma ársins mitt í glaðværum hópi fé- laga og vina er ungviðið hrifið burt, svo að allt verður myrkt og þrungið sorg á örskotsstund. Hjartkær og elskulegur drengur er kvaddur inn á eilífðarbraut og eftir standa ástvinirnir lamaðir og ráðþrota. Enginn vill trúa þvi að þessi fallegi, glaðværi og góði drengur sé horfinn úr þessum heimi. En hvað má lægja sorg og sár hvað má sefa hjarta. Minning, vonin, trúin, tár og töfrar drengsins bjarta. Já, flóðgáttir minninganna opnast og við sjáum fyrir okkur, hversu blíðlega hann breiddi út faðminn í hvert sinn, er hann kom og fór og hugljúfa brosið hans hlýjaði svo sannarlega um hjarta- rætur. Oft fórum við saman í sveitina og oft var sungið uppá- haldslagið: „Sofðu unga ástin mín úti regnið grætur." Og nú er það ekki aðeins regnið, sem gerir það. Þótt lífshlaup hans væri ekki langt, ávann hann sér mikla hylli fyrir glæsileik og fagra framkomu, sem m.a. kom fram í því, að hann var oft fenginn til að sýna fatnað barna á tízkusýning- um hér í borg. Allir dáðu þennan hugljúfa dreng, en sjálfur var hann prúður og hógværðin ein. Orð verða lítils megnug á slíkri stund, en til hjartkæru barnanna okkar, Elísabetar og Sverris, bein- um við þessum orðum: Þið gangið nú gegnum sorgar ský og svartur er þessi heimur, en fjársjóður ykkar er fólginn í fallegu drengjunum tveimur. Amma og afi í Rauðagerði. Þeir deyja ungir, sem guðirnir elska. Það er erfitt að sætta sig við þegar ungur elskulegur drengur er kallaður burt, rétt þegar lífið er að hefja göngu sína. A fegursta sumardegi var Frið- þjófur Ingi Sverrisson að leik með vinum sínum og skyndilega lauk þeim leik með harmleik er hann féll í á og drukknaði. Friðþjófur litli var aðeins 9 ára gamall, fæddur 26. mars 1975, son- ur Elísabetar Ingvarsdóttur og Sverris Friðþjófssonar. Það er mikill harmur og sorg í Björg Ellingsen, börn og tengdabörn. t Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, MAGNÚS PÁLSSON, Sólheimum 27, lést 10. júlí. Kriatrún Hreiöarsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Svavar Gunnþórsson, Guöfinna Magnúsdóttir, Guómundur Jakobsson, Sigríöur Vilborg Magnúsdóttir, Guömundur Guömundsson, Péll Magnússon, Elva Dröfn Ingólfsdóttir. t Ástkær eiginkona mín og móöir okkar, SIGRÍÐUR GUOJÓNSDÓTTIR, Kambaseli 65, veröur jarösungin frá Dómkirkjunnl mánudaginn 16. júlí kl. 15.00. Ásmundur Halldórsson, Ingólfur Arnarson, Linda Arnardóttir, Halldór Ásmundsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SVEINN EINARSSON fré Hólshúsi, Miöneshreppi, veröur jarösungínn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 14. júlí kl. 14.00. Þeim sem vlldu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Svanhildur Sigrföur Valdimarsdóttir, Valdimar Sveinsson, Rebekka Ólafsdóttir, Sigurlfna Sveinsdóttir, Gfsli Wfum Hansson, Einar Siguröur Sveinsson, Kolbrún Kristinsdóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faölr okkar og tengdafaöir, GUDNI KRISTINN GUNNARSSON, verkfrnóingur, sem lést á heimill sinu Ridge-Road, Salisbury, Maryland, Banda- ríkjunum, veröur jarösunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, þriöjudaginn 17. júli kl. 14.00. Emelía Eygló Jónsdóttir, Anna Jóna Gunnarsdóttir, Leonard Pseitter, Gunnar Kristinn Gunnarsson. t Móöir mín og tengdamóöir, HRAFNHILDUR LOFTSDÓTTIR, Hétúni 10B, veröur jarösungln frá Eyrarbakkaklrkju laugardaginn 14. júlí kl. 14.00. Ragna Jóhannsdóttir, Gfsli Ólafsson. t Konan mín, móöir, tengdamóöir og amma, GUORÚN MARGRÍMSDÓTTIR, Gunnarsbraut 36. veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 13. júlí kl. 13.30. Haraldur Þ. Jóhannesson, Jóhanna Haraldsdóttir, Gunnar V. Magnúason, Mélfrföur Haraldsdóttir, Haraldur Þóröarson, Margrímur G. Haraldsson, Indfana Guöjónsdóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURFINNUR GUÐMUNDSSON, Reyrhaga 2, Setfossi, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 14. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á aö láta Selfosskirkju njóta þess. Dröfn Halldórsdóttir og synir. t Útför mannsins míns, JÓNS SIGURÐSSONAR fyrrverandi formanns Sjómannasambands fslands, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. júlf nk. kl. 13.30. Blóm afþökkuö. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarfélög. Jóhanna Guömundsdóttir t Þökkum innilega auösýnda samúö vlö fráfall elglnmanns míns, GEIRS JÓNS HELGASONAR. Regfna Sigrföur Guömundsdóttir og fjölskylda. hugum okkar allra og þá ekki síst hjá ungum foreldrum, sem sjá á bak elskulegu barni sínu. Það er aðeins rúm vika síðan við vorum öll á Þingvöllum og fylgd- umst með litlu bræðrunum þegar þeir gengu glaðir með erlendri vinkonu niður að öxarárfossi létt- ir í spori og gleðin skein úr ungu andlitunum. Stoltir foreldrar fylgdust með þegar Friðþjófur Ingi fór loftköst og faðirinn lið- sinnti og gaf góð ráð. Það var un- un að fylgjast með þvi sambandi sem var milli foreldra og barna. Að lífi þessa litla drengs sé lok- ið er erfitt að sætta sig við. Vegir Guðs eru órannsakanleg- ir. Við verðum að trúa að það sé tilgangur í þvi að líf þessa litla drengs endi svo skjótt. Ég bið góðan Guð að styrkja Elísabetu, Sverri og bræðurna tvo. Ömmur, afa, elsku Steinunni frænku, sem alltaf var besta frænka og félagi og aðra ættingja. Harmur þeirra er mikill. Með þessum fátæklegu orðum vil ég og fjölskylda mín aðeins þakka Friðþjófi Inga samfylgdina þennan alltof stutta tíma. Hans létta lund og fallega bros var gleðiauki í lífi okkar allra. Þótt árin hafi ekki verið mörg vann hann hug og hjarta allra sem honum kynntust með sínu fallega brosi og prúðu framkomu. Blessuð sé minning hans. Hann hvíli í friði. Foreldrum og ættingjum vott- um við innilega samúð og sam- hryggð. Björg frænka. Þegar okkur barst sú fregn að hann Friðþjófur Ingi væri dáinn vildum við í fyrstu ekki trúa því, hann sem var alltaf svo kátur og broshýr. En sannleikurinn verður ekki umflúinn frekar en örlögin sjálf. Við verðum að reyna að sætta okkur við að hann Friðþjófur er ekki lengur á meðal okkar og þó sú hugsun sé sár að fá ekki aftur í þessu lffi að hitta hann, er okkar staðfasta trú að hann sé nú í góðu yfirlæti í þeim heimi er við öll heimsækjum að lokum. Fram að því höfum við allar þær minningar sem hann skildi eftir hér þó um stutta ævi sé að ræða. Við munum eftir hans glaða og einlæga skapi er við unnum saman á Iðnsýningunni í Laugar- dalshöli siðastliðið haust. Hann hafði svo fallega framkomu að hann varð strax eftirlæti allra og engum duldist þarna fór strákur sem mikið var varið í. Það er því sár söknuður yfir horfnum félaga og vini, þó aldursár hafi verið þar á milli, sem við berum í hjarta okkar. Sá söknuður sem foreldrar og systkini ásamt ömmu og afa þurfa að axla er sá að fátækleg orð geta þar litlu hjálpað. Við vonum að sá einn, Drottinn sjálfur, veiti þeim huggun og uppörfun og geri þeim sorgina og missinn léttbærari. Megi Guð styrkja þau. Félagar og vinir í Módel- samtökunum. Með fátæklegum orðum fáum við ekki kvatt vininn okkar væna eins og við kysum. Orða er vant og til ónýtis öll. Um árabil hafði ungi drengur- inn verið að leik og starfi með okkur og undir okkar verndar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.