Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 27
MOftffttoéLÆÖfÖ,' PðSTOM'ðl/K'fcí jfttírMí™ Guðrún Margríms- dóttir — Kveðjuorð Fædd 9. ágúst 1912 Dáin 2. júlí 1984 Hún Rúna frænka er dáin. Við vissum öll að hún var hel- sjúk. Þó var það ekki fyrr en dán- arfregnin barst að stóra skarðið kom í frændgarðinn. Hún hét fullu nafni Guðrún Margrímsdóttir, dóttir Margríms Gíslasonar frá Kolsholti í Flóa, f.v. lögregluþjóns í Reykjavík, og Jóhönnu Gísladóttur frá Urriða- fossi. Að henni stóð kjarnmikið bændafólk í báðar ættir og eðlis- kostir Rúnu frænku (eins og við kölluðum hana), báru því gott vitni. Hún missti heldur aldrei sjónar á fornum og nýjum dyggð- um, þótt nútíminn geri margt til að villa okkur sýn á sönnum verð- mætum mannlegs lífs. Æskan var henni reynslutími. 18 ára gömul missti hún einka- systur sína tvítuga, elskulega stúlku. Það var sár harmur for- eldrum og systur. Hún mátti þó teljast lánsmanneskja í einkalífi sínu. Ung giftist hún eftirlifandi manni sínum, Haraldi Jóhannes- syni, f.v. lögregluþjóni, ágætum manni, sem var henni sannur lífs- förunautur og ekki síst er mest á reyndi. Þau fóru samt ekki var- hluta af sorginni fyrstu búskapar- árin, er þau misstu frumburð sinn nokkurra mánaða gamlan. Það beygir marga að missa barnið sitt. En það birti aftur hjá blessuðum hjónunum. Þau eignuð- ust síðar þrjú mannvænleg börn sem öll eru á lífi, gift og búsett i Reykjavík og nágrenni, og þau eiga einnig myndarbörn sem voru yndi ömmu sinnar. Þegar ég nú kveð frænku mína kemur mér margt í hug. Ég minn- ist æskudaganna. Undurfallegu litlu stúlkunnar á Bjarnarstíg 11 með ljósu hrokknu lokkana, svo fallega klædd og prúð í framkomu. Hún óx upp við ástríki í föður- húsum og varð sannkölluð „dama“, sú persónuumgjörð entist henni æfilangt. Ekki fannst mér minna um vert hve myndarleg hún var í verkum sínum. Allt lék í höndum henr.ar, alla hluti gjörði hún vel. Ég tel mig ekki rýra hlut annarra sem ég þekki þó ég segi að fáa hef ég þekkt fjölhæfari né afkastameiri í handavinnu en hana og hand- bragðið eftir því. Fús var hún að kenna og leiðbeina öðrum ef leitað var ráða hjá henni, og alltaf þáði hún annarra ráð ef hún taldi að betur mætti fara. Aðalsmerki hrokalausra. Ég tel íslenskt þjóðlíf bíða um- talsverðan hnekki við fráfall sérhverrar sívinnandi heimakærr- Guðmundur Jóhanns- son — Kveðjuorð Fimmtudaginn 28. júní sl. var jarðsunginn frá Stykkishólms- kirkju Guðmundur Jóhannsson fyrrum bóndi í Ytri-Drápuhlíð í Helgafellssveit, en hann hafði í nokkur ár verið sjúklingur á sjúkrahúsinu hér. Þar lést hann 20. júní. Séra Gísli Kolbeins jarð- söng. Guðmundur fæddist í Drápuhlíð 18. sept. 1896. Þar bjuggu þá for- eldrar hans, Jóhann Magnússon og Ingibjörg Þorsiteinsdóttir. Guðmundur var alinn upp við venjuleg sveitastörf. Heimilið var mannmargt og snemma vöndust börnin á að hjálpa til. Guðmundur stundaði einnig sjóinn um skeið. Var duglegur og kappsamur að verki. Hann var kvæntur Kristínu Sigurðardóttur frá Berserkja- hrauni og eignuðust þau 4 börn. Þau bjuggu í Drápuhlíð til ársins 1948 að þau fluttu til Stykkis- hólms og bjuggu þau þar síðan og þar stundaði Guðmundur almenna vinnu. Kristín lifir mann sinn. Árni ar húsmóður af gamla góða skól- anum eins og frænka var. Ég minnist tímabils fyrir mörg- um árum er ég, þá nýgift, leigði hjá Haraldi og Rúnu inni í íbúð þeirra, með litla dóttur okkar hjóna, hve umburðarlynd og hóg- vær hún var í allri umgengni, svo mjög sem nábýli tekur þó á marga. Eitt er þó eftir sem ljúft er að minnast. Fyrir um það bil sautján árum fórum við Rúna í ferðalag ásamt systur minni í bíl suður um alla Evrópu. Mikið höfðum við frænkur gaman af þessari ferð. Guði sé lof fyrir það að sú ferð var farin. Nú kveðjum við frændsystkinin elskulega frænku. Hennar er sárt saknað. En ósköp er líknandi að láta sig dreyma um að hún sé nú laus allra þjáninga, umvafin elsku ástvina sinna sem farnir eru á undan henni inn í ódáinslandið, sem við eigum öll eftir að gista. Héðan fylgja henni bænir og blessunar- orð. Hvíli hún í Guðs friði. Guðrún Símonardóttir Guðrún Margrímsdóttir fæddist 9. ágúst 1912 að Kolsholti í Flóa. Foreldrar hennar voru Jóhanna Gísladóttir frá Egilsstöðum og Margrímur Gíslason frá Kolsholti. Þar bjuggu þau fyrstu búskaparár sín, en fluttust síðan til Reykja- víkur þar sem Margrímur var lögreglumaður um árabil. Guðrún var ein af sex börnum þeirra hjóna, fjögur dóu í bernsku, en upp komust þær Guðrún og Gisl- Þorlákur V. Guð- geirsson — Minning Fæddur 23. janúar 1921 Dáinn 7. júlí 1984 Látinn er föðurbróðir okkar, Þorlákur Guðgeirsson bólstrari, Ásgarði 59, Reykjavík. Hann lést í Landspitalanum 7. júlí sl. eftir ell- efu vikna sjúkrahúsvist. Lalli frændi, eins og við kölluð- um hann iðulega, var í þennan heim borinn 23. janúar 1921, sonur hjónanna Guðrúnar Sigurðardótt- ur og Guðgeirs Jónssonar bók- bindara, sem lifa son sinn. Lalli giftist Kristínu Jóhann- esdóttur árið 1945 og eignuðust þau fimm börn, Valgeir f. 1945, Guðgeir f. 1947, Ásgeir f. 1948, Sigvalda Geir f. 1953 og Kolbrúnu f. 1956. Lalli og Stína hófu fyrst búskap hjá afa og ömmu á Hofsvallagöt- unni, en fluttu síðar inn að Bú- staðavegi og 1957 í Ásgarðinn, þar sem Lalli bjó alla tíð síðan. En Kristín lést síðla árs 1966. Lalli hóf nám og störf sextán ára að aldri hjá móðurbróður sín- um Helga Sigurðssyni húsgagna- bólstrara. Síðar starfaði hann hjá Herði Péturssyni húsgagnabólstr- ara og síðast starfaði hann hjá Gunnari Helgasyni, en við verk- stæði hans var Lalli allt fram að veikindum sínum. Árið 1969 byrjaði Lalli öku- kennslu samhliða störfum sínum hjá Gunnari. Við yngri bræðurnir nutum þeirrar ánægju að hafa hann sem læriföður við ökunám okkar. Við kennsluna komu vel fram helstu persónueinkenni hans, kímni og yfirvegun. Mistök lærlingsins voru leiðrétt þannig, að yfirsjónin var gerð honum ljós, rólega en ákveðið, og gjarna klykkt út með gamanyrði. Og eftir sat nemandinn nokkuð ánægður með sinn hlut, enda sama vitleys- an sjaldnast gerð tvisvar. Þannig er háttur góðra fræðara. Heimsóknir Lalla í Háagerðið eru stór hluti æskuminninga okkar. Enda var kímnigáfa föður okkar og Lalla sem ein, og oftlega ógleymanlegar þær uppákomur þegar þeir lögðu saman. Með þessum fáu orðum viljum við þakka Lalla hans góðu fylgd, er við munum ætíð minnast með þakklæti. Við sendum afa og ömmu, sem nú hafa misst tvo syni á einu ári, dýpstu samúðarkveðjur. Börnum Lalla, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum og öðr- um ættingjum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng verða okkur öllum nokkur huggun. Einar Már, Rúnar Geir og Sigurður Öm. ína Helga, sem dó um tvítugsald- ur. Guðrún ólst upp í Reykjavík, þar sem hún kynntist eftirlifandi manni sínum, Haraldi Þorsteini Jóhannessyni, lögreglumanni. Þau gengu í hjónaband 6. júní 1936, bjuggu fyrst á Bjarnarstígnum í Reykjavík, en lengst af á Gunn- arsbraut 36, þar sem þeir byggðu saman Haraldur og tengdafaðir hans, Margrímur. A þeim árum var lítil byggð austan Gunnars- brautar. Þeim Guðrúnu og Haraldi varð fjögurra barna auðið. Elstur var Margrímur Helgi, er dó á fyrsta aldursári. Næst er Jóhanna, skóla- ritari, gift undirrituðum, þá Málfriður, hárgreiðslumeistari, gift Haraldi Þórðarsyni, starfs- manni hjá Háskóla íslands, og yngstur er Margrímur Gísli, húsa- smiður, kvæntur Indíönu Guð- jónsdóttur. Barnabörnin eru 8, allt drengir. Tengdamóðir mín, Guðrún, var ein af þessum hljóðlátu húsmæðr- um, er annaðist bú og börn af alúð og hlýju, bað aldrei um hrós eða hylli heimsins. Hún var barn síns tíma — húsmóðir, móðir og eig- ___________________________2fs inkona. Góð tengdamóðir og amma. Guðrún var trygglynd og vinföst, heiðarleg og mátti ekki vamm sitt vita. Lagði aldrei illt orð til annarra. Hún var verk- hyggin kona og verklagin, og bar handbragð hennar því glöggt vitni. Hún hafði yndi af hljómlist og lék bæði á orgel og píanó. Þau Guðrún og Haraldur voru mjög samhent, og var hjónaband þeirra farsælt. Haraldur er kunn- ur fyrir glaðlyndi og glettni. Guð- rún var alvörugefnari og hlédræg að eðlisfari. En eigi að síður virt- ist skap þeirra falla vel saman. Bæði voru þau gestrisin og góð heim að sækja. Fyrir rúmu ári ágerðist bak- mein, er hún hafði átt við að stríða. Hún lá síðustu vikurnar í Landakoti þar sem hún naut af- bragðs umönnunar starfsfólks þess ágæta spítala. Hún var í Fríkirkjunni, og það- an verður hún kvödd. Ég þakka tuttugu og fimm ára góð kynni og kveð hana með virðingu. Megi blessun fylgja henni til fjarlægra staða. Gunnar V. Magnússon Sveinn ValtýrEin- arsson — Minning Fæddur 24. júní 1920 Dáinn 28. júní 1984 Þegar mér var kunnugt um lát góðvinar míns og frænda, Sveins Valtýs Einarssonar, komu upp í hugann margar góðar minningar um hann, sem mér munu seint gleymast. Denni, eins og hann var oftast kallaður, var mikið góð- menni. Hann reyndist mér jafnan sem góður vinur og frændi. Gam- an var að heyra hann segja frá og sögur hans voru jafnan skemmti- legar. Frændi minn átti við mjög erf- iðan sjúkdóm að stríða uns hann lést 28. júní síðastl. Ég er þess fullviss að á hinni ókunnu strönd hafi honum verið tekið með opnum örmum af hans nánustu sem þangað voru farnir á undan honum. Ég bið góðan Guð að varð- veita þennan góða frænda minn á hinni ókunnu strönd, sem við þó öll komum til að lokum. Sverrir Sverrisson Laugardaginn 7. júlí var kvadd- ur í Keflavíkurkirkju Sveinn Val- týr Einarsson, vinur, frændi og vinnufélagi. Vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Það sópaði af Sveini hvar sem var, ófeiminn maður stór og myndarlegur. Ungur byrjaði Sveinn til sjós líkt og aðrir Suður- nesjamenn, hve létt að sjá hann fyrir sér við stjórnvöl á glæsilegu skipi og ekki óeðlilegt að það hefði getað orðið hans æfistarf, en örlög manna eru torræð hvort sem litið er fram eða til baka. Sveinn fékkst við sjómennsku, útgerð og akstur, fyrst á Vörubíla- stöðinni í Keflavík síðan á Aðal- stöðinni. Um tíma fékkst hann við fisksölu og áttu margir erindi í búðina hjá Sveini, svona til að sjá og heyra um leið og verslað var, því Sveinn var maður orðheppinn og skemmtilegur. Fyrir áratug fékk Sveinn illkynjaðan sjúkdóm sem hann tókst á við af mikilli karlmennsku, gaf í engu eftir þó heilsan væri oft bágborin. Dáðist ég oft að Sveini hvað hann gat verið hressilegur og drif- ið upp húmor þó að líkamleg heilsa væri í lágmarki. Ég votta konu hans og börnum, bróður og öðrum ættingjum, sam- úð á erfiðum tímamótum. Far vel á fjarlægum slóðum frændi sæll. Sigurður Vilhjálmsson Páll Stefánsson Max Schmid Nanna Buchert öii r 3JQR0 Áskriftarsími 84966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.