Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 14
T4 MÖRGÚNBLÁÐÍÐ, PÖSTUbÁÓtiS Í3. JÚLÍ1984 Sovézkur hermaður flýði til frelsisins Ilannover, 12. júlí. AP. TVÍTUGUR sovézkur hertnaður Slökkviliðsmaður og verkamenn reyna að slökkva eld sem kom upp f byggingu upplýsingaráðuneytis Libanons í gær. Sovétmenn aðstoða við varnir Kuwait flýði í dag frá Austur-Þýzkalandi yfir dauða-beltið til Vestur- Þýzkalands. Hermaðurinn var úr herdeild, sem staðsett er í Austur-Þýzkalandi og var hann í einkennisbúningi og með vopn sín, er hann framkvæmdi þenn- an dirfskulega flótta yfir svæði, þar sem fullt er af jarðsprengj- um og sjálfvirkum vopnum, er hindra eiga fiótta sem þennan. Hermaðurinn slapp þó ómeiddur með öllu. Hann sneri sér strax til vestur-þýzkra yfir- valda, er hann var kominn yfir landamærin. Þar sem hann tal- ar aðeins rússnesku, var ekki unnt að yfirheyra hann strax um ástæðurnar fyrir flótta hans. Enda þótt austur-þýzkir landamæraverðir hafi hvað eft- ir annað flúið til Vestur- Þýzkalands, þá er það nánast einstæður atburður, að sovézk- ur hermaður flýi yfir landa- mærin. Talið er, að um 425.000 sovézkir hermenn séu nú í Austur-Þýzkalandi. BANDARÍKIN hafa nú tilkynnt Japönum að aflakvóti japanskra fiskiskipa í júli innan 200 mflna fiskveiðilögsögu Bandaríkjanna verði aukinn í 385.000 lestir. Er þetta miklum mun meira en upp- haflega áætlaður aflakvóti, sem var 243.000 lestir. Talið er að aukning þessi stafi meðal annars af samvinnu Jap- ana við bandarískan sjávarútveg svo sem fiskkaup í hafi frá bandarískum fiskiskipum. Með þessari aukningu er aflakvóti Japana innan bandarískrar fisk- veiðilögsögu þetta ár kominn upp Mananu, Moskvu, 12. júlí. AP. Varnarmálaráðherra Kuwait, Salem Al-Sabah fursti, undirritaði í dag í Moskvu samning um kaup í 1.101.100 lestir, en á síðasta ári var hann 1.166.300 lestir. Samkvæmt fiskveiðisamningi Japans og Bandaríkjanna ber þeim síðarnefndu að tilkynna Japönum ákveðinn aflakvóta þrí- vegis á ári, 50% árlegs kvóta í janúar, og 25% í apríl og júlí. Heimildir Morgunblaðsins herma, að aukning þessi hafi komið nokkuð á óvart í Japan, þar sem menn þar höfðu óttast að Bandaríkin kynnu að skera niður aflakvóta Japana vegna þess hve ófúsir þeir eru að hætta hvalveiðum í viðskiptaskyni. Kuwait-manna á hergögnum frá Sovétríkjunum fyrir tugi milljóna bandaríkjadala. Talið er að meðal þeirra vopna sem samið hefur verið um kaup á séu fullkomnar loft- varnaeldflaugar og segja ráða- menn Kuwait að hugmyndin með vopnakaupunum sé að hindra írani í að ráðast inn í landið eða á skip Kuwait-búa í Persaflóa. í samningnum felst einnig, að sovéskir hernaðarráðgjafar verða í Kuwait og munu þeir hafa með höndum stjórn á varn- arvopnum og annast þjálfun innfæddra til að fara með þau vopn. Sovéskir hernaðarráðgjaf- ar hafa ekki fyrr verið í Kuwait. Salem fursti sagði í Moskvu í dag, að samningurinn fæli ekki í sér að Sovétmenn fengju hern- aðarlega aðstöðu í Kuwait. Hann sagði að ástæðan fyrir því, að leitað hefði verið til Sov- étríkjanna hefði verið sú, að Bandaríkjamenn neituðu að selja Kuwait vopn. Saddam Hussein, forseti ír- aks, sagði í dag, að sú stund rynni von bráðar upp að sigur- orð yrði borið af írönum. „Ætt- ingjar píslarvotta okkar munu verða vitni að sigrinum," var haft eftir honum. Norðmenn írak út af Osló, 12. júlí. Frá frétUríUra Morjfunblaósiiwi, Bent Olufnen. NORÐMENN hafa farið varlega í sakirnar gagnvart írak varðandi þá starfsemi, sem njósnarinn Arne Tre- holt, innti af hendi fyrir leyniþjón- ustu íraks og fékk greiðslu fyrir. Sendiherra Noregs bar á þriðju- dag fram kvartanir við utanríkis- ráðuneytið í írak. Var þar kvartað yfir því, að fulltrúi íraskra stjórn- valda hefði hvatt Treholt til þess að láta af hendi upplýsingar gegn greiðslu, sem braut að sjálfsögðu í Fiskveiðar Japana við Bandaríkin: Júlíkvótinn aukinn um 142.000 lestir Bréfaskipti Churchills og Roosevelts gefin út NewYork, ll.júlí. AP. ÖLL bréfaskipti úr stríðinu milli Franklin D. Roosevelts, Banda- ríkjaforseta og Winston Churc- hills, forsætisráðherra Bret- lands, verða bráðlega gefin út. í þeim kemur fram, að meiri spenna hefur ríkt í samskiptum leiðtoganna tveggja, en áður hafði verið talið. Skýrði blaðið The New York Times frá þessu í dag. Samkvæmt frásögn blaðsins verða 2.000 símskeyti, bréf og orðsendingar, sem ná yfir 5‘á ár, gefin út snemma í október nk. á vegum Princeton-háskóla. Koma skjöl þessi frá brezka þjóðskjalasafninu í London, bandaríska þjóðskjalasafninu i Washington og Franklin D. Roosevelt-bókasafninu í New York. Meira bar á milli hjá stríðs- leiðtogunum en áður var talið Franklin D. Winston Roosevelt Churchill Bréfaskipti þessi leiða í ljós vaxandi spennu milli leiðtog- anna tveggja og kemur hún m.a. fram í því, hvernig þeir ávarpa hvor annan, er þeir taka að snúa sér frá skipulagningu styrjaldarrekstursins að áform- um varðandi heiminn eftir stríðið. Roosevelt hættir að ávarpa Churchill „Kæri Win- ston“ en í staðinn kemur „Hr. forsætisráðherra" og Churchill sleppir „Kæri Franklin" og tek- ur upp „Hr. forseti". Ein deilan, sem kom upp á milli þeirra, var um þá ósk Roosevelts að koma á fót alger- lega frjálsu farþegaflugi í heim- inum eftir stríðið, en Churchill vildi tryggja, að Bretar héldu vissri hlutdeild í markaðinum. í einu símskeyti veltir Roosevelt fyrir sér möguleikunum á því, hvort lönd þeirra „geti unnið í sameiningu að varðveizlu frið- arins, ef við getum ekki einu sinni komið okkur saman um farþegaflug". Bréfaskiptin leiða ennfremur í ljós, að Roosevelt reyndi að telja Breta á að láta Indland hafa stjórnskipun, sem „jafn- gilti sjálfstjórn", á meðan stríð- ið stæði yfir. Churchill svaraði þessu á þann veg, að sjálfstæði til handa Indlandi ætti ekki að ræða um, á meðan stríðinu væri ekki Iokið. New York Times hefur það eftir próf. George Herring, við Kentucky-háskóla, að bréfa- skiptin sýni, að endurminn- ingar Churchills „gáfu ranga mynd af samstarfi hans og Roosevelts og að þær gáfu einn- ig ranga mynd af Churchill sjálfum". Fjórtán drepnir í Líbanon Beirút, 12. júlL AP. FJÓRTÁN manns biðu bana og 35 særðust, sumir hættulega, í hörðum bardögum milli skæruliðahópa í dag í norðurhluta Líbanons. Beittu báðir bóparnir fallbyssum og gerðu hvað eftir annað ákafar árásir á virki hinna. Utanríkisráðherra Líbýu, Abdul-Salam Treiki, fór til Líb- anon í dag þrátt fyrir morðhótan- ir öfgamanna úr röðum shíta. Morðhótunin var borin fram í til- kynningu til óháða blaðsins An- Nahar og kom hún frá skæruliða- hópi, sem lýst hefur yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkum gegn Líb- ýumönnum, sem framin hafa ver- ið i Beirút að undanförnu. Arne Treholt kvarta við Treholt bága við þagnarskyldu hans og starfskyldu. Stjórnvöldum í írak var jafn- framt skýrt frá því, að Radhi A. Mohammed, sem starfaði sem tengiliður Treholts við leyniþjón- ustu íraks, fengi ekki framar að koma til Noregs. Maóistar sprengja í París París, 12. júlí. AP. FRÖNSKU hryðjuverkasamtökin „Beinar aðgerðir“, sem eru maó- ísk, hafa lýst á hendur sér ábyrgð á sprengingu þeirri, sem varð í Ál- þjóðamálastofnun Atlantshafs- ríkja hér í borg á þriðjudag og olli miklum skemmdum á húsakynn- um. Sprenging varð um miðja nótt og féll hluti af gólfi jarðhæðar hússins niður í kjallarann, auk þess sem stórt gat kom á útvegg og gluggar skemmdust. Framkvæmdast ,óri stofnun- arinnar, Richard Vine, kvað engar hótanir hafa borist. Al- þjóðamálastofnun Atlants- hafsbandalagsins vinnur að ým- iskonar greinargerðum um sam- skiptavandamál milli iðn- ríkjanna og við kommúnistarík- in. Á Korsíku sprungu 26 sprengjur hér og hvar og ollu óverulegum skemmdum á opin- berum byggingum, svo og á hús- um og bílum í eigu aðfluttra Korsíkubúa. Álitið er að „Frels- isfylkingin" á eyjunni hafi stað- ið á bak við sprengingarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.