Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JULÍ 1984 5 Vid Ketilhyl í Leirvogsá. Þmr befur Imxgengd og veiði verið mjög svo viðunandi. Norðurá: Nóg af laxi en íekur illa Veiðin hefur verið dálítið betri i Norðurá síðustu dagana en hún var í nokkrar vikur eftir geysi- fjöruga byrjun. Þó telst hún varla góð miðaö við tíma og er mál manna að talsvert sé af laxi í ánni, en einhverra hluta vegna taki hann afar illa. Eitt hollið nýlega veiddi milli 50 og 60 laxa og eru nú komnir á sjötta hundr- að laxar á land. Meðalþunginn er enn hinn ágætasti í Norðurá, en upp á síðkastið hefur borið meira á smáum fiski en í byrjun, án þess þó að um feiknagöngur af slíkum laxi hafi verið að ræða. Stærsti lax sumarsins er enn 19 punda bolti sem örn Bjart- mars tannlæknir veiddi á flugu á Hvararhylsbroti. Næststærsti laxinn veiddist snemma í Stekknum og vó 17 pund. Hann gein við slímugum maðkinum. Að glæðast í Borgarfirði? Hugsanlegt er að veiði sé að taka kipp i Borgarfirðinum, áður er getið að örlítið hafi glæðst í Norðurá síðustu dagana og frétt- ir hafa borist af góðri veiði út- lendinga i Grimsá. Þverá er ekki sérstök, en þar reytist þó upp fiskur jafnt og þétt. Á hinn bóg- inn frétti Mbl. af veiðimönnum sem veiddu á þriðja tug laxa á þremur dögum i Straumunum við vatnamót Norðurár, Gljúfur- ár og Hvítár fyrir fáum dögum. Allt var það að sögn nýrunninn og lúsugur smálax. Einnig hefur frést af góðum rispum við Brennuna þar sem Þverá fellur til slagæðarinnar sjálfrar, Hvit- ár. Hörkureiði í Elliðaánum Geysilega góð veiði hefur verið í Elliðaánum síðustu dagana, sérstaklega siðan 4. júli, en á því tímabili hafa veiðst daglega 25 til 36 laxar dag hvern. Talsvert er af vænum fiski, en mikið hef- ur verið að ganga af smálaxi síð- ustu vikurnar, árnar eu bókstaf- lega fullar af þeim. í gær var kominn 441 lax á land, en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 399 stykki, þannig að þetta hefur verið heldur betra nú en þá. Það er athyglisvert, að veiðin tók mikinn kipp á nákvæmlega sama mánaðardegi nú og siðastliðið sumar, 4. júli. Stærstu laxarnir sem veiðst hafa voru 15 pund. Töluverð hreyfing hefur verið í teljaranum siðustu dagana. Þó hefur nokkuð borið á því að lax safnist mjög saman f Teijara- streng og einnig i Efri-Móhyl, en þó i minna mæli i síðarnefnda hylnum. Komið hefur upp sú hugmynd að örva mætti laxana þar til dáða með því að skrúfa fvrir hluta af vatnsmagninu við Arbæjarstífluna og skrúfa svo frá því á ný skyndilega. Alkunna mun vera að laxinn tekur sig oft til og gengur lengra en hann er niðurkominn er vatnsborð hækk- ar. 1 fyrra stóð svona ástand veiðum á Elliðaánum nokkuð fyrir þrifum, þá þótti laxinn lin- ur að ganga upp fyrir teljarann og sannaðist það áþreifanlega er veitt var í klak með ádrætti um haustið. Má nefna, að í fyrsta drætti í Teljarastreng veiddust hvorki fleiri né færri en 800 lax- ar og bættist við þá tölu er dreg- ið var á öðru sinni. Mikið magn var einnig í Efri-Móhyl þó ekki væri það i líkingu við magnið í Teljarastreng. Veiði stöðnuð í Refasveit Treg veiði hefur verið upp á siðkastið í Laxá í Refasveit, i eina 10 daga hafa aðeins veiðst 2—3 laxar. Á hádegi í gær voru komnir 27 laxar á land, en fyrir tæpum hálfum mánuði var talan 25. Kunnugir segja þó talsvert af laxi i ánni, hann taki hreinlega afar illa. — gg- Skilholtskirkja. Skálholtskirkja: Sumartónleikarnir hefjast um helgina AÐ VENJU verða haldnir „Sumar- tónleikar í Skilholtskirkju" fjórar helgar í júlí og igúst. Fyrsta tón- lcikahelgin að þessu sinni verður nk. laugardag og sunnudag 14. og 15. júlf og hefjast tónleikar klukkan 16.00. Þetta er tíunda sumarið sem efnt er til „Sumartónleika í Skál- holtskirkju". Tónleikarnir standa yfir um 45—50 mínútur og eru ætlaðir ferðalöngum er dveljast vilja um stund I kirkjunni og njóta hljómburðar hennar. Að þessu sinni verður leikið á blokkflautu, barokkfiðlu, trompet, gitar, lútu, viola da gamba, sembal og orgel í kirkjunni og er ný efn- isskrá um hverja helgi. Næstkomandi tónleikahelgi verða flytjendur Camilia Söder- berg blokkflautuleikari, Snorri örn Snorrason lútuleikari og Ölöf Sesselja Óskarsdóttir er leikur á viola da gamba. Munu þau leika einleiks- og kammerverk frá bar- okktímanum. Að loknum Skálholtstónleikum leggja þau upp í tónleikaför til Svíþjóðar og Áusturríkis. Flytjendur auk ofannefndra á Skálholtstónleikunum í sumar verða Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari, Michael Shelton fiðluleikari, Pétur Jónasson gít- arleikari, Roy Wheldon, gömbu- leikari, Helga Ingólfsdóttir semb- alleikari og Orthulf Prunner orgelleikari. Tálknafjörður: Nýi slökkvibíllinn kom í góðar þarfir Hjá Heklu færðu óskir þínar uppfylltar □ Stóran bíl □ Lítinn bíl □ Fólksbíl □ Sendibíl □ Gamlan bil □ Nýlegan bíl FLESTAR CERÐIR — ÝMSIR CREIÐSLUSKILMÁLAR VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI 1! H iHfNtAHf CTÍ í NÝJA BÍLASALNUM í HEKLUHÚSINU UM KLUKKAN hilffimm aðfaranótt síðastliðins föstudags kom upp eldur í tveggja hæða timburhúsi á Tilkna- firði. fbúarnir, níu manna fjölskylda, komst öll út úr húsinu iður en slökkviliðið kom i staðinn. Fljótt og vel gekk að riða niðurlögum eldsins, en miklar skemmdir urðu, einkum af völdum reyks. Tálknfirðingar eru nýbúnir að fá slökkvibfl, sem kom í góðar þarfir þar sem símkerfi kauptúnsins var bilað, þegar eldsins varð vart og því ókleift að ná sambandi við bruna- liðið á Patreksfirði, sem til skamms tíma sá um brunavarnir á Tálkna- firði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.