Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984 Minning: Jón Halldórs- son söngstjóri Upphaf tónlistarlífs á íslandi í nútímamerkingu þeirra orða má rekja til þeirrar starfsemi sem Pétur organisti og söngkennari Guðjónsson hóf hér í Reykjavík um 1840, þá nýkominn frá kenn- aranámi í Danmörku. Hann var mikilhæfur kennari, og báru nem- endur hans úr lærða skólanum með sér áhrif hans er þeir dreifð- ust um byggðir landsins. Kona hans var hin yngsta af hinum nafnkenndu Landakotssystrum, Guðrún Sigríður Lárusdóttir Knudsen. Hún átti stóra fjöl- skyldu og sjálf áttu þau hjón 13 börn, sem upp komust. Meðal þessa frændfólks og afkomenda þeirra hjóna voru ýmsir sem tóku upp merki Péturs Guðjónssonar með glæsibrag. Má þar nefna tónskáldin Sveinbjörn Svein- björnsson, sem var systursonur Guðrúnar Sigríðar, og Emil Thoroddsen sem var dóttursonur þeirra Péturs. Annar dóttursonur þeirra er Jón Halldórsson söng- stjóri, sem nú er kvaddur, og miklu fleiri af þessari merku ætt hafa markað djúp spor í sögu ís- lenskrar tónlistar. Jón Halldórsson var fæddur 2. nóvember 1889 og var því á 95. aldursári er hann andaðist 7. þ.m. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson bankaféhirðir, sem var þingeyskur að ætt og guðfræðing- ur að mennt, raddmaður ágætur sem kom mjög við sögu í sönglífi Reykjavíkur fyrir aldamótin, og kona hans, Kristjana Pétursdótt- ir, Guðjónssonar. Kristjana var einnig söngvin mjög og hafði góða söngrödd. Árni Thorsteinsson tónskáld segir i minningum sín- um, að heimili þeirra hjóna hafi verið „ein af músíkmiðstöðvum bæjarins". Jón Halldórsson varð því snemma virkur þátttakandi í söngstarfinu, m.a. í karlakórnum „17. júní“, sem Sigfús Einarsson stjórnaði. Um tíma starfaði hér líka kvartettinn „Fóstbræður", sem mjög var rómaður fyrir fagr- an og fágaðan söng. Þar söng Jón 2. tenór og mun hafa verið aðal- leiðbeinandi þeirra félaga, en aðr- ir söngmenn voru Einar Viðar sem einnig var dóttursonur Péturs Guðjónssonar (1. tenór), Viggó Björnsson (1. bassi) og Pétur Hall- dórsson, bróðir Jóns, síðar borgar- stjóri (2. bassi). Þegar stofnaður var karlakór innan KFUM 1916, var Jón Hall- dórsson valinn söngstjóri hans. Tókst hann það starf á hendur „til eins árs“ að kallað var, en gegndi því um 34 ára skeið af frábærri alúð og smekkvísi. Úr kórnum gerði hann hið ágætasta hljóð- færi, sem lét svo vel að hárná- kvæmri stjórn hans að mikla að- dáun vakti, jafnt utan lands sem innan. Til marks um það eru m.a. blaðaumsagnir um söng kórsins í utanferðum til Noregs 1926 og Danmerkur 1931. Þegar kórinn sleit tengslum við móðurfélag sitt þótti sjálfsagt að hefja til vegs að nýju hið gamla nafn „Fóst- bræðra“. Undir því nafni hefur kórinn nú starfað hátt í hálfa öld. Á Alþingishátíðinni 1930 var Jón Halldórsson aðalsöngstjóri nýstofnaðs Sambands íslenskra karlakóra og leysti það hlutverk af hendi með þeirri reisn og virðuleik að mjög var rómað. Sama ár tók hann upp á hljómplötur með kór sínum nokkur lög, sem einatt heyrast enn í útvarpi og bera með sér hversu frábær að nákvæmni og tilþrifum sá söngur var sem þar var fram borinn, þótt upp- tökutækni væri þá frumstæð móts við það sem síðar hefur orðið. Mér er ekki kunnugt um að betur hafi verið gert síðar á því sviði, sem Jón Halldórsson markaði sér og sínum mönnum. Árið 1946 gekkst Samband ís- lenskra karlakóra fyrir söngför til Norðurlanda í því skyni að heilsa upp á norræna söngbræður eftir langan aðskilnað styrjaldarár- anna. Söngmenn voru flestir úr „Fóstbræðrum" en nokkrir úr „Geysi" á Akureyri, og söngstjór- ar voru Jón Halldórsson og Ingi- mundur Árnason. Þetta var sann- kölluð sigurför, ógleymanleg öll- um þátttakendum, og þakka þeir það einkum söngstjórunum báð- um. Árið 1950 hélt Samband ís- lenskra karlakóra myndarlegt söngmót í Reykjavík, og enn sem fyrr var Jón Halldórsson aðal- söngstjóri mótsins. Um þetta leyti lét hánn af störfum sem fastur stjómandi „Fóstbræðra", og við tók um nokkurra ára skeið sá sem þetta ritar. Síðan hafa söngstjórar verið ýmsir, en mér er nær að halda að enn lifi með „Fóstbræðr- um“ andi Jóns Halldórssonar, þótt engir séu nú eftir I röðum starf- andi kórfélaga, sem þar voru með- an hann var stjórnandi kórsins. í röðum „Gamalla Fóstbræðra" eru þeir hins vegar nokkrir, og fyrir þeim öllum var hann til hinstu stundar hinn mikilsvirti „for- ingi“.Þeir þakka samfylgdina á þessari kveðjustund. Aðrir munu verða til að rekja nánar æviferil Jóns Halldórssonar og greina frá störfum hans í emb- ætti landsféhirðis og sem skrif- stofustjóra Landsbanka íslands um langt árabil. Jón Halldórsson var kvæntur Sigríði Bogadóttur, kaupmanns í Búðardal, Sigurðssonar, glæsilegri ágætiskonu. Þau áttu eina dóttur barna, Ragnheiði Jónsdóttur Ream listmálara. Þungur harmur var kveðinn að hinum öldnu heið- urshjónum þegar Ragnheiður and- aðist á besta aldri. ört vaxandi listakona. Ekki löngu síðar lést Sigriður Bogadóttir. Síðustu árin var Jón Halldórsson, sem ungur hafði verið afreksmaður í íþrótt- um og langt fram á elliár hinn mesti atgervismaður, mjög þorr- inn að þreki og heilsu. í upphafi þessarar aldar, þegar Jón Halldórsson var að hefja störf sem söngmaður og söngstjóri, var tónlistarlif hér afarfábreytt og frumstætt á ýmsan hátt. Margt það sem nú þykir hversdagslegt og sjálfsagt á sviði hefði þá þótt draumórar einir. En því má aldrei gleyma að öll þau umsvif sem orð- ið hafa í íslensku tónlistarlífi á síðustu timum, byggjast í raun á starfi áhugamannanna sem plægðu akurinn með óþrotlegri elju og fórnfýsi um áratuga skeið, sumir ævilangt, án þess að eiga von á annarri umbun en þeirri, sem felst í vel unnu verki. Einn þessara manna var Jón Halldórs- son. Þökk sé honum fyrir fagra og tiginmannlega þjónustu við sönggyðjuna. Jón Þórarinsson Kveðja frá stjórn Fóstbræðra Foringi er fallinn. Þetta varð min fyrsta hugsun er ég heyrði andlátsfregn Jóns Hall- dórssonar söngstjóra á öldum Ijósvakans sunnudaginn 8. júli sl. Frétt um andlát ættingja, vinar eða kunningja kemur alltaf á óvart. Svo var einnig nú. Að visu hafa allir er þekktu til Jóns vitað að hverju stefndi, enda Jón aldr- aður mjög, en i augum Fóstbræðra er foringi fallinn og við minnumst hans með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir Fóstbræður. Æviágrip Jóns Halldórssonar verða ekki rakin hér. Það munu aðrir er betur þekkja gera. Hér verður aðeins minnst á hið stórkostlega starf sem Jón Hall- dórsson vann fyrir og með Karla- kórnum Fóstbræðrum, sem eins og kunnugt er hét upphaflega Karlakór KFUM. í óprentaðri sögu Fóstbræðra segir í Kaflanum Karlakór KFUM stofnaður á ný 1916: Þegar Jón Halldórsson féllst á að taka að sér stjórn Karlakórs KFUM, fyrst aðeins i eitt ár, urðu þáttaskil í sögu kórsins. Hann var ekki lengur einskorðaður við inn- anfélagsstarfsemi KFUM eins og áður hafði verið heldur var einnig stefnt að því að halda opinbera tónleika fyrir bæjarbúa með þeim listrænu skyldum sem slfku hljómleikahaldi eru samfara. Við komu Jóns Halldórssonar skapað- ist sú festa og markvissa stefna i starfi kórsins að hann gat staðið á eigin fótum bæði hvað snerti listsköpun og félagsstarf. Það fór vel á því að það var dóttursonur Péturs Guðjohnsen, upphafs- manns íslensks kórsöngs, sem hélt um stjórnvölinn og mótaði starf- semi kórsins næstu áratugina. Eins og sagði hér að framan, réðst Jón aöeins til starfa i eitt ár í fyrstu, en eins og segir í merkri grein um upphaf karlakórssöngs á fslandi eftir Jón Þórarinsson tónskáld og annan söngstjóra Fóstbræðra: „Bráðabirgðaráðning Jóns Halldórssonar entist lengur en ætlað var í fyrstu, því að hann stýrði kór sinum i samfellt 34 ár og varð öðrum söngstjórum fyrir- mynd um smekkvísi og ná- kvæmni." Smekkvísi og nákvæmni varð aðal alls þess sem Jón Halldórsson stýrði í söng, hvort heldur það var söngur Fóstbræðra eða annarra kóra sem hann stýrði. Marga frækilega sigra unnu Fóstbræður á sviði sönglistar und- ir stjórn Jóns og má nefna fyrstu utanför kórsins til Noregs og Fær- eyja 1926, sem varð ein allsherjar sigurganga, en um förina ritaði Hafliði heitinn Helgason prentsmiðjustjóri skemmtilega ferðasögu og gaf út sama ár, en sagan var flutt í útvarpinu fyrir nokkrum árum. í þessari fyrstu utanferð Fóst- bræðra sem og i öllu öðru starfi fyrir Fóstbræður sýndi Jón frá- bæra hæfileika sem leiðtogi og stjórnandi og afburða tónlistar- hæfileikar hans komu þar vel í ljós. Jón var alla tið mjög hógvær maður og barst litið á og vildi ekki láta hampa sér þótt oft væri ástæða til á sigurstundu. Ekki lagði hann fyrir sig tónsmíðar en hann brá stöku sinnum fyrir sig útsetningum fyrir kórinn sinn og má nefna stórskemmtilega útsetn- ingu hans á laginu Sprettur eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Síðast stjórnaði Jón Halldórs- son sameiginlegum kór Fóst- bræðra og Gamalla Fóstbræðra á styrktarfélagatónleikum 1974 sem tileinkaðir voru Halli Þorleifssyni, einum aðalhvatamanni að stofnun Karlakórs KFUM. Síðast sungu Fóstbræður fyrir Jón 28. apríl sl. er kórinn heim- sótti hann að afloknum styrktar- félagasamsöngvum á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Frábær stjórnandi og tónlistar- maður er látinn. Minningin um hann mun lifa meðal þeirra sem unna hreinum og fögrum söng. Meðal Fóstbræðra mun minningin um Jón Halldórsson, manninn sem skóp Fóstbræður, lifa um ókomin ár og ætíð skal þeirri stefnu haldið sem hann setti: Að syngja hreint, af smekkvísi og nákvæmni. Skúli Möller, formaður Fóstbræðra. Stöðvun rækjumóttöku: Stórkostleg aðför að afkomu sjómanna — segir Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands íslands .„‘ÍTÖÐVUN rekjumóttöku Félags rækju- og börpudiskframleiðenda verð- ur mætt af fullri hörku af hálfu sjó- mannasamtakanna. Við munura áskilja okkur allan rétt tii þess að leiða þjóð- ina í sannleikann um það, sem þar er að gerast. Við teljum þetta vera stór- kostlega aðför að afkomu sjómanna og við teljum jafnframt, að það sé engin ástæða til þess af þessum aðilum að vera uppi með slíkar aðgerðir. Við þekkjum allt of vel til til að vita að þetta er ekki af heilindum gert. Það er eitthvað allt annað og meira, sem er að baki þessarar ákvörðunar, en að hrá- efnisverð sé of hátt,“ sagði Óskar Vig- fússon, forseti Sjómannasambandsins, er Morgunblaðið innti hann álits á fyrirhugaðri stöðvun á móttöku rækju. Hef enga trú á stöðvun „Ég hef enga trú á því, að rækju- framleiðendur stöðvi móttöku á rækju. Það er ekki í nokkru sam- ræmi við það, sem þeir hafa verið að gera. Þeir hafa verið að viða að sér skipum í stórum stfl til rækjuveiða, ekki neinum smáskipum, heldur 1.000 lesta togurum, til þess að afla og landa rækju með ærnum kostn- aði. Það er ekki f samræmi við þetta tal þeirra nú, hvað þeir hafa verið að gera undanfarnar vikur og mánuði. Fyrst ættu þeir að losa sig við við- bótarhráefnisöflunina, sem þeir hafa orðið sér úti um með mikilli spennu. Auk þess er það ekkert leyndarmál, að á þessum veiðum hafa tfðkazt meiri og minni yfir- borganir. Það kemur mér því á óvart ef af stöðvun verður og miðað við þetta hef ég enga trú á að svo verði,“ sagði Kristján Ragnarsson um þessa fyrirhuguðu stöðvun. 20% tap á rækjuverkuninni Þann 1. maí síðastliðinn sam- þykkti Verðlagsráð sjávarútvegsins 12% verðlækkun á rækju með at- kvæðum oddamanns og fulltrúa kaupenda, en þann 1. júnf var sam- þykkt 10% hækkun með atkvæðum oddamanns og fulltrúa seljenda. óttar Yngvason, framkvæmdastjóri Islenzku útflutningsmiðstöðvarinn- ar, sat þá í yfirnefnd Verðlagsráðs og sagði hann f samtali við Morgun- blaðið, að verðlækkunin þann 1. maí hefði verið grundvölluð á sflækkandi Sambandsstjórnarfundur I Sam- bandi byggingarmanna samþykkti á laugardaginn var að beina þéim til- mælum til aðildarfélaganna að þau vcittu stjórnum og trúnaðarmannar- áðum heimild til uppsagnar kjara- samninga 1. ágúst, þannig að þeir gætu verið lausir 1. september. Almennur félagsfundur í markaðsverði, sem hefði verið að lækka allt frá áramótum og lækkaði enn. Því væri verðhækkunin þann 1. júni óskiljanleg og kúvending oddamanns, fulltrúa Þjóðhagsstofn- unar, sem reyndar hefði ekki verið sami maðurinn f bæði skiptin. Þá sagði Óttar, að niðurfelling útflutn- ingsgjalda á núgildandi verðtfmabili myndi laga stöðuna nokkuð eða um 5,5 til 6%, en án þess næmi tap á rækjuvinnslu um 20% af skilaverði. Útflutningsgjöld verði felld niður Hér fer á eftir tillaga fundar Fé- lags rækju- og hörpudiskframleið- enda, en hún var samþykkt sam- hljóða af fulltrúum 19 framleiðenda þann 6. þessa mánaðar: „Aðalfundur Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, haldinn 6. júlí 1984, lýsir undrun sinni yfir sfð- Trésmiðafélagi Reykjavíkur hald- inn í fyrrakvöld samþykkti að veita stjórn og trúnaðarmanna- ráði heimild til uppsagnar á kjarasamningum. Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna, sagði í gær f samtali við Morgunblaðið ustu verðákvörðun meirihluta yfir- nefndar Verðlagsráðs á rækju og hörpudiski, sem leiðir af sér stórfellt rekstrartap hjá vinnslustöðvum. Alvarlegur samdráttur f sölu og verðhrun hefur átt sér stað og af þvf leitt verulega birgðasöfnun, sem orð- in er margfalt meiri en nokkru sinni áður. Með áframhaldandi rekstri mun það leiða til rekstrarstöðvunar innan tíðar. Fyrir þvf samþykkir fundurinn að beina þvf til félags- manna sinna að hætta móttöku á rækju 10. ágúst nk. og hefja ekki móttöku á hörpudiski, nema leiðrétt- ing hafi fengizt á rekstrargrundvelli hvað varðar hráefnisverð og útflutn- ingsgjöld. Fundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til sjávarútvegsráðherra, að hann beiti sér fyrir niðurfellingu út- flutningsgjalda á rækju og hörpu- diski á framleiðslu 1. júnf til 30. september nk.“ að hann byggist við að aðildarfé- lög Sambandsins myndu í fram- haldi af samþykkt sambands- stjórnarfundarins samþykkja á næstunni að veita stjórn og trún- aðarmannaráðum heimild til upp- sagnar samninga fyrir 1. ágúst, þannig að þeir gætu verið lausir 1. september. Samband byggingarmanna vill uppsögn samninganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.