Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 3
MÖRGtTNBLAÐID; FÖSTtíDAGUR 13; JÚLI Íd84 "3 Steindórs- menn á fundi með sam- gönguráð- herra STEINDÓRSMENN gengu á fund Matthíasar Bjarnasonar í gerdag til viðrædna um málefni stöðvarinnar, en eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær, féll dómur Hæstaréttar þeim í óhag. Ráðherra kvaðst myndu skoða málið áður en nánari ákvörðun verður tekin. Matthías Bjarnason sagði i samtali við Mbl. í gær að á þessu stigi gæti hann ekkert sagt annað en það, að þeir hefðu óskað eftir viðræðum við ráðuneytið og hann myndi skoða málið nánar. „Dómur Hæstaréttar liggur fyrir og vita- skuld verða þeir að hlíta honum, eins og aðrir menn, við breytum honum ekki. En þetta er mikið vandamál og ég vil skoða það bet- ur,“ sagði samgönguráðherra. Sigurður Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri og stjórnarformað- ur Bifreiðastöðvar Steindórs, sagði að loknum viðræðum við samgönguráðherra, að þeir hefðu viljað kanna hug ráðherra til þessa máls og myndu í framhaldi af þvi freista þess, að fá frest á framkvæmd dómsins. Að sögn Baldurs Möller, ráðuneytisstjóra hjá dómsmálaráðuneytinu, er dómurinn svo nýfallinn að ætla megi að hann sé tæplega kominn á framkvæmdastig, en þegar þar að kæmi yrði framkvæmdin í hönd- um viðkomandi lögreglustjóra. Nýr sendiherra Sovétríkjanna Moskru, 12. jálf. AP. ÆÐSTA ráðið hefur skipað Yevgeny Kosarev sendiherra Sovétríkjanna á íslandi að sögn TASS-fréttastofunnar í dag. Hann tekur við af Mikhail Streltsov, sem hefur verið sendiherra á íslandi síðan f júnf 1979, en fær annað embætti að sögn TASS. Kosarev er 65 ára að aldri og hef- ur starfað f sovézku utanrfkisþjón- ustunni síðan 1967. Tass segir að hann hafi gegnt nokkrum mikil- vægum embættum f sovézka utan- ríkisráðuneytinu og erlendis og m.a. verið sendiherra í Lúxemborg 1969-79. Vinnueftirlit ríkisins: 1.238 tilfelli meintra atvinnu- sjúkdóma tilkynnt frá 1981—83 VINNUEFTIRIJT rfkisins hefur sent frá sér skýrslu með yfirskrift- inni „Tilkynningar um meinta at- vinnusjúkdóma á íslandi 1981—1983“. Tilkynnt var um 421 tilfelli meintra atvinnusjúkdóma ár- ið 1981, 324 tilfelli 1982 og 493 árið 1983. Skýrslan er unnin af þeim Vilhjálmi Rafnssyni og Sofffu G. Jóhannesdóttur. Skiptist hún í tvo meginhluta, tilkynningar um heyrnartap af völdum hávaða við vinnu, um 350 árlega, og tilkynn- ingar um aðra meinta atvinnu- sjúkdóma, sem eru um 40 að með- altali árlega. Þá eru f skýrslunni m.a. alþjóðleg flokkun atvinnu- greina og atvinnusjúkdóma, skráning atvinnusjúkdóma, skýr- ingarmyndir og samanburðartöfl- ur. f formála höfunda segir m.a. að i skýrslunni sé einungis greint frá broti af þeim atvinnutengdu heilsufarsbrestum sem fyrir komi, enda sé skráningu atvinnutengdra sjúkdóma ábótavant. Er bent á þá möguleika að læknar tengi ekki sjúkdóma við atvinnu manna eða tilkynni þá ekki þar sem þeir telji engan ávinning af því fyrir sjúkl- inga. En með slfkar tilkynningar lækna er farið sem trúnaðarmál, þannig að stjórnendur eða starfs- menn fyrirtækja og stofnana fá ekki vitneskju um að tilkynnt hafi verið um atvinnusjúkdóma frá vinnustaðnum. Þá segir m.a. í ályktunarorðum höfunda að langflestar tilkynn- ingar berist um heyrnartap af völdum hávaða við vinnu, því næst komi tilkynningar um öndunar- færasjúkdóma, nefkvef, heymæði og lungnakvef, auk þess sem tals- vert hafi borist af tilkynningum um húðsjúkdóma. Enfremur segir að tilkynningum um sjúkdóma í stoðkerfi sé hvað mest ábótavant, en hlutfallslega berist fæstar til- kynningar um eitranir. Engar til- kynningar hafi borist um heila- skemmdir af völdum lifrænna leysiefna, né heldur um krabba- mein af völdum vinnuaðstæðna. Hestamenn á Sauðarkróki hafa það fyrir sið að smala saman hestum sínum í rétt Hestamannafélags Sauðárkróks fyrir þá sem vilja rfða út um helgar. Réttin er skammt utan kaupstaðarins og eru margir sem þangað leggja leid sína um belgar, m.a. Björn Asgrímsson, fyrrum bóndi, sem á myndinni er að ná sínum hesti. Morgunblaöið/ Vilborg. sykurlaust appelsín vfc Med nýju sætuefni Nutra-Sweet ** ^ * \ sem skilar sama gamla góda 1 W, appelsínubragdinu Vft án eftirkeims. f . í ss sanna sykurlausa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.