Morgunblaðið - 20.07.1984, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 19
Við opnun Listasafns Alþýðu ásamt fjölskyldu sinni.
son. Þó þeir væru um margt ólíkir
menn, áttu þeir sameiginlegan
þann eidlega áhuga, ósérhlifni og
trú á mátt og megin fámennrar
þjóðar, sem hefur enn sem komið
er fleytt okkur yfir mörg blind-
sker og stappað í okkur stálinu í
viðsjálli veröld. Kannski eru það
elliglöp að mér sýnist mjög sneyð-
ast um áþekkar eldsálir meðal
yngri kynslóða, en fordæmi slíkra
manna mætti gjarna verða okkur
hvöt til að láta ekki deigan síga í
linnulausri viðleitni við að hlúa að
og efla þá þætti þjóðmenningar-
innar sem ljá öllu okkar þrasi og
striti tilgang sem er æðri vald-
höfn, lóðabraski, steinbáknum og
bílaeign. Þar sem hjarta þitt er,
þar er og fjársjóður þinn.
Ég votta eftirlifandi konu Ragn-
ars, Björgu Ellingsen, þremur
börnum þeirra hjóna, dóttur hans
af fyrra hjónabandi, barnabörn-
um og öðrum aðstandendum
dýpstu hluttekningu við þessi
vegaskil i lífi þeirra og þjóðarinn-
ar allrar. Minning góðs drengs
mun ekki einungis lifa í hugum
þeirra sem höfðu persónuleg
kynni af honum, heldur verður
æviverk hans einhver tilkomu-
mesti bautasteinn sem nokkur ís-
lendingur hefur reist sér á þessari
öld.
Sigurður A. Magnússon
Ragnar Jónsson var maður
þeirrar gerðar að hefðbundin lofs-
yrði eru útí hött, þau færu honum
svona álíka vel og glingur á borð
við orðu og titil. Hann bar hvor-
ugt. Það er enga handfestu að
hafa í almennum lýsingarorðum.
helst væri að líkja honum við há-
skóla — í þeirri merkingu sem
Maxim Gorki lagði f það hugtak.
Hann skilgreindi sem háskóla sína
gagnmerkar manneskjur sem
hann hafði kynnst á ungum aldri
og urðu örlagavaldar i lífi hans,
oft óbrotið fólk, magnaðar og
máttugar sálir, þaðan sem menn-
ing, hverju nafni sem hún nefnist,
er runnin! Nema Ragnar Jónsson
var ekki óbrotinn persónuleiki,
hann var óhemju margslungin
manngerð, sú margslungnasta
sem ég hef kynnst, er mér næst að
halda. Geðfarið spannaði allan
tónstigann, hann var almúgamað-
ur og höfðingi og allt þar á milli.
Stundum hafði maður á tilfinn-
ingunni að hann hefði sprottið
fram úr þjóðdjúpinu með obbann
af reynslu kynslóðanna í sálar-
fylgsnum sínum. Hann tók þannig
hamskiptum f nærveru manns á
stundum. Hann gat líka komið
manni fyrir sjónir sem Hrói hött-
ur og i annan tíma sem uppreisn-
armaður á borð við Lúther, eða
miskunnsami Samverjinn — eða
samurai með mörg sverð á lofti.
Með sverðunum spaðhjó hann þá
menn sem honum voru ekki að
skapi, einkum þá sem hann taldi
hafa í frammi tilræði við þjóðern-
ið. Aðra sló hann til riddara með
þessum sömu sverðum. Hann gat
verið svo kjarnyrtur að hann mun-
aði ekkert um að sjóða menn niður
í eina setningu, þannig að um
stundarsakir stóðu þeir manni
ekki fyrir hugskotssjónum sem
menn, heldur einhvers konar káss-
ur.
Svo hló hann, dimmum djúpum
hlátri.
Þessar trakteringar, sem manni
þótti heldur betur bragð að, voru
einkum fram reiddar í eldfornum
Willis-jeppa sem einhverntfma
hafði verið hvítur og blár og svo
grár og grænn, en var blár sfðast
þegar ég vissi til og listamenn
Ragnars gleyma tæpast meðan
þeir tóra. Það er svo önnur saga að
ásóknin að komast uppí þennan
jeppa var stundum svo hatröm,
svo sem við er að búast þar sem
margréttuðu andlegu veisluborði
er slegið upp, að Ragnar greip
stundum til þess ráðs að rjúka
með farkostinn uppí sveit og fór
mikinn, svona eins og maður sem
hefur stolið hrossi, og kom svo
hinn hreyknasti á gripnum til
baka í splunkunýjum lit og hélt
hann gæti dulist, sem ekki varð —
nema skamma hríð — og á endan-
um varð jeppinn aftur blár og hélt
áfram að vera blár — og blár rúll-
ar hann enn þann dag í dag á
grænum lendum hugans.
Um borð í jeppanum var skrif-
stofa forlagsins, fundarherbergið
og handritageymslan; minnisblöð
blöktu á öllum tiltækum tökkum;
samningar voru munnlegir og
héldu betur en margir skrifaðir og
vottfestir í bak og fyrir. Og gerðu
raunar meira en að halda. For-
leggjarinn borgaði ætíð meira en
um var samið. Stöðumælar voru
ekki virtir viðlits, það var of taf-
samt. Bíllinn stóð þar sem honum
var lagt svo lengi sem þurfti.
Stöðumælasektir liðins dags voru
greiddar kerfisbundið að morgni
næsta dags. Á einu bretti.
Mjög merkilegt forlag, Helga-
fell. Einsdæmi i heiminum, hygg
ég-
Forleggjarinn sást helst ekki á
fæti nema hjá Pósthúsinu og Hót-
el Borg um kaffileyt'ð. Starfsdag-
urinn hófst um áttaleytið. Þá steig
hann um borð í þann bláa og hóf
faraldur um borgina, með við-
komu á Lögreglustöðinni, Sund-
höllinni, Tónlistarfélaginu,
prentsmiðjunni og forlaginu. Þar
næst hófust stuttar heimsóknir til
vina í hópi listamanna, og þar gaf
hann óspart af sjálfum sér, hvort
heldur það voru fyrirframgreiðsl-
ur uppí handrit eða málverk í
sköpun — eða þá glaðvært uppörv-
andi viðmót sem örvaði menn til
dáða.
Uppúr hádegi byrjaði hann að
tína upp einn og einn kunningja á
förnum vegi og hringsólaði með
hann í korter tuttugu mínútur,
kom þannig fingri á púlsinn í
mannlífinu. Það var svo undir
hælinn lagt hvort hann skilaði
farþeganum þangað sem ferðinni
var heitið — eða úrleiðis. Oftar en
ekki var farþeganum um að kenna.
Menn heilluðust svo af fjöri og
hugmyndum ekilsins, að þeir
mundu oft ekki hvert þeir voru að
fara fyrr en um seinan, stóðu bara
allt í einu einhvers staðar á
gangstétt og horfðu á jeppann
rúlla úr augsýn.
Ragnar tók aldrei nema einn
uppí bílinn í einu. Hann gat talað
frjálsar þannig. Ég sat oft í jepp-
anum á sjötta og sjöunda áratugn-
um. Meðan hjólin rúlluðu undir
okkur námu margvís augu ekilsins
allt sem var að sjá gegnum rúð-
urnar og samtímis braut hann
heilann upphátt um menn og mál-
efni, listamenn, listir, stjórnmála-
menn og þjóðmál, af svo ísköldu
blóðhráu raunsæi að ég hef ekki í
annan tíma heyrt neitt þvílíkt.
Reiðastan sá ég hann og heyrði
dag einn þegar hann ók mér um
borgina til að sýna mér það sem ég
hygg að hafi verið honum stærst-
ur þyrnir í augum á ævinni: loft-
netaskóginn sem risinn var á hús-
þökum borgarinnar — með stefnu
á Keflavíkursjónvarpið.
Þann dag skildi ég til hlítar
hver vörslumaður þjóðernisins
hann var, hve heitt hann unni
þjóðinni og landinu.
Hann sagði jafnan það sem hon-
um sýndist — og bað mann aldrei
fyrir það.
Stundum brá hann fyrir sig
stráksskap — og villti það mörg-
um manninum sýn, enda tilgang-
urinn sá. Stráksskapurinn var
nauðvörn manns sem var umset-
inn hvar sem hann fór. Næmleiki
hans var með ólíkindum, hann
virtist gæddur því sem kallað er
að hafa sagnaranda; hann skynj-
aði og sagði fyrir hluti löngu áður
en þeir komu í sjónmál. Og atork-
an var einnig með ólíkindum, gilti
einu hvort heldur hann glímdi við
grjót á sumarlandi sínu fyrir aust-
an, eða fékkst við bókaútgáfu eða
tónlistarmálefni, og eru þá mörg
umsvif hans ótalin, enda marg-
rakin. Hann var ríki í rikinu um
langt árabil og örlagavaldur i list-
þróun og stjórnmálum þjóðarinn-
ar. Hann stjórnaði t.d. svo sem al-
kunna er kosningabaráttu Krist-
jáns Eldjárns með þeim hætti að
vafasamt er hvort styrkari hönd
hafi nokkru sinni haldið um slíkan
stjórnvöl.
Ragnar Jónsson gaf út tvær
bóka minna, en kostaði samantekt
fjögurra og skar ekki við nögl. Og
það var einmitt að verklokum i
þessi fjögur skipti að ég gat tekið
mér sumarfrí til jafns við venju--
legt fólk.
Ég á honum því þökk að gjalda i
veraldlegu tilliti, en önnur annars
eðlis er ekki minni: þökkin fyrir
viðkynninguna, lexíurnar sem
hann las mér, trúnaðinn sem hann
sýndi mér, stálið sem hann stapp-
aði í mig þegar hann taldi þess
þurfa með. Hann varð mörgum
ungum listamanni i senn faðir og
háskóli — og það er sá háskóli,
trúi ég, sem þeir vísast vildu sist
hafa án verið.
Og er þá ónefndur einn dráttur í
fari þessa einstæða frumkrafts úr
þjóðdjúpinu, það er sú eðliseigind
sem Beethoven setti ofar snilligáf-
unni: kærleikurinn. Ragnar hélt
órofa tryggð við eftirlifandi maka
og börn vina sinna, langt umfram
það sem kraftar leyfðu — með öfl-
ugum og afdráttarlausum liðs-
styrk konu sinnar.
Það fannst mér fallegasti drátt-
urinn i fari Bjargar Ellingsen og
Ragnars Jónssonar.
Ég þakka fyrir mig og bið látn-
um höfðingja blessunar.
Jóhannes Helgi