Morgunblaðið - 20.07.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 20.07.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 23 Lögreglumenn í Los Angeles æfa sig á torfæruhjólum, sem þeir munu nota við gæzlustörf á ólympíuleikunum. Alls verða 50 slík bifhjól notuð í þorpum, þar sem leikmenn búa meðan á leikunum stendur, og á leiðum til þeirra. ísrael: V erkamannaf lokkn- um spáð 48 þingsætum Tel Aviv, 19. júlí. AP. Verkamannaflokkurinn í ísrael g«ti fengiö 48 þingssti en Likud- bandalagið aðeins 34 í þingkosning- unum á mánudag. Þetta eru niður- stöður síðustu skoðanakönnunarinn- ar í Ísrael, sem kunngerðar voru á þriðjudag. Þar kom jafnframt fram, að hlutfall óákveðinna kjósenda hef- ur hækkað upp í 28%. David Levy aðstoðarforsætis- ráðherra vísaði þessari skoðana- könnun á bug í dag sem einskis virði og sagði, að einu niðurstöð- urnar, sem skiptu máli, væru þær sem fram kæmu, er talið væri upp úr kjörkössunum. f sjónvarps- ávarpi í gær skoraði Moshe Arens varnarmálaráðherra á alla hik- andi stuðningsmenn Likud-banda- lagsins að greiða smáflokkunum ekki atkvæði sitt, þar sem slfkt myndi spilla mjög fyrir möguleik- um Likud. Yitzhak Shamir forsætisráð- herra tók í sama streng í dag. Á fjölmennum kosningafundi fyrir utan ráðhúsið í Tel Aviv komst hann svo að orði: „Ákvörðunar- stundin nálgast. Fólkið í þessu landi verður að ákveða, hver á að stjórna landinu." ROBERT Muldoon, fráfarandi for- sætisráðherra Nýja Sjálands, virðist hafa afstýrt tilraun sem var gerð til þess að víkja honum úr stöðu leið- toga Þjóðarflokks Nýja Sjálands. Uppreisnartilraunin var gerð á fundi i þingflokki flokksins. Að fundinum loknum sagði Muldoon Á þjóðþinginu „Knesset" eiga 120 þingmenn sæti og þarf því 61 þingsæti til þess að hafa þar meirihluta. Það hefur þó aldrei gerzt, að stærsti flokkurinn hafi náð þar hreinum meirihluta, held- ur hefur hann orðið að hafa stuðn- ing annarra flokka til að mynda meirihlutastjórn. að ákvörðun yrði tekin um leið- toga flokksins á fyrsta fundi æðstu valdamanna flokksins á næsta ári. Nýsjálenska sjónvarpið segir að sú skoðun njóti mikils fylgis í æðstu stjórn flokksins að Muldoon verði að víkja. Vilja víkja Muldoon Wellington, I9.júlí. AP. Fyrst kvenna að stýra far- þegaþotu yfir Atlantshafiö London, 19. jnll. AP. BANDARÍSKA flugstýran Lynn Rippelmeyer varð fyrst kvenna til að fljúga Boeing 747 farþegaþotu yfir Atlantshafið í áætlun- arflugi milli New Jersey og Lundúna á fimmtudag. „Þetta er jafnauðvelt fyrir konu. Það þarf ekki krafta til,“ sagði Ripp- elmeyer við komuna til Lundúna. Hún sagði að flestir hinna 470 farþega sem um borð voru, hefðu verið ákaflega forvitnir, en mjög jákvæðir. Mörg- um hafi orðið bilt við að heyra kvenmannsrödd í hátalarakerfi vélarinnar á leiðinni frá New Jers- ey. Flugvélin er í eigu flugfélagsins People Express. Önnur bandarísk kona, Beverly Burns, flaug Boeing 747 far- þegaþotu frá New Jersey til Los Angeles á sama tíma, en hún og Ripp- elmeyer eru tvær af ein- ungis sex konum sem fljúga farþegaþotum í heiminum. Bæði Burns og Rippelmeyer höfðu áður verið flugfreyjur hjá öðrum flugfélögum, en hófu störf hjá People Express árið 1981. Morgunblaðið/Gunnar. Hér er vegurinn lækkaður og þröng brekka tekin af og um leið er vegurinn færður fjær fjallshlíðinni. Framkvæmdir á Óshlíð á lokastigi að þessu sinni Bolungarvík. 18. júlí. FRAMKVÆMDIR á Óshlíðavegi hafa gengið mjög vel og er verktakinn ístak allnokkuð á undan áætlun. Að sögn Sigurðar Hermannssonar verk- stjóra er gert ráð fyrir því að þeim takist að Ijúka verkinu í næstu viku, en samkvæmt samning eru verklok 18. ágúst nk. Sigurður sagði að búið væri að Eina nóttina rigndi óhemju ryðja um 80 þús. rúmmetrum úr mikið og urðu vegagerðarmenn- fjallshlíðinni á þeim tveim stöðum sem unnið væri á í þessum áfanga. Við framkvæmd þessa verks kom í ljós að sprengingar urðu mun færri en gert var ráð fyrir, þar af leiðandi fékkst ekki nægj- anlegt grjót í svokallaða brimvörn neðan við veginn og sagði Sigurð- ur að í athugun væri að sækja stórgrýti upp í fjall ofan við hól- ana í brimvörnina, en það atriði er utanvið verksamning ístaks þar sem í tilboðsgögnum var gert ráð fyrir því að hægt yrði að nota sprengigrjótið. Sigurður sagði að þeir hefðu verið mjög heppnir með veður á meðan á þessum framkvæmdum hefur staðið, en samt hefðu þeir fengið 4 til 5 miklar rigningarnæt- ur, en þeir vinna einungis á næt- urnar og er vegurinn þá lokaður fyrir allri umferð. irnir þá að hætta klukkan sex vegna grjóthruns. Meðan fréttaritari Mbl. ræddi við Sigurð voru nokkrir bílar að koma eftir veginum þó komið væri á lokunartíma. Sigurður var því spurður hvort mikið væri um að fólk reyndi að komast veginn á þeim tíma sem hann væri lokaður. Hann kvað ekki vera mikið um það en þeir hefðu reynt að ryðja brautir og hleypa í gegn ef menn hefðu frambærilega ástæðu fyrir því að þurfa að komast svo sem ef koma þyrfti sjúklingum eða önnur áríðandi erindi. Það er ljóst að þessar endurbæt- ur á veginum og þær sem þegar hafa verið framkvæmdar og eftir eru samkvæmt Ó-vegaáætluninni munu bæta samgöngur við Bol- ungarvík sérstaklega hvað snertir öryggi þeirra sem um veginn fara. — Gunnar. Hljómsveitin Prósent hef- ur göngu sína í Bolungarvík Bolungarvík, 18. júlf. 4 NK. LAUGARDAG mun ný dans- hljómsveit hér í Bolungarvík leika á sínum fyrsta dansleik í félagsheimil- inu. Hljómsveitin, sem hefur hlotið nafnið Prósent (%), hefur á að skipa valinn mann í hverju rúmi, en með- limir hennar eru þau systkinin Hrólfur Vagnsson sem leikur á hljómborð, Haukur Vagnsson leikur á trommur og Pálína Vagnsdóttir syngur, en auk þeirra eru þeir Jó- hann Sigurðarson, söngur, betur þekktur leikari hjá LR, Eyjólfur Gunnlaugsson, leikur á bassa, og Laszlo Gulyas sem kemur frá Júgó- slavíu, en hann leikur á gítar. Laszlo og Hrólfur stunda báðir nám í harmónikkuleik við tónlist- arháskóla í Hannover í Þýska- landi, Haukur og Eyjólfur hafa verið í tónlistarnámi í Reykjavík, svo hér eru svo sem engir viðvan- ingar á ferð. Fréttaritari Mbl. leit inn á æf- ingu hjá þeim félögum kvöld eitt í vikunni til að fiska eftir því hvers mætti vænta af hinni nýju hljóm- sveit. Það var nú gjarnan Jóhann sem hafði orð fyrir þeim félögum, enda maðurinn sérfræðingur og kvaðst jafnframt því að vera leikari vera varaoddviti Stokkseyrarbakka- hrepps. Jóhann sagði þá félaga ætla að framleiða ómælda ánægju og ekki síður fjör úr hljóðfærunum og þeir sendu kveðju til allra tónvina. Þeir sögðu að lagaprógrammið væri við hæfi unglinga á öllum aldri og enginn ætti að verða út- undan. Að lokum langaði þá til að koma á framfæri þökkum til Birgis í Tónkvísl fyrir hans rausnarlegu gjöf til hljómsveitarinnar sem þeir sögu að væri stór prósenta í þessu öllu saman. — Gunnar Athugasemd y/ verðkönnunar í söluturnum og söluskálum í 7. tbl. Verðkynningar Verð- lagsstofnunar er tekið saman hvað ímynduð innkaup fjölskyldu kosta á hverjum einstökum sölustað. I upptalningu i blaðinu á vöruteg- undum sem eru í þessum ímynd- uðu innkaupum féll út 2 stk. af íspinnum og 2 stk. af frostpinnum. (Fréttatilkynning frá Verðlagsstofnun.) w A hestum úr Landssveit til Landmannalauga Nokkrir hnakkar auðir í hina frábæru ferð. Brott- farir 22. júlí og 5. ágúst. Pantanir í síma 99-5598.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.