Morgunblaðið - 22.07.1984, Page 26

Morgunblaðið - 22.07.1984, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 Burgess velur sér BÆKUR Rithöfundurinn breski, Anthony Burgess, hefur skrifaö enn eina bókina, sem kom út fyrir stuttu undir heitinu, „Ninety-Nine Novels, The Best in English Since 1939, A Personai Choice.“ í henni velur hann 99 skáldsögur, sem aö hans mati eru þær bestu er skrifaöar voru á enska tungu á árun- um 1939 til 1983. Bókin olli nokkru uppnámi meðal manna sem hugsa um bókmenntir í Bretlandi en á listanum yfir 99 bestu skáldsögurnar má finna nöfn eins og Ian Fleming bandaríska höfunda, sem þá bresku. „Þetta er kjánaleg, lítilfjörleg bók,“ segir Burgess. „Hugmyndin var að skrifa hana á tveimur vik- um og gefa hana út á tveimur mánuðum. Ég hafði flestar þessar 99 skáldsögur í hillunum hjá mér og ef þær voru ekki þar, hafði ég skrifað um þær stuttar greinar, aðallega í blaðið „The Observer", sem ég gat auðveldlega fundið í skjölum mínum, þannig að þetta var ekki svo mikil vinna." Af lítillæti, mundu sumir segja, sleppti Burgess því að hafa sjálfan sig á listanum, en hvers vegna 99 sögur? „Lesandinn getur sjálfur ákveðið þá hundruðustu. Hann gæti jafnvel valið eina af mínum bðkum," segir Burgess. Þessi bók er svar hans „við hin- um opinbera lista, sem The Brit- ish Book Marketing Board (n.k. markaðsráð breskra bðkaútgef- enda) setti saman yfir 13 bestu skáldsögurnar frá seinna stríði. Þeir höfðu einhvers konar nefnd af, að því að mér fannst, ekki mjög hæfu fólki, til að velja bækur á listann og val þeirra var algerlega fáránlegt. En það sem kom verst við mig var þessi djöf... breski smásálarháttur, sem kom ein- hverri eins og Elisabeth Taylor — ekki kvikmyndastjarnan fræga heldur frekar óþekktur höfundur — á listann, vegna þess að Elisa- beth Jane Howard (í nefndinni) líkar vel við hana en þeir nefna ekki bækur eins og „Invisible Man“ eftir Ralph Ellison og „The Naked and the Dead“ eftir Nor- man Mailer eða þá Thomas Pynchon. Meira að segja þessi nefnd varð að viðurkenna að sumar meiri- háttar skáldsögurnar koma frá Bandaríkjunum. En það versta var að með þessu vali fara pen- ingar skattgreiðenda í að auglýsa bækur eins og „The Catcher in the Rye“ eða „Herzog“, sem þurfa ekki á breskum skattgreiðendum að halda. Ég held að þær tvær og „Lolita" eftir Vladimir Nabokov hafi verið einu bandarísku bæk- urnar á lista nefndarinnar. (Bæk- ur Ellisons og Mailers eru á lista Burgess og „Gravity’s Rainbow" eftir Pynchon og „The Catcher in the Rye“ eftir D.J. Salinger, en bækur Nabokovs á listanum hans eru „Pale Fire“ og „The Defense" en ekki „Lolita“.) Hinn opinberi listi nefndarinn- ar, eftir því sem Burgess segir, var svo „djöf... heimskulegur að ég sagði við sjálfan mig; „RRRigh! Lítum gaumgæfilega á þetta og gerum þetta af nokkru meiri al- vöru.“ Hann fór svolítið aftar en nefndin, „til 1939 vegna þess að þú og Erica Jong og marga Burgess tekur framyfir getur ekki sleppt úr bðkum eins og „Finnegans Wake“, sem út kom á því ári.“ Það sem Burgess segir um bðk sína í stuttu máli er, að „ég er feginn að heyra að hún hafi valdið uppnámi í London. Ég vonaði að hún gerði það.“ Meðal þeirra, sem bókin angr- aði, var Graham Greene, sem „mætti til London til hádegisverð- ar, sem nefndin hélt þegar hún birti listann yfir 13 bestu skáld- sögurnar", segir Burgess. „Sjálf- um var mér boðið en ég lét ekki sjá mig. Graham Greene nefndi bókina mína og sagði að Burgess væri gráðugur lesandi, en hræði- lega óvandlátur." ósætti Greenes og Burgess má rekja til þess þegar sá síðarnefndi hafði viðtal við Greene fyrir „The Observer" fyrir nokkrum árum, sem sagði seinna: „Burgess lagði mér orð í munn, sem ég varð að leita að í orðabók." Burgess tekur undir það að Greene sé fyndinn og segir að hann sé, „klár, en ekki vinskaparins virði“. Aðrar umkvartanir vegna bók- arinnar, segir Burgess að hafi ver- ið á hærra plani. Þær komu frá breskum lesendum, sem þótti hann setja sig á háan hest. „Ég hef alltaf haft yndi af bandarísk- um skáldsögum og ég hef senni- lega gert meira með þær en flestir breskir gagnrýnendur kynnu við. Og ég setti á listann bandarískar skáldsögur, sem enginn í Bret- landi þekkir: ekki aðeins „Darcon- ville’s Cat“ eftir Alexander Ther- oux, heldur einnig „The Last Gentleman" eftir Walker Percy og „A Confederacy of Dunces" eftir John Kennedy Toole. Enn meiri reiði gagnrýnenda vakti nafn Ericu Jong á listanum. „En af hverju, af hverju, af hverju?" spyr Burgess. „Mér finnst hún vera góður rithöfund- ur. Hún er skáld og vissulega eng- inn bjáni." Um tvo breska höfunda, sem umdeildir eru á listanum segir Burgess: „Len Deighton var aðeins tíu ára þegar stríðið braust út og var aldrei í Konunglega breska flughernum, en „Bomber“ er frá- bær vegna þess að hann hefur skrifað bók, sem er svo full af veigamiklum smáatriðum og svo athyglisverð að hann fullvissar lesandann ekki aðeins um að hann hafi verið í hringiðu stríðsins, heldur færir einnig lesandann upp í háloftin. Það er ekki hægt að horfa framhjá því frekar en mað- ur getur litið framhjá Ian Flem- ing, sem færði gæði njósnasagn- anna upp um mörg þrep. Þess Anthony Burgess Joseph Heller Ernest Hemingway Norman Mailer Somerset Maugham Evelyn Waugh Graham Greene Kjörbækur Burgess 1939-83 1939 Party Going Henry Green. After Many a Summer Dies the Swan Aldous Huxley. Finnegans Wake James Joyce. At Swim- Two-Birds Flann O’Brien. 1940 The Power and the Glory Graham Greene. For Whom the Bell Tolls Ernest Hemingway. Strangers and Brothers [to 1970] C.P. Snow. 1941 The Aerodrome Rex Warner. 1944 The Horse’s Mouth Joyce Cary. The Razor’s Edge W. Somerset Maugham. 1945 Brideshead Revisited Evelyn Waugh. 1946 Titus Groan Mervyn Peake. 1947 The Victim Saul Bellow. Under the Volcano Malcolm Lowry. 1948 The Heart of the Matter Graham Greene. The Naked and the Dead Norman Mailer. No Highway Nevil Shute. 1949 The Heat of the Day Elizabeth Bowen. Ape and Essence Aldous Huxley. Nineteen Eighty-four George Orwell. The Body Willi- am Sansom. 1950 Scenes from Provincial Life William Cooper. The Disenchanted Budd Schulberg. 1951 A Dance to the Music of Time [to 1975] Anthony Powell. The Catcher in the Rye J.D. Salinger. A Chronicle of Ancient Sunlight [to 1969] Henry Williamson. The Caine Mutiny Herman Wouk. 1952 Invisible Man Ralph Ellison. The Old Man and the Sea Ernest Hemingway. Wise Blood Flannery O’Connor. Sword ofHonor [to 1961] Evelyn Waugh. 1953. The Long Goodbye Raymond Chandler. The Groves of Academe Mary McCarthy. 1954 Lucky Jim Kingsley Amis. 1957 Room at the Top John Braine. The Al- exandria Quartet [to 1960] Lawrence Durrell. The London Novels [to 1960] Colin Maclnnes. The Assistant Bernard Malamud. 1958 The Bell Iris Murdoch. Saturday Night and Sunday Morning Alan Sillitoe. The Once and Future King T.H. White. 1959 The Mansion William Faulkner. Gold- finger Ian Fleming. 1960 Facial Justice L.P. Hartley. The Balkan Trilogy [to 1965] Olivia Manning. 1961 The Mighty and Their Fall Ivy Compton-Burnett. Catch-22 Joseph Heller. The Fox in the Attic Richard Hughes. Riders in the Chariot Patrick White. The Old Men at the Zoo Angus Wilson. 1962 Another Country James Baldwin. An Error of Judgement Pamela Hansford John- son. Island Aldous Huxley. The Golden Note- book Doris Lessing. Pale Fire Vladimir Nab- okov. 1963 The Girls of Slender Means Muriel Spark. 1964 The Spire William Golding. Heartland Wilson Harris. A Single Man Christopher Isherwood. The Defense Vladimir Nabokov. Late Call Angus Wilson. 1965 The Lockwood Concern John O’Hara. Cocksure Mordecai Richler. The Mandelbaum Gate Muriel Spark. 1966 A Man of the People Chinua Achebe. The Anti-Death League Kingsley Amis. Gils Goat-Boy John Barth. The Late Burgeois World Nadine Gordimer. The Last Gentle- man Walker Percy. 1967 The Vendor of Sweets R.K. Narayan. 1968 The Image Men J.B. Priestley. Pavane Keith Roberts. 1989 The French Lieutenant’s Woman John Fowles. Portnoy's Complaint Philip Roth. 1970 Bomber Len Deighton. 1973 Sweet Dreams Michael Frayn. Grav- ity’s Rainbow Thomas Pynchon. 1975 Humboldt's Gift. Saul Bellow. The His- tory Man Malcolm Bradbury. 1976 The Doctor’s Wife Brian Moore. Fal- i staff Robert Nye. 1977 How To Save Your Own Life Erica Jong. Farewell Companions James Plunkett. Staying On Paul Scott. 1978 The Coup John Updike. 1979 The Unlimited Dream Company J.G. Ballard. Dubin’s Lives Bernard Malamud. A Bend in the River V.S. Naipaul. Sophie’s Choice William Styron. 1980 Life in the West Brian Aldiss. Riddley Walker Russell Hoban. How Far Can You Go? David Lodge. A Confederacy of Dunce John Kennedy Toole. 1981 Lanark Alasdair Gray. Darconville’s Cat Alexander Theroux. The Mosquito Coast Paul Theroux. Creation Gore Vidal. 1982 The Rebel Angels Robertson Davies. 1983 Ancient Evenings Norman Mailer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.