Morgunblaðið - 22.07.1984, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1984
Hinn 20. júlí voru 40 ár liðin síðan Hitler var sýnt banatilræði
MHbv^
Borðplatan bjargaði
lífí Hitlers
Þeir sem staddir voru í timburskýlinu þar sem sprengingin varð, blinduðust
af blossanum frá henni. Og samstundis ætlaði allt um koll að keyra í ærandi
hávaða, sem rændi flesta heyrninni.
Rétt áður en tímasprengjan sprakk hafði Hitler hallað sér fram yfír þykka
borðplötuna til þess að rýna í kort, svo að hann gæti glöggvað sig betur á
frásögn Heusingers hershöfðingja um vígstöðuna.
Að öllum líkindum bjargaði þessi líkamsstaða lífí Hitlers, að minnsta kosti
slapp hann við meiri háttar meiðsli.
Foringinn skjögraði á fætur og
Keitel, yfirmaður herráðsins,
hjálpaði honum út úr rjúkandi
rústunum. Andlit Hitlers var
svart af sóti og ryki og fötin héngu
vart utan á honum.
En hvað sem öllum smáatriðum
líður, hafði HitJer, þegar þarna er
komið, sloppið lifandi frá júlí-
tilræðinu fyrir 40 árum. Hann var
einna verst farinn á fótunum, eftir
KeiteJ, forseti yfirherráðsins.
tréflísar sem stungist höfðu inn (
þá. Og þótt báðar hljóðhimnurnar
hefðu gefið sig i sprengingunni,
fékk hann heyrnina fljótt aftur.
Guðrún Jóhannes-
dóttir - Minning
Fædd 18. mars 1890
Dáin 12. júlí 1984
A morgun verður til moldar
J)orin Guðrún Jóhannesdóttir,
fædd í Bolungarvík 18. mars 1890.
ForeJdrar hennar voru Jóhannes
PáJsson formaður í Bolungarvík
og Guðrún Gunnlaugsdóttir frá
Miðhlíð á Barðaströnd.
Guðrún ólst upp hjá móðursyst-
ur sinni á Hallsstöðum á Langa-
dalsströnd, en kom ung til Reykja-
víkur, aðeins 16 ára gömul.
Hún giftist Sigurði Agli Hjör-
leifssyni múrarameistara þann 30.
júní 1916, en hann var fæddur í
Hellukoti að Auðnum á Vatns-
leysuströnd.
Sambúð þeirra var farsæl, enda
Guðrún mikil húsmóðir og glögg á
hugðarefni manns síns. Sigurður
lést 31. mars 1955.
Þau hjónin eignuðust soninn
Garðar fyrrum prentsmiðjustjóra
í Reykjavík. Garðar er kvæntur
Sigrid Karlsdóttur og eiga þau sex
börn.
Guðrún bjó alla tíð með syni
sínum og tengdadóttur og átti hjá
þeim skjól eftir Iát eiginmannsins.
Alia tíð var gott samband á milli
tengdadótturinnar og tengdamóð-
urinnar og var til fyrirmyndar að
sjá þá nærgætni er Sigrid auð-
sýndi tengdamóður sinni í hennar
löngu veikindum, þannig að Guð-
rún mátti vart af henni sjá. Slíkt
samband tel ég vera afar sjald-
gæft. í yfir 40 ár bjuggu þær sam-
an. Heimilið var stórt og börnin
sex öll sólargeislar Guðrúnar.
Hún naut þess að hafa ungviðið
sér við hlið og alltaf hýrnaði yfir
henni er börnin voru nálæg.
Stundum er engill dauðans
kærkominn og það held ég hann
hafi verið er hann vitjaði Guðrún-
ar. Kraftarnir voru þrotnir og
framundan einungis sjúkrahús-
lega. Hún var búin að dvelja á
Landakoti deild 2A í tvö og hálft
ár. Þar var allt gert fyrir hana
sem hægt var og kunna aðstand-
endur hennar starfsfólki deildar-
innar bestu þakkir fyrir þá hlýju
sem gamla konan naut þar. Guð-
rún var ákaflega þakklát fyrir allt
sem fyrir hana var gert, þannig að
blíða varð mest áberandi í fari
hennar.
Guðrún átti stjúpson, Sigurð B.
Sigurðsson. Hann er kvæntur
Guðfinnu Svavarsdóttur en þau
búa á Akranesi. Margar ferðir átti
Guðrún til þeirra, en hún naut
þess að koma og dvelja hjá þeim.
Frá fjögurra ára aldri ólst ég
upp hjá Guðrúnu og Sigurði
manni hennar og reyndust þau
mér alla tíð sem bestu foreldrar
og Guðrún síðar börnum mfnum
sönn amma.
Nú þegar ég kveð fóstru mína
kemur mér margt í hug. Hún var
stillt og prúð kona, hún var hús-
móðir, móðir og eiginkona. Góð
tengdamóðir, amma og lang-
amma. Guðrún var heiðarleg og
vinaföst og aldrei lagði hún illt
orð til annarra. Hún átti þá ósk að
geta dvalist sem lengst í eigin hús-
um og þá ósk fékk hún uppfyllta.
Barnabörnin hennar, Helena
Alma og Sigurður Egill Ragnars-
börn, sem hún gaf svo mikið senda
henni sínar bestu kveðjur og
þakkir fyrir allt og allt.
Ég þakka fóstru minni fyrir allt
sem hún gerði fyrir mig og börnin
mín og kveð hana með þessum
sálmi sem hún fór oft með fyrir
mig sem barn. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Markúsína Guðnadóttir