Morgunblaðið - 22.07.1984, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 22.07.1984, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1984 t Eiginkona mín og móöir okkar, JÓNA SIQRÍÐUR BENÓNÝSDÓTTIR, Baldursgaröi 8, Kaflavfk, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 20. júlf. Hallgrfmur Faaraeth og börn. Móöir okkar, er látin. t eqgertIna m. smith, Snorrabraut 87, Karólína Smith, Theódóra Smith, Magnús Smith, Óskar Smith Qrfmsson. t Eiginmaóur minn, faöir og tengdafaöir, JÓN PÁLSSON, Ægissíóu 86, lést í Borgarspftalanum þann 20. júif. Kristfn Þóröardóttir, Steinunn E. Jónsdóttir, Sigmundur M. Andrésson. t Konan mfn, móöir okkar og tengdamóöir, JÓHANNA JÓNASDÓTTIR, Einarsnesi 54, lést f Borgarspftalanum föstudaginn 20. júlf. Bjarni Stefánsson, Vilborg Björgvinsdóttir, Jóhannes Sigurösson, Birgir Björgvinsson, Edda Svavarsdóttir, Björk Björgvinsdóttir, Björn Barödal. Rannveig Guömundsdóttir. t Útför JÓHÖNNU BENÓNÝSDÓTTUR fré isafirói, sem lést 15. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. júlí kl. 10.30. Börn, tengdabörn og aörir vandamenn. t Sonur minn, bróöir okkar og mágur, JÓN VILBERG JÓNSSON, Barmahlíð 52, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. þ.m. Jónfna Margrét Jónsdóttir, Þorgeröur Jónsdóttir, Þorgeir Þorleifsson, Auöur Jónsdóttir, Snvar Halldórsson, Jóhanna Jónsdóttlr, Ólafur Jónsson. t Móöir mín, GUDRÚN JÓHANNESDÓTTIR, Mévahlfö 4, Reykjavfk, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. júlf kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hallgrfmskirkju. Fyrir mfna hönd og annarra aöstandenda, Garðar Sigurösson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SVANHILDUR GISSURARDÓTTIR, Brasðraborgarstfg 5, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. júlí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Ifknarfélög. Bragi Kr. Guðmundsson, Elsa U. Guömundsdóttir, Gissur K. Guðmundsson, Hjörtur M. Guömundsson, Margrét Guömundsdóttir, Valgeröur Guömundsdóttir, Margrét Hauksdóttir, Björn Björnsson, Gerda Guðmundsson, Guörún Siguröardóttir, Torfi Ólafsson, Hallgrímur Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Jón Vilberg Jóns- son — Minning Fæddur 22. desember 1922 Dáinn 12. júlí 1984 Það eru hartnær fjórir áratugir frá því, að við þrír félagar norðan úr Vatnsdal fengum lóð í hinu svo kallaða Hlíðahverfi í Reykjavfk — efst við Barmahlíðina. „Landnám" þar var þá rétt að hefjast, og af mörgum talið lítt fýsilegt að eiga heima svo langt frá bænum, eins og það var nefnt. Við höfðum til umráða lóðirnar 54 og 56, en hús nágrannanna voru þegar komin nokkuð áleiðis. Við þessir þrír áttum marga ferðina til að líta á athafnasvæðið. Bjartsýni og kvíði toguðust á, en blessunarlega vissum við ekki nema að takmörkuðu leyti um þá erfiðleika, sem áttu eftir að mæta okkur næstu þrjú árin. Það var gengið til nágrannanna, sem voru í óðaönn að byggja, og þeir spurðir spjörunum úr og leitað ráða. Á nr. 52 voru Jón Hannesson múraram- eistari, sonur hans Jón Vilberg og Þorgeir Þorleifsson bifreiðastj. tengdasonur Jóns Hannesssonar. Á nr. 53 voru Gunnar Elíasson trésmiður og Þórður Þórðarson járnsmiður. Á nr. 55 voru Guð- mundur Brynjólfsson og Konráð Ingimundarson lögreglumenn, og svo Benedikt Kristjánsson, sem vann hjá Eimskip. Engan þessara manna þekktum við, er við komum í hverfið, en brátt myndaðist góður kunn- ingsskapur og allir hjálpuðust að á tímum efnisskorts og annarra erfiðleika. Húsin komust upp og í þau flutt, og þá hófust einnig kynni við fjölskyldur þeirra. Sam- félag þetta hefur haldist síðan með furðu litlum breytingum. Af þeim mönnum, sem hér hafa verið nefndir eru tveir fallnir frá, það eru feðgarnir í Barmahlíð 52. Jón Hannesson lést árið 1975 eftir margra ára heilsuleysi og erfiða sjúkdómslegu síðustu árin. Jón Vilberg sonur hans, Beggi, eins og hann var ávallt kallaður, lést 12. júlí sl. og verður jarðsettur mánu- daginn 23. júli. Beggi var fæddur 22. desember 1922 í Reykjavík, sonur hjónanna Jónínu Margrétar Jónsdóttur og Jóns Hannessonar. Systkinin voru fjögur, þrjár systur, en Beggi eini bróðirinn. Fjölskyldan var ákaf- lega samrýnd og bjó lengi vel öll í sama húsinu, enda eru íbúðirnar fjórar. Allar systurnar eru fyrir löngu giftar, tvær þeirra fluttar á brott, en ein þeirra býr enn í Barmahlíðinni ásamt eiginmanni sínum. Beggi kvæntist ekki, en bjó alltaf heima hjá foreldrum sinum meðan þeirra naut beggja við, og nú siðast með móður sinni, sem komin er á tíræðisaldur. Hér verður lítt rakin æfisaga Begga. Þess skal þó getið, að á unglingsárum sínurn vann hann við garð- og blómarækt. Átti það starf mjög vel við hann, enda naut hann þess að hirða um og rækta garðinn heima í Barmahlíðinni. Síðan fór hann að vinna við járnsmíðar í Vélsmiðjunni Héðinn og seinna í Stálsmiðjunni. Tileink- aði hann sér sérstaklega raf- suðuiðn og aflaði sér fullra rétt- inda á þvi sviði. Má því segja, að það hafi verið hans megin lifsstarf utan heimilis. Beggi hafði mikið yndi af ferðalögum, innan lands sem utan, og hafði kynnt sér sögu og sögustaði eigin þjóðar og ann- arra. Hin síðari ár notaði hann yfirleitt sumarfriið til sólarlanda- ferða. Hann hafði nú dvalið i tvær + Eiginmaöur minn, BRYNJÓLFUR ÞORSTEINSSON, •klpstjúrl, er látinn. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Innilega þakka ég Jóni Friðgeiri og þeim sem réttu mér hjálpar- hönd viö útförina. Einnig þakka ég öllum þeim sem sendu mér blóm og minnlngarkort. Guö blessi ykkur öll. Halldóra Backmann Jónsdóttir, Tómasarhaga 42. t Eiginmaöur mlnn og faöir okkar, GUNNAR TRYGGVASON fró Skrauthólum, Teigaseli 5, Raykjavík, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju miövikudaginn 25. júlf kl. 13.30. Hallfrföur Ásmundsdóttir, Halldór Gunnarsson, Tryggvi Gunnarsson. + Móöursystir mín, KRISTBJÖRG KRISTJANSDÓTTIR fró Jódfsarstöóum, andaöist á heimili sínu Höskuidsstööum sunnudaginn 15. júlí. Jaröarförin fer fram frá Munkaþverárkirkju þriöjudaginn 24. júlí kl. 14.00. Rósa Árnadóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir og afí, EVALD CHRISTENSEN, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. júli kl. 10.30. Gair Christensen, Guórún Eóvaldsdóttir, Elsa Christensen, Svavar Lórusson og barnabórn. vikur á Spáni, en veiktist daginn áður en haldið var heim. Heim kom hann fársjúkur og var látinn daginn eftir. En það er þetta samfélag i Barmahlíðinni. í þessi nærri fjörutíu ár er mér ekki kunnugt um nokkra árekstra á milli þessa fólks, sem í upphafi þessa máls var nefnt og þar hefur lengst búið. Samgangur var ekki sérstaklega mikill, en þegar hist var, hvort heldur utan dyra eða innan, vakti það alltaf þægindakennd og hlýjar tilfinningar. Fjölskyldurnar í Barmahlið 52 voru og eru okkar næstu nágrannar. Alltaf þótti mér vænt um að hitta þar einhvern, er ég var úti við, eða var að koma eða fara. Það var á sinum tima oftast Jón Hannesson, og tel ég að við höfum mátt kallast góðir vinir. Svo var það Beggi, er ég oftast sá og átti orðaskipti við. Nú er hann líka horfinn. Mér þykir því vera orðin nokkur eyða í samfélaginu og sakna þess verulega að sjá hann ekki lengur. Beggi var ekki orðmargur og ekki var hann af- skiptasamur um annarra hagi, þótt hann léti sér þá við koma. Það var eitthvað fast og traust, sem fylgdi honum; góðvild og um- hyggja, sem ekki kom svo mikið fram í orðum, heldur persónugerð- inni sjálfri. En nú er Beggi dáinn. Hann hafði verið veiU fvrir hjarta í nokkur ár og þurfti því að gæta nokkurra varfærni, mun þó ekki hafa liðirð mikið fyrir það. Hvort það varð honum að aldurtila eða ekki, er mér ekki kunnugt. En það varð brátt um hann; aðeins veikur í þrjá daga. Það er gott að fá að deyja á þann hátt. En nú hefur móðir hans ekki lengur stuðning- inn frá hans hendi, það er mikill missir. Hennar er söknuðurinn líka mestur. Góður sonur, sem aldrei brást, er horfinn. Við Lára vottum henni og öðrum aðstand- endum Begga okkar dýpstu sam- úð, en erum þakklát fyrir þau kynni, er við höfum haft af okkar góðu nágrönnum. Haukur Eggertsson „Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.“ (Róm. 14.7.) Á morgun fer fram útför Jóns Vilbergs Jónssonar en hann lést snögglega þann 12. júlí sl. Jón Vilberg eða Beggi eins og hann var kallaður af fjölskyldunni, fæddist í Reykjavík 22. desember 1922 og var hann elstur fjögurra systkina. Foreldrar hans voru hjónin Jón Diðrik Hannesson múrari sem lést 1975 og kona hans Jónina Margrét Jónsdóttir sem lifir son sinn en hún er á tíræðisaldri. Beggi átti sitt æskuheimili að óðinsgötu 28 þar sem han ólst upp ásamt systrum sínum, þeim Þor- gerði, Auði og Jóhönnu. Jón Diðrik og Jónina Margrét höfðu af mikl- um dugnaði og eljusemi eignast eigið húsnæði og bjuggu börnum sínum fallegt heimili þar sem ráðdeildarsemi, heiðarleiki og fórnfýsi voru einkennandi þættir. Beggi, sem var elstur systkinanna, mótaðist í anda þessara viðhorfa. Hann átti góða æsku á heilbrigðu og reglusömu heimili en þó var eitt sem háði honum frá fyrstu tfð,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.