Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 4

Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 240 piltar að leik Á íþróttasvaeðinu í Laugardal fer nú fram pollamót Eimskipafélags ís- lands í knattspyrnu. í því taka þátt 12 lið víðs vegar að af landinu og er keppt í fjórum riðlum. Efstu liðin úr hverjum riðli kepptu síðan til úrslita í gær klukkan 18. Verðlaunin verða afhent á leik KR og Liverpool í dag og jafnframt hefur öllum þátttakendum verið boðið á þann knattspyrnuleik. Að sögn mótstjórans eru drengirnir allt frá sjö ára og dæmt er eftir einfaldari regium en yfirleitt tíðkast. T.d. er engin rangstaða og ekki er dæmt skref á markmann. Gífurleg keppnisgleði var á vellinum er blaðamaður leit þar við og leynast vafalaust margir efnilegir knatt- spyrnumenn í hópi þessara drengja. Marki fagnað. Könnun á helstu þáttum iðnrekstran Iðnaðarframleiðsla jókst á fyrstu 6 mánuðum ársins NÚ ER nýlokið ársfjórðungslegri könnun á vegum Félags íslenskra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna á nokkrum helstu þáttum iðnrekstrar. Þátttakendur í könnuninni voru forsvarsmenn 84 iðnfyrirtækja úr 22 framleiðslu- greinum iðnaðar. Hagsveifluvog iðnaðarins sýn- ir að á fyrstu 6 mánuðum ársins hefur iðnaðarframleiðslan aukist frá því á sama tímabili í fyrra. 1 niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að heildarfram- leiðsla iðnaðarvara jókst á 2. ársfjórðungi miðað við 2. árs- fjórðung í fyrra og einnig var um aukningu að ræða ef miðað er við 1. ársfjórðung þessa árs. Könnunin bendir til að sölu- aukning hafi orðið fyrstu sex mánuðina miðað við sama tíma- bil á síðasta ári. Einnig hefur orðið veruleg söluaukning á 2. ársfjórðungi miðað við 1. árs- fjórðung. Þessi söluaukning á bæði við um almennan iðnað og um álsölu. Aðspurðir um einstaka rekstr- arþætti og atvinnuástand töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að birgðir, bæði fullunninna vara og hráefna, væru minni í lok 2. ársfjórðungs en við lok 1. árs- fjórðungs. Ennfremur að nýting afkastagetu iðnfyrirtækjanna hefði verið betri á 2. ársfjórðungi en þeim 1. Starfsmannafjöldi hefur aukist lítillega miðað við ársfjórðunginn á undan. Meirihluti forsvarsmanna iðnfyrirtækja spá nokkurri framleiðsluaukningu á næstu 3 mánuðum. Að því er varðar sölu- horfur er yfirleitt búist við auk- Enn einn veitingastaðurinn bæt- ist við í Reykjavík í september. Hann verður til húsa í Fischer- sundi og verður rými fyrir um 100 gesti. Valdimar Jóhannesson er einn eigenda staðarins, auk þeirra Sigfríð Þórisdóttur og Láru Lár- usdóttur. Hann sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að framkvæmdir gengju vel og von- andi yrði hægt að opna veitinga- húsið gestum um miðjan sept- ember. „Við stefnum að því að vera með notalegan stað og stilla verði í hóf,“ sagði Valdimar. „Þetta hús var reist af gömlu Duus-versluninni og var fisk- þurrkhús. Staðurinn dregur nafn sitt af þessu og mun einfaldlega heita „Duus“. Við ætlum að reyna að hafa „gamaldags" and- rúmsloft þarna, eins og staður- inn býður upp á.“ — Hvernig veitingastaður verður þarna? „Þetta verður matsölustaður með vínveitingum," svaraði inni sölu, en í álframleiðslu er þó gert ráð fyrir söluminnkun og því má búast við sölusamdrætti í iðnaðinum í heild. (FrétUtilkynning.) Valdimar. „Á neðri hæð hússins verður horn, þar sem hægt er að fá skyndibita og drykki, en efri hæðin verður með hefðbundnu sniði. Við leggjum áherslu á góð- an mat, en ekki of dýran.“ — Er grundvöllur fyrir fleiri veitingahúsum í Reykjavík? „Já, ég er bjartsýnn á að við stöndum okkur í samkeppninni, en það fer auðvitað eftir því hvað við bjóðum upp á. Það er orðið mjög líflegt á þessum markaði í Reykjavík og ekki nema gott eitt um það að segja. Ég tel þennan stað mjög ákjósanlegan og von- andi lífgar hann upp á hverfið. Það kemur kannski sú tíð, að Grjótaþorpið risi svolítið úr öskustónni og menn sjái hvaða möguleika það býður upp á. Bernhöftstorfan er lýsandi dæmi um hve vel getur tekist að lífga upp á gömul hús, svo og Gaukur á Stöng, en það hús var áður að falli komið,“ sagði Valdimar Jó- hannesson að lokum. Nýr veitingastað- ur í Fischersundi Hefurdu skodad skánana hjáAXlS? ii Vantar skáp í barnaherbergið, forstofuna eða svefnherbergið? Þá kemur þú til okkar, við eigum flestar breiddir og hæðir þannig að þú getir nýtt ráðstöfunarpláss til fulls. Skáparnir eru til í fjölmörgum gerðum og hurðir í miklu viðarúrvali. Pú ferö létt með að setja skápana okkar saman sjálfur en ef þú vilt þá gerum við það fyrir þig. Framleiðslan hjá okkur er íslensk gæðavara sem vakið hefur verðskuldaða athygli erlendis AXIS Axel Eyjólfsson SMIOJUVEGIÆ - SÍMI 43500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.