Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 30

Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Sjötugur: Gísli Halldórsson heiðursforseti ÍSÍ Það er sérstök ánægja að rita þessa kveðju til Gísla Halldórs- sonar, arkitekts, í Morgunblaðið á sjötugsafmæli hans. Gísli Halldórsson var kjörinn forseti borgarstjórnar Reykjavík- ur 1970. Áður hafði hann gegnt ýmsum forystustörfum fyrir hönd sjálfstæðismanna í borgarstjórn, þannig að augljóst var hve mikil- vægan skerf hann lagði af mörk- um við stefnumótun og fram- kvæmd hinna margvíslegu fram- faramála Reykvíkinga. Hann var kjörinn varaborgarfulltrúi 1954 og borgarfulltrúi 1958. Hann átti sæti í borgarráði og skipulags- nefnd og var formaður íþróttaráðs um árabil. Forseti borgarstjórnar var hann 1970—’74, er hann lét af störfum í borgarstjórn. Á borgarstjórnarárum sinum vann Gísli Halldórsson að ýmsum stórframkvæmdum, sem eru tákn- rænar fyrir framsýni hans og at- orku. íþróttasvæðið í Laugardal, mannvirkjagerð þar og i skíða- löndum borgarbúa er glæsilegur vitnisburður um heilladrjúgt starf Gísla. Undirbúningur og fram- kvæmd aðalskipulags Reykjavikur 1962—1983, þegar m.a. voru lögð drög að Breiðholtsbyggð, var með- al ábyrgðarstarfa sem honum voru falin. Gerð tillagna að stefnumótum borgarstjórnar i húsnæðismálum, þar á meðal bygging verkamannabústaða, hvildi að miklu leyti á herðum hans. Ekkert fer á milli mála um það óskoraða traust sem Gísli hef- ur jafnan notið meðal samstarfs- manna til þessara verka sem ann- arra. Það var áhugavert að fylgjast með Gísla Halldórssyni í hinu virðulega embætti forseta borgar- stjórnar Reykjavikur. Öll fram- koma hans einkenndist af rögg- semi, virðuleik og sérstakri snyrti- mennsku, sem alls staðar skín af verkum hans. Dreg ég ekki i efa að aðrir, sem síðar áttu eftir að stjórna fundum borgarstjórnar, hafi eitthvað lært af því að fylgj- ast með forsetastörfum hans, jafnt á borgarstjórnarfundum sem utan þeirra. Meðal sam- starfsmanna og gesta borgarinn- ar, innlendra og erlendra, voru Gísli og frú Margrét hinir sönnu gestgjafar, kát, skemmtileg og einstaklega rausnarleg. Samstarf okkar Gísla Halldórs- sonar varð nánast í þjóðhá- tíðarnefnd, sem undirbjó hátíða- höld i höfuðborginni á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar árið 1974. Það var i senn skemmtilegt og lærdómsrikt að sjá hverjum tök- um Gísli tók formannsstarfið í nefndinni. Fjöldi hugmynda, skipulagsgáfur og góð verkstjórn af hálfu Gísla áttu drýgstan þátt i að gera hátíðina hina glæsi- legustu. Okkur, sem að þessum málum unnum, líður aldrei úr minni morgunstund í blíðviðri austur á Ingólfshöfða, þegar þjóð- hátíðareldur var tendraður og íþróttafólk úr héruðum Suður- lands hóf boðhlaup með logandi kyndilinn til Reykjavíkur. For- maðurinn vildi að aðdragandi þjóðhátiðar Reykvíkinga yrði tignarlegur. Með réttu má segja að hann hafi verið i sönnum Ólympíuanda, og ekki að undra þegar höfð eru í huga fjölmörg trúnaðarstörf og virk þátttaka Gisla í íþróttahreyf- ingunni frá unglingsárum og fram á þennan dag, þegar hann er fyrir- liði Islendinga á ólympíuleikum í Los Angeles og formaður Ólympíunefndar íslands. Borgarstjórn Reykjavíkur met- ur mikils störf Gisla Halldórsson- ar i þágu Reykvíkinga fyrr og síð- ar um leið og honum og frú Mar- gréti eru fluttar innilegar afmæl- iskveðjur og óskir um blessunar- ríka framtíð. Markús Örn Antonsson forseti borgarstjórnar Farsæll leiðtogi, Gísli Hall- dórsson, heiðursforseti Iþrótta- sambands íslands og formaður Ólympíunefndar Islands, er 70 ára í dag. Það er af mörgu að taka, þegar flytja skal mikilhæfum forustu- manni afmæliskveðjur og þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu rík- ara mannlifs á Islandi. Hæfileikar Gísla og mannkostir njóta sin vel í stefnumótandi og hvetjandi störf- um hans í þágu íþróttahreyfingar- innar i landinu. Allt fram á þennan dag hefur Gísli lagt stund á íþróttir. Tíu ára gamall hóf hann að iðka knatt- spyrnu, og lék með öllum flokkum Knattspyrnufélags Reykjavikur. Nítján ára að aldri lék hann með meistaraflokki, var oft valinn i úr- valslið Reykjavíkur og fór með því til Þýskaíands árið 1935. Þegar knattspyrnuferli hans lauk, stund- aði hann sund, hestamennsku og nú hin síðari ár golf. Hefur hann verið keppnismaður meðal hinna eldri og getið sér góðan orðstír. Gísli Halldórsson hefur ávallt haldið tryggð við sitt gamla góða félag, verið einn mesti máttar- stólpi Knattspyrnufélags Reykja- víkur og setið um áraraðir í stjórn félagsins. Enda hefur árangurinn ekki látið standa á sér. Stórt framfaraspor var stigið er KR eignaðist „Báruna" við Vonar- stræti, íþróttahús í hjarta bæjar- ins, og var það sá besti grundvöll- ur sem hægt var að byggja fram- tiðarstarf félagsins á og bezta tryggingin fyrir tilveru þess. Eftir að KR-húsið við Tjörnina var selt 1945, féll það í hlut Gísla Halldórssonar að halda starfinu áfram og hefja byggingu nýs húss. Er hann lagði fram teikningar að fyrsta áfanga byggingarsögu KR í Kaplaskjóli, var blað brotið í sögu íslenzkrar íþróttahreyfingar. Það var á árunum 1947—1949 að unnið var að byggingu íþróttavall- ar og 15. apríl 1950 var skóflu- stunga tekin að fyrsta áfanga byggingar félagsins í Kaplaskjóli. Ári síðar, eða 2. júní 1951, fór fram vígsluhátíð. Fyrsti grasvöllur félagsins var tekinn í notkun 18. júní 1951, en hann var jafnframt fyrsti gras- völlur til opinberra kappleikja hér á landi. Sama ár var einnig hafist handa um uppbyggingu íþrótta- húss í Kaplaskjóli, sem þá yrði stærsta íþróttahús hér á landi 16x32 m, og 7. febrúar 1953 var íþróttaskálinn tekinn í notkun. Á íþróttasiðu Morgunblaðsins 21. febrúar 1953 ritaði Atli Stein- arsson eftirfarandi: „Einum merkasta áfanga i íþróttamálum þjóðarinnar hefur nú verið náð, með opnun hins nýja og veglega æfingaskála á íþrótta- svæði KR við Kaplaskjólsveg. Þessi nýi og velbúni iþróttaskáli gerir íþróttamönnum okkar kleift að æfa íþrótt sína jafnt að vetri sem sumri en fáir hafa gjört sér fyllilega grein fyrir því hvað stirð veðrátta hér á landi hefur komið í veg fyrir afrek á íþróttasviðinu." Á svipaðan hátt rituðu aðrir blaðamenn og voru sammála um, að með byggingu skálans hefði verið stigið heillaríkt spor í þágu íslenzkrar íþróttahreyfingar. Frá árinu 1952, og á árunum þar á eftir, var byggður malarvöllur, annar grasvöllur, byggð voru við- bótar búningsherbergi, geymslur og böð og að þessum byggingum var unnið látlaust þar til í ágúst 1967 að byrjað var á byggingu nýs íþróttahúss, íþróttasalar sem er 22x44 metrar, ásamt 250 fm bygg- ingu. Nýja íþróttahúsið, ásamt búningsherbergjum og böðum, var mjög ódýrt og var það ekki síst að þakka hagræðingar og útsjónar- semi Gísla Halldórssonar. Áfram vann svo Gísli að íþróttalegri uppbyggingu félags- ins í Kaplaskjóli. Árið 1966 veitti borgarráð KR verulega stækkun á landi félagsins. Var því nauðsyn- legt að hefjast handa um fram- kvæmdir á því svæði, en það var ætlað fyrir æfingavelli knatt- spyrnumanna. Á næstu árum þar á eftir var unnið að því að fylla upp og hækka þetta land, svo það yrði nothæft fyrir slíka starfsemi, en uppgröftur vegna nýja íþrótta- hússins var m.a. notaður í þessum tilgangi. Ekki þótti þetta viðbót- arsvæði nægilega stórt fyrir lög- legan knattspyrnuvöll, svo enn var þess farið á leit við borgarráð að fá viðbótarsvæði. Þetta erindi fé- lagsins tók langan tíma að af- greiða og var það fyrst og fremst vegna skipulags Eiðisgrandasvæð- isins. Að lokum afgreiddi borgarráð erindi félagsins og á íþróttadegi KR, 17. september 1974, voru lagð- ar fram og sýndar teikningar af íþróttasvæði KR, að viðbættu hinu nýfengna viðbótarlandi. Gísli Halldórsson hefur hannað fullkomið félagsheimili, sem nú eru hafnar framkvæmdir á, fé- lagsheimili sem er upp á tvær hæðir, þar sem deildir félagsins, hússtjórn og aðalstjórn munu fá bætta aðstöðu fyrir starfsemi sína. Þetta er myndarleg bygging, sem mun gefa félaginu aukið svigrúm í félagsstarfinu. Það var heillaspor, þegar sam- þykkt var í borgarstjórn, að til- lögu Gísla Halldórssonar, að auð- velda íþróttafélögunum fram- kvæmdir við vallargerð með því að borgarsjóður greiddi sem svarar þátttöku íþróttasjóðs ríkisins í byggingarkostnaði, en fengi síðan lánið endurgreitt, er framlög kæmu frá ríkinu. Þáttur Gísla Halldórssonar í byggingasögu KR hefur verið stórkostlegur. Það hefur enginn einn maður lagt á sig eins mikið starf í byggingamálum félagsins, hvorki fyrr né síðar. Hann hefur ekki einungis gefið allar teikn- ingar að íþróttamannvirkjum fé- lagsins og allt það starf sem þeim fylgir, heldur hefur hann unnið þrekvirki með því að gera þær að veruleika. Ekki hafa skíðamenn farið varhluta af dugnaði Gísla. Hann hannaði, og stjórnaði fram- kvæmdum við skíðaskála KR, auk þess sem hann hefur hannað marga skála annarra skíðafélaga, svo nokkuð sé nefnt. En það voru fleiri en Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur, sem fengu að njóta hæfileika Gísla Halldórssonar. Ungur valdist hann til forystu í heildarsamtök- um iþróttamanna. Var hann kos- inn í stjórn íþróttabandalags Reykjavíkur við stofnun þess 1944 og varð síðan formaður 1949. Gegndi hann því starfi til ársins 1962, en þá var hann kosinn for- seti Iþróttasambands Islands. Starfsemi Iþróttasambands Is- lands jókst og dafnaði í forsetatíð Gísla. I þau 18 ár sem hann gegndi forsetastörfum voru þáttaskil í íþróttum. Tekin var upp barátta fyrir auknu íþróttastarfi meðal al- mennings, hrundið var af stað „íþróttum fyrir alla“, hinni svo- kölluðu Trimm-herferð, þar sem þúsundir manna tóku þátt í íþrótt- um, bæði sem félagsbundnir innan íþróttahreyfingarinnar og sem einstaklingar. Þátttaka í íþróttum jókst um tugir þúsunda, nýjar íþróttagreinar voru iðkaðar og ný héraðssambönd voru stofnuð. Efnt var til tveggja íþróttahá- tíða 1970 og 1980, þar sem tugþús- undir manna tóku virkan þátt í íþróttastarfinu. Eitt fyrsta verkefni Gísla, sem forseti ÍSÍ, var að vinna að upp- byggingu og tryggja framtíðar- húsnæði fyrir starfsemi íþrótta- hreyfingarinnar með byggingu skrifstofuhúsnæðis í Laugardal, sem nú hefur orðið að veruleika. I tilefni 50 ára afmælis Iþrótta- sambands Islands árið 1962 var kosin afmælisnefnd, sem Gísli Halldórsson var formaður fyrir. Þessi nefnd réðst í að afla fjár til að unnt yrði að ráðast í fram- kvæmdir við skrifstofuhúsnæði í Laugardal í samvinnu við BR, en Iþróttasambandinu var skorinn þröngur stakkur hvað húsnæði varðaði fyrir jafn stóra og þýð- ingarmikla starfsemi sem íþrótta- hreyfingin er. Hafði það aðeins lítið húsnæði að Grundarstíg 2A. Þegar lokið var fyrsta áfanga skrifstofuhúsnæðis í Laugardal árið 1964, var hafist handa við áfanga að öðru húsnæði við hlið þess fyrsta, og var það tekið í notkun 10 árum síðar. Enn jókst starfsemi íþrótta- hreyfingarinnar og var þess því farið á leit við Gísla Halldórsson, að hann tæki að sér formennsku í byggingarnefnd, sem hrinda skyldi í framkvæmd III. áfanga að íþróttamiðstöð ÍSÍ, sem yrði tvö- falt stærri en þær byggingar, sem þegar höfðu risið í Laugardal und- ir starfsemi íþróttahreyfingarinn- ar. Þegar Gísli Halldórsson tekur að sér að framkvæma verkefni, þá er það framkvæmt, og svo var einnig í þetta sinn. Fyrir tveim árum var hafist handa við fram- kvæmdir íþróttamiðstöðvar ÍSÍ í Laugardal. I hinu nýja húsnæði mun verða gistiaðstaða fyrir iþróttaflokka, sem lengra þurfa að sækja, fræðslustarfsemi íþróttahreyf- ingarinnar, og aukið og betur skipulagt húsnæði, sem mun auð- velda dugmiklum áhugamönnum störfin. Þessa íþróttamiðstöð ISÍ er áætlað að taka i notkun í lok næsta árs. Það var stórt áhugamál Gísla, að íþróttahreyfingin byggði íþróttamiðstöðvar út um landið, og árið 1966 var hafinn undirbún- ingur að byggingu fþróttamið- stöðvarinnar að Laugarvatni í samvinnu við Iþróttakennaraskóla íslands. Þarna njóta nú hundruð æskumenni á öllum aldri aðstöðu f góðu yfirlæti við íþróttastörf og útilíf. Gísli beitti sér fyrir stofnun framkvæmda- og lánasjóðs fSl, sem er undirstaða tilveru íþrótta- miðstöðvanna, bæði hér í Reykja- vík og á Laugarvatni, og sem einn- ig hefur veitt aðstoð við byggingu margra íþróttamannvirkja um landsbyggðina. Þau eru ófá íþróttamannvirkin, sem Gísli hefur hannað og eru íþróttamannvirkin í Laugardal talandi tákn um glæsibrag og hæfileika hans. I samvinnu við Skarphéðinn Jóhannsson hannaði hann Laugardalshöllina, sem í dag er eitt stærsta mannvirki lands- ins, og notuð jafnt til íþrótta, sýn- inga og lista. Með framlagi sfnu hefur Gísli mótað þá stefnu, sem höfð hefur verið að leiðarljósi við uppbygg- ingu iþróttamannvirkja landsins síðustu áratugi. Hann var formað- ur stjórnar íþróttavallanna í Reykjavík árið 1958 og með stofn- un fþróttaráðs Reykjavíkur 1962 tók hann við formennsku þar og gegndi henni f tólf ár. Fáir menn hafa því lagt meira af mörkum við skipulag íþróttamála í höfuðborg landsins en Gísli Halldórsson. En störf hans innan íþrótta- hreyfingarinnar leiddu til víðtæk- ari starfa. Hann var kjörinn vara- borgarfulltrúi árið 1954, og fjórum árum siðar var hann kjörinn f borgarstjórn. Árið 1962 var Gísli kosinn í borgarráð, sat í áraraðir í skipulags- og byggingarnefnd og 1970 til 1974 gegndi hann forseta- störfum Borgarstjórnar Reykja- vfkur. Þegar Islendingar héldu upp á 1100 ára afmæli fslandsbyggðar, var Gisli kosinn formaður Þjóð- hátiðarnefndar Reykjavfkur. Á fjórða áratug hefur Gísli setið i Ólympíunefnd Islands og hefur síðustu 12 árin gegnt formennsku hennar. Þar eins og annars staðar hefur hann unnið ómetanleg störf og hefur verið sæmdur einu æðsta heiðursmerki Alþjóða Ólympfu- nefndarinnar fyrir störf sfn í þágu ólympíuhugsjónarinnar. Gfsli Halldórsson lét af störfum sem forseti ISl 1980, eftir 18 ára farsælt starf og þá einróma kjör- inn heiðursforseti ÍSÍ. Árið 1938 kvæntist Gísli í Danmörku hinni ágætustu konu, Margréti Halldórsson, sem staðið hefur við hlið manns síns og búið honum hið glæsilegasta heimili, þar sem margir vinir og samherj- ar hafa þáð veitingar og vinarhug hennar á öllum tímum. Þar er að finna hina glæsilegustu konu og skilningsrika á hin erilsömu störf manns hennar. Störf Gísla hafa vakið verð- skuldaða athygli enda með ólík- indum, hversu atorkusamur mað- urinn er. Hann hefur verið farsæll í starfi, er gæddur sanngirni, sam- viskusemi og atorku til forustu, enda nýtur hann almennra vin- sælda, bæði innanlands sem utan. Fyrir störf sín að íþróttamálum hefur hann verið sæmdur riddara- krossi Hinnar íslenzku fálkaorðu, heiðursmerkjum íþróttahreyfing- arinnar og heiðursmerkjum er- lendra íþróttasamtaka. Iþróttahreyfingin þakkar Gfsla áhugastörfin, sem hann hefur unnið að af atorku og drengskap, manni sem staðið hefur í fylk- ingarbrjósti þeirra manna, er hafa aukið hróður íþróttahreyfingar- innar, manni sem hefur verið óþreytandi í að skapa viðunandi aðstæður til handa æskufólki þessa lands, manni sem hefur fengið að sjá marga drauma sina rætast til uppbyggingar íþrótta- legri aðstöðu landsmanna. I dag dvelur Gfsli Halldórsson á ólympfuleikunum i Los Angeles og er það ágætur samnefnari fyrir líf hans, að þar er hann í farar- broddi vaskra íþróttamanna, sem eru glæsilegir fulltrúar Islands á stærstu æskulýðshátfð heims. Ég vil þakka þér Gísli fyrir ára- tuga langa vináttu og trygga sam- vinnu, sem aldrei hefur skugga á lagt, og við sem dveljum með þér hér í Los Angeles á ólympíuleik- unum færum þér og fjölskyldu þinni alúðar hamingjuóskir, þakk- ir og hlýhug fyrir mikið og óeig- ingjarnt starf. Iþróttahreyfingin hyllir í dag stórbrotinn athafnamann og væntir þess að eiga lengi eftir að njóta starfskrafta hans. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ. I dag fyllir Gísli Halldórsson hér í Reykjavík sjöunda tuginn, og vil ég þá nota tækifærið til þess að senda þessum trygga og trausta vini mfnum alúðarkveðjur og þakkir fyrir áratuga vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á. Þótt Gísli hafi ekki fæðst í Vest- urbænum — jafnvel ekki í Reykja- vík, því að hann leit fyrst ljós þessa heims á Jörfa á Kjalarnesi, mun hann af flestum ef ekki öll- um, sem til hans þekkja, vera tal-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.