Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 31

Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 31 inn Vesturbæingur í húð og hár, enda var æskuheimili hans þar og fyrsta aðild að íþróttalífinu í þeim hluta bæjarins, svo að það var eðlilegt, að honum hlotnaðist snemma þetta sæmdarheiti í huga Reykvíkinga og annarra. Foreldrar Gísla voru þau hjónin Halldór Halldórsson, bóndi á Jörfa, og Guðlaug Jónsdóttir kona hans. Þau fluttust nokkru eftir fæðingu Gísla til Reykjavíkur og settust að í Vesturbænum, þar sem Gísli ólst upp ásamt systkin- um sínum. Flestir, sem þekkja eitthvað til knattspyrnusögu Reykjavíkur, vita að Knattspyrnu- félag Reykjavíkur „átti“ Vestur- bæinn eða æskufólk þess bæjar- hluta á þeim tíma. Þangað sótti KR mestan styrk sinn í upphafi, þótt liðsmenn félagsins séu nú dreifðari en þá. En því nefni ég þetta atriði, að innan vébanda KR kynntist Gísli fyrst gildi íþrótta og æskulýðs- starfs. Hann gekk í KR 1926, hóf strax virka þátttöku í knattspyrnu og varð innan tíðar einn vaskasti maður, sem KR tefldi fram á knattspyrnuvelli. En þótt Gfsli væri fylginn sér og léti hvergi hlut sinn, lék hann ætíð af drengskap, enda er hann ríkur þáttur í eðli hans. Ég ætla mér ekki að rekja til hlítar, hversu mikið Gísli hefur lagt af mörkum til eflingar íþróttalífs Reykvíkinga og þjóðar- innar yfirleitt. Hann var ekki að- eins einn fremsti knattspyrnu- maður landsins um árabil, eins og þegar er sagt, heldur varð starfssvið hans á vettvangi íþrótt- anna æ víðtækara eftir því sem árin liðu. Þannig var hann kosinn í stjórn íþróttabandalags Reykja- víkur aðeins þrítugur, varð síðar formaður þess um langt árabil, svo og formaður íþróttaráðs Reykjavíkur og loks forseti ÍSÍ ár- ið 1962. Þvi virðingarstarfi gegndi hann i hartnær tvo áratugi, uns hann gaf ekki kost á sér lengur, vildi vikja fyrir yngra manni. Þá var hann og formaður ólympí- unefndar íslands um langt árabil og er enn, og þannig mætti lengi telja störf hans i þágu íþrótta, i þágu aukinnar hreysti og heil- brigði þjóðarinnar. Þegar Gísli hafði lokið barna- skólanámi í erfiðu árferði, fóru í hönd enn erfiðari tímar en verið höfðu lengi. Það var ekki á allra færi að leggja i nám, þótt ekki teldist það langskólanám, og á heimilum þar sem börnin voru mörg, eins og titt var i þá daga, urðu unglingar strax að taka til hendinni og hjálpa við að sjá heimilinum farborða, þegar þeir stóðu út úr hnefa, ef svo má segja. Gisli hóf þess vegna iðnaðarnám, lauk Iðnskólanum árið 1933, að- eins 19 ára, og tveim árum siðar stóð hann með sveinsbréfið i höndunum. Hann lét þó ekki staðar numið þótt svo væri komið, því að hann ákvað að leita til Kaupmanna- hafnar eftir meiri menntun. Þar innritaðist hann í Det Tekniske Selskabs Skole og lauk prófi i byggingardeild hans árið 1938. Þetta var mikill áfangi, en Gísli hafði sett markið hærra, því að sama ár fékk hann inngöngu i arkitektadeild Det kongelige Aka- demi for de skönne Kunster. Þar lauk hann námi á tilskildum tima, en er því marki var náð, var mikil breyting á orðin i Danmörku. Þjóðverjar höfðu hernumið landið á einni nóttu vorið 1940, og öll tengsl voru meðal annars rofin við ísland. En þótt leiðin yfir Atlantsála hlyti að verða vandrötuð, hugðu margir á að komast heim með ein- hverju móti. Hundruð Islendinga hugsuðu eins og Snorri forðum, þegar hann sagði: „Út vil ek.“ Gisli var i þeim hópi, og þegar Esja kom til Reykjavikur í október 1940 með nær 260 manns innanborðs, var hann þar á meðal ásamt Margréti konu sinni og einkasyninum Leifi tveggja ára. Þau Margrét og Gísli höfðu gift sig í Kaupmannahöfn tveim árum áður. Vegna styrjaldarinnar tók Gisli ekki endanlegt próf frá Akademí- unni fyrr en 1947, en um leið og hann var kominn heim 1940, opnaði hann arkitektastofu i Reykjavik i félagi við Sigvalda Thordarson. Það var ekki eftir neinu að bíða með að hefja störfin á þeim vettvangi, sem hann hafði haslað sér með svo ærinni fyrir- höfn og baráttu. Hann starfaði siðan næstu átta ár i félagi við Sigvalda, var þá einn um niu ára skeið, en nú um meira en aldarfjórðung hefur hann aftur starfað i félagi við aðra. Hér verður engin tilraun gerð til þess að rifja upp, þótt ekki væri nema brot af öllum þeim bygging- um og mannvirkjum, sem Gisli hefur teiknað og hannað, en það hefur verið honum sérstakt áhugamál og ánægjuefni, að íþróttamannvirki frá hans hendi er að finna í öllum landshlutum. Hann hefur því bæði i fagi sínu og sem áhugamaður stuðlað að við- gangi íþróttanna — þessum heilsugjafa þúsundanna. Kynni tókust fyrst með okkur Gísla fyrir rúmum 40 árum. Þá réð tilviljun þvi, að við bjuggum báðir í nýju einbýlishúsahverfi, sem var að risa norðan og austan við Langholtsveg. Áttum við þá báðir heima um tíma við Efsta- sund. Á þeim tíma þóttust menn ekki síður hólpnir en nú, ef þeim hafði tekist að koma þokkalegu þaki yfir höfuðið á sér og sínum, og á þvi stigi þjóðlífsins, í lok heimsstyrj- aldarinnar, var það aðeins fjar- lægur draumur ungra manna, að þeir gætu einhvern tíma komist i þær álnir, að þeim yrði kleift að eignast einkabíl til viðbótar húsi, sem gekk jafnan fyrir öllu. Og meðan slikt var aðeins draumur, notuðu menn „þarfasta þjóninn", strætisvagnana, sem gengu þá þegar víða um bæinn og stóðu vist undir sér í þá daga. Það var einmitt í þeim strætis- vögnum, sem gengu inn á Lang- holtið, sem kynni urðu fyrst með okkur Gisla. Við urðum brátt málkunnugir, þegar ekið var úr vinnu eða í, enda á svipuðum aldri og með áhugamál og lífsviðhorf, sem voru á margan hátt svipuð. Þessi kunningsskapur okkar efld- ist smátt og smátt, er á leið, svo að úr varð einlæg vinátta, sem ég get aldrei þakkað sem vert væri, enda hefur þar aldrei borið skugga á. Síðan hafa ferðalög okkar sam- an — innan lands sem utan — orð- ið fleiri en ég fæ tölu á komið i fljótu bragði, og öll hafa þau orðið mér og minum til óblandinnar ánægju og uppörvunar. I öllum kynnum okkar hefur Gisli verið sami drengurinn og ég kynntist forðum daga, heilbrigður í hugsun, góðviljaður samferðar- fólkinu og áhugasamur um allt, sem til heilla horfir á vettvangi daglegs lífs. Það hefur einnig átt mestan þátt í því, að hann hefur víða valist til forustu i þeim sam- tökum, sem hann hefur kjörið að starfa í. Þá var hann borgarfulltrúi i nær tvo áratugi og átti meðal ann- ars sæti í borgarráði. Fjögur síð- ustu árin, sem hann var í borgar- stjórn, var hann forseti borgar- stjórnar, auk þess sem hann átti sæti í fjölda nefnda á vegum borg- arinnar. Um tíma var hann einnig formaður Arkitektafélagsins. Fleira mætti nefna, en hér verður látið staðar numið, enda þykist ég vita, að aðrir munu færari þar um að fjalla en ég. En svo verður ekki minnst á Gísla og vináttu hans, að ekki verði getið þáttar konu hans, Margrétar, sem hann gekk að eiga I borginni við Sundið árið 1938, eins og ég nefndi hér að framan. Hún hefur búið honum forkunnar fagurt og hlýlegt heimili, þar sem vinum er jafnan tekið af inniléik, enda hjartalag þeirra beggja slíkt, að fáir eru betri heim að sækja. Við hjónin teljum það mikið lán, að við fengum að kynnast þeim fyrir rúmum fjórum áratugum, og við þökkum þeim tryggð og alúð f okkar garð í gegnum árin. Mar- grét og Gísli eiga það sameiginlegt — auk margs annars — að þau eru sannir vínir vina sinna, og því sendum við þeim hugheilar árnað- aróskir á þessum tímamótum og vonumst til að mega njóta sam- vista við þau og vináttu þeirra sem allra lengst. llnnur og Gunnar Friðriksson. Gísli Halldórsson, heiðursfor- seti ÍSÍ og formaður Ólympíu- nefndar íslands, er sjötugur f dag. Afmælisbarnið er nú statt vestur í Los Angeles f embættiserindum á r vegum ólympíunefndar Islands, þar sem nú er að ljúka 23. Ólympíuleikum vorra tíma. Kynni mín af Gfsla hafa ein- göngu tengst samvinnu og sam- starfi í félagsmálastarfi fþrótta- hreyfingarinnar. Þessi samskipti eru nú orðin býsna löng, en ánægjulegt er að geta sagt það á þessum merku tímamótum að öll hafa þau einkennst af ljúf- mennsku og jákvæðu hugarfari af- mælisbarnsins. Gfsli er þannig gerður að sé gengið á hans fund með vandamál og áhyggjur þá virðist það allt auðleyst og einfalt að fundi loknum. Þannig er þessi sjötugi unglingur, ljúfur og já-__ kvæður og reynir ávallt að finna þá lausn, sem allir geta sætt sig við. Störf Gísla Halldórssonar fyrir fslenska íþróttahreyfingu eru stórkostleg og trúlega eru allir sammála um það, að enginn núlif- andi Islendingur á þar stærri hlut. Þau verða ekki rakin hér, enda flestum kunn. Auk þeirra miklu sjálfboðastarfa hefur Gfsli rekið stórt fyrirtæki með glæsibrag og er raunar furðulegt hve miklu. hann hefur afkastað á lífsleiðinni. Bestu hamingjuóskir í tilefni dagsins Gísli, og lifðu heill! Öm Eiðsson r~--------------------> 90-70% aMáttw

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.