Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 48

Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Einn af fremstu kvikmyndaleikurum Breta, James Mason, lést nýlega 75 ára að aldri. Hann lék í yfir 130 kvikmyndum, þar af tveimur, sem enn hafa ekki verið sýndar. Hann lést af hjartaáfalli á heimili sínu við strönd Leman-vatns í Sviss þar sem hann bjó frá því seint á sjöunda áratugn- um þegar hann hvarf frá Hollywood án þess að hafa fengið vonir sínar frá því í gamla daga uppfylltar, en þá hugðist hann taka Hollywood með áhlaupi, ef svo má að orði komast. Með dauða Masons er horf- inn af sjónarsviðinu leikari, sem þrátt fyrir að hafa aldrei orðið stórstirni, var þó í hæsta gæðaflokki og stöðugt eftirsóttur í kvikmyndir í fjóra áratugi. Það, að hann var svo eftirsótt- ur þykir merkilegt ekki síst vegna þess að hann hafði orð á sér fyrir að gagnrýna harðlega leikarastéttina og kvikmyndaiðn- aðinn í Ameríku og Bretlandi hvenær sem honum sýndist og þá kollega sína, sem honum þótti á annað borð lítið varið í. Eitt sinn lýsti hann leikkonunni Raquel Welch sem, „eigingjörnustu og ótillitssömustu leikkonu, sem ég hef nokkurn tíma haft þá óánægju af að vinna með,“ og einu sinni sagði hann opinberlega um leik- konu, sem lék á móti honum: „Hún er svín.“ Hann var svo óaðfinnanlega breskur að hann hvarf aldrei full- komlega inn í það Hollywoodgervi, sem Ameríka bauð uppá. Hann var myndarlegri en flestar Holly- wood-stjörnur, hann var Breti og hann var afar heillandi maður. En eins og landi hans, Basil Rath- bone, sem hlaut þau örlög að vera stöðugt drepinn af Errol Flynn, fann hann fljótlega fyrir því að myndugleiki hans var ekki af þeirri tegundinni, sem var í tísku. Hann virtist of fullkominn. Ekki aðeins vegna óaðfinnanlegrar framkomu sinnar, heidur framar öllu vegna þess hvernig hann tal- aði. Mason gat sér fyrst orð á leikaraferli sínum sem kyn- þokkafullur og sadistískur óþokki í endurreisnarmyndum breska kvikmyndaiðnaðarins á fimmta áratugnum. Hann hneykslaði heila kynslóð kvikmyndaunnenda þegar hann hýddi Margaret Lockwood með svipu í frægri ást- armynd, „The Man in Grey“ (1945) og braut fingurna á Ann Todd með gildum staf í viðlíka frægri ást- armynd, „The Seventh Veil“ (1946). En í enda síns langa ferils innan kvikmyndanna hafði honum tekist að leika sig út úr óþokka- rullunni og hafði öðlast vídd, sem náði allt frá Shakespeare í mynd- inni Julius Caesar með Marlon Brando og John Gielgud — til Ag- atha Christi, „Evil under the Sun“. Virðuleg rödd hans og sorg- mædd, aristókratísk ásjóna huldi uppruna hans, Huddersfield í Yorkshire, þar sem hann fæddist árið 1909. Hann var skírður James Neville Mason en millinafnið not- aði hann aldrei. Faðir hans var ullarkaupmaður og menntun sína hlaut Mason í Marlborough og Cambridge þar sem hann lagði stund á arkítektúr en var svo óheppinn að þurfa að leita sér að atvinnu árið 1931, mitt í krepp- unni miklu. Hann fékk hvergi vinnu sem menntun hans sæmdi svo hann hélt af stað til London með tvö pund í vasanum að leggja stund á tómstundagaman sitt, leiklist. Hann rakst á auglýsingu í blað- inu „The Stage“, sem hann svaraði og hlaut fyrir bragðið hlutverk Yussupovs prins í „Rasputin" hjá litlu ferðaleikhúsi, „The Aldershot Hippodreome". Leikferðin tók snöggan enda þegar leikfélagið varð gjaldþrota. Mason lét það ekki á sig fá heldur fór aftur til London. Hann lék í Old Vic á ár- unum 1933 til ’34 og síðan í Dublin á írlandi þar sem hann var frá 1934 og ’37 og lék þá hin fjöl- breytilegustu hlutverk, sem kenndu honum, eftir því sem hann sagði seinna, „nokkurn veginn hvað þarf til að leika aðalhlut- verkið“. Hann lék í fyrsta sinn í kvikmynd árið 1935, frétta- mann í mynd sem hét „Late Extra“. Þótt hann léki vel á svið- inu, var það í kvikmyndunum, sem persóna hans hafði mest áhrif. Flest kvikmyndahlutverk hans i byrjun voru veigalítil og í mynd- um sem kostuðu lítið. Sem fyrr- verandi menntamaður frá Cam- bridge hafði hann burði í að leika, leikstýra, skrifa handrit og fara með aðalhlutverkið í sínum eigin myndum, rétt eins og Orson Well- es átti eftir að gera nokkrum ár- um seinna. Mason gerði sína fyrstu kvik- mynd árið 1939 fyrir lítinn sem engan pening. Hún var öll tekin upp til sveita í Englandi til að spara kostnað og var um morð- ingja, sem Mason lék. „I Met a Murderer" hét myndin og var langt frá því að vera fullkomin, aðallega vegna lítilla peninga, sem í hana fóru, en leikur Masons þótti með afbrigðum góður. Myndina gerði hann með konunni, sem hann giftist tveimur árum seinna, Pamelu Kellino. En það var basl að koma myndum á markað og þegar Mason hóf feril sinn, sem vinsæl kvikmyndastjarna fyrir al- vöru, í vinsælum breskum mynd- um eins og „Thunder Rock“, „The Man in Grey“, „Fanny By Gas- light“, „They Were Sisters", „The Seventh Veil“ og „The Wicked Lady“ lagði hann metnaðarfulla drauma sína um að framleiða myndir til hliðar og einbeitti sér að stjörnuhlutverki sínu á sviði og í kvikmyndum. Sennilega lék hann best á ævinni í myndinni, „Odd Man Out“ í hlutverki írsks byssu- manns, en það var uppáhalds- mynd Masons sjálfs. Um það leyti eða á árunum 1944 til ’47 var hann efstur á lista yfir vinsælustu leik- ara Bretlands. Og það var einnig um þetta leyti, sem hann fór að haga sér opinberlega á þann hátt, að slúðurdálkar urðu uppfullir af sögum um hann og það sem hann sagði, ekki hvað síst um breska kvikmyndaiðnaðinn. Um J. Arthur Rank, stærsta nafn innan breska kvikmyndaheimsins, sagði Mason á þessum tíma: „Hann er það versta, sem dunið hefur yfir breska kvikmyndaiðnaðinn." Mörgum árum seinna sagði hann um þetta tímabil sitt: „Ég býst við því að vinsældirnar hafi gert mig djöf ... hrokafullan, þótt ég hafi ekki tekið eftir því þá. Einhvern veginn bauð mér við allri athygl- Úr „The Verdict' inni, sem ég fékk í blöðum, vegna þess að mér fannst að það hefði verið meira gagn í henni ef blöðin hefðu tekið meira eftir mér nokkr- um árum áður, þegar ég þurfti raunverulega á athyglinni að halda." Meðal þeirra, sem hrifust af leik Masons í myndinni, „The Seventh Veil“ var bandaríski leikstjórinn D.W. Griffith. En Mason hafði orðið sífellt óánægðari með þær myndir, sem honum buðust og það sem hann kallaði hengingartak Arthur Ranks á kvikmyndaiðnað- inum í heimalandi sínu, svo hann ákvað að hverfa til Bandaríkj- anna. Hann var þá á hátindi ferils síns. Það var árið 1947, sem hann kom til Hollywood með Pam- elu konu sinni, fimm síamsketti, heldur mikið sjálfsálit og brenn- andi áhuga á að slá í gegn. Hann fékk fljótlega orð á sig fyrir að vera hrokagikkur með hvassa tungu og hann eignaðist fáa trausta vini í Hollywood og fljót- lega fór að bera á hjá honum sterkri óvild í garð Bandaríkj-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.