Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Fuglageymsla Ernst Lilttgers. Forfallnír fálka- áhugamenn — eru þeir kallaðir Ungur, íslenskur haförn sem villist af leið og hrekst alla leið til Norður-Þýskalands má þakka sínum sæla fyrir að lifa ferðina af. Einn slíkur fannst vængbrot- inn við strönd Norður- sjávar fyrir nokkrum ár- um og góðir menn tóku hann í gæslu og gerðu að sárum hans. Ekki vildu þeir halda honum og afhentu hann Josef Hiebeler, sem er mikill ránfuglaaðdáandi og rekur fuglagarð í kast- ala í Bæjaralandi. ís- lenska haferninum var gefið nafnið Atlanta. Hann er orðinn átta vetra og nógu þroskaður til að hjálpa til við fjölg- un fugla í garði Hiebl- ers. En venjulega stend- ur hann bundinn á bás og gestir góna á hann án þess að vita að hann var eitt sinn frjáls í ís- lenskri náttúru. Karlar í köstulum Hiebeler er einn þeirra Þjóð- verja sem lifa fyrir ránfugla. Hann var átta ára þegar afi hans, sem var dýralæknir, gaf honum veikan fálka. Hann annaðist hann vel og tamdi og hefur ekki losnað við fuglabakteríuna síðan. „Ég fór með afa á veiðar og hafði óhemju áhuga á ránfuglum," sagði hann. „Náttúrufræði var mitt uppá- haldsfag í skóla og nú er ég lærður búfræðingur." Hann stefndi að því að reka eigin fuglagarð og fann loks gamla Rosenburg-kastalann, ónotaðan á hæð, miðja vegu á milli Munchen og Niirnberg. Hann fékk kastalann á leigu hjá stjórn Bæjaralands, eyddi hárri fjárhæð í að gera hann upp og rekur nú fuglaræktunarstöð, rannsóknar- stöð og sýningargarð fyrir al- menning. „Ég á alla fuglana sjálfur," sagði hann, og stoltið leyndi sér ekki í röddinni. Hann á allar stærðir og gerðir af ránfuglum, nema hvað íslandsfálka vantar. Þegar hann heyrði að íslendingur væri kominn í heimsókn lyftist á honum brúnin og hann vildi allt fyrir gestinn gera. Kannski gæti hann útvegað honum eitt stykki fálka í staðinn? Röddin breyttist þegar hann talaði um fálkana, ást- in og aðdáunin leyndi sér ekki, og það kom í ljós að ekkert jafnast víst á við íslandsfálkann. Ernir eru þó sérgrein Hiebelers. Hann er 34 ára og á fleiri kon- ungsarnarpör en eru á lífi í öllum Ölpunum. Hann varð fyrstur til að rækta konungsörn í haldi, þegar hann var 17 ára gamall. Hann læt- ur alla sína fugla fljúga, uglur og haferni jafnt sem aðra, og gestir koma fyrst og fremst í garðinn til að fylgjast með því. Margt ungt fólk er í vinnu hjá honum. Hann segist sjá strax hVort fólk hefur „fuglatilfinninguna" i sér eða ekki. Arnaráhuginn flækti Hiebeler í réttarhöld sem voru haldin yfir fuglaþjófnum Peter Baly í júlí. Hi- ebeler keypti konungsörn sem Baly var dæmdur fyrir að stela úr Kasselburg-kastalagarði, sem Dominik Kollinger rekur í Eifel- héraði. Kollinger frétti frá Ernst Luttger, öðrum fálkaáhugamanni, sem hefur nýlega komist yfir kast- ala í Austurríki þar sem hann mun væntnlega geyma sína fugla í framtíðinni, að Hiebeler hefði keypt örn og stolna fuglinum var skilað. Hiebeler og Kollinger hafa verið blessunarlega lausir við inn- brot í kastalana, með undantekn- ingum þó. Baly stal konungserni Kollingers og skömmu seinna var þremur förufálkum stolið úr kast- alagarði Hiebelers. Honum sagð- ist svo frá: „Það var einn sólbjartan dag í fyrra að mér veittist sá heiður að fá Konni Ciesielski og frú frá Köln í heimsókn. Ég hafði aldrei séð manninn með hvíta slipsið, á hvíta Range Rovernum, fyrr og var for- vitinn, ég hafði heyrt svo margt um þennan mikla fálkaáhuga- mann. Þau skoðuðu garðinn en höfðu mestan áhuga á fjórum förufálkum. Ég hringdi 1 Otto Scheglmann, kunningja minn hjá tollgæslunni í Nurnbeg, þegar þau voru farin og sagði frá heimsókn- inni. „Þig mun vanta nokkra fugla eftir fáeina daga,“ sagði hann. En ég var öruggur með mig og sagði: „Ékki mig.“ Nokkrum dögum seinna voru þrír fuglanna, sem Ciesielski-hjónin höfðu mestan áhuga á, horfnir." Ekkert var hægt að sanna í þessu máli. Svipað hefur reynst um innbrot hjá Luttger. Hann ferðast mikið og fullorðnir for- eldrar hans líta eftir fuglunum fyrir hann á meðan. Þau vöknuðu eina nótt í fyrra við eitthvert þrusk og litu út um gluggann en sáu ekkert athugavert. Hurðin á eggja- og fuglageymslunni úti í garðinum var lokuð og fóru þau aftur að sofa. Næsta dag kom í ljós að þjófur hafði farið inn um þakgluggann á geymslunni og haft nokkra fugla á brott með sér. Lúttger geymdi fuglana áður á af- girtu svæði úti í skógi skammt frá heimili sínu. Hann býr í grennd við Limburg. Þjófabjöllukerfi var tengt í girðinguna en eina nótt fór allt loftvarnakerfi bæjarins af stað og enginn heyrði í þjófabjöll- unum þegar einhver fór yfir girð- inguna og hreinsaði út hjá Lútt- ger. Hann var svo heppinn að fugl- arnir voru mjög hátt tryggðir og hann fékk þá endurgreidda. — Luttger þykir ótrúlega duglegur við ræktun förufálka. Hann ferð- ast mikið um Suður- og Austur- Evrópu og herbergi hans er fullt af minjagripum frá veiðiferðum í Pakistan. Móðir hans var stolt af syninum en faðirinn var augsýni- lega tortrygginn í garð allra ókunnra gesta, hann gat ekki verið viss um að þeir væru ekki fugla- þjófar á njósnaferð. Milligöngumenn Samkeppni milli fálkaáhuga- manna hefur aukist mjög síðan eftirspurn eftir fálkum jókst í Miðausturlöndum, verð margfald- aðist og fuglarnir urðu fágætari íslenski haforninn, Atlanta, f fuglagarðinum Rosenburg. Niesters læsir hvíthöfðaernina sína rammlega inni. og erfiðara að komast yfir þá. Fálkaáhugamenn vinna saman en oft slitnar upp úr og sumir stela frá öðrum og reyna að spilla fyrir viðskiptum. Innflutningur villtra fugla til V-Þýskalands var bann- aður árið 1976 en þeim hefur þó fjölgað mjög síðan þá. Áhuga- menn í svokölluðum ræktunarfé- lögum skiptast á eggjum og fugl- um og sumir eru svo heppnir að fuglahjónin þeirra geta átt mörg- um sinnum fleiri unga en gerist og gengur með venjulega fugla. Hjónin eru notuð til að klekja út illa fengnum eggjum úr náttúr- unni og þannig fæðast „löglegir" fuglar sem mönnum er heimilt að versla með. Ekki geta allir fálkaáhugamenn helgað sig fuglunum, eins og Hieb- eler og aðrir hafa gert. Þeir þurfa að vinna almenn störf, en bakterí- an er oft sterk. Það er sagt um Polachek nokkurn, sem seldi Hieb- eler stolna konungsörninn, að hann hafi langað svo mjög í ákveðinn rándýran fugl að börnin fengu ekki jólagjafir árið sem hann var að safna fyrir fuglinum. Polachek hefur nokkrum sinnum útvegað Hiebeler fugla, alltaf með löglegum skilríkjum þó. Hann hef- ur líka verslað með fugla frá Cies- ielski en einhverjir þeirra eru taldir hafa verið í eigu Lúttgers upphaflega. Polachek er góður vinur Klaus Húbner, sem er giftur gamalli góðvinkonu Peter Baly. Húbner er lærður bakari en hefur mikinn áhuga á ránfuglum og var lengi formaður í félagsskap ungra fálkaáhugamanna í kringum Köln. Þar kynntist hann Baly og þeir urðu góðir vinir. Húbner vann um tíma hjá Ciesielski, hann rekur byggingarfyrirtæki sem gerir við gömul þök og ver þau fúa. Þeir voru ágætir kunningjar og Cies- ielski bauð honum eitt sinn 50.000 v-þýsk mörk og byggingarlóð ef hann vildi hjálpa til við að útvega fugla í fálkasafnið. Ingrid Húbner var á móti að hann tæki tilboðinu. „Það gengur ekki með konu og barn að vera alltaf á ferðinni," sagði hún. „Ég hefði farið frá hon- um ef hann hefði tekið tilboðinu." Húbner var ljóst að hann myndi m.a. ferðast til íslands, ef hann tæki boðinu, og sagðist hefði gert það ef hann hefði verið einhleyp- ur. Hann vildi ekki segja hver byggði á lóð Ciesielskis en sagði að synirnir hefðu tekið við starfinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.