Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984
15
Loksins
— eftir Arna
Halldórsson
Ekki get ég neitað því að hrifinn
varð ég þegar ég fletti Mogganum
á sunnudaginn var (9. september).
Á bls. 30 hefst viðtal við Jón
Ingvarsson og ber það fyrirsögn-
ina: Frjáls álagning og frjálsir
vextir ... hvers vegna ekki frjáls-
an gjaldeyrismarkað?
Mér flaug í hug það sem kerl-
ingin mælti forðum daga: „Mikið
var að beljan bar.“.
Ef ég hef skilið prófessor Ólaf
Björnsson rétt, þegar hann var að
reyna að troða hagspeki í haus
okkar laganema fyrir nær 40 ár-
um, eru frjáls gjaldeyrisviðskipti
einn af hornsteinum viðskipta-
frelsisins. Ef þeim steini er kippt í
burtu er ekki um frjálsa verslun
að ræða, rétt eins og friðþæg-
ingarkenningin fellur máttlaus, ef
helvíti er afnumið.
- 0 -
Þjónustugeiramenn, eða blý-
antsnagararnir, svo notað sé orð-
færi Guðna heitins Jónssonar
skipstjóra, hafa lengi átt í basli
með rekstrargrundvöll sjávarút-
vegsins, enda hefir sá grundvöllur
oft og lengi verið einhverstaðar
úti í hafsauga.
Af því hefir leitt að grípa hefir
þurft til allskonar bjargráða til
þess að það fólk sem brauðfæðir
sig af fiskifari og fiskvinnslu hafi
eitthvað fyrir sig að leggja.
- 0 -
Þessi bjargráð hafa verið fólgin
í allskonar ölmusum úr ríkissjóði,
auk gengisfellinga, enda löngu svo
komið að meginþorra þjóðarinnar
finnst það harður kostur (val-
kostur) að standa undir endalaus-
um styrkjum og ölmusum, jafn-
framt þvf að þurfa sí og æ að axla
ok gengisfellinganna.
Eins og gengur hafa slordónar
ekki kunnað að meta og þakka það
sem fyrir þá er gert, enda eru laun
heimsins vanþakklæti og mikið
vill meira. Oft hefir vanþakklæti
þeirra verið ámóta og Hallgrims
lítill hluti þeirra útlendinga sem
hingað koma kaupa bækur. En lít-
ill hundraðshluti alls ferðamanna-
straumsins á ári hverju hlýtur að
vera bókmenntafólk, fólk sem vill
kynnast því hvernig ort er og skrif-
að hér, einmitt á okkar tímum. Vill
geta haft heim með sér og lesið i
næði eða sent héðan lesefni handa
vinum og ættingjum eða jafnvel
allt þetta.
Auðvitað yrðu slíkar útgáfur
hvorki gróðavegur fyrir útgefend-
ur né höfunda. En hér verða flestir
að sætta sig við ótrúlega lága árs-
sölu af bókum sínum og myndu
hvort eð væri aldrei lifa af þeim
tekjum sem inn koma fyrir bóka-
sölu. En vel gæti svo farið að sala á
efni eftir suma höfundana, ef bæk-
ur þeirra væru gefnar út í þýðing-
um og seldar hér á landi, yrðu
a.m.k. hálfdrættingstekjulind á við
það, sem þeir selja á frummálinu.
Bókmenntaiegir útlendingar, sem
hingað koma, eru áreiðanlega ekki
miklu færri en þeir væntanlegir
kaupendur sem kunna að falla í
hlut hvers einstaks rithöfundar
innanlands. Raunverulegir bók-
menntalesendur skiptast á ári
hverju á milli þó nokkurra bóka,
enginn hefur efni að kaupa allt
sem hann kynni að óska sér. Hér
yrðu þýddu bækurnar tiltölulega
fáar.
Hér geri ég ekki nánar grein
fyrir þessu máli. Það er nú að
koma á dagskrá og verður rætt
nánar siðar. En þýðing isl. bóka, ef
vel tekst með val þeirra og sölu-
skipulagningu, er fyrst og fremst
auglýsing fyrir þjóðlíf okkar og
menninmi og myndi vekja nýja for-
vitni á Islandi.
Jón úr Vör.
heitins Péturssonar, er hann
þakkaði veittan beina með vís-
unni:
Úti stend ég ekki glaður,
illum þjáður raununum.
Þraut er að vera þurfamaður
þrælanna í Hraununum.
- 0 -
Finnbogi hét maður Guð-
mundsson, kenndur við Gerði á
Rosmhvalanesi. Hann var kosinn í
fyrstu stjórn LlÚ og fyrstu stjórn
SH og sat í stjórn þeirra félaga
nær óslitið meðan þrek entist.
Finnbogi ritaði margar greinar
í Morgunblaðið um „vanda útgerð-
arinnar" og ef ég man rétt var
hann ákafur talsmaður þess að út-
vegsmenn fengju að selja sinn
gjaldeyri á frjálsum markaði.
- 0 -
í viðtalinu við Jón Ingvarsson er
haft eftir honum:
„Nú er mikið talað um aukið
frelsi á öllum sviðum viðskipta-
lífsins. Frjáls álagning og frjálsir
vextir. Hvers vegna getur gjald-
eyririnn sem útflutningsatvinnu-
vegirnir afla ekki fundið sitt rétta
verð á frjálsum gjaldeyrismark-
aði. Ef til vill fengist með því hin
eina rétta gengisskráning."
Um Ieið og ég þakka Jóni Ingv-
arssyni fyrir þessi orð heiti ég á
hann að fylkja liði til framgangs
þessu máli. Það ætti varla að
verða mjög erfitt, því:
Vilja ekki útvegsbændur, sjó-
menn, starfsfólk i fiskiðnaði og
allir aðrir slordónar reka af sér
ómagaorðið?
Vill ekki þjónustugeirinn losna
undan eilífum ölmusugjöfum til
framfærslu öllum þeim, sem hafa
uppeldi sitt af fiskifari?
Árni Halldórsson
„Þjónustugeiramenn,
eða blýantsnagararnir,
svo notað sé orðfæri
Guðna heitins Jónsson-
ar skipstjóra, hafa lengi
átt í basli með rekstrar-
grundvöll sjávarút-
vegsins, enda hefir sá
grundvöllur oft og lengi
verið einhverstaðar úti í
hafsauga.“
Vilja ekki stjórnvöld, og sá
herskari sem með þeim vinnur að
útreikningi bjargráðanna, losna
undan þeim vanþakkláta vanda er
fylgir fjáröflun til fátækrafram-
færslu og útdeilingu náðarbrauðs-
ins?
Eru ekki allir sammála um að
best sé að hver éti úr sínum dalli,
svo sem kostur leyfir?
Egilsstöðum, 11. september 1984
Árai fUlldórsson er hæstaréttsr-
lögmaður, búsettur á Kgilsstöðum.
VETRARAÆTLUN innanlandsflugs
Arnarflugs tók gildi 15. september
og er (logió til tíu staða, alls 38 sinn-
um í viku, og notaðar flugvélar af
gerðunum Twin Otter með 19 far-
þegasæti og Cessna 402C með níu
farþegasæti.
Nú hefst flug að nýju til Grund-
arfjarðar, eftir tveggja ára hlé.
Fyrst um sinn verður flogið þang-
Sölumaður óskast
Óskum eftir sölumanni á islandi til aö sjá um sölu á
loftpressum, (ýmsar gerðir), þrýstiloftsknúnum tækjum
og ýmsum iðnvarningi.
Þeir sem áhuga hafa snúi sér sem fyrst til:
BAHIBFT
Postboks 112,
2680 Solred strand,
Danmark. Sími 45-3-14 14 89
LITGREINING MEÐ
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN
MYNDAMÓT HF.
Ut um allan heim
Við erum skiptinemasamtök sem störfum í 23 lönd-
um í 6 heimsálfum. Allir á aldrinum 18—25 ára eiga
möguleika á að koma sem skiptinemar árið
1985—1986 ef þeir sækja um fyrir 1. desember nk.
Alþjóðleg ungmennaskípti.
Fríkirkjuvegi 11.
101 Reykjavík.
Sími 24617.
Arnarflug aftur með áætl-
unarflug til Grundarfjarðar
að tvisvar í viku, á mánudögum og
föstudögum.
Til annarra áætlunarstaða Arn-
arflugs er flogið sem hér segir: Til
Gjögurs og Hólmavíkur tvisvar í
viku, til Bíldudals þrisvar í viku,
til Blönduóss, Flateyrar og Suður-
eyrar fjórum sinnum í viku, til
Siglufjarðar fimm sinnum í viku
og sex sinnum í viku til Rifs og
Stykkishólms. Krétt frá Arnarnu{i.
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
Tónleikar í Háskólabíói
laugardaginn 27. októ-
ber kl. 14.00.
Efnisskrá:
Atli Heimir Sveinsson, Infinitesimal Fragment of
Eternity L.v. Beethoven: píanókonsert nr. 3.
Jóhannes Brahms synfónía nr. 2, stjórnandi: Jean-
Pierre Jacquillat. Einleikari: Nicolas Economu.
Aógöngumiöar í bókaverslun Sigfúsar Eymundsson-
ar og Lárusar Blöndal og ístóni, Freyjugötu 1.
Sintóníuhljómsveit fslands.
Hjá Tomma og Tótu
Þau ástunda lífsstíl, sem telst ekki almennur, boröa
langlífisfæöi samkvæmt austurlenzkum kenningum
um yin og yang. Eftir Guöbrand Gíslason.
Meö 13 í taumi
Nú aö göngum og réttum afloknum er rifjuö upp
svaöilför yfir Kjöl i fjallferö fyrir 38 árum. Gísli Sig-
urösson segir frá.
Út í dagsljósið
Sú breyting hefur oröiö í Listasafni Einars Jónsson-
ar, aö búiö er aö steypa mörg verk í eir og koma
þeim fyrir í einkar fallegum garöi, sem er borgar-
prýöi.
Listamaöur meö barnshjarta
Minnst 100 ára afmælis alþýöulistamannsins Sam-
úels í Selárdal.
Vönduð og mennirigarleg helgarlesning