Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 19

Morgunblaðið - 26.10.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 19 Tvískipt Finnbogi Marinósson „Twisted sister“ Stsy Hungry Með miklum kjaftagangi, skrautlegum yfirlýsingum og ágætri plötu tókst Twisted Sist- er að vekja á sér töluverða at- hygli á síðasta ári. Platan var þeirra önnur breiðskífa og sá sem stóð fyrir kjaftaganginum var forsprakki flokksins, Dee Dee Snider. Fyrsta platan hafði verið léleg og þótti ekki gefa fyrirheit um að eitthvað rættist úr sveitinni. En hljómsveitin hefur ekki látið svartsýnishjal aftra sér og fyrir nokkru kom út þriðja breiðskífa flokksins og heitir hún „Stay Hungry". Á plötunni eru 9 lög og skipt- ast þau i tvo hópa, góðan og slæman. Þau lög sem góð eru á plötunni eru fyrstu tvö lögin á hvorri hlið. Titillagið er ágætt keyrslulag sem þarf nokkra hlustun áður en það kemur til. Trommuleikur A.J. Pero eyði- leggur lagið að dálitlu leyti. Áslátturinn hefði mátt vera mun einfaldari og hægari. En lagið venst og batnar frá fyrstu hlust- un. Næsta góða lag er „We’re Not Gonna Take It“. Þar er takt- urinn gangandi og laglínan og uppbygging lagsins er í ætt bar- Karlaveldi bárujárns- ins storkað Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Lita Ford Dancing On The Edge Marcury/Fálkinn Þær eru ekki margar konurn- ar/stúlkurnar/píurnar/gellurn- ar/skvísurnar (strikist út eftir smekk) sem lagt hafa til atlögu við bárujárnsrokkið. Enn færri hafa gert það af einhverju viti. Lita Ford er þó þar veruleg undantekn- ing. Á sínum tima léku þær saman í hljómsveitinni Runaways, Lita Ford og Joan Jett, ef mig mis- minnir ekki. Jett sló í gegn fyrir 2—3 árum með fyrstu sólóplötu sinni en hefur siðan nær horfið í fjöldann á ný. Mér er til efs að þetta framlag Litu Ford gleymist i bráð. Að því er ég best veit er Danc- áttusöngva. Raddirnar gefa því skemmtilegan blæ og minna á hljómsveitina Slade. Gitarsóló Eddiear fullkomnar siðan lagið. Sára einfalt og passar fullkom- lega við andann í laginu. Dálítið sem margar hljómsveitir mættu taka sér til fyrirmyndar. Þriðja góða lagið á þessari plötu er „I Wanna Rock“. Léttur rokkari sem gæti orðið vinsæll í sam- kvæmum rokkunnenda. Þetta er eina lagið á plötunni þar sem Dee Dee notar hraðann í söngn- um. En hann getur miklu betur og er skaði að ekki skuli heyrast meira til hans. Siðasta lagið sem getur talist gott er „The Price". Osköp hlutlaust lag sem frekar er popp-rokkari en þungarokk, en vel gert og miklu betra en annað á plötunni. Já, það sem ekki hefur verið minnst á eru „Burn In Hell“, „Horror-Teria" og „The Beast" svo eitthvað sé nefnt. Dee Dee er hér að reyna að byggja upp ein- hverja hræðilega hallærislega hryllings ímynd í kringum hljómsveitina. En honum fer betur að semja og syngja lög þar sem barátta, bros og lífsgleði ræður ríkjum. Lögin eru þung og sumstaðar hæg. Það virðist ekki vera á færi hljóðfæraleikaranna að gera þetta svo því er betur sleppt. A heildina litið er platan þokkaleg. Hljómgæðin eru ágæt en „sándið" frekar þunnt. Dee Dee er góður söngvari svo lengi sem hann reynir ekki að dýpka röddina í einhverju bulli um hel- víti og heimsóknir þangað. ing On The Edge fyrsta breiðskifa Ford og vonandi ekki sú síðasta. Hér er kannski ekki alveg óheflað bárujárn á ferðinni en skrambi hresst rokk engu að síður og það í þyngri kantinum. Hvert þrumu- lagið rekur annað og það varð ég að segja hreint út, að ég hef aldrei heyrt jafn snjallan gítarleik frá rokkkvendi — sumir gitarleikarar í þekktum sveitum mættu jafnvel vera stoltir af tilþrifunum. Auk þess að sjá um allan gítarleik á plötunni, syngur Ford og semur lögin að mestu. Einn aðstoðar- manna hennar, Jeff Lieb, semur hluta þeirra, ýmist einn eða með henni. Ford er með ágæta menn með sér, Randy Castillo á trommur og Hugh McDonald á bassa, auk þess sem Aldo Nova og Robbie Kondor leika á hljóðgervla á plötunni. Þeirra framlag er þó afar lítt áberandi innan um öll gítarsólóin og kröftuga rödd Ford. Þrátt fyrir góða aðstoðarmenn er það þáttur Ford, sem gefur plötunni það sterka yfirbragð, sem raun ber vitni. Gítarinn er framarlega í hljóðblöndun og kemur vel út, sem og platan í heild. Með Litu Ford held ég að kven- fólkið hafi loksins rofið skarð í brimvörn karlrembusvina báru- járnsrokksins. Ég held að allir sannir unnendur þessarar tónlist- ar hljóti að fagna þessari plötu Litu Ford. Sex lisUmenn sýna nú á Septem-sýningunni. A myndinni eru, Ulið frá vinstri: Jóhannes Jóhannesson, Guðmundur Benediktsson, Guðmunda Andrésdóttir, Valtýr Pétursson, Ari Kárason, en hann var að aðstoða við að hengja upp sýninguna, og Kristján Davíðsson. SEPTEM ’84 Bragi Asgeirsson Þegar þetta er ritað, hefur Septem-sýningin staðið yfir í viku og uppskorið mikla athygli og góða aðsókn. Þetta er í tólfta skiptið í röð, sem listhópurinn sýnir og er slíkt úthald með eindæmum í íslenskri listasögu. Þá ber að geta þess, að elstu meðlimir hópsins mynduðu kjarna hinna svonefndu Haust- sýninga í aldarfjórðung. Flestir listhópar, sem stofnaðir hafa verið hérlendis í kringum myndlist, hafa lifað sitt blóma- skeið í örfá ár, en dagað svo uppi, jafnvel þótt þeir hafi markað drjúg spor í þróunarsögu ís- lenskrar myndlistar. En slíkt er ekkert einsdæmi og á sér ótal hliðstæður erlendis. Margur mun hafa haldið, að án hins öfluga framlags Sigurjóns Ólafssonar ár hvert myndi sýn- ingarhópurinn draga saman segl- in, en svo er ekki, því að þeir hafa fundið rétta tóninn í framhald- inu, þar sem er Guðmundur Bene- diktsson, myndhöggvari. Hann er gestur sýningarinnar í ár og hef- ur ekki i annan tíma verið betri né hressari. Guðmundur sýnir 10 skúlptúra unna í eir og gips, sem falla mjög vel inn í heildarmynd sýningarinnar, raska henni hvergi, en lyfta upp stemmning- unni. Guðmundur hefur hin síðari ár verið í stöðugri sókn sem mynd- höggvari og fer það saman, að hann hefur haft rýmri tíma frá dagsins önn og þannig getað helg- að sig myndlistinni af auknum krafti. Það þýðir ei heldur að ætla sér að ná viðunandi árangri með því að dútla við hlutina hvort heldur er í skúlptúr eða málaralist — hér gildir að fórna sér öllum. Guðmundur hefur ekki unnið áður í gipsi en ferst það dável úr hendi einkum í mynd eins og nr. 59, en annars eru allar myndir hans mjög jafngóðar og þannig mjög persónubundið, hverjar einkum taka hug sýningargests- ins. Það er risastórt málverk eftir Kristján Davíðsson, er blasir við sýningargestum, er inn í vestur- sal er komið. Málverkið er málað í minningu Ragnars Jónssonar f Smára, eins konar lífsóður í lit- um, línum og formi. Einstaklega falleg mynd og máluð af inn- blásnum krafti og fjörleika. Smá fljúgandi form fylla mikið blátt rými líkast táknum um mann, er lét stjórnast af hugarleiftrum, — blossandi tignaranda, er lét hvergi staðar numið í viðleitni sinni við að gera lífið öðrum feg- urra. Kristján er mjög öflugur á þessari sýningu og framlag hans því drjúgt. Jóhannes Jóhannesson er einnig mjög öflugur í verkum sínum, hann staðfestir hér enn einu si- nni, hve traustur málari hann er — þaulvinnur myndir sínar, um leið og hann getur brugðið fyrir sig mjög skynrænum og upplifuð- um formum líkt og í litlu mynd- inni „Frá Búðum“ (10). í mynd sinni „Kona og rautt form“ (15) samræmir hann gamla og nýja myndhugsun á skemmtilegan hátt — konan minnir á eldri myndir hans, en útfærslan á hin- ar nýrri. Myndin er einna líkust endurskini frá september-sýning- unum gömlu. Guómunda Andrésdóttir kemst sterkar frá þessari sýningu en mörgum öðrum — myndir henn- ar, þótt nokkuð þungar séu í und- irtóni, óvenju fjörlega málaðar og formið upplifað — en það er í hæsta máta vafasamt að setja myndir listakonunnar á sama stað og í fyrra — ekki eykur það á margbreytnina. Valtýr Pétursson á langflestar myndirnar á sýningunni eða 19 talsins, en flestar eru þær litlar eða í meðalstærð. Hann mætti hressilegar til leiks í fyrra með stórum og öflugum myndum. Myndir hans í ár einkennast af húsa-, báta-, hafna- og kyrralífs- formum, en þó er undantekning í fjórum myndum, er hann hefur unnið upp úr gamalli módelteikn- ingu. Þar kemst hann næst því að sýna þær sviptingar, sem komu fram í sumum mynda hans í fyrra. Loks ber að geta sjö mynda eftir hinn nýlátna meistara óhlutbundna formsins Þorvald Skúlason. Framlag hans sýnir svo ekki verður um villst, að eldsálin bjó í honum fram undir það sfð- asta, þótt kraftarnir væru farnir að þverra. Hér sjáum við m.a. þrjár síðustu myndir hans, (22), (23), (24), sem ég sá ekki betur en væru óáritaðar. Allar eru þær vel málaðar, og ein þeirra minnir meira að segja á síðustu mynd Van Gogh, þótt gjörólík sé í formi, lit og útfærslu. Hér eru það dökk form á flugi inn í ljósið. Mögnuð mynd eins og svo margt, er kom frá hendi þessa ágæta listamanns. Brenda Clarke: The Far Morning. Útg. Ilamlyn Paperbacks. Elaine Heriot elst upp hjá frændfólki sínu í Englandi á fyrstu árum aldarinnar. Foreldrar hennar eru ólánsfólk, faðir hennar verður fyrir því að drepa vændiskonu. Öllu verra er þó að móðir hennar er gyð- ingur. Afstaðan til Elaine dregur dám af því alla tíð. Þó að hér sé á ferðinni afþreyingarsaga sem er fyrirtaks skemmtileg er mjög svo virðingarvert hversu höfundurinn leggur sig fram um að lýsa ensku yfirstéttarsamfélagi á fyrstu ára- tugum aldarinnar, viðhorfi aðals- fólksins, þeim breytingum sem óhjákvæmilega fylgja í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri og því gyðingahatri sem blundar í Eng- lendingum þrátt fyrir allt. Þetta gerir höfundur vel og skilmerki- lega. Því er hér ekki bara ástar- og örlagasaga Elaine Heriot, sem er skemmtilega dreginn persónuleiki j og skýr, heldur er þjóðlífsmynstr- THEÍM BRENDA CLARKE inu fléttað verulega faglega inn í og þessi vefnaður tekst alveg prýði- lega. Elaine Heriot er dulítið skritin persóna af hálfu höfundar. Ærsla- full og óstýrilát í bernsku og þær breytingar sem verða á karakter hennar: Hún verður bæði sæt og fín og nærgætin og getur hreint hvorki afborið að neita fólki um nokkurn skapaðan hlut og sízt af öllu getur hún aðhafst nokkuð sem gæti sært einhvern sem henni er vel við. Þess vegna trúlofast hún tveimur vinum sínum, öðrum leyni- lega, hinum opinberlega og lendir í mikilli klípu, þegar hún getur nátt- úrlega ekki gifst nema öðrum. Og hann er ekki aldeilis finn pappír, hálfþýzkur drjóli sem skammast sín í bland fyrir að konan er gyð- ingur í móðurætt. Og það dynur margt og mikið yfir Elaine áður en hún öðlast „hamingjuna". Hún upplifir Þýzkaland á uppgangstíma nazista og þolir ótrúlegustu raunir. Svo fer allt vel að lokum. Það var ágætt. Og sagan er sem sagt bæði til fróðleiks og skemmtunar. Evelyn Anthony: Albatross. Útg. Jove novel 1984. Evelyn Anthony er ágætur af- þreyingarhöfundur, og tekst þó að halda sér á bara bærilegu plani, þótt vísast séu ekki fagurbók- menntir á ferð. Sögupersónan er Davina, sem hefur starfað f leyniþjónustu Breta við góðan orðstír. Hún giftist á sín- um tfma rússneskum kollega, sem flýði vestur og þeim var búinn griðastaður í Ástralíu. En Rússan- um er fyrirkomið og Davina snýr aftur heim, staðráðin að hefna harma sinna. Það er komið í ljós að í innsta hring bresku leyniþjónust- unnar er einhver á mála hjá Sovét- mönnum og þrír menn liggja undir grun: James White, yfirmaður þjónustunnar, Humphrey Grant, næstæðstur manna, og John Kid- son, sem er einnig kvæntur systur Davinu. Til að fá upplýsingar um hver svikarinn sé þarf Davina á öllu sínu að halda og vel það. Hún fær vinnu hjá auglýsingafyrirtæki Tony Waldens, til að hún verði ekki grunuð um að starfa fyrir leyni- þjónustuna, þá væri lfkast til allt unnið fyrir gig. í Moskvu er samskonar leikur Ieikinn, þar njósna allir um alla og menn og konur drepnir snarlega ef svik sannast — og jafnvel þótt ekk- ert sannist. Davina áttar sig á að svikarinn sem gengur undir dul- nefninu Albatross er að smjúga þeim úr greipum og það er setið um líf hennar. Allt virðist leka út og engum að treysta. Bráðspennandi bók með hæfi- legri rómantískri blöndu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.