Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 20

Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 Afganistan: Stjórnvöld reiðubúin til að láta franska fréttamanninn lausan Strawborg, París og Monkvu, 25. október. AP. í DAG ákvað þing Evrópubanda- lagsins að senda nefnd þing- manna til Afganistans til þess að freista þess að fá franska sjón- varpsfréttamanninn, Jacques Abouchar, leystan úr haldi, en hann var sem kunnugt er dæmd- ur í 18 ára fangelsi fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið. Öfgamaður hengdur í Tyrklandi Ankara, 25. oklóber. AP. Hryðjuverkamaðurinn Hidir Aslan, sem var félagi í kommún- istasamtökum er nefna sig „Bylt- ingarvegurinn" (Devyol), var hengdur í dag, en hann var nýlega fundinn sekur um árásir og mannrán og að hafa haft á prjón- unum áætlanir um stofnun komm- únistaríkis í Tyrklandi. Hafa þá 30 öfgamenn úr röðum hægri- eða •vinstrimanna verið líflátnir þar í landi frá byltingu hersins 1980. Boris N. Ponomarev, sem á sæti í stjórnmálaráði Sovétríkjanna, sagði franskri þingmannanefnd, sem er í heimsókn þar eystra, að afgönsk stjórnvöld væru reiðubúin til að leysa fréttamanninn úr haldi „af mannúðarástæðum", en franska þingið yrði að senda full- trúa til Afganistans til þess að taka við manninum og bera ábyrgð á honum. Engin dagsetn- ing var nefnd í sambandi við lausn fangans, aðeins sagt að hún yrði „fljótlega". Louis Mermas, forseti franska þingsins, sagði í París í dag vegna orða Ponoomarevs, að hann hefði skipað fulltrúa til að fara „þegar í stað“ til Kabúl. Ver afhendir lausnarbeiðni Á myndinni sést Fabian C. Ver, yfirmaður herráðs Filippseyja, afhenda Ferdinand E. Marcos forseta beiðni sína um tafarlausa lausn frá embetti. Gerðist þetta klukkutíma eftir að birt var álit meirihluta rannsóknarnefndar, sem rannsakaði aðdraganda morðsins á stjórnarandstöðuleiðtoganum Benigno Aquino. Var hershöfðinginn þar talinn viðriðinn málið. 56 mafíuglæpamenn handteknir á Ítalíu ERLENT Palermo, 25. október. AP. LÖGREGLA handtók í dag 56 meinta mafíufélaga, og má rekja þessar aðgerðir til játninga mafíuforingja í síðasta mán- uði. í hópi hinna handteknu eru bróðir og tveir frændur hins alræmda „páfa“ mafíunnar, að sögn yfirvalda. Handtökurnar í dag áttu sér stað á Sikiley og miðhluta Ítalíu. Jafnframt voru gefnar út hand- tökutilskipanir á hendur 64 mönnum til viðbótar. Hinn 29. september sl. handtók ítalska lögreglan giska marga mafíufé- laga í framhaldi af uppljóstrun- Er eitt eldfímasta mál aldarinnar í uppsiglingu? í dag verður tekin afstaða til rannsóknarinnar á banatilræðinu við páfa Róm. 25. oklóber. AP. ÍTALSKUR dómari, sem í þrjú ár befur rannsakað banatilræðið við páfa og grunsemdir um að búlg- arska leyniþjónustan hafi átt þátt I því, mun skýra frá niðurstöðum sínum á morgun, fóstudag. Vegna þessa máls er einn Búlgari í haldi hjá ítölsku lög- reglunni og sagði verjandi hans í dag að hann byggist við, að skjólstæðingur sinn yrði ákærð- ur fyrir aðild að morðtilræðinu 19. maí 1981. Þá reyndi Tyrkinn Mehmet Ali Agca að skjóta Jó- hannes Pál páfa til bana á Pét- urstorginu i Róm. Ilario Martella, dómari, sem stjórnaði rannsókninni, mun leggja niðurstöður sínar fyrir réttinn í Assisi en fréttamðnn- um verður aðeins sagt hver eða hverjir, ef nokkrir, verða ákærð- ir og hver ákæruatriðin eru. Að svo stöddu verður ekki greint nánar frá öðrum efnisatriðum. Saksóknari, sem kannaði málsskjölin 1 maí er leið, lagði til, að þrir Búlgarar og fjórir Tyrkir yrðu sóttir til saka vegna banatilræðisins og segja sumir, að ef svo fari, kunni réttarhöldin að verða þau eldfimustu á síðari tfmum. Saksóknarinn fyrnefndi, Ant- onio Albano, sagði við frétta- mann AP-fréttastofunnar í júní sl., að hann væri þess fullviss, að búlgarska leyniþjónustan, trú- lega með hjálp þeirrar sovésku, hefði lagt á ráðin um morðtil- ræðið í þeim tilgangi að lægja þjóðfélagsólguna i Póllandi, ættlandi páfa. Tilgátan er sú, að Sovétmenn hafi viljað ráða Jó- hannes Pál páfa af dögum vegna stuðnings hans við Samstöðu i Póllandi, fyrstu óháðu verka- lýðssamtökin undir kommún- isma. Búlgarar hafa margoft Myndin var tekin á Péturstorginu í Róm 13. mái 1981. Pá/i ók um torgió f opnum bíl og fólkið þyrptist að til að fagna honum. Lengst til vinstri sést hönd, sem beinir byssu að páfa. Einn vióstaddra var að uka kvikmynd af páfa á 8 mm filmu þegar skotið reið af. neitað þessum ásökunum og segja þær aðeins óhróðursher- ferð gegn hinum sósíölsku ríkj- um. Búlgararnir þrír, sem koma við sögu, eru Antonov, fulltrúi búlgarska ríkisflugfélagsins á Rómarflugvelli, Todor Aivazov, fyrrum gjaldkeri búlgarska sendiráðsins í Róm, og Zhelyo Kolev Vassilev, majór, fyrrum aðstoðarmaður hermálafulltrúa sendiráðsins. Antonov var hand- tekinn 25. nóvember 1982 og fyrst hafður í fangelsi en af heilsufarsástæðum var hann síð- an fluttur í íbúð í Róm þar sem hans er strangiega gætt. Hinir tveir komust áður til Búlgaríu. Tyrkirnir fjórir eru Oral Cel- ik, sem fer huldu höfði, Bekir Celenk, sem sagður er æðsti maður tyrknesku mafiunnar og nú í haldi í Búlgaríu, og Omer Bagci og Musa Sedar Celebi, sem báðir eru í ítölsku fangelsi. Ali Agca, Tyrkinn, sem reyndi að ráða páfa af dögum. Hann skýrði seinna frá því hverjir hefðu fengið sig til verksins. Hér er hann í strangri gæslu ítalskra lögrcglumanna. um Tommaso Buscetta, sem átt hefur aðild að gjörðum mafíunn- ar. 1 Rómaborg var handtekinn í dag Francesco Greco, fimmtugur læknir, yngri bróðir Michele Greco, sem fer huldu höfði, en að sögn Buscetta er Michele Greco „páfi“ glæpafélaganna. Stjórnar hann gjörðum mafíunnar ásamt „innri hring" 10 „kardinála". Að sögn ítalska innanríkis- ráðherrans, Oscar Luigi Scalfaro, hefur lögreglunni orðið mjög ágengt í tilraunum til að uppræta mafíuna. Tjáði hann þingheimi að samt væri þörf að stórefla lögreglusveitir Sikileyjar. Glæpamennirnir handteknu hafa flestir verið sakaðir um sölu á eiturlyfjum, en einnig um morð, fjársvik og ýmsa glæpi aðra. Chad: Frakkar fresta heimkvaðningu herliðs sfns Ndjamena, 25. oktðber. AP. FRAKKAR hafa ákveðið, að fresta brottkvaöningu her- afla síns frá Afríkuríkinu Tchad í a.m.k. fimm daga. Segja þeir ástæðuna vera þá, að Líbýumenn, sem einnig hafa her í landinu, hafi ekki virt samkomulag frá 16. sept- ember um að kalla lið sitt einnig heim. Frakkar hófu brottflutning hermanna sinna frá Tchad 25. september og hafa um 500 þeirra nú farið úr landi. Enn eru í land- inu um 3000 hermenn, flestir þeirra í höfuðborginni Ndjam- ena. Líbýumenn, sem styðja upp- reisnarstjórn Goukouni Oueddei fyrrum forseta, sem aðsetur hef- ur í norðurhluta landsins, hafa þar um 5000 manna herlið og virðist ekkert farasnið á þvi. Starfsmenn AP látnir lausir Beirét, 25. oktéber. AP. FJÓRIR starfsmenn AP-frétta- stofunnar f Beirú* voru látnir lausir í dag og eru allir við góða heilsu, en þeim var rænt á götu borgarinnar í gær. Enn liggur ekki fyrir hverjir stóðu að ráninu né hvers vegna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.