Morgunblaðið - 26.10.1984, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGliR 26. OKTÓBER 1984
29
Viótal: Einar Kárason
Ljósm./ Friðþjófur.
Þá var komid vor '79 og planlö
var aö gera nýja plötu. En svo fór ég
bara aftur á fyllerí í staöinn. Og þaö
var ekki fyrren seinna um sumarið
aö ég stóö allt í einu uppi og fann aö
þaö var ekkert eftir. Þaö var búiö
allt saman. Þaö var ekkert annaö aö
gera en bara láta sig hverfa inn í
hinn gráa massa.
Svo fór ég aö vinna á heildsölu
hjá Hilmari Helgasyni. Hugmynda-
fræöilega búinn aö snúa viö blaö-
Inu. Ég bara frestaöi öllu ööru en þvi
einfaldlega aö lifa frá degi til dags.
Til aö byrja meö fannst mér allt
svart þegar vímuefnin voru úr sög-
unni. En smámsaman fór ég aö upp-
götva lífiö uppá nýtt.
— Nú vikjum viö að æsku
skáldsins. Hvar hann væri alinn
upp?
— Ég er alinn upp í Noröurmýr-
inni og lifi verndaða bernsku í milli-
stéttarfjölskyldu. Faöir minn var
barnakennari og móöir min rithöf-
undur. Leiksvæöin þarna i kring
voru Klambratúniö, Öskjuhlíöin og
flugvöllurinn, sem var bannsvæöí.
Ef maöur stalst inná flugvöll gat
maöur átt þaö á hættu aö vera
skrifaöur upp, sem var mjög skelfi-
legt. Viö vorum þrjú systkinin og
einhver sköpunarárátta var ættar-
draugur sem fylgdi okkur öllum. Aö
geta ekki á heilum okkur tekiö nema
viö værum aö búa eitthvaö til.
— Hvenær er þaö sem þú leggst
í músík?
— Elvis Presley réöi mestu um
þaö. Hann kom inn í líf mitt þegar ég
var ellefu ára, haustiö '56. Þá kom
lagiö „Don’t be cruel” og óg varö
gagntekinn. ’57 kom svo „Too
much“ og þá keyptum viö bræöur
nóturnar, sem komu talsvert áöur
en lagið fór aö heyrast í Ríkisútvarp-
inu. Ég læröi nótur af sjálfum mér á
þessum árum, þaö var píanó heima
og ég var settur í gítarnám. Fyrstu
lögin sem ég samdi geröi ég aöal-
lega vegna þess aö mér fannst nót-
ur svo fallegar á pappír. Svo koma
öll þessi Elvis-lög, „All shook up“,
„Teddy bear,“ bíómyndin „Loving
you". Er hægt aö komast hjá þvi aö
veröa rokkstjarna ef maöur lifir á
svona tímum?
Ég skynjaöi alltaf
mína eymd, en var
bara alltaf að reyna
aö selja mér þaö aö
svona ætti lífiö aö
vera. Þetta væri
glamorinn, þetta
væri rómantíkin og
fínheitin. En inn-
ámilli leiö manni
alveg djöfullega.
— Féllu allir krakkarnir í hverf-
inu fyrir rokkinu?
— Nei, tæpast svona mikiö, ég
var mest einn i þessu. Enda held ég
aö þessi hugmynd um aö veröa
rokkstjarna sé sameiginleg með öll-
um einförum og svona pótensíal lús-
erum. Þeir hrifust af Elvis og sáu
uppreisnarmöguleikann. Einfararnir
gátu sigraö! Haustiö ’57 var ég
kominn í fyrsta bekk í gaggó, var ári
á undan af praktískum ástæöum, og
þá fer ég aö hrynja í einkunnum. Því
ég er aö pæla i Elvis-lögum allan
guösiangan daginn. Lá í Kananum.
Bróöir minn var þá í landsprófi og
kominn í hljómsveit og úr því ég var
alltaf aó syngja heima ákvaö hann
aö sýna mig hinum strákunum i
bandinu. En þeim leist ekkert á.
Höföu miklu meiri áhuga á aö fá
Helenu Eyjólfs með í kompaníið.
— Nú fer ég aö spyrja hann um
þaö hvernig sköpunaráráttunni og
músíkglamrinu hafi veriö tekiö i
foreldrahúsum. Og eftir nokkuö
miklar vangaveltur fellst Megas á
aö líklega hafi þetta veriö heldur
mælt upp í honum.
— Líklega var ég alinn upp til aö
veróa dýrkaöur snillingur. Ég ham-
aðist mikiö á píanó á þessum árum,
fékk tilfinningalega útrás meö því af
kalla fram ýmis óhljóó úr hljóöfær-
inu. Hin systkinin vildu náttúrlega fá
frió, en þaö var alveg haröbannaö
aö hefta snillinginn. Sem smákrakki
teiknaöi ég mikiö og þá var ákveöiö
aö ég yröi myndtistarmaöur. Og ég
hafði alltént mikiö privilegíó í for-
eldrahúsum, enda móöirin rithöf-
undur og faöirinn kennari, hlynntur
fögrum listum.
Ég var aö semja ódauöleg lög á
þessum árum, sem komið hafa á
plötum. Til dæmis „Gamli sorrí
Gráni" og „Gamli skrjóöurinn".
Bróöir minn fer aö læra á píanóiö,
hefur þrautseigju í aö æfa sig sýst-
ematískt, en hjá mér kemur strax
þessi tilhneiging til aö búa eitthvaö
til. Ég samdi menúett sem pianó-
kennari bróöur mins sá, og hann
sagöi aö svona myndi Mozart hafa
samiö fimm ára. Seinna samdi ég
svo allmikiö nútímatónverk sem hét
„Mishljómasamstæður."