Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 49

Morgunblaðið - 26.10.1984, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984 49 varð hún svo veik að fáir hugðu henni líf, jafnvel læknarnir gátu enga von gefið. En með dyggri og fórnfúsri hjálp yngstu dóttur sinnar og sterkri trú og vilja komst hún einnig yfir þetta. Á næstu árum lá hún oft á sjúkra- húsum, því auk hjartasjúkdóms- ins átti hún við ýmsa aðra kvilla að striða. Löngum dvaldi hún hjá elstu dóttur sinni og tengdasyni og einnig hjá yngsta syni sinum og tengdadóttur, en hjá þeim naut hún mikillar umhyggju og umönn- unar. Öll voru börnin henni hjálp- leg og þótti innilega vænt um hana. Eins og hún sáði uppskar hún ríkulega. En þó sjúkdómur hennar ætti ríkan hlut í lífi hennar og starfi þá upplifði hún margt af hinu góða. Tengdapabbi veitti henni mikla ástúð og umhyggju og hann lifði aðeins fyrir þrennfc Siggu, börnin og garðinn sinn. Einar lagði feiki- lega vinnu í garðinn á Þórustíg 20 og á sumrin var hann við vinnu i honum langt fram á nótt. Tengda- mamma var ekki alltaf jafn hrifin af þessari næturvinnu hans, þvi hún gat ekki sofnað fyrr en hann var kominn inn og lagstur. En þegar nýr dagur rann upp var allt gleymt og grafið þvi þá sá hún að hún átti einn fallegasta garðinn í allri götunni. Þegar barnabörnin voru lítil rápuðu þau út og inn úr eldhúsinu allan daginn og öll fengu þau kökubita og eitthvað að drekka og ef til vill eitthvað sem hún hafði prjónað. Á kvöldin kom svo fullorðna fólkið til að rabba saman um daginn og veginn. Þeg- ar börn og tengdabörn voru er- lendis komu þau oftast með smá- gjafir til Siggu og Einars sem þau kunnu vel að meta. Stöðugt gerðist eitthvað umhverfis Sigríði og eitt sinn upplifði hún það að verða bæði amma og langamma með að- eins 8 mínútna millibili. Hún átti margar góðar vinkonur og var í saumaklúbb í mörg ár. Fimm barna þeirra Sigríðar og Einars búa ásamt fjölskyldum sínum í Ytri-Njarðvík. Dóttir hennar býr á Selfossi og við búum í Hafnarfirði. Jarðarförin fór fram frá nýrri og fallegri kirkju þeirra Njarðvíkinga þann 11. ágúst síðastliðinn og jarðsöng séra Björn Jónsson. Margir, nær og fjær, komu til að fylgja Sigríði til grafar. Á langri lífsleið gaf hún mikið af sjálfri sér til byggðar- lagsins og var meðal annars ein af stofnendum kvenfélagsins á staðnum, einnig var hún i áratug leiðandi í starfsemi barnastúk- unnar Sumargjafar. Við þökkum henni fyrir margar góðar minningar og fyrir alla þá ástúð sem hún veitti okkur. Nú hvílir hún við hlið Einars i kirkjugarðinum i Innri-Njarðvík. Guð blessi minningu þeirra. Ég sendi fjölskyldunni innilega sam- úðarkveðju. Astrid Einarsson + Eiginkona min, GUÐRÍDUR ÓLAFSDÓTTIR, Háeyrarvöllum 46, Eyrarbakka, áöur Heimagötu 20, Veatmannaeyjum, lést í St. Jósefsspitala 21. október. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogsklrkju föstudaginn 26. október kl. 16.30. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 27. október kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Pétur Sigurösson. Eiginmaöur minn og faöir, HAUKUR KRISTINSSON, Núpi, Dýrafirði, lést í Sjúkrahúsi isafjaröar þriöjudaginn 23. október. Jaröarförin fer fram frá Núpskirkju mánudaginn 29. október kl. 14.00. Vilborg Guömundsdóttir, Margrét Rakel Hauksdóttir og fjölskylda. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, EDWARD J. FÆRSETH, sem lézt i Landakotsspítala 21. október veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. október kl. 10.30. Hulda Steingrímsdóttir Færseth, Unnur Færseth, Siguröur Friöríksson, Steingrímur Færseth, Þórunn Steingrímsdóttir, Einar Færseth, Dagmar Gísladóttir, Georg Turner Færseth og barnabörn. + Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, FLOSI ÞÓRORMSSON tré Féskrúósfiröi, Kleppsvegi 82, Rsykjavík, sem andaöist í Landspítalanum 1B. október sl. veröur jarösunginn frá Áskirkju laugardaginn 27. október nk. kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans láti Landspítalann njóta þess. Sigurborg Jónasdóttir, Ásgeröur J. Flosadóttir, Jóhannes Gunnarsson, Stefania Þ. Flosadóttir, Halldór Þórhallsson, Ellen Flosadóttir, Guðvin Flosason og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og htýhug í okkar garö vlö andlát og útför móöur okkar og ömmu, ELÍSABETAR METTU SIGURDARDÓTTUR, Furugeröi 1. Björgvín Ólafsson, Pétur Pétursson og barnabörn. + Eiginkona mín, dóttir okkar, móöir, tengdamóöir og amma, JÚLÍA SVEINBJARNARDÓTTIR, leiösögumaöur, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni i Reykjavík í dag, föstudaginn 26. október, kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið. Baldvin Tryggvason, Sveinbjörn Sigurjónsson, Soffía Ingvarsdóttir, Sveinbjörn 1. Baldvinsson, Jóna Finnsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson, Vilborg Rósa Einarsdóttir og barnabörn. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför, ÁRNA ÞÓRÐARSONAR, fyrrv. skólastjóra. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deildar 3-B Landa- kotsspítala fyrir frábæra umönnum. Ingibjörg Einarsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Ólafur Ottósson, Einar Árnason, Arndís Finnbogadóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúö viö fráfall og jaröarför ástkærs eiginmanns, fööur, tengdafööur, afa og langafa, PÁLS GUOJÓNSSONAR, húsasmíöameistara, Kirkjuteigi 13. Theódóra Sigurjónsdóttir, Guóm. Þór Pélsson, Ragnhildur A. Vilhjélmsdóttir, Hrafnhildur Valgarösdóttir, Karl Vernharósson barnabörn og barnabarnaböm. + Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og heiöruöu mlnn- ingu móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR, sem jarösungin var frá Keflavikurkirkju 29. september sl. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Sjúkrahúsi Keflavfkur fyrir góöa umönnun. Guöjón Jóhannsson, Ólöf Pétursdóttlr, Pétur Jóhannsson, Sveinbjörg Karlsdóttir, Agnes Jóhannsdóttir, Haraldur Sveinsaon, Jón Jóhannsson, Jóna Sigurgisledóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur okkar. HANNESAR BJARNASONAR, Félkagötu 15. Haukur Bjarnason, Ragnar Bjarnason. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, HANNESAR ÞJÓÐBJÖRNSSONAR, Suöurgötu 87, Akranesi. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Rannveig Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegt þakklæti sendum viö öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, EINARS ÁGÚSTSSONAR, Hólagötu 26, sem jarösunginn var frá Landakirkju þann 29. september sl. Guö blessi ykkur öll. Erla Haraldsdóttir, Kristbjörg Einarsdóttir, Guölaugur Ellertsson, Guöný Hrefna Einarsdóttir, Sigurður Hlööversson, Ágúst Ómar Einarsson, Guöný Elva Aradóttir, Einar Birgir Einarsson, Guörún Snæbjörnsdóttir, Viöar Einarsson, Matthildur Einarsdóttir, Halla Einarsdóttir og barnabörn. Fyrirliggjandi í birgðastöð STAL Stál 37.2 DIN 17100 Fjölbreyttar stærðir og þykktir sívalt ferkantað flatt SINDRA STALHF Ðorgartúni 31 sími 27222

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.