Morgunblaðið - 26.10.1984, Qupperneq 51
51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984
fyrrv. skólastjóri. Hann er sonur
Sigurjóns Einarssonar bónda á
Efra-Sýrlæk í Villingaholtshreppi
og konu hans, Guðrúnar ísleifs-
dóttur. Sveinbjörn sýndi framsýni
í kennslumálum, ósérhlífni í starfi
og studdi bæði nemendur og kenn-
ara á menntabrautinni. Svein-
björn virðist hafa haft jafnmikla
ánægju af að fræða aðra og að
fræðast sjálfur. Hann gaf út
kennslubækur og bókmenntarit og
þegar hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir, fór hann að læra
spænsku og þýddi ritverk úr því
máli. Móðir Júlíu er Soffía Ingv-
arsdóttir. Hún er dóttir hjónanna
Júlíu Guðmundsdóttur frá Keld-
um á Rangárvöllum og séra Ingv-
ars Nikulássonar prests á
Skeggjastöðum. Soffía var bæjar-
fulltrúi í Reykjavík um átta ára
skeið, formaður Kvenfélags Al-
þýðuflokksins á árunum 1943—67;
hún var í stjórn ýmissa kvenfé-
laga og gegndi mörgum trúnaðar-
störfum.
Júlía Sveinbjarnardóttir og
Guðrún systir hennar ólust því
upp á menningarheimili, þar sem
mikið var rætt um bókmenntir og
íslenskt mál; félagsmálastörf bar
oft á góma og alls konar fróðleik,
og foreldrarnir lögðu kapp á að
mennta og fræða dætur sínar.
Þetta veganesti fluttu þær syst-
urnar Júlía og Guðrún með sér að
heiman, og er minnst á það hér,
vegna þess að lengi býr að fyrstu
gerð.
Júlía lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vor-
ið 1950. Hún stundaði um skeið
nám í guðfræði við Háskóla ís-
lands, en hvarf frá því námi og
lauk B.A.-prófi í ensku og þýsku
árið 1955. Júlía var trúuð kona og
breytingin á námi hennar mun
sennilega hafa stafað af því, að þá
urðu þau þáttaskil í lífi hennar að
hún hafði kynnst Baldvini
Tryggvasyni lögfræðingi, nú
sparisjóðsstjóra, og giftust þau 11.
apríl 1956. Vildi hún ekki leggja út
í langt nám og lét ávallt heimilið
sitja í fyrirrúmi.
Júlía stundaði á námsárunum
kennslustörf við ýmsa skóla, m.a.
Verslunarskóla íslands og Kenn-
araskóla íslands. Kennslustörfin
féllu henni einkar vel. Hjá henni
fór saman staðgóð þekking,
ánægja af kennslunni og eðlislæg-
ur vilji að verða öðrum að liði.
Segja má, að Júlía haf aldrei al-
veg lagt fræðslustörfin á hilluna,
því að margir nutu síðar fróðlegr-
ar og lifandi leiðsagnar hennar á
ferðalögum um landið og próf-
dómarastörf á stúdentsprófi í
dönsku við Menntaskólann í
Reykjavík annaðist hún lengi, síð-
ast vorið 1983.
Á árunum 1955—57 stundaði
Júlia flugfreyjustörf, en frá því að
eldri sonur hennar, Sveinbjörn
Ingvar, fæddist, 27. ágúst 1957,
vann hún að mestu heima fyrir.
Tryggvi Marteinn, yngri sonurinn,
er fæddur 4. ágúst 1965. Þetta
voru góð ár; hjónin voru virt og
dáð af frændfólki og vinum og líf-
ið virtist brosa við þessum glæsi-
legu hjónum og sonum þeirra.
Veturinn 1967—68 veiktist Júlía
af hættulegum sjúkdómi, sem brá
skugga á líf hennar og allra, sem
hana þekktu, en kjarkurinn virtist
óbugaður og Hfslöngunin kvíðan-
um yfirsterkari og sama æðru-
leysið var í fari hennar jafnt og
endranær. Árið 1970 lauk hún
prófi sem leiðsögumaður frá
Ferðaskrifstofu ríkisins og starf-
aði að leiðsögn á meðan heilsan
leyfði.
Aldrei kastaði Júlía höndunum
til neins og allra síst vildi hún
bregðast trausti félaga sinna. Hún
átti lengi sæti í stjórn Félags leið-
sögumanna og var formaður þess
frá 1979 þar til í febrúarmánuði sl.
Störf hennar fyrir félagið voru að-
allega tvíþætt. Hún barðist í
fyrsta lagi fyrir því að fá starfs-
heiti leiðsögumanna viðurkennt
og vernduð réttindi þeirra og kom
því máli heilu í höfn. Síðasta bréf-
ið, sem hún skrifaði sem formað-
ur, var samið 24. janúar sl. og laut
það að atvinnuréttindum stéttar-
innar. f öðru Iagi vann hún að
uppfræðslu og menntun leiðsögu-
manna og var ritstjóri blaðs
þeirra frá 1979—84. Þar birtist
margvíslegur fróðleikur um at-
vinnulíf þjóðarinnar, náttúru
landsins og sögu þess og margt
fleira. Hún ferðaðist sem formað-
ur með hópa í skoðunarferðir, kom
á staði sem snerta atvinnuvegi
þjóðarinnar og vildi í einu og öllu
efla menntun og stuðla að fram-
gangi starfsfélaga sinna.
Júlía kaus að ferðast eingöngu
sem leiðsögumaður hér innan-
lands og fór oft með erlenda hópa
um landið. Hér stóð þekking henn-
ar föstum fótum, m.a. sprottin úr
jarðvegi bernskuáranna. Hún
þekkti vel þjóðarsöguna, gæddi
frásögn sína lifandi myndum, ým-
ist úr daglegu lífi eða frá liðnum
tímum. Glettin tilsvör og frásagn-
argleði lífguðu upp á frásögnina,
og vel kom sér að hún talaði fyrir-
hafna>-lítið þrjú erlend tungumál,
dönsku, þýsku og ensku.
Af svipuðum toga spunnin var
frásögn hennar, sem flutt var
tvisvar í útvarpi, af Jóni söðla,
þessum einkennilega manni, sem
talist getur meðal fyrstu leiðsögu-
manna hér á landi.
Júlía vakti alls staðar traust
með þekkingu sinni, framkomu og
hlýleik. Hún átti um skeið
(1979—83) sæti í stjórn Alþjóða-
sambands leiðsögumanna og sótti
fundi þeirra.
í frændahópi var hún glöð og
hress, sagði frá ýmsum spaugi-
legum atvikum, flutti snjöll ávörp
á tyllidögum, ritaði minningar-
greinar um frændur sína á sorgar-
stundum og dró þá oft fram bjart-
Fæddur 29. maí 1898
Dáinn 5. október 1984
Blessaður karlinn hann Kristó-
fer er dáinn. Nú er aðeins einn á
lífi af þeim bændum, sem bjuggu í
Hvítársíðu, þegar undirrituð var
að slíta barnsskónum, enda er víst
orðið tímakorn síðan það var.
í þá daga var það meiriháttar
ævintýri að fara suður að Kal-
manstungu og fá jafnvel að dvelja
þar í farskóla.
Reyndar var undir hælinn lagt
hvort þangað var fært nema fugl-
inum fljúgandi meirihlutann af
árinu. Á milli bæjanna rann
Norðlingafljótið. Það var tiltölu-
lega skikkanlegt að sumrinu, en á
veturna hagaði það sér hreint út
sagt eins og bestía. Þetta gat ekki
botnfrosið né Iagt eins og al-
mennilegt vatnsfall. Stundum
ruddi það sig með óskapagangi, en
oftast ólgaði það milli skara og
hlóð undir sig grunnstingli,
breiddi jafnvel úr sér þar sem það
átti alls ekkert að vera, til dæmis
á túninu heima, — þangað til
hann Kristófer fann ráð við því.
Það var meira en sprenglærðir
verkfræðingar gátu.
Skelfing var manni illa við
þennan farartálma. En Kristófer
fékk því framgengt árið 1955 að
fljótið var brúað. Síðan þykir mér
það allra fljóta fegurst.
Já, það var gaman að koma að
Kalmanstungu, hvort heldur var
til Valgerðar og Stefáns eða
Kristófers og Túllu. Húsráðendur
voru hvorki „hlaðkaldir“ né
„bastofukaldir“ eins og Halldór
Laxness nefnir fyrirbrigðin, held-
ur var hverjum gesti fagnað inni-
lega og ekki farið í manngreinar-
álit, nema hvað krakka af næsta
bæ var gert ívið hærra undir höfði
en mikillátum valdsmönnum, ráð-
herrum og þess háttar dótaríi.
Hann Kristófer kallaði ofur-
mennin „góðu sína“ og gælunöfn-
um. Það lá við að hann klappaði
góðlátlega á litlu kollana þeirra.
Aftur á móti talaði hann við
krakkann eins og fullorðið fólk.
Þetta kunni krakkinn vel að meta.
Fyrirmönnum líkaði víst miður,
en hver veit nema þetta hafi leið-
rétt ranghugmyndir þeirra um
sjálfa sig og Kristófer?
Þetta var allra skemmtilegasti
eiginleikinn hans Kristófers og
vakti ósvikna aðdáun krakkans, —
vekur hana reyndar ekki síður nú
ari hliðar tilverunnar. Sjálf var
hún svo hispurslaus og sönn, að
orð hennar vógu þyngra en ann-
arra. Þannig er gott að minnast
hennar, hún átti svo mikinn auð
innra með sér til að miðla öðrum,
bæði á sorgar- og gleðistundum.
Júlía átti ástríkan eiginmann,
sem studdi hana best, þegar mest
á reyndi. Synir þeirra hafa stofn-
að eigin heimili og framtíð þeirra
virðist björt. Sambýliskona Svein-
bjarnar Ingvars rithöfundar er
Jóna Finnsdóttir og eiga þau einn
son, Baldvin Kára, sem fæddur er
10. maí 1983. Tryggvi Marteinn
stundar tónlistarnám og sambýl-
iskona hans er Vilborg Rósa Ein-
arsdóttir. Þau eiga einn dreng,
Sveinbjörn Júlíus, sem fæddur er
6. febr. 1984. óvenjukært var með
þeim systrum Júlíu og Guðrúnu og
fjölskyldum þeirra. Foreldrum
sínum var Júlía góð dóttir og
gleðigjafi.
Við kveðjum Júlíu Sveinbjarn-
ardóttur með söknuði og trega og
minnumst einnig ótal gleðistunda
í sjóði minninganna. Við kveðjum
Júlíu, sem var svo vel af guði gerð
og ríkulega búin mannkostum að
allir urðu betri menn, sem kynnt-
ust henni.
Ég votta hennar nánustu, svo og
frændum hennar og vinum, ínni-
lega samúð.
Guðrún P. Helgadóttir
Þegar haustar birtast í gróðri
náttúrunnar hin fegurstu litbrigði
á síðari árum, þó að margt sé
breytt, meðal annars krakkinn.
Maðurinn var kempulegur og
yfir honum sjaldgæf reisn. Hann
var glaður og reifur og hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom.
Hann var ómissandi við að stjórna
umferðinni á dansiböllunum í
gamla daga, en hann var ekki síð-
ur hress og glaður heima hjá sér
og skipti aldrei skapi.
Innsti hluti Hvítársfðu er kall-
aður Krókur. Fáum öðrum en
okkur Krókbúum sjálfum þótti
sjálfsagt að við fengjum síma,
brýr og vegabætur eins og annað
fólk, hvað þá önnur þægilegheit
siðmenningarinnar.
Kristófer var sjálfskipaður
fyrirliði okkar. Menn böðluðust í
vegavinnu með hestvagna og
skóflur undir verkstjórn Kristó-
fers. Krakkarnir voru kúskar en
karlarnir hömuðust með ólíkind-
um við moksturinn. Það var mikið
ort í vegavinnunni í þá daga.
Seinna lánuðu menn sjálfir í veg-
inn til að flýta fyrir.
Menn rifu upp aflagða síma-
staura norður á Holtavörðuheiði
og 1940 komst Krókurinn í síma-
samband við umheiminn.
Árnar voru brúaðar ein af ann-
arri, en vegurinn er nú svona og
svona enn þann dag í dag. Á löng-
um köflum má enn sjá handarverk
gömlu mannanna eins og þeir
skildu við þau.
Kristófer átti drýgstan þátt í að
þoka framförum áleiðis meðan
hann bjó í Kalmanstungu, og þess
er sannarlega vert að minnast
með þakklæti.
Mér er líka minnisstætt, þegar
Kristófer heimsótti okkur hjónin
eitt sinn á hörðu vori. Þó að komið
væri fram undir Jónsmessu var
túnið okkar svo grátt af kali, að
það þurfti helzt að ganga um með
græn sólgleraugu og vænan
skammt af bjartsýni til að vænta
mikillar uppskeru af þvi það
sumarið. Kristófer virti það fyrir
sér ofan af bæjarhólnum og sagði:
Ósköp eru að sjá túnið hjá ykkur.
Þið ættuð að koma með nokkra
poka af áburði á Stokkflötina og
heyja hana svo.
Þetta gerðum við, og það gafst
vel. Þannig nágranni var Kristó-
fer okkur og þar áður foreldrum
mínum, sem bjuggu hér á undan
okkur.
Hann var írjálslegri í fram-
komu en flestir aðrir og alveg sér-
sem mannleg augu skynja, líkt og
náttúran sé að reyna að fram-
lengja sumrinu. Við andlát Júlíu
Sveinbjarnardóttur var um stund
sem dimmdi af vetri, en um leið
birti aftur er hlý bylgja minninga
um hana sveipaðist yfir hugann
líkt og bára sem strýkst varlega
yfir gljáfægðan fjörusteininn á
ströndinni.
Líf og starf einstaka manna
hefur í sögu lands okkar og þjóðar
verið með þeim ágætum að þeirra
er jafnan minnst og til starfa
þeirra vitnað, ef vel hefur til tek-
ist eða ef vanda þarf til verka,
þannig minnisvarða hefur Júlía
reist með lífsstarfi sínu.
Þegar ég nú um stund kveð góð-
an samstarfsfélaga og vin finnst
mér sem hver samstarfs- og vin-
arfundur hafi verið ljúfur skóli,
þar sem reynt var að rækta með
öllum gleði, umburðarlyndi, yfir-
sýn, samviskusemi og ást á land-
inu.
Leiðir okkar Júlíu lágu fyrst
saman fyrir fjórtán árum á nám-
skeið fyrir verðandi leiðsögumenn
og marginnis aftur eftir að við
hófum leiðsögustörf. Júlíu lærði
ég þó í raun ekki að þekkja fyrr en
við fórum að starfa saman að fé-
lagsmálum Félags leiðsögumanna
eftir að hún varð formaður þess.
Þar kynntist ég hæfileikum henn-
ar og mennsku.
Fyrstu starfsferð mína í leið-
sögu fór ég að beiðni Júlíu og var
hún með mér í ferðinni. í síðustu
lega hlýr og notalegur þeim, sem
minna máttu sín, til dæmis honum
Steina gamla, Guðsteini Jónssyni,
sem dvaldi í Kalmanstungu á efri
árum sínum, ein fimmtán ár að ég
held. Steini sagði, að sér hefði
hvergi liðið eins vel og þar og
hvergi mætt jafn mikilli hlýju.
Hann dáði Kristófer alveg tak-
markalaust, og það lýsir honum
kannski betur en hægt er að gera í
löngu máli.
Þegar Óiafur, sonur Kristófers
og Túllu, tók við búi í Kalmans-
tungu, fluttu þau hjónin til
Reykjavíkur og bjuggu eftir það á
Öldugötu 7a.
Það var sárt að sjá á eftir svo
góðum og uppbyggilegum vinum
burt úr sveitinni. Sagan um hann
Kristófer er nefnilega ekki nema
hálfsögð, ef ekkert er minnzt á
Túllu, konuna hans. Fullu nafni
heitir hún Lisbeth Zimsen, en það
er hún aldrei nefnd í daglegu tali.
ferð hennar, þar sem hún fór með
leiðsögu, var ég áheyrandi og var
sú ferð að mörgu táknræn fyrir
hana. Var það í einni haustferð
Félags leiðsögumanna. Ferð þessi '
var farin um fáfarnar slóðir um
sanda og hraun í nálægð jökla og
komið við í Haukadal í Biskups-
tungum á heimleiðinni.
í félagsferðum lagði Júlía
áherslu á að fá með auk félaga
góða fræðimenn til frásagnar um
ferðasvæðið og nýta um leið ferð-
ina til náttúru- og umhverfis-
verka. Náttúruvernd var henni
eðlislæg og ekkert var svo smátt í
náttúrunni, að ekki væri vert að
gæta þess og skila áfram óskertu
til eftirkomenda. Hvert ónýtt
snifsi í hirðuleysi í náttúrunni var
landinu óvirðing í hennar hug.
Að loknum björtum og heiðum
haustdegi var í rökkurbyrjun
komið til Haukadals í Biskups-
tungum. Við kirkjuna, sem nú
stendur ein húsa á hinum forna
skóla- og menningarstað, flutti
Júlía okkur fyrirlestur um Ara
fróða. Munum við öll, sem vorum
með henni á þessum degi, geyma
með okkur Ijúfan málróm hennar
og vandaða leiðsögu og I minningu
hennar, halda í heiðri leiðsögu-
starfinu.
Þegar haustnóttin sveipar
okkur mjúkum skugga sínum biðj-
um við bænir okkar og í minum*
bið ég um styrk til allra sem
tengdust Júlíu í vináttu og tryggð.
Inga Ingibjörg Guðmundsdóttir
Hún er elskuleg, víðsýn og vitur
kona, fíngerð og þó tápmikil.
Það voru mikil viöbrigði fyrir
þessa fáguðu kaupmannsdóttur úr
Reykjavík að flytjast beint frá
Lækjartorgi í þá miklu einangrun,
sem þá var í Kalmanstungu. Þang-
að lá enginn akfær vegur, og -
óbrúaðar, vatnsmiklar jökulár að-
skildu bæinn frá byggðinni á báða
vegu.
Á haustin urðu Kalmenningar
að draga að sér allar vistir til
vetrarins um Kaldadal. Árnar
gátu alveg eins orðið ófærar fram
á sumar.
En umhverfið, „þar sem jökul-
inn ber við loft“, á sína ómótstæði-
legu töfra og sleppir ekki taki af
neinum, sem þar festir rætur. Það
var einmitt það, sem Túlla gerði.
Og hún samlagaðist svo vel lífinu í
sveitinni, að hún varð hvers
manns hugljúfi. Þarna undu þau
Kristófer glöð við sitt með börn-
unum sínum þremur. „Lífið er
lotterí“, sagði skáldið Jónas. Túlla '
var stærsti vinningurinn hans
Kristófers.
Þau bjuggu sér afburða fallegt
og gott heimili. Ekki spillti það, að
Kalmenningar reistu sér einka-
rafstöð árið 1930 og gátu því veitt
sér öll þeirra tíma þægindi. Það
var nú meiri dýrðin í augum
krakkans á næsta bæ.
Þetta greinarkorn er ósköp
óformlegt, því að þannig held ég,
að Kristófer vinur minn hefði vilj-
að hafa það. Maður skrifar nefni-
lega helzt ekki neina mærðarvellu
um Kristófer í Kalmanstungu.
Hafi samt sem áður tekizt að
varpa þó ekki væri nema örlitlu
ljósi á það hvern mann hann hafði
að geyma, er tilganginum með
þessum skrifum náð. Og þeim
fylgja einlægar samúðarkveðjur
til nánustu aðstandenda og ann-
arra vina hans.
Ingibjörg Bergþórsdóttir,
Fljótstungu.
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Kristófer Ólafsson
frá Kalmanstungu