Morgunblaðið - 26.10.1984, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1984
skemmdir
á velli
Norwich
Frá Bob Hannnty, fréttamwini Morg-
unbiaösint 4 Englandi.
MIKLAR skemmdir uröu é
Carrow Road, leikvangi 1.
deildarliðsins Norwich City, í
fyrrinótt, er eldur brauat þar
út. Stór hluti aðalstúku vallar-
ins brann til grunna — og þar
inni voru meðal annars
skrifstofur félagsins, bún-
íngsherbergi og bikarasafn fé-
lagsins.
„Viö höfum misst geysileg
verömæti," sagöi formaöur fó-
lagsins í útvarpsviötali í gær.
Þrátt fyrir þennan atburö
mun leikur Norwich og QPR í
deildarkeppninni á morgun,
laugardag, fara fram. Leikmenn
munu fara í keppnisbúninga
sina í aöstööu Norwich viö æf-
ingavöll félagsins og síöan
veröur fariö meö þá í rútu á
völlinn. Siöan munu veröa reist
tjöld i brunarústunum fyrir
leikmenn til aö hafast viö í hálf-
leik.
Sheedy ekki til
Arsenal!
Arsenal hefur boöiö Everton
400.000 pund fyrir írska lands-
liösmanninn Kevin Sheedy.
Sheedy hefur lítiö leikiö meö
Everton í vetur vegna meiösla
— en hann lék mjög vel í fyrra-
vetur. Sú saga gekk fjöllunum
hærra hér í Englandi aö Sheedy
færi til Lundúnaliösins, en for-
ráðamenn Everton neituöu því í
gær aö svo færi. Sheedy gerði
tveggja ára samning viö Ever-
ton í sumar.
• Þorbergur Aöalsteinsson, Víkingi, skoraöi étta mörk gegn Finnum f gær og var markahæstur ésamt Kristjéni Arasyni, FH. Hér skorar
Þorbergur í landsleik.
Norðurlandamótið í handknattleik hafið í Finnlandi:
íslendingar léku heima-
menn sundur og saman!
• Jakob Sigurðsson, hornamaðurinn ungi úr Val, lék mjög vel gegn
Finnum í gær. Hann skoraöi aö vísu ekki nema einu sinni en var mjög
ógnandi í leik sínum og opnaöi mikiö fyrir samherja sína.
stærsti sigur íslands á Finnlandi frá upphafi
ÍSLENDINGAR unnu stórsigur á Finnum, 32:13, í fyrsta
leik Norðurlandamótsins í handknattleik í Helsinki í gær.
Glæsileg byrjun hjá liöinu — og lofar goöu, þó vara beri
viö of mikiili bjartsýni. Staðan í hálfleik var 13:4 og aö
sögn Guöjóns Guömundssonar, líösstjóra íslenska liös-
ins heföi munurinn jafnvel átt aö geta orðiö ennþá meiri
í lokin. íslensku strákarnir heföu leikiö geysilega vel —
og „léku Finnana sundur og saman“.
ísland tók forystuna þegar í
upphafi og jók hana stööugt tii
leikhlés. Finnar áttu ekkert svar
viö mjög góöum sóknarleik islend-
inga. „Strákarnir léku mjög yfir-
vegaö allan leikinn, leikkerfin
gengu vel upp og segja má aö allir
hafi átt góöan leik. Ég vil ekki tina
neinn sérstakan út úr,“ sagöi Guö-
jón Guömundsson er blm. Mbi.
spjallaöi viö hann.
Mjög góöur leikur
Varnarleikur íslenska liðsins var
mjög góöur, eins og sést vel á þvi
aö Finnar skoruöu aöeins fjögur
mörk fyrsta hálftímann; í fyrri hálf-
leik.
Markvarslan var einnig mjög
góð. Einar Þorvarðarson stóö í
markinu í fyrri hálfleik og varöi vel
og Kristján Sigmundsson var síöan
í markinu eftir hlé og varöi einnig
mjög vel — betur ef eitthvaö var.
Allir útspiiarar liösins tóku þátt í
leiknum og skoruöu níu leikmenn
mörk.
Níu leikmenn skoruðu
fyrir ísland
Mörkin skiptust þannig: Þor-
bergur Aöalsteinsson 8, Kristján
Arason 8/3, Þorgils Óttar Mathie-
sen 4, Karl Þráinsson, sem þarna
Finnland—Island
13:32
lék sinn fyrsta landsleik, 3, Viggó
Sigurösson 3, Páll Ólafsson 2,
Steinar Birgisson 2, Jakob Sig-
urösson 1 og Hans Guömundsson
1.
Finnar uröu í ööru sæti í síöustu
C-heimsmeistarakeppni, sem fram
fór á Italíu, og töldu sig eiga góöa
möguieika á sigri í a.m.k. tveimur
leikjum á Noröurlandamótinu —
gegn Norömönnum og íslending-
um. Nú kom hins vegar á daginn
aö þeir höföu ekki mikiö aö gera í
Islendinga sem léku sér aö þeim
eins og köttur aö mús.
Islendingar léku tvo landsleiki
gegn Finnum í Finnlandi á síöasta
ári — og sigruöu í jjeim báöum. I
(jeim fyrri vann ísland meö 12
marka mun en í þeim síöari meö
aöeins tveggja marka mun. Þaö
hefur því eflaust komiö Finnum á
óvart hve ójafn leikurinn var i gær.
Sigurður meiddur
Þrir leikmenn hvíldu í gær —
Brynjar Kvaran markvöröur, Geir
Svansson og Siguröur Gunnars-
son. Siguröur kom til móts viö
landsliöshópinn til þátttöku á NM
frá Tenerife á Spáni, þar sem hann
leikur með liðinu Coruna 3. maí, en
hann gat ekki leikið meö í gær
vegna meiðsla er hann hlaut á æf-
ingu á miövikudagskvöldiö. Hann
meiddist á hné og hefur veriö í
meöferö hjá læknum í Finnlandi.
Sagöist Guöjón liðsstjóri vonast til
þess aö Siguröur yröi oröinn góöur
af meiöslunum fyrir leikinn gegn
Svíum sem fram fer í dag.