Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
5
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur gert medfylgjandi línurit sem sýnir þróun
kaupmáttar kauptaxta hjá ASÍ (heila línan) og opinberum starfsmönnum
(brotna línan) miðað við vísitölu framfærslukostnaðar og eru vísitölur 100 á
árinu 1980.
Á árinu 1977 jókst kaupmáttur-
inn mikið eftir gerð sólstöðusamn-
inganna á almenna vinnumarkaðn-
um í júní og samninganna við
opinbera starfsmenn i október, en
þá fór BSRB fyrst í verkfall á
grundvelli nýsamþykktra laga. 1
ársbyrjun 1978 reyndi ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar að sporna
við verðbólguvexti með því að gripa
inn í kjarasamningana. Eftir kosn-
ingar sumarið 1978 var skriðu enn
hleypt af stað.
Verðbólgan magnaðist jafnt og
þétt og svo fór meðal annars fyrir
tilverknað stjórnvalda að kaup-
mátturinn hrapaði á síðustu mán-
uðum stjórnar Gunnars Thorodd-
sens þegar verðbólga var hömlu-
laus, frá því síðla árs 1982 fram á
þriðja ársfjórðung 1983, þegar að-
gerðir núverandi ríkisstjórnar
gegn verðbólgunni stöðvuðu kaup-
máttarhrunið.
Á því árabili sem hér er lýst hef-
ur kaupmáttarstigi að verulega
leyti verið haldið uppi með erlend-
um lánum.
Línuritið sýnir þá þróun sem
orðið hefur í kaupmætti kauptaxta
hjá opinberum starfsmönnum á
þeim árum sem BSRB hefur haft
verkfallsrétt.
1 athugasemd við línuritið segir
Þjóðhagsstofnun að hér sé ein-
göngu miðað við almennar um-
samdar breytingar á kauptöxtum.
Launaskrið og tilfærslur einstakl-
inga innan launakerfisins vegna
ýmissa sérákvæða komi hér ekki
fram.
Ók á brott af
árekstursstað
ÁRKKSTUR varð á Hringbraut, til
móts við Gamla Garð, laust eftir
klukkan þrjú á sunnudag. Ökumaður
Mazda-bifreiðar, sem grunaður er um
ölvun við akstur, ók vestur Hringbraut
og hugðist beygja suður lláskolaveg,
en ók í veg fyrir bifreið, sem ekið var
austur Hringbraut og varð árekstri
ekki forðað.
Áreksturinn varð ekki harður, en
ökumaður Mazda-bifreiðarinnár ók
af vettvangi og sem leið lá að einni
byggingu Háskóla Islands skammt
frá. Lögreglan kom skömmu síðar á
vettvang og hafði tal af ökumannin-
um. Hann játaði að hafa valdið
árekstrinum og var færður til blóð-
rannsóknar. Skemmdir á bifreiðun-
um eru ekki miklar og engin slys
urðu á fólki.
ÁTVR-þjófnaðurinn
á Akranesi:
Sjö menn í
gæzluvarðhaldi
SJÖ menn hafa verið úrskurðaðir í
gæzluvarðhald að kröfu rannsóknar-
lögreglu ríksins vegna rannsóknar á
áfengisþjófnaðinum úr útsölu Áfengis-
og tóbaksverzlunar ríkisins. Sex mann-
anna voru handteknir aðfaranótt laug-
ardagsins og hinn sjöundi á laugardag.
RLR gerði kröfu um að mennirnir yrðu
úrskurðaðir í gæzlu til 7. nóvember.
Fimm mannanna voru úrskurðaðir til
7. nóvember en gæzluvarðhald yfir ein-
um rennur út í dag og öðrum á morg-
un. Mennirnir eru allir af Reykjavik-
ursvæðinu.
Játningar liggja ekki fyrir. Tíu
kössum af áfengi var stolið á Akra-
nesi og auk þess talsverðu magni af
tóbaki. Þjófnaður á 16 kössum úr
gámi við Sundahöfn er enn óupplýst-
ur, svo og þjófnaður á 10 kössum úr
gámi í Keflavík.
Miðaðu við
IBMPC
Skjár án auka-
endurkasts.
0
Stórt minni.
Hraðvirkur
prentari.
Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna:
Ef þú ert að hugleiða kaup á
tölvu, hagaðu þér þá eins og þeir
sem reynsluna hafa.
Flestir tölvuframleiðendur og
nær allir framleiðendur hugbún-
aðar miða við IBM PC.tölvuna,
sem tók beint strik á toppinn hér-
lendis eins og hvarvetna í heimin-
um. Betri meðmæli eru vandfund-
in.
IBM PC er ekkert frekar tölva
fyrir byrjendur þó að hún henti
þeim mjög vel. Þú þarft heldur
ekki eingöngu að ætla henni byrj-
unarhlutverk. Verkefnasvið IBM
PC er afar víðfeðmt hvort sem
hún er sjálfstæð eða í tengslum
við aðrar tölvur.
Við að kynnast kostum IBM PC
kemstu fljótt að raun um hve dýr-
mæt hún er. Pantaðu kynningu á
IBM PC strax hjá næsta söluum-
boði.
Gísli J. Johnsen
Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8,
Kópavogi, sími 73111
Skrifstofuvélar hf.
Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33,
Reykjavík, simi 20560
Örtölvutækni sf., Ármúla38.
Reykjavik, simi 687220