Morgunblaðið - 30.10.1984, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
Mí 0
Verkfallsrerdir BSRB við hús Skýrsluvéla rfkisins í gær.
Verkfallsvarsla við hús SKÝRR:
Morgunblaðið/Júlíus.
Prókúruhafar greiði
laun með ávísunum
— segja BSRB-menn um launagreiðslur í verkfaili
„VIÐ SETTUM verkfalls-
vörslu við húsakynni
SKÝRR, eftir að úrskurður
Kjaradeilunefndar lá fyrir,
og munum halda þeirri
vörslu áfram miðað við
óbreyttar aðstæður,“ sagði
Birgir Sveinbjörnsson, sem
sæti á í verkfallsstjórn
BSRB, er hann var spurður
um viðbrögð BSRB manna
við úrskurði Kjaradeilu-
nefndar um að unnið skyldi
við Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgar að
launaútskriftum til starfs-
manna við heilsugæslu og
öryggisgæslu, annarra en
þeirra sem eru í BSRB.
Vakt hefur verið við húsið
síðan á sunnudag og er eng-
um hleypt inn nema þeim,
sem frá upphafi verkfalls
hafa sinnt neyðarþjónustu.
Vinna við launaútskriftir get-
ur því ekki hafist að öllu
óbreyttu né heldur vinna við út-
skriftir lífeyrisgreiðslna sem
kjaradeilunefnd úrskurðaði um
á laugardag. Verkfallsstjórn
BSRB telur, að kjaradeilunefnd
hafi farið út fyrir verksvið sitt
með því að úrskurða menn til
vinnu hjá SKÝRR til að ganga
frá launa- og lífeyrisgreiðslum.
Verkfallsstjórnin kveðst hins
vegar vera reiðubúin að taka
málið til athugunar berist beiðni
frá forstjóra SKÝRR. „Við bíð-
um eftir formlegu erindi frá
þeim, en það virðist ríkja ein-
hver tregða hjá þeim að leita til
okkar," sagði Birgir Svein-
björnsson.
Höskuldur Frímannsson, yfir-
maður SKÝRR, mótmælti í gær
með bréfi til BSRB, verkfalls-
vörslu við hús stofnunarinnar og
vísaði hann til úrskurðar kjara-
deilunefndar. Stjóm starfs-
mannafélags Reykjavíkurborg-
ar, samþykkti í gærmorgun
ályktun um að hún væri mótfall-
in verkfallsvörslu við hús
SKÝRR og lagði til að henni yrði
hætt. Verkfallsstjórn BSRB
ályktaði fyrir nokkrum dögum
að í opinberum stofnunum skuli
launagreiðslum hagað þannig,
að prókúruhafar í viðkomandi
stofnun greiði áætluð laun með
ávísunum. Var sú skoðun BSRB
manna ítrekuð á fundi með
fréttamönnum í gær.
Haraldur Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri og varaformaður
BSRB var að því spurður, hvern-
ig það samræmdist kröfu BSRB
um að menn fái greitt fyrirfram
þegar ljóst er að þeir ætli í verk-
fall, að standa síðan gegn því að
þeir fái laun sem vinna í verk-
falli. Svaraði hann því til að hér
væri um gerólík sjónarmið að
ræða. Annars vegar væru það
lög sem kveða á um fyrirfram-
greiðslu hinn 1. hvers mánaðar
en hins vegar væri um það að
ræða að koma í veg fyrir verk-
fallsbrot, en launagreiðslur þess-
arar væru samningsmál milli
BSRB og fjármálaráðuneytisins.
Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra hefur ítrekað lýst þeim
vilja sínum, að laun þessi verði
greidd um næstu mánaðamót.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar:
Verkfallsvörslu hætt
við hús SKÝRR
STTJÓRN Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar samþykkti í
gærmorgun ályktun um að hún
væri mótfallin verkfallsvörslu
við hús Skýrsluvéla ríkisins og
Reykjavíkurborgar. Var í álykt-
uninni lagt til að verkfalls-
vörslu yrði hætt og hætti verk-
fallsnefnd Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar þátttöku í
henni.
í fréttatilkynningu frá
Reykjavíkurborg um þetta mál
segir m.a.:
„Kjaradeilunefnd hefur
ákveðið, m.a. fyrir atbeina
BSRB, að laun skuli ekki
greiða þeim félögum BSRB,
sem gert hefur verið að vinna
í verkfalli opinberra starfs-
manna. Jafnframt hefur
Kjaradeilunefnd ákveðið að
öðrum en félögum í BSRB
sem gert hefur verið að vinna
í verkfalli skuli greiða laun
hinn 1. nóvember nk. Verk-
fallsnefnd Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar hefur lát-
ið af ólögmætri verfkalls-
vörslu við Skýrsluvélar ríkis-
ins og Reykjavíkurborgar, en
verkfallstjórn BSRB hefur á
hinn bóginn haldiö henni
áfram.
Af framangreindum ástæð-
um munu óhjákvæmilega
verða allmikil brögð að því,
að Reykjavíkurborg muni
verða gert ókleift að greiða að
fullu þeim starfsmönnum sín-
um laun, sem nú eru í vinnu
og borginni ber að greiða í
samræmi við samninga eða
úrskurði Kjaradeilunefndar.
Allt sem hægt er verður þó
gert til að efna þær skyldur,
sem á borginni hvíla í þessum
efnum. Endurgjald fyrir
vinnu í þágu borgarinnar,
sem henni verður nú gert
ómögulegt að greiða að fullu
verður innt af hendi um leið
og skilyrði skapast til þess.“
Símamál við ísafjarðardjúp:
Símamenn mót-
mæla yfirheyrslum
HJÁ bæjarfógetaembættinu á ísafirði er haldið áfram yfirheyrslum yfir
starfsfólki símstöðvarinnar á ísafirði vegna brota þess á úrskurði Kjaradeilu-
nefndar við afgreiðslu símtala við íbúa sveitahreppanna við ísafjarðardjúp.
Pétur Kr. Hafstein bæjarfóteti sagði í samtali við Mbl. í gær að búið væri að
yfirheyra fimm af þeim sex starfsmönnum sem hlut ættu að máli. Sagði hann
að einhvern næstu daga, þegar yrfirheyrslum lyki, yrði málið skoðað í heild
og reynt að gera sér grein fyrir hvað hægt væri að gera frekar í málinu.
Á sunnudaginn var samþykkt á
fundi í Félagi íslenskra síma-
manna að mótmæla harðlega þeim
aðgerðum sem hafnar væru gegn
FÍS-félögum á Isafirði. Segir í
samþykktinni að útilokað sé að
nokkrar undanþágur til vinnu eða
viðgerða verði veittar hjá stofnun-
inni á meðan slíkt ástand vari.
Símamenn hafa þrátt fyrir þessa
samþykkt sína gert við allar al-
varlegustu bilanirnar á símakerf-
inu að sögn Þorvarðar Jónssonar
yfirverkfræðings hjá Pósti og
síma. Sagði hann að um helgina
hefði verið gert við bilun á fjöl-
símanum út frá Selfossi, sjálf-
virku langlínumiðstöðinni i Kefla-
vík og telexstöðinni í Reykjavík
sem stöðvaðst hefði alveg um
hélgina vegna bilunar.
Póstur og sími hefur enn sem
komið er ekki kært aðra starfs-
menn sína fyrir brot á úrskurðum
Kjaradeilunefndar þrátt fyrir að
símamenn neiti víðar að fara eftir
úrskurðum nefndarinnar. í lögun-
um um kjarasamninga Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja frá 29.
maí 1976, en með þeim lögum fékk
BSRB verkfallsrétt, segir í 45. gr.:
„Brot á lögum þessum varða
stöðumissi, sektum eða varð-
haldi.“ Kjaradeilunefnd sam-
þykkti í gær að gert yrði við bilan-
ir á símakerfinu á Suðurlandi
þannig að símasamband komist á
við Austur-Eyjafjallahrepp. Þá
var einnig samþykkt að gert verði
við fjölsímalínur út frá Selfossi,
en það er raunar ítrekun á fyrri
samþykkt nefndarinnar.
Morgunblaðiö/Friðþjófur.
Unnið við losun salts úr írafossi í Hafnarfjarðarhöfn I gær.
Lögbannsmálið vegna írafoss:
Verkfallsvörslu hætt þegar
mállutningur átti að hefjast
í GÆRMORGUN hættu verkfallsverðir BSRB verkfallsvörslu við MS írafoss í
Hafnarfjarðarhöfn þar sem þeir höfðu hindrað lo.sun skipsins síðan fyrir helgi. f
gærmorgun átti einmitt að taka fyrir hjá bæjarfógetanum í llafnarfirði lög-
bannsmál Eimskips gegn BSRB vegna aðgerðanna en ekki kemur til þess að
úrskurður falli í málinu þar sem hinar kærðu aðgerðir voru ekki lengur fram-
kvæmdar. Hófst losun saltsins úr írafossi í gærmorgun.
Eins og komið hefur fram hér í
blaðinu kom írafoss til Rifshafnar
sl. miðvikudag með saltfarm sem að
hluta átti að losa þar. Var skipið
tollafgreidd á Rifi en verkfallsverð-
ir BSRB stöðvuðu losun þess í miðj-
um klíðum. Skipinu var þá siglt til
Hafnarfjarðar en verkfallsverðir
komu í veg fyrir losun þess þar til í
gærmorgun.
í fréttatilkynningu frá Eimskip
um mál þetta segir m.a.: „Með þvi
að koma sér hjá því að mæta f'"‘ ■
dómstóla til að verja aðgerðir slnar,
hefur BSRB viðurkennt ólögmæti
þeirra aðgerða sem þeir höfðu uppi
gagnvart starfsmönnum Eimskips
fyrir helgína. Eimskip skorar á
verkfallsverði BSRB að láta nú þeg-
ar af ólögmætri verkfallsvörslu við
önnur skip félagsins, þannig að
starfsmenn Eimskips fái þar vinnu-
frið.“ Forsvarsmenn verkfalls-
stjórnar BSRB sögðu í gær, þegar
þeir voru spurðir af hverju látið
hefði verið af verkfallsvörslu við
írafoss, að BSRB hefði fengið nýjar
upplýsingar um málið. Komið hefði
í ljós að skipið hefði verið löglega
tollafgreitt og því ekki talið rétt að
standa gegn losun þess. Hinsvegar
töldu þeir að um verkfallsbrot hefði
eigi að síður verið að ræða.