Morgunblaðið - 30.10.1984, Qupperneq 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984
Ríkisstjórnina
skortir heildarstefnu
Ræöa Jóns Magnússonar á flokksráðs- og formannafundi sjálfstæðismanna
Jón Magnúfison hdl. í Reykjavík
sendi ritstjóra Morgunblaðsins eftir-
farandi bréf dagsett 26. október
1984:
„Vegna frásagnar Morgunblaðs-
ins í dag af ræðum mínum á flokksr-
áðsfundi Sjálfstæðisflokksins þ. 13.
október sl. sem mér finnst ekki
nákvæmur bið ég yður, herra rit-
stjóri, að birta fyrri ræðu mína á
flokkráðsfundinum svo að lesendur
blaðsins geti sjálfir dæmt ræðuna
skv. efni bennar, en ekki ónákvæm-
um lýsingum blaðamannsins sem
skrifar um flokksráðsfundinn.
Til leiðréttingar á grein blaða-
mannsins varðandi síðari ræðu mína
á flokksráðsfundinum vil ég taka
fram, að þar dró ég engin ummæli úr
fyrri ræðu til baka. Meginefni þeirr-
ar ræðu var að svara þeim sem sett
höfðu fram önnur sjónarmið, leið-
rétta misskilning og hvetja til sam-
stöðu um meginmarkmið."
Morgunblaðið birtir hér með um-
rædda ræðu Jóns Magnússonar að
ósk hans.
1 stjórnmálum skiptir máli að
horfast í augu við raunveruleik-
ann og leita þeirra bestu úrræða
sem tök eru á hverju sinni.
Stjórnmálaflokkur verður jafn-
an að gaumgæfa vel hvenær er lag
til að koma fram stefnu sinni og
gera það þegar færi gefst í jafn-
ríkum mæli og unnt er. í þeim efn-
um skipta ráðherrastólar minna
máli en þau málefni sem tengja
fólk saman i einum flokki.
Við sjálfstæðismenn höfum átt
þess kost í rúmt ár að vera í ríkis-
stjórn og það er okkur hollt að
skoða með gagnrýnum augum
hvernig til hefur tekist. Hvað hafi
áunnist og hvað miður hafi farið.
Ég ætla ekki að rekja þá að-
komu sem blasti við þegar ríkis-
stjórnin tók við völdum. Það hefur
verið tíundað á þessum fundi sem
og öðrum íundum flokksins í
seinni tíð.
Það sem skiptir máli í dag er að
ríkisstjórninni tókst með meiri
ágætum en nokkur hafði búist við
að draga úr verðbólgunni og skapa
skilyrði fyrir nýrri framfararsókn
þjóðarinnar. Bjartsýni jókst þrátt
fyrir kjararýrnun og erfitt ár-
ferði. Þetta er árangur sem ber að
meta og taka tillit til.
En meira þurfti til að koma.
Þegar ríkisstjórninni er þakkað,
hve vel tókst að stýra þjóðarskút-
unni undan brotsjóum og leita
lags til að komast á lygnan sjó, vill
það oft gleymast að ræðararnir,
sem sátu í fyrirrúmi og svöruðu
svo vel þeirri skipan stjórnend-
anna sem þokaði fleyinu framhjá
boðaföllum og blindskerjum, voru
launþegarnir í landinu. Þeir voru
tilbúnir að færa fórnir, þeir voru
tilbúnir að róa þann lifróður sem
þurfti til að fjörtjóni yrði forðað.
Til þess að landi yrði náð og á
nýjan leik yrði hægt að ýta úr vör
og sækja á fengsæl mið.
Landi var náð en það gleymdist
eitthvað. Getur það verið að
stjórnendur hafi hnýtt landfestar
svo laust að skútuna hafi borið frá
landi? Getur verið að stjórnend-
urnir hafi vegna sundrungar inn-
byrðis hrundið fleyinu á flot og
nái því ekki i var á nýjan leik?
Getur verið að stjórnendurnir hafi
verið harla glaðir með það að ná
landi og ekki sinnt því kalli háset-
anna að að nýju yrði ýtt úr vör og
leitað á ný mið sem gæfu þann
afla sem þyrfti til þess að búsifj-
um yrði forðað?
Nú er því þannig varið að flestir
eru reiðubúnir til þess að leggja
hart að sér ef stefnt er markvisst
að ákveðnu takmarki. Þegar því er
náð þarf að setja ný markmið.
Markmið sem sýna að baráttan
var ekki háð til einskis heldur til
þess að ná fótfestu svo að áfram
megi halda í framfarasókn.
Þegar greitt var um það atkvæði
á flokksráðsfundi í fyrra hvort
þingflokki okkar skyldi heimilað
að ganga til stjórnarsamstarfs við
Framsóknarflokkinn greiddi ég
atkvæði gegn því. Vegna þess að
ég taldi og tel að með Framsókn-
arflokknum sé e.t.v. hægt að ná
tímabundnum árangri en aldrei
árangri til frambúðar.
Framsóknarflokkurinn nærist á
og er svo bundinn þeim sérhags-
munum sem að minu viti eru
hindrun á veginum til frjálsara
þjóðlífs og nýsköpunar íslenskra
atvinnumála að fyrr frekar en síð-
ar hlaut að koma til mikilla
árekstra og myndast óbrúanlegt
bil milli þeirra flokka sem nú sitja
í ríkisstjórn, þ.e. ef Sjálfstæðis-
flokkurinn er stefnu sinni trúr.
Árangur náðist vegna fórna
launafólks í landinu. Þegar til átti
að taka var ekki nægur skilningur
fyrir hendi hjá ríkisstjórninni að
það þyrfti meira til. Verðhækkan-
ir á búvörum voru óheftar. Milli-
liðirnir fengu sitt. Haldið er
áfram að tjasla upp i óarðbæra
hluti til lands og sjávar. Vanrækt
var að gefa gaum að þeim vaxt-
arbroddi íslensks atvinnulífs sem í
bráð og lengi getur skapað vinnu-
fúsum höndum arðgefandi störf.
Ríkisbákninu var ekki tekið það
tak sem þurfti. Opinberar þjón-
ustustofnanir fengu að velta
kostnaðarhækkununum óstjórnað
yfir á herðar neytenda.
Það er í sjálfu sér merkilegt hjá
þjóð, sem á sér þá sögu að hafa
lifað undir áþján einokunarversl-
unar í margar aldir, þar sem
skólabörnum er kennt að einokun-
in hafi verið eitt mesta skaðræði
sem yfir þjóðina hafi dunið, skuli
að fengnu frelsi telja það hagfelld-
ast að setja á stofn hverja einok-
unarstofnunina á fætur annarri í
innflutningsverslun, útflutnings-
verslun og sem opinber þjónustu-
fyrirtæki. Hér nægir að nefna al-
gert einokunarkerfi á framleiðslu
mikilvægustu matvæla, sem leitt
hefur af sér hærra vöruverð til
neytenda og í ýmsu lélegri vöru-
gæði en tiðkast í allri Vestur-
Evrópu. Einokun í fjölmiðlun sem
veldur því nú að á því herrans ári
1984 er Rannsóknarlögreglan
hlaupandi um bæinn með úrskurði
um húsleitarheimild og til að gera
upptæk þau tæki sem notuð eru til
að koma upplýsingum á framfæri
til þjóðarinnar. Ég er hræddur um
að þeir ótrauðu baráttumenn
frjáls og fullvalda ríkis á íslandi
sem í raun lyftu því oki af þjóð-
inni, sem eríend áþján olli, hafi
ekki ætlað að slík yrðu örlög þjóð-
arinnar — að hún lögleiddi einok-
unarverslanir og sölu- og þjón-
ustutakmarkanir.
Nú er það svo með þá ríkisstjórn
sem nú situr að ýmsir ráðherrar
okkar hafa staðið sig mjög vel og
komið fram góðum hlutum. En
það er ekki nóg að einstakir ráð-
herrar standi sig vel og geri góða
hluti í sínum ráðuneytum. Það
skortir þá heildarstefnu, sem er
nauðsynleg og á það skortir að
flokksleg forysta innan ríkis-
stjórnarinnar sé tiltæk til að
standa vörð um þau mál sem
tengja okkur saman í einum
flokki.
Það gerist ekki nema þeir sem
til þess eru kjörnir á landsfundi.
Formaður og varaformaður sitji í
ríkisstjórn, beri ábyrgð og ráði
ferðinni. Annað er tímaskekkja og
í andstöðu við þau úrslit sem urðu
á síðasta landsfundi þ.e.a.s. ef
menn ætla þessari ríkisstjórn líf-
daga til loka kjörtímabilsins.
Én í fullri hreinskilni sé ég ekki
þessa ríkisstjórn halda velli mikið
lengur ef ekki kemur til verulegra
breytinga á henni vegna þess, að
ríkisstjórnin er nú þessa dagana
að glata trausti meirihluta þjóðar-
innar og ég fæ ekki séð að að
traust verði unnið aftur með
óbreyttri stjórn. Það kemur ýmis-
!egt til, ég nefni það helsta:
Skattbyröin hefur aukist, og
bitnar nú af meiri hörku en fyrr
vegna kjararýrnunar. Þar brást
Jón Magnússon
ríkisstjórnin. Hún þyrfti að sýna
sama aðhald í ríkisrekstrinum og
sparnað og launþegum i landinu
var gert að gera.
Fyrirheit um úrbætur í húsnæð-
ismálum hafa verið svikin.
Greiðsludráttur á lánum til hús-
byggjenda valda nú fjölmörgum
einstaklingum og byggingarfyrir-
tækjum ómældu tjóni.
Mikilvægustu neysluvörurnar
hafa hækkað allt að þrisvar sinn-
um meira en laun, vegna úrelts
kerfis í vinnslu og sölumálum
landbúnaðarins, en á því hefur
ekki verið tekið þó engum geti dul-
ist að það dæmi getur ekki gengið
upp.
Einokunarstofnun landbúnað-
arins með sölu á kartöflum gerði
sig bera að þvílíku hneyksli í vor
sem leið, að rökrétt hefði verið að
leggja hana niður. Það var ekki
gert. En þrátt fyrir þvergirðings-
hátt þess ráðherra sem með þau
mál fer í ríkisstjórninni tókst
vegna kröfu fólksins og samstöðu
þess að hnika einokunarvilja
stjórnvalda.
Um nokkra hríð hefur það verið
ljóst að þjóðin krefst aukins frels-
is í fjölmiðlum. Því hefur ekki ver-
ið sinnt.
En síðast en ekki sfst, það mátti
öllum vera það ljóst á sl. vori að
óveðursský hrönnuðust upp og þá
þegar þurfti að taka á vandanum
af festu, hefja viðræður við sam-
tök launafólks og taka á vanda at-
vinnurekstursins. En þá lögðust
ráðherrarnir í ferðalög og nú
stöndum við frammi fyrir því að
óveðrið er skollið á.
Ég tel fráleitt að halda þvi fram
að þær kjaradeilur sem nú standa
séu af flokkspólitískum toga
spunnar. Að sjálfsögðu reynir
stjórnarandstaðan að fiska í
gruggugu vatni, en það hafa fleiri
gert á öðrum tímum. Þessi kjara-
barátta og verkföll eru fyrst og
fremst vegna þess að ríkisstjórnin
brást ekki við með nægjanlega
skjótum hætti fyrirfram. Síðan er
það að mínu mati rangt að hella
olíu á eldinn með því að fara ekki
að lögum og greiða út laun til
opinberra starfsmanna. í öðru lagi
var það rangt að fella sáttatillögu
ríkissáttasemjara. í þriðja lagi er
það rangt að halda því fram að
forustumenn launþega stjórnist af
einhverjum annarlegum hvötum
en beri ekki hag sinna umbjóð-
enda fyrir brjósti.
Mér er ljóst að kröfugerð BSRB
er með öllu óraunhæf en miðað við
þá þróun sem orðin er í landinu er
rangt að standa gegn eðlilegum
launahækkunum til stórs hóps fé-
laga í BSRB. Það vita það allir að
nokkuð launaskrið hefur verið á
sl. ári, sérstaklega í vor og í
sumar. Verðhækkanir hafa orðið
meiri en launahækkanir sem af-
leiðing af því að ekki var tekið á
vandræðabörnum íslensks at-
vinnulífs. Fólkið krefst þess að
það sitji ekki eitt uppi með óbætt
tjón. Það er staðreynd þessa máls.
Af þessum sökum sem ég hef nú
rakið hefur ríkisstjórnin og er rík-
isstjórnin að glata trausti.
Og enn eitt, hvar var Sjálfstæð-
isflokkurinn þegar fólkið krafðist
aukins frelsis í sölumálum
grænmetis? Hvar er Sjálfstæðis-
flokkurinn þegar RLR ræðst til
atlögu við neyðarstöðvum sem
settar eru upp til upplýsingar og
fréttamiðlunar. Eftir að út-
varpsmenn lokuðu fjölmiðlum i
landinu hófu nokkrar stöðvar út-
sendingar. Stuðningsyfirlýsingar
bárust hvaðanæva frá fólkinu.
Gamalt fólk og sjúklingar sem
höfðu margir verið algerlega sam-
bandslausir fögnuðu þessu fram-
taki sem og aðrir. Það kom í Ijós
að gæði þessara stöðva byggðra á
vanefnum voru síst lakari en
ríkisfjölmiðilsins. Hvað gerðist
þá? Jú, ákveðið var að ríkisfjöl-
miðillinn skyldi útvarpa fréttum
tvisvar á sólarhring. Hvað þýddi
þessi ákvörðun í raun? Ekkert
annað en viðurkenningu á því, að
það væri öryggisatriði að fjölmið-
ill væri starfandi. Með þessari
ákvörðun var því í raun lýst yfir
að það neyðarástand sem ríkti í
þjóðfélaginu gerði kröfu til fjöl-
miðlunar. Þá um leið var staðfest
að um eðlilega og löglega starf-
semi frjálsu útvarpsstöðvanna
væri að ræða. En daginn eftir var
tveimur af frjálsu stöðvunum lok-
að með lögregluaðgerðum og
þeirri þriðju í gær. Hvað gerði
Sjálfstæðisflokkurinn í því?
Ágætu ráðherrar, þessa starfsemi
áttuð þið að standa vörð um. Það
var skylda ykkar og þið gátuð það
vel. Það var skylda ykkar að
standa vörð um tjáningafrelsið í
landinu.
Ég hef bent á nokkur dæmi og
fullyrði að það er og hefur verið
frelsislag í þjóðfélaginu. Fólkið
krefst breytinga. Afnám úrelts
kerfis hafta, einokunar og tak-
markana. í því efni er Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki i farar-
broddi heldur aðskiljanleg áhuga-
mannafélög sem hafa haft meiri
áhrif til að vekja fólk til meðvit-
undar um gildi frjálsara mannlífs
en sá flokkur sem til þess er stofn-
aður að ryðja þeim málum á
braut.
Séu þær þversagnir í Sjálfstæð-
isflokknum að hann sé ekki fær
um að halda fram og koma fram
stefnumálum sínum stenst hann
aldrei til langframa sem einn
flokkur. Slfkt væri mikill skaði
fyrir borgaraleg lýðræðisöfl í
landinu. í stjórnarsamstarfi við
Framsóknarflokkinn eru hendur
okkar bundnar að mörgu leyti, en
við getum ekki haldið slfku stjórn-
arsamstarfi áfram ef við um leið
vegum að þeim hræringum og
þeim vilja i frjálsræðisátt sem
meirihluti þjóðarinnar krefst.
Meirihluti, sem við sjálfstæðis-
menn eigum alla möguleika á að
fá til liðs við okkur ef rétt er að
málum staðið.
Góðir áheyrendur.
Það eru engin vandamál svo erf-
ið að ekki sé hægt að leysa þau. (
dag þarf að móta stefnu framtíð-
arinnar. Þjóðin nærist ekki á
harðlífisumræðum um efna-
hagsmál ein saman. Ný markmið
verður að setja. Með djörfung
verður að höggva á þá Gordions-
hnúta staðnaðs kerfis í stjórnun
og atvinnumálum sem hamlar
framþróun í landinu. Það verður
að segja skilið við hugmyndir sem
þær að skattgreiðendur og neyt-
endur fjármagni óarðbæran at-
vinnurekstur. Það verður með
markvissum hætti að skera niður
eyðslu ríkisins. Það verður að
skapa skilyrði þess að hugmynda-
ríkir, dugandi, djarfir einstakl-
ingar fái eðlilegt svigrúm í þessu
landi. Slíka stefnu, stefnu fram-
tíðarinnar, verðum við að móta.
Það gera ekki aðrir. En það er ekki
nóg að móta slíka stefnu. Hún
verður að komast í framkvæmd.
Það verður að nýta það lag sem
hverju sinni er fyrir hendi.
Margt hefur verið vel gert, ým-
islegt hefur farið á annan veg en
við framvarðasveit þessa flokks
eigum við og verðum að standa
saman um og gera þá kröfu til
sjálfra okkar að grjótgarðar
stöðnunar verði rifnir niður en ný
markmið, ný sjónarmið nái að
koma þeim þjóðfélagsbreytingum
í framkvæmd, að af nýju verði ýtt
úr vör og að nýju verði sótt á
fengsæl mið og að nýju verði skip-
uð skilyrði velmegunar og vel-
sældar hjá íslensku þjóðinni.
Athugasemd
blaðamanns:
Þar sem ég er borinn þeim sök-
um að hafa farið ónákvæmt með
ræður Jóns Magnússonar á for-
manns- og flokksráðsfundi sjálf-
stæðismanna, vil ég, í tilefni af því
að fyrri ræða hans hefur birst hér
í heild, endurbirta frásögn mína,
sem hafði ekki að geyma beinan
útdrátt heldur endursögn mína á
ræðu Jóns, sem ég skildi sem
stjórnarandstöðu með sama hætti
og þeir sem lýstu áliti sínu á henni
á fundinum: „Jón Magnússon, hér-
aðsdómslögmaður, kvaddi sér
hljóðs og lagði út af því meginstefi
að hann hefði á flokksráðsfundi
vorið 1983 verið andvígur því að
taka upp stjórnarsamstarf við
Framsóknarflokkinn. Flutti Jón
Magnússon stjónarandstöðuræðu
og fann forystu flokksins og þó
sérstaklega ráðherrum hans flest
til foráttu. Taldi Jón ríkisstjórn-
ina öllu trausti rúna, gagnrýndi
hann sérstaklega að ráðherrar
flokksins hefðu ekki staðið vörð
um tjáningarfrelsi með því að
koma í veg fyrir lokun frjálsu út-
varpsstöðvanna. Sjálfstæðisflokk-
urinn stæði ekki vörð um frelsi
einstaklingsins gegn ofstjórn og
áþján.
Segja má að Jón Magnússon
hafi verið eini ræðumaðurinn á
þessum fundi sem lýsti einarðri
andstöðu við ríkisstjórnina. En
svo bar við að undir lok fyrri fund-
ardagsins, síðdegis á laugar-
deginum, eftir að margir ræðu-
menn höfðu gagnrýnt Jón og mál-
flutning hans, að hann stóð upp að
nýju og breytti töluvert um tón-
tegund þegar hann sagði, að hann
vildi ekki rjúfa stjónarsamstarfið
núna strax, hins vegar bæri að
huga að þvi hvort ekki væri rétt að
efna til kosninga eftir eitt til eitt
og hálft ár, en þangað til bæri að
standa að stjórninni áfram. Þess-
ari ræðu sinni lauk Jón Magnús-
son með því að hvetja fundarmenn
til þess að standa við bakið á
„okkar fólki" eins og hann orðaði
það, en hann vildi minna forystu-
mennina á að það væri betra að
láta hugsjónir ráða en ráðherra-
stólana."
Eins og menn sjá segi ég hvergi
að Jón Magnússon hafi „dregið
ummæli til baka“ í seinni ræðu
sinni heldur að hann hafi „breytt
töluvert um tóntegund" sem er
sannleikanum samkvæmt.
Björn Bjarnason