Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 29

Morgunblaðið - 30.10.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1984 37 Félag Nýalssinna: Fjarhrifafyrirbæri og hvernig þau tengjast almennum vísindum FUNDUR um fjarhrifafyrirbsri — og hvernig þau tengjast almennum vísindum var haldinn hjá Félagi ný- alssinna þ. 8. sept. á Álfhólsvegi 121. Gestir fundarins voru sex fræði- menn í raungreinum, og héldu þeir Þór Jakobsson veðurfrsóingur og Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræó- ingur inngangserindi, en síöan hóf- ust umrsður. Þorsteinn Þorsteinsson nefndi upphaf lífsins á jörðunni sem hugs- anlega eða líklega röksemd fyrir fjarhrifum — því ógerningur er að leiða hin fyrstu stig lífsins (eggja- hvítuefni, kjarnasýrur) sjálfkrafa af þeim efnisþáttum, sem áður voru. Hann og Guðmundur Eggertsson erfðafrsðingur minntust einnig á þá tilgátu sumra vísindamanna, að íbú- ar annarra stjarna hefðu á einhvern hátt getað beint hingað lífsfrjóum („directed panspermia hypothesis**) í öndverðu. Sveinbjörn Björnsson jarðeðlis- frsðingur tók fram, að með hinni bsttu stjarnfrsðiaðstöðu úr geim- förum muni á nsstu árum mega skera úr því, hverjar af nsstu sól- stjörnum geimsins hafa með sér reikistjörnur. Fundarmenn tóku undir það, að slík vitneskja gsti orð- ið þýðingarmikil. Að mestu snerust umræður þó um fjarhrif, raunveruleika þeirra og skýringar á þeim. Guðmundur Eggertsson sagði: „Ég virði atvik- ið, athugunina, observationina, enda þótt ég geti ekki gefið full- nægjandi skýringar á því, hvernig þetta gerist," og „við getum ekki látið eins og ekkert hafi gerzt.“ Sveinbjörn Björnsson tók líka af- stöðu. Það væri meir út frá al- mennri skynsemi og mannþekk- ingu sem hann bæri ekki brigður á slík fyrirbæri en af því að hann sæi rök fyrir þeim í fræðikenning- um og mælanleika. — Ævar Jó- hannesson benti á, að þar sem um er að ræða hin „fýsisku" miðlafyr- irbæri (hlutaflutningar, hreyfifyr- irbæri, málmbeygingar) megi vel koma við mælitækni hinna al- mennu vísinda. Þorsteinn Vil- hjálmsson lét í ljósi, að enda þótt ýmsar markverðar upplýsingar komi stundum fram hjá miðlum, mætti skýra það með fjarhrifum frá viðstöddum, og þyrftu slíkar upplýsingar ekki að stafa frá Fjögurra ára barn kom að móður sinni látinni Stokkhólmi, 24. oktober. AP. FJÖGURRA ára gamalt stúlkubarn kom í gsrmorgun að móður sinni látinni og hafði konan, sem var 28 ára gömul, verið myrt heima hjá þeim msðgum, að því er lögreglan sagði í dag. Þegar telpan komst ekki út um aðaldyrnar á íbúðinni, af því að þsr voru Isstar, lét hún sig síga niður úr glugga og notaði plastpoka- lengju sem haldreipi. Stúlkan sagði lögreglunni að móðir hennar hefði fengið gest á manudagskvöld. Hefði hún heyrt hávært tal eftir að hún fór að hátta, en sofnað siðan. Morguninn eftir fann stúlkan móður sína „sofandi á svo undar- legan hátt“ á gólfinu í stofunni. Þegar henni tókst ekki að vekja hana reyndi hún að komast út, en þá voru dyrnar læstar. En litla telpan var ekki ráða- laus. Hún notaði plastplokalengju í reipis stað og lét sig síga um 5 metra niður í húsagarð. Þegar hún var komin langleiðina niður slitn- aði „reipið" og hún meiddi sig lít- ils háttar. Þá kallaði hún á ná- grannana sér til hjálpar^ Einn maður hefur verið hneppt-, ur I gæsluvarðhald vegna máls þessa. framlífi eins og spíritistar (og nýalssinnar b.v.) hafa talið. Allir þessir gestir fundarins, starfsmenn og kennarar í raunvís- indum, lýstu áhuga sínum eða við- urkenningu á hinum umræddu fyrirbærum, en gengu misjafnlega langt í að telja þau skýranleg að svo stöddu. En Þorsteinn Þor- steinsson sagði í sínu erindi frá bók eftir Zukav, mikinn eðlisfræð- ing („The Dancing of the Wu Lee Masters“), sem leiðir möguleika fjarhrifanna beint út frá eðlis- fræðirökum, og telur Zukav að þróunin sé svo ör í þessa átt, að á næstunni megi búast við því, að eðlisfræðingar verði farnir að tala um fjarhrifin — hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Þróun fræð- anna muni knýja þá beinlínis til þess. Nokkrir nýalssinnar tóku til máls og minnti Þorsteinn Guð- jónsson á þau orð Aristótelesar, að frumspekin væri „vísindin um það sem er“ og í þeim skilningi mætti vel kalla nýalssinna frum- spekinga. Ræðumenn nýalssinna tóku allir þá frumspekilegu af- stöðu, að skýra frá staðreyndum sem fyrir liggja, úr eigin reynslu og annarra, og héldu þannig fjar- hrifunum fram á persónulegan hátt. — Nýalssinnar telja, að það sé síðan hlutverk hinna einstöku vísindagreina að laga sig eftir staðreyndunum. Fundurinn stóð um2D klukku- tíma. (Fréttatilkjnning frá Félagi nýalninna.) i.‘GAfu fJD ÞESSI Sigmund-teikning birtist hér í Dagbókinni á laugardaginn, en textinn með henni féll þá niður, en hann er svohljóðandi: Hverskonar skepnuskapur er þetta. — Eigum við bara ekki að fá túskilding fyrir að koma þjóðinni á hausinn? Greifinn af Kaos Ný ljóðabók eftir Stefán Snævarr STEFÁN Snævarr hefur nýlega sent frá sér ljóðabókina Greif- inn af Kaos. Þetta er þriðja Ijóðabók Stefáns en áður hafa komið út Limbórokk árið 1973 og Sjálfssalinn árið 1981. Árið 1983 gaf Stefán út ritaskrá ásamt Gunnari Harðarsyni, sem nefnist Heimspekirit á íslandi fram til 1900. Gríllofn og brauðríst frá General Electríc USA Afar hentugt og notadrjúgt tækí sem ættí a6 vera til í hverju eidhúsí HEIMILIS- 0G RAFTÆKJADEILD IhIhekiahf , |^__gjLAUGAVEGI170-172 SIMAR 11687 ■ 21240 VCrO kf . 2.749. _ 1007. MEIRI LÝSING OSRAM HALOGEN perur lýsa 100/ meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur. OSRAM fæst hjá HINN VELUPPLÝSTI MAÐUR ER MEÐ PERUNAÍ LAGI OSRAM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.