Morgunblaðið - 02.11.1984, Side 5

Morgunblaðið - 02.11.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 5 „Vona að ég sé gjaldgengur ( myndlistarumræðu dagsins" Ómar Skúlason sýnir í Listmunahúsinu ÓMAR Skúlason opnar mál- verkasýningu í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, laugardaginn 3. nóv- ember kl. 14. Elstu myndirnar á sýningunni eru collage-myndir frá 1976, en tvær myndaraðir, gerðar á þessu ári, eru aðaluppistaðan í sýning- unni. Ómar er fæddur árið 1949. Hann útskrifaðist frá Myndlist- ar- og handíðaskólanum árið 1977. Þetta er önnur einkasýning Ómars, en sú fyrri var á Kjar- valsstöðum árið 1978. Blm. Morgunblaðsins hitti Ómar í Listmunahúsinu og spurði hann m.a. hvers konar tækni hann notaði við gerð myndanna. „Ég nota blandaða tækni, svo sem málun, þrykk og klipp. í nýju myndunum nota ég mikið klipp og „skapalón". En það eru stafir, sem m.a. eru not- aðir til að merkja björgunar- báta. Þeim er þrykkt á myndina og málað í kringum þá.“ Ómar sagði að engin saga væri í myndum sínum. „Andlit og annað þekkjanlegt er alveg úr lausu lofti gripið." — Hafa aðrir listamenn haft áhrif á þig? „Já, ég hef orðið fyrir áhrifum frá ýmsum málurum, en þeir sem mest áhrif hafa haft á mig eru þeir R. Rauchenberg og Stewart Davis, aðallega mynd- hugsun þeirra." A sýningunni er ein mynd, sem Ómar vann með þeim Agli Eðvarðssyni og Erni Þorsteins- syni. Einnig ein ný mynd eftir Egil Eðvarðsson. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga nema mánu- daga, frá kl. 10.00 til 18.00. En kl. 14.00 til 18.00 á laugardögum og sunnudögum. Sýningin stendur til 18. nóvember. Ómar Skúlason við nokkur verka sinna i Listmunahúsinu. Aldís verður aldargömul á sunnudag ALDÍS Einarsdóttir frá Stokka- hlöðum í Eyjafirði, sem fæddist 4. nóvember 1884 og viðtal var við í Mbl. í gær, var fyrir mistök sögð 100 ára í gær, en á að sjálfsögðu 100 ára afmæli nk. sunnudag, og var fæðingardagur hennar reynd- ar prentaður í viðtalinu. Síður en svo var ástæða til að flýta afmæl- isdegi afmælisbarnsins, þvi Aldís er einstaklega hress og ung í anda. Morgunblaðið biður velvirðingar á mistökunum um leið og það óskar Aldísi allra heilla á merkum tíma- mótum. Úr borgarstjórn: Aðalkjara- samningurinn samþykktur BORGARRÁÐ samþykkti í gær aðal- kjarasamning Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags borgarinnar. Ennfremur samning borgarinnar við lljúkrunarfélag Islands. Á fundi borgarstjórnar í gær fjallaði Davíð Oddsson, borgarstjóri, um þær sérstöku viðbætur sem að- alkjarasamningurinn við Starfs- mannafélag borgarinnar fæli i sér, en hann er í meginatriðum byggður á samningi BSRB og fjármálaráð- herra. Vakti Davíð ennfremur at- hygli á yfirlýsingu hans og Harald- ar Hannessonar, formanns Starfs- mannafélagsins, um að engin ágreiningsmál væru uppi á milli Reykjavíkurborgar og Starfs- mannafélagsins vegna framkvæmd- ar nýliðins verkfalls. Sigurður E. Guðmundsson, borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins, sagði m.a. að hann gæti ekki lýst stuðn- ingi sínum við þennan samning, þar sem að í honum væri enga kaup- máttartryggingu að finna, engin til- raun væri gerð til að rétta hag lág- launafólksins sérstaklega og kvenna í hópi borgarstarfsmanna. Að öðru leyti kvaðst hann fagna þeim úrbót- um sem á samningnum hefðu verið gerðar frá fyrri samningi. Davíð Oddsson kvað samninginn i meginlínum vera í samræmi við þá kröfugerð sem Starfsmannafélagið hefði sett fram, þó að ekki hefði ver- ið gengið að þeirri kröfugerð að fullu. Það væri vart hlutverk borg- arinnar að lagfæra kröfugerð fé- lagsins. Í máli Sigurðar kom þá fram að borgin hefði getað borið fram hugmyndir til viðbótar við kröfugerð Starfsmannafélagsins til að koma til móts viö þau markmið sem hann hefði fjallað um. í bókun borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins sagði að í þessum aðalkjarasamningi væri gamla pró- sentuhækkunin allsráðandi, sem þýddi að þeir lægst launuðu fengju minnsta hækkun, en þeir væru að stórum hluta konur. Vonandi yrði bætt úr því í sérkjarasamningum. í bókun borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins sagði að í kröfugerð Starfsmannafélags Reykjavikur- borgar hefðu sérstakar kröfur um hækkanir fyrir láglaunafólk ekki komið fram, en í sérkjarasamning- um væri mögulegt að ná fram leið- réttingu þar á. I bókun borgar- fulltrúa Kvennaframboðsins var tekið í sama streng, en eins og mál- um væri komið sæju þeir sér ekki fært annað en að samþykkja samn- inginn. KARNABÆR Laugavegi 66, Glæsibæ, Austurstræti 22. Sími frá skiptiboröi 45800. Nú byrjum viö fyrir alvöru.. aö taka upp nýjan og glæsilegan fatnaö í öllum verslunum okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.