Morgunblaðið - 02.11.1984, Síða 43

Morgunblaðið - 02.11.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 43 Morgunblaðið/FriÖþjófur. Starfsmenn og eigendur Hrafnsins. Á mvndinni eru frá vinstri Valur, Guömundur Óli, Guðlaug, Hrafnkell, Jóhann, Björn, Ólafur og Benedikt. Hrafninn, nýr veitingastaður: „Ætlum okkur að mæta síauknum kröfum fólks“ NÝLEGA var nýr veitingastaður, Hrafninn, opnaður ( Reykjavík. Hrafninn er til húsa að Skipholti 37, þar sem billjardstofan Júnó var áður. Eigendur eru þau Guðlaug Jónsdóttir og Hrafnkell Guðjóns- son. Veitingasalir Hrafnsins eru á tveimur hæðum. Á þeirri efri, sem innréttuð er í „golden twenty“-stíl eru framboðnar léttar veitingar, en á neðri hæð- inni, sem innréttuð er í ind- verskum stíl, verður íburðar- meiri matur á boðstólum. Salur- inn á efri hæðinni er 130 fer- metrar, en neðri hæðin, sem meðal annars er skreytt með indverskum kimonoum, flestum frá 17. öld, er 115 fermetrar. Staðurinn hefur vínveitingaleyfi og auk almennra drykkja er bjórlíki á boðstólum. Þau Guðlaug og Hrafnkell sögðu í samtali við Morgunblað- ið, að rekstur staðarins hefði gengið mjög vel síðan opnað hefði verið í lok september. Það virtist fyllilega grundvöllur fyrir nýjum stað af þessu tagi þrátt fyrir mikinn fjölda matsölustaða i borginni. Lögð væri áherzla á góðan viðurgjörning, þjónustu og húsbúnað, enda væri það ætl- un þeirra að mæta síauknum kröfum fólks til veitingastaða. Þeim hefði auðnast að fá gott starfsfólk og frábæran mat- reiðslumann og væru því bjart- sýn á framtíðina. Hönnuður staðarins er Karl Júlíusson, leðursmiður, en arki- tekt Vatnar Viðarsson. Amarflug flýgur milli Ítalíu og Kúbu: Kvikmyndir sýndar í fyrsta skipti í íslenskri flugvél ARNARFLUG hefur samið við ít- alskar ferðaskrifstofur um leiguflug millí Ítalíu og Kúbu. Farnar eru þrjár flugferðir á viku. Samningur- inn er til eins árs og nemur heildar- velta þessa verkefnis 400 milljónum íslenskra króna. Arnarflug leigir Boeing 707 far- þegaþotu frá flugfélaginu Air Portugal til þessa verkefnis. Flugvélin ber íslenska einkenn- isstafi, TF-VLV, og var á undan notuð í pílagrimaflugi Arnarflugs í haust. Hún er með sæti fyrir 189 farþega og var þéttsetin í fyrstu ferðunum. Þess má geta að í flugvélinni eru sýningartæki og kvikmyndir sýndar á leiðinni og mun það í fyrsta sinn sem slíkur búnaður er notaður í flugvél sem rekin er af íslensku flugfélagi. Það er ítalska ferðaskrifstofu- keðjan Mondadori sem samdi við Arnarflug um þetta verkefni og setur Kúbuferðirnar á markað, en fjöldi ítalskra ferðaskrifstofa sel- ur þær. í fyrstu er einungis flogið frá Mílanó til Havana en á næst- unni hefjast einnig ferðir frá Róm og í undirbúningi eru ferðir frá Vínarborg í Austurríki. Farnar verða þrjár ferðir í viku til Kúbu. Flugtími frá Ítalíu til Kúbu er 11 Vfe klukkustund og er höfð við- koma í Gander á Nýfundnalandi, en til baka er flogið beint til It- alíu, án millilendingar, og tekur flugið þá um tíu stundir. Flug- stjóri í fyrstu ferðinni var Arn- grímur Jóhannsson, yfirflugstjóri Arnarflugs. Halldór Sigurðsson, deildar- stjóri erlendra verkefna, gekk frá samningnum fyrir hönd Arnar- flugs. Sumargleði að ljúka Sumri er nú lokið og vertíð Sumargleðinnar því að Ijúka. Hún hefur skemmt f veitingahúsinu Broadway að undanfornu og kemur fram í síðasta skipti þar nú um helg- ina, í kvöld og annað kvöld. Þetta var 14. sumarið í röð sem „Gleðin" hefur farið um landið og voru viðtökur nú betri en nokkru sinni áður að sögn aðstandenda. Þeir halda nú á vit nýrra ævintýra, en næsta sumar mun Sumargleðin fara af stað á nýjan leik og þá verð- ur 15 ára afmæli hennar haldið há- tíðlegt um allt land. Sumargleðin er tveggja klukkustunda stanslaus skemmtidagskrá og dansleikur á eftir. Á myndinni má sjá Ómar Ragnarsson og Bessa Bjarnason sem báðir hafa verið lengi með Sumargleðinni í einu atriðanna á Broadway. Basar Kvenfélags Langholtssóknar MEÐ LÍNUM þessum á ég erindi við alla þá er þurfa næstu vikur að brjóta um það heilann hvernig nauð- þurftir og tekjur fái haldizt í hendur. Eg veit af áralangri reynslu að betri kjör en bjóðast á bazar Kvenfélags Langboltssóknar eru vandfundin. Þar eru á boðstólum gómsæt nær- ing, haglega gerðir munir og flíkur, já listfengi og notagildi haldast í hendur. Þær eru ekki lagstar í kaup- mennsku konurnar, nei, en þær bera áhyggjur af því að enn er langt í land að greiddir séu allir byggingarreikningar starfsstöðv- ar safnaðarins á holtinu. Átaka- laust rís slíkt musteri ekki. Því hafa ofnar verið kyntir; nálar og prjónar tifað og á laugardaginn kl. 2 fáum við séð í Safnaðarheimil- inu hverju konurnar og heimili þeirra hafa áorkað þessu sinni, fáum líka séð hverju vinveitt fyrirtæki hafa gaukað að þeim. Eitt er víst. Þar verður margt að skoða, mörg kostakaupin gerð. Eigir þú vin sem þér er annt um láttu hann þá vita um bazar Kven- félagsins í Safnaðarheimilinu við Sólheima kl. 2 á laugardaginn. Sig. Haukur Daihatsusalurinn Ármúla 23. Símar 81733 og 685870 Þessir glæsilegu bílar eru til sölu hjá okkur núna, og eru á staðnum. Toyota Carina 1800 GL árgerö 1983, km 43.000. Litur rauöbr., 4ra dyra, 5 gíra, m. útvarpi VERÐ 315.000.- Toyota Carina GL árgerö 1980, 4ra dyra, 5 gíra, km 83.000. Litur gullbrons. Verð aöeins 210.000.- Saab 99 GL 4ra dyra árgerö 1981, km aöeins 21.000. Litur dökkblár. Verð 310.000.- Subaro 4x4WD station 1800 GL Hátt og lágt drif, árgerö 1982, km. 30.000. Útvarp og kassetta, silsa- bretti, grjótgrind, litur vínrauöur. Verð I 350.000.- | Suzuki Fox 4x4 WD jeppi árgerö 1983, km 22.000. Litur hvítur, útvarp og segulband. Verð 300.000.- Galant GL 4ra dyra árg. 1979, km aðeins 48.000. Litur dökgraenn. Góöur bíll Verð 160.000.- og margt fleira á söluskrá. Daihatsuumboðið Ármúla 23, símar 685870 og 81733.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.