Morgunblaðið - 04.11.1984, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.11.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER1984 29 BETRIKOSTUR Reglulegur samanburður er gerður á kjörum Hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum. Og er það stefna Samvinnubankans að Hávaxtakjör verði alltaf betri kostur en verðtryggð kjör hjá bankanum. Hækkandi vextir Hávaxtareikningur ber stighækkandi vexti, 17% í fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá því. Arsávöxtun Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem ræðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextír frá stofndegí Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. NýstáHegt fyrirkomulag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar í einu lagi. Því er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. 9 Obtindínn Hvert skírteini er laust til útborgunar fyrirvaralaust. Betri kjör bjóðast varla. § Samvinnubanki Marteinn H. Friðriksson söngstjóri. kynntur nú. Orgelverk hans verða leikin milli laga hjá kórnum og á orgeltónleikunum. Að sögn Mart- eins er þetta einstaklega ljúf og rómantísk tónlist og mjög aðgengi- leg. „Við höfum stefnt að þvi að fá til okkar einn þekktan erlendan gest. Sá sem nú kemur er þekktasti organleikari i Danmörku, Jergen Ernst Hansen, sem er konunglegur organleikari frá Kaupmannahöfn. Hann heldur sjálfstæða tónleika á laugardaginn kl. 17.00.“ Tónlistardögum lýkur sunnudag- inn 11. nóvember og þann dag kl. 11.00 verður messa, þar sem mikil áhersla verður lögð á eldri tónlist, sem samin er um og fyrir 1600. Prestur verður séra Hjalti Guð- mundsson. Síðdegis klukkan 17.00 verða kórtónleikar. Þá verða flutt tvö kórverk, De profundis eftir Nystedt og Dauðadans eftir Distl- er. Marteinn H. Friðriksson var spurður að þvi, hvort ekki lægi mikil vinna að baki þessum Tón- listardögum. Hann sagði að að baki slíkum tónleikum lægi mikill und- irbúningur. „Það hefur tekið nán- ast heilt ár að æfa þetta nýja verk. Það er þungt og krefst mikilla átaka fyrir söngfólkið. En við sem að þessu stðndum, teljum betra að hafa þessa litlu listahátíð i nokkra daga og leggja mikla vinnu í það, en að hafa marga smáa tónleika oftar. Við höfum enga sérstaka yfir- skrift á þessum Tónlistardögum, en aðaláherslan er lögð á kórtónlist. Fyrst ber að nefna verk Þorkels Sigurbjörnssonar, sem er mjög fal- legt og gott verk fyrir kór og fjóra einsöngvara. Á seinni tónleikunum flytur kór Dómkirkjunnar De prof- undis eftir Norðmanninn Knud Nystedt, sem er mjög nýstárlegt, þvi kórinn syngur ekki eingöngu, heldur talar, biður og öskrar. Sið- ara verkið sem verður flutt á þeim tónleikum er Dauðadansinn eftur Hugo Distler. 1 þvi verki eru 12 menn kallaðir af Dauðanum. Þeir tala við hann á milli þess sem kór- inn syngur. Gunnar Eyjólfsson fer Tónlistardagar Dómkirkjunnan Kór Dómkirkjunnar frumflytur Áminningu TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunn- ar veróa haldnir 7.—11. nóvember í þriója sinn. Fyrir hverja Tónlistar- daga hefur verið leitaó til tónskálds og það beóió að semja tónverk sér- staklega fyrir flytjendur á Tónlistar- dögum. Að þessu sinni veróur frum- fhitt Áminning eltir Þorkel Sigur- björnsson. Á Tónlistardögunum fara fram þrennir tónleikar og ein messa og hefst hátiðin eins og áður segir miðvikudaginn 7. nóvember með því að Áminning eftir Þorkel Sig- urbjörnsson verður frumflutt af kór Dómkirkjunnar. Á þeim tón- leikum verður einnig á dagskrá orgelleikur Marteins H. Friðriks- sonar, dómorganista, og Elin Sig- urvinsdóttir syngur lög eftir Hugo Wolf. með hlutverk Dauðans. Þetta verk er mjög áhrifamikið. Kórinn syng- ur á þýsku, en lesið er á íslensku, þýðingu Hjartar Kristmunds- sonar,“ sagði Marteinn H. Frið- riksson, en hann er stjórnandi á tónleikunum en organleikari er Orthulf Prunner. Marteinn sagði að mikill áhugi á kórsöng væri hjá fólki í dag. „Það er áberandi hvað ungt fólk tekur mikinn þátt í kórstarfi og félagslíf- inu, sem því fylgir. Þetta fólk er líka mjög áhugasamt að koma upp einhverju, sem er sérstakt. Það vill glima við stærri verkefni," sagði Marteinn H. Friðriksson að lokum. Kór Dómkirkjunnar ásamt Marteini H. Friórikasyni (neóst til hægri). Morgunblaðið/Árni Seberg Markmið Tónlistardaga er m.a. að kynna eitt tónskáld sérstaklega og verður Mendelssohn-Bartholdy Auglysingastota Ernst Backman
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.