Morgunblaðið - 04.11.1984, Page 62

Morgunblaðið - 04.11.1984, Page 62
62 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 STÓRI- OG LITLI- KLÁUS LITIÐ INN Á ÆFINGU Með aöalhlutverk fara Guðrún Þórðardóttir, Sól- veig Pálsdóttir, Bjarni Ingv- arsson, Margrét Ákadóttir, Ólafur Örn Thoroddsen, Júlíus Brjánsson, Þórir Steingrímsson og Guðrún Alfreðsdóttir. Litli Kláus með djáknann í kistunni. Það gengur mikið á í Bæjarbíói I Hafnarfirði þegar blaðamann og Ijósmjndara ber að garði til að líta inn á æfingu Revíuleikhússins á leikritinu Litli Kláus og stóri Kláus, gert eftir sögu H.C. Andersen. Það er allt þegar „á fullu" og fólk er að hjálpast að við koma sviðinu í rétt horf því tíminn er stuttur til æfinga á milli bíósýn- inga, og ekki til setunnar boðið. Ærsl, hlátur og hressileiki eru einkennandi fyrir andrúmsloftið þegar inn er komið og skyldi reyndar engan undra, því hér er verið að flytja það sem börn á öll- um aldri hafa skilið og metið og haft ánægju af í fjöldamörg ár. Hér eigast þeir aðallega við „stóri" og „litli“ maðurinn, líkir sjálfum sér á öllum tímum í sókn og vörn og enginn í vafa þegar leiknum lýkur hvor þeirra muni eiga sam- úð áhorfenda. Hlutverk í leiknum eru í höndum þeirra sem kunna vel til verka og enginn vafi á að „góða veislu gjöra skal“ á fjölun- um í Bæjarbíói að þessu sinni. Þetta er fjórða verk Revíuleik- hússins , en það mun áður hafa flutt Galdraland, Karlinn í kass- anum og íslensku revíuna. Það sem hefur háð æfingum og leik- húsinu undanfarið er húsnæðis- leysi og hefur það lent í ýmsum hrakningum í því sambandi. Að sögn Sögu Jónsdóttur sem leik- stýrir litla og stóra Kláusi eru um 20 leikarar að æfa og þar af átta vanir, en hitt eru unglingar og börn. Tónlistin í leikritinu er sam- in af Jóni ólafssyni og textana samdi Karl Ágúst Úlfsson. Leik- mynd annaðist Baldvin Björnsson. Við tókum þá litla og stóra Kláus, sem leiknir eru af Júliui Brjánssyni og Þóri Steingrfms- syni, stuttlega tali. r Saga Jónsdóttir leikstýrir verkinu. Jón Ólafsson semur tónlist við leik- ritið. Þórir Steingrímsson: Stóri Kláus er yndislega barnalegur Aðspurður sagði Þórir það vera skemmtilegt að leika stóra Kláus. Hann væri afskaplega yndislegur, barnalegur, ráðríkur yfirmaður og það væri alltaf eitthvað af vond- um manni innan f manni sem kæmi kannski fram i hlutverki eins og þessu. Því verr sem krökk- unum líkar við mann> því betur hefur manni tekist, sagði hann. Krakkarnir eru kröfuharðir, smá- munasamir en skemmtilegir áhorfendur og það þýðir ekkert að ætla sér að plata þau. Söguþráður- inn er afskaplega líkur uppruna- legu sögunni og kynnir vissar þjóðfélagsstéttir. Stóri Kláus er efnahagslega sterkari á velli og beitir því óspart á litla Kláus. En með tið og tíma fer litli Kláus að taka við sér og hugsa meira um sig og nota heilann til að klekkja á stóra Kláusi, sem alltaf hefur leik- ið hann svo grátt, sagði Þórir að lokum. Júlíus Brjánsson: Litli Kláus, erfitt hlutverk en mjög skemmtilegt Július, sem fer með hlutverk litla Kláusar, sagði að hlutverkið væri erfitt en skemmtilegt og það væri sérstaklega gaman að leika fyrir börnin þótt þau væru ekkert miskunnsamari en þeir fullorðnu. Ef þeim líkaði ekki leikurinn létu þau heyra í sælgætispappír og kliður færi um salinn. Þetta er skemmtilegt ævintýri þó það sé dálftill óhugnaður kannski í því. Við höfum nú reynt að stemma stigu við því, sagði Júlíus og leitast við að halda ævin- týralegum blæ. GRG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.