Morgunblaðið - 17.11.1984, Síða 4

Morgunblaðið - 17.11.1984, Síða 4
4 Ólafur Tómasson Póstur og sími: Ráðinn framkvstj. tæknideildar Ólafur Tómasson verkfræóingur befur verið ráðinn framkvœmdastjóri tæknideildar Pósts og síma frá og með 1. desember nk. Ólafur er 56 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá stærðfræði- deild MA árið 1948 og framhalds- námi i verkfræði frá háskólanum f Edinborg árið 1956. Strax að loknu prófi hóf hann störf hjá símatækni- deild Pósts og síma og 1961 var hann skipaður deildartæknifræð- ingur. 1966 var ólafur skipaður yf- irverkfræðingur með umsjón með innkaupum, efnisvali og fram- kvæmdum með fjölsíma- og jarð- símakerfum. Frá árinu 1979 hefur Ólafur starfað sem yfirverkfræð- ingur í sambandadeild Pósts og síma. Ólafur Tómasson er kvæntur Stefaníu M. Pétursdóttur og eiga þau fjögur börn. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Kvennaathvarf starf- rækt á Akureyri „Vandinn er ekkert síður til staðar hér“: Fjáröflun um allt Norðurland um helgina Samtök um kvennaathvarf á Norðurlandi munu standa fyrir fjár- söfnun með sölu barmmerkja um helgina, þ.e. dagana 17. og 18. nó- vember. Merkin verða seld um nær allt Norðurland og er tilgangurinn að standa straum af rekstri kvenna- athvarfsins, sem starfrækt hefur verið á Akureyri síðan í sumar. í Samtökum um kvennaathvarf á Norðurlandi eru nú um 250 fé- lagar, en meðal þeirra sem einnig munu taka þátt í fjáröflunarátak- inu um helgina eru félagar f kvenfélögum nyrðra og Sinawik- konur. „Samtok um kvennaathvarf á Norðurlandi voru stofnuð snemma á þessu ári og 1. ágúst sl. tók kvennaathvarf til starfa i hús- næði sem Akureyrarbær lét okkur í té,“ sagði Helga Guðmundsdótt- ir, ein af aðstandendum athvarfs- ins, í stuttu spjalli við blm. Mbl. f vikunni. „Fyrst í stað var aðeins um að ræða símatíma, þar sem konur gátu hringt og leitað ráða. En nú er athvarfið opið konum til dvalar og hafa nokkrar konur þegar nýtt sér það og dvalið í athvarfinu um lengri eða skemmri tíma,“ sagði Helga. „En símaþjónustan er að sjálfsögðu ennþá til staðar. Sími athvarfsins er (96>-26910 og þang- að geta konur hringt milli klukk- an 14 og 16 og 20 og 22 alla daga vikunnar og fengið ráðgjöf þar sem vísað er til sérfræðinga ef þörf krefur. f athvarfinu er einn fastur starfsmaður, auk þess sem félagar í samtökunum taka vakt- ir. En allir sem starfa við athvarf- ið hafa sótt námskeið, sem sam- tökin hafa haldið i samvinnu við námsflokka Akureyrar og eru að sjálfsögðu bundnir þagnar- skyldu.“ Aðspurð um þörfina á slfku at- hvarfi á Norðurlandi, sagði Helga, að miðað við þá reynslu sem feng- ist hefði af rekstri kvennaat- hvarfs í Reykjavfk, þar sem alltaf væri fullt hús, ætti þörfin fyrir slíka starfssemi einnig að vera til staðar norðan heiða. „Mótrökin hafa hins vegar verið þau, að Ak- ureyri sé of lítill bær til þess að athvarfið fái það næði, sem þarf til þess að konur treysti sér til þess að koma þangað. En Akur- eyri er Norðlendingum það sem Reykjavfk er Sunnlendingum. Þar er hægt að bjóða upp á mikið til sömu þjónustu og fyrir sunnan og þaö hlýtur að vera þægilegra fyrir konur sem á þurfa að halda að koma hingað en að fara alla leiö suður, eins og mörg dæmi eru um. Enda höfum við ekki örðið vör við annað í þessu starfi, en að vand- inn sé sá sami hér og annars stað- ar á landinu og þvf ekki siður þörf fyrir kvennaathvarf á Akureyri en í Reykjavík. Eg held þó að fjölskylduböndin séu oft sterkari hér en í Reykja- vík, þar sem meira er um það að fólk sé aðflutt. Við verðum varar við að þegar konur hringja f at- hvarfið, eru þær oft þegar farnar að heiman og komnar heim til mömmu eða annarra skyldmenna. Hins vegar geta sterk fjölskyldu- bönd verið tvíeggjuð, því þau geta f sumum tilvikum heft konur sem búa við ofbeldi og stöðvað tilraun- ir þeirra til þess að breyta ástandi, sem er orðið þeim óbæri- legt. En rekstur athvarfsins gengur vel og við höfum notið mikils vel- vilja frá fyrirtækjum, félagssam- tökum og einstaklingum á Norð- urlandi, auk þess sem Akureyrar- bær og nálæg sveitarfélög hafa verið okkur hjálpleg og aðstoðað á ýmsa lund,“ sagði Helga. „Og ég hef fulla trú á þvf að konur, sem þolað hafa ofbeldi, muni geta not- að þennan stað til þess að jafna sig og vinna að sfnum málum.“ Karl Kvaran Karl Kvaran listmálari sextugur í dag KARL Kvaran listmálari er sextugur í dag, 17. nóvember. í tilefni afmælisins hefur dr. Gunnlaugur Þórðarson opið hús fyrir vini, velunnara og aðdáendur Iistamannsins að Bergstaðastræti 74a í dag, milli kl. 16 og 18. Viðtal við Karl Kvaran er í Morgunblað- inu á morgun, sunnudag. Sölusýning HIN NÝJA listamiðstöð, Gallerí Borg, verður með sölusýningu í Safnahúsinu á Selfossi nk. laugar- dag, þann 17. nóvember. Sýningin verður opin frá kl. 14-18. vp Daihatsusalurinn Ármúla 23. Símar 81733 og 68570 Daihatsu Charade xte Runabout arg 1980 km 24 ooo utur kœmgui- Þessir glæsilegu bílar eru til sölu hjá okkur núna, ur verö 170.000.- eru g staðnum. og margt fleira á söluskrá. Daihatsu Charade Runabout XTE árg. 1980. km 45.000. Litur kremgul- ur Verö 155.000,- o Daihatsu Charade XTE 4ra gira árg. 1981. km 17.000 Liíur vmrauður. Einn eigandi. Vetrardekk. Silabretn. hlifðarpanna. Verö 200.000.- Daihatsu Charade XTE Runabout arg. 1981. km 42.000. Litur rauður. Einn eigandi. Vetrardekk. Silsabretti. Verö 195.000,- Daihatsu Charade XTE 4ra dyra arg. 1982, km 37.000. Litur gullbrons. Vetrardekk. Silsabretti Verð 225.000.- Daihatsu Charade Runabout XTE arg. 1982. km 27.000. Litur gullbrons- aöur. Vetrardekk. Utvarp og segulband. Verð 235.000,- Daihatsu Charade XTE 4ra dyra sjalfskiptur árg. 1983, km 25.000. Litur gullbrons. Verö 255.000.- Daihatsu Charade XTE Runabout 5 gíra árg. 1983, km 14.000. Litur svartur. Verö 265.000.- Daihatsu Charade MMC Colt GL árgerö 1981, km 43.000. Litur beige. Útvarp. Framhjóladrif. Vel meö farinn. Verö 190.000,- Subaru 4x4 WD 1600 station, árgerö 1980. Km 66.000. Verö Litur beige. Útvarp, vetrardekk, sílsalistar. 250.000,- Suzuki Fox 4x4 WD jeppi, árgerö 1983. Km 22.000. Sem nýr. Litur hvítur. Útvarp og segulband. Verö 295.000.- Galant GL 4ra dyra, árgerö 1979. Km aðeins 48.000. Verö Mjög góöur bíll. Litur dökkgrænn. 160.000,- Toyota Hi-Luxe yfirbyggöur, 4x4 WD, árgerö 1981. Km 65.000. Litur rauöur/hvítur. Útvarp og segulband. Vetrardekk. Klæddur hjá Ragnari Vals. Bensínvél. Verö 500.000.- MMC Lancer árgerö 1980, 4ra dyra. Km aöeins 38.000. Verö GL 1400 Litur silfurgrár. Vetrardekk. 190.000,- VW Golf GL árgerö 1978. Km 64.000. Litur kopar- brúnn/svartur. Lituö gler. Útvarp. Vetrar- og sumardekk. Mjög fallegur bíll. Verö 170.000.- SAAB 99 GL árgerö 1981. Mjög vel meö farinn. Km aöeins 21.000. Litur dökkblár. Verö 310.000.- CX 4ra dyra 1984. km 900. Litur Ijósgrænn met. Verö 290.000- Daihatsu Charade Daihatsuumboðið TS Turbo árg. 1984, km 12.000. Litur svartur. Utvarp Segulband. Vetrardekk Verö 335.000,- Armúla 23, símar 68570 og 81733.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.